Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 25
Umræða | 25Helgarblað 1.–3. apríl 2011
Skoraði
flautukörfu
Þórir Guðmundur Þorbjarnar-
son körfuknattleiksmaður í 7. flokki
KR skoraði ótrúlega flautukörfu með
langskoti yfir endilangan völlinn þegar
liðið varð Íslandsmeistari í sínum flokki
um helgina. Körfuna má sjá á DV.is en
sjón er sögu ríkari.
Hver er maðurinn?
„Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, körfu-
knattleiksmaður í KR.“
Hvernig er tilfinningin að vera Íslands-
meistari?
„Það er frábært en maður er svolítið vanur
því. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í körfu
og einu sinni í fótbolta.“
Hvað ertu búinn að æfa körfubolta
lengi?
„Síðan ég var sjö eða átta ára en ég verð 13
ára á þessu ári.“
Stundar þú fleiri íþróttir?
„Ég spila fótbolta og svo keppi ég stundum
á skíðum.“
Hversu oft æfirðu í viku?
„Ég er svona átta sinnum í viku á æfingum
í körfubolta og þrisvar til fjórum sinnum í
fótbolta. Ég er annars eiginlega alltaf úti
í KR.“
Hvaða stöðu spilarðu á vellinum?
„Shooting guard [skotbakvörður, innsk.
blm.].“
Hvernig gekk þér í leiknum?
„Bara vel. Ég skoraði 14 stig held ég.“
Áttu þér fyrirmynd í körfuboltanum?
„LeBron James í NBA en hérna á Íslandi er
það Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR.“
Hvernig myndirðu lýsa síðustu sekúnd-
unum?
„Það voru um tíu sekúndur eftir þegar
Keflavík var í sókn. Þeir skoruðu þegar fjórar
sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og inn-
kastið var tekið þegar tvær sekúndur voru
eftir. Ég sleppti boltanum þegar innan við
ein sekúnda var eftir af leiktímanum.“
Var þetta ekki bara heppni?
„Nei, ekki alveg. Ég er mikið fyrir langskot
og æfi þau mjög mikið. Ég reyndi að miða og
það tókst í þetta skiptið. Ég hef bara skorað
frá miðju áður í leik.“
„Ég held að ég fari í foreldrahús í Borgar-
nesi.“
Elín Elísabet Einarsdóttir
18 ára, nemi í MH
„Ég ætla að skrifa ritgerð og vinna.“
Gréta Sigríður Einarsdóttir
21 árs, nemi
„Um páskana ætla ég að vera að vinna.“
Sigurður Einarsson
37 ára, pylsusali
„Vinna, éta, æfa og sofa.“
Sölvi Hrannar Óðinsson
26 ára, vinnur í sundlaug
„Ekkert búinn að plana það.“
Svavar Þór Sævarsson
29 ára, í atvinnuleit
Maður dagsins
Hvað ætlar þú að gera um páskana?
Nóg að gera Hafnarstarfsmenn í Sandgerði höfðu í nógu að snúast þegar ljósmyndara DV bar að garði í vikunni. Veiðieftirlitsmenn stóðu ábúðarfullir á svip og at-
huguðu hvort allt færi ekki örugglega fram samkvæmt settum reglum. MYND RÓBERT REYNISSON
Myndin
Dómstóll götunnar
L
ítil sæt frétt í vikunni er áhuga
vert dæmi um hvernig flók
in mál eru einfölduð úr hófi
fram og svo matreidd með
tilteknum afmörkuðum hætti ofan í
fjölmiðla og almenning í óskyldum
pólitískum tilgangi. Þannig skakk
lappast sum mál í mismiklum rang
færslum fram í þjóðmálaumræð
unni, oft og tíðum einungis lítillega
tengd samhengi sínu. Sjaldnast hirðir
nokkur um að afrugla málið og setja
í samhengi. Ég hef hingað til reynt
að hlífa lesendum þessa dálks við
sérviskulegu og nördalegu rausi af
mínu fræðasviði, Evrópufræðum, en
nú ætla ég að gera undantekningu.
Þótt málið sé í sjálfu sér léttvægt þá
varpar það áhugaverðu ljósi á mun
stærri deilu á alþjóðavettvangi og svo
er bráðskemmtilegur innanlands
pólitískur vinkill á því sem gerir að
verkum að ýmsir sjá sér hag í að snúa
einvörðungu afmarkaðri hlið málsins
að fólkinu í landinu.
Málarekstur Kanada
(ekki Noregs)
Á þriðjudag sendi sjávarútvegs
ráðuneytið frá sér fréttatilkynningu
um viðbrögð Íslands við viðskipta
banni ESB á selaafurðum. Þar seg
ir að Ísland hafi lýst yfir „stuðningi
sínum við Noreg og Kanada“ í máli
þeirra gegn ESB. Forsaga málsins
er sú að Kanada hefur um nálega
tveggja ára skeið gert athugasemdir
við bann Evrópusambandsins á inn
flutningi á selaafurðum í markaðs
skyni sem ríkisstjórn Kanada telur
að brjóti í bága við alþjóðareglur sem
takmarka möguleika ríkja á að setja
upp viðskiptahindranir. Á fundinum
í deilunefnd heimsviðskiptastofnun
arinnar (WTO), sem sjávarútvegs
ráðuneytið vísar til í tilkynningu
sinni, fór Kanada fram á að sett yrði á
laggirnar sérstakt pallborð (e. panel)
til að skoða nánar bann ESB á inn
flutningi selaafurða. Málið varðar
Ísland að því leyti að tapi ESB málinu
þá gæti bann þess á hvalaafurðum
einnig verið í uppnámi. Af því höfum
við Íslendingar hagsmuni. Fulltrú
ar Íslands í fastanefndinni hjá WTO
lýstu því yfir að Ísland nýtti þann rétt
sinn að taka sér stöðu sem svokall
aður þriðji aðili máls (e. thirdparty
rights). Það sama gerðu Bandaríkin,
Japan, Kína, Kólumbía, Mexíkó og
Noregur. (Sá misskilningur kemur
fram í féttatilkynningu sjávarútvegs
ráðuneytisins að Noregur reki málið
ásamt Kanada.)
Samningsafstaða
Ríkisstjórn Íslands hefur haft þá
grundvallarafstöðu að nýta megi
sela og hvalaafurðir eins og aðr
ar afurðir dýra sem eru ekki í út
rýmingarhættu. Sú stefna er í
andstöðu við tiltekin náttúruvernd
arákvæði Evrópusambandsins eins
og til að mynda kemur skýrt fram
í greiningar skýrslu framkvæmda
stjórnar ESB vegna aðildarumsókn
ar Íslands sem gefin var út í febrúar
í fyrra (Analytical Report, bls. 36–37)
og í frammistöðuskýrslunni frá því
í nóvember (Iceland 2010 Progress
Report, bls. 61–62). Í þessu mái eru
Ísland og ESB einfaldlega ósammála.
Með þeirri afstöðu sem felst í bókun
inni um að taka sér stöðu sem þriðji
aðili máls í deilu Kanada við ESB er
Ísland einkum að stilla sér upp nýt
ingarmegin fyrir komandi aðildar
samninga við ESB í málefnakafl
anum um umhverfismál (kafli 27).
Þessi afstaða Íslands er í samræmi
við langvarandi stefnu og svona bók
anir eru eiginlega daglegt brauð.
Pólitískt notagildi
Nú er auðvitað sjálfsagt að sjávar
útvegsráðherra sem er andvígur að
ild Íslands að ESB taki til máls og
bendi á að þessi stefna okkar Íslend
inga stangist á við stefnu ESB og að
hugsanlega verði okkur við ESBað
ild gert að undirgangast bannið.
Þvert á stefnu landsins. Það á hann
vitaskuld að gera og rétt að hvetja
hann til þess. En í stað þess að lýsa
þessu skýrt og skorinort yfir kaus ráð
herrann sem sé fremur að senda út
framanvitnaða tilkynningu um mál
sem rekið er á forræði utanríkisráðu
neytisins. Maður þarf ekki að vera
svo ýkja djúpt lesinn í kremlarlógíu
íslenskra stjórnmála til að skilja hvað
klukkan slær. Ekki laust við að maður
brosi út í annað – ekki vegna afstöðu
ráðherrans (sem ég raunar deili með
honum) heldur vegna málatilbúnað
arins sem ætlaður var til pólitískra
nota hér innanlands.
Að vísu eru fjölmörg dæmi um
að fagráðuneyti hafi forsvar í stórum
utanríkispólitískum álitamálum en
hér er ekki um slíkt að ræða. Þessi
fundur var bara busines as usual.
Skýringin bak við fréttina á þriðju
dag og hvernig hún birtist fólki felst
í átakalínum innan ríkisstjórnarinn
ar. Vegna þeirra átaka sendi sjávar
útvegsráðherra frá sér fréttatilkynn
ingu á meðan utanríkisráðherra
þagði. – Já, svona geta íslensk þriðju
dagsstjórnmál verið hreint ískrandi
skemmtileg.
Lítil sæt selafrétt
„Maður þarf ekki að
vera svo ýkja djúpt
lesinn í kremlarlógíu ís-
lenskra stjórnmála til að
skilja hvað klukkan slær.
Kjallari
Dr. Eiríkur
Bergmann