Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 36
36 | Fókus 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... KVIKMYND Biutiful „Biutiful sér fegurðina þar á einstakan hátt. Því dýrlingur er bara syndari sem heldur áfram að reyna að gera hið rétta.“ Erpur Eyvindarson TÖLVULEIKUR Killzone 3 á PS3 og Xbox 360 „Killzone 3 gerir nákvæmlega það sem hann þarf að gera, án þess þó að verða einhver flugeldasýning.“ Einar Þór Sigurðsson TÖLVULEIKUR Fight Night Champion á PS3 og Xbox 360 „Fight Night Champion gefur fyrri leikjum ekkert eftir í spilun, grafík eða gæðum en framfarirnar og breytingar eru litlar og í raun ekkert rothögg.“ Sigurður Mikael Jónsson María Heba Þorkelsdóttir leikkona: Hvað ertu að lesa? „Fyrir utan skólabækur þá er ég að lesa bókina Marley and Me. Hún er um kostulegt samband hunds og eiganda hans. Sjálf á ég hund sem nagar skó.“ Hvaða tónlist kemur þér alltaf í gott skap? „Söngur Sigríðar Thorlacius, á Ljúflingshól.“ Hvað ætlarðu að gera um helgina? „Ég ætla að fara í leikkonuboð annað kvöld. Um daginn ætla ég að fara á stofnfund hollvinafélags barnaheimilisins Óss og á sunnudaginn ætla ég að halda upp á sex ára afmæli sonar míns.“ Ertu flink að baka? „Njah, ég er hins vegar mjög flink að plana bakstur eiginmanns míns!“ Flink að plana bakstur mælir ekki með... KVIKMYND Battle: LA „Eflaust þolanleg mynd fyrir þá sem vilja beinlínis ekkert annað en flottar tæknibrellur og byssuskot. Maður gæti þó allt eins hoft á stikluna aftur og aftur. Hún er miklu betri en myndin.“ Jón Ingi Stefánsson KVIKMYND Season of the Witch „Þessi mynd fær hálfa stjörnu og það er fyrir þokkalega frammistöðu Claire Foy sem leikur nornina ungu. Annað er skelfing.“ Ásgeir Jónsson É g vinn út frá einhverjum hjartslætti úr umhverfinu; það tengist því hverju ég hef ástríðu fyrir og leiðum til að tjá það. Ég miðla heimspeki- legum vangaveltum um umhverfi mitt, fortíðina, nútíðina og fram- tíðina. Úr þessu verður einhvers konar myndlist,“ segir Hrafnhild- ur Arnardóttir, handhafi Norrænu textílverðlaunanna þetta árið. Hrafnhildur, sem býr í New York, er komin til landsins vegna opnun- ar á einkasýningunni Á gráu svæði í Hönnunarsafni Íslands. „Þetta er grín út af sjálfri mér af því að ég er gráhærð. Ég nýt þess að vinna á gráu svæði en það er ekki alveg hægt að henda reiður á því hvernig eigi að flokka það sem ég bý til, sérstaklega þegar það er í sam- starfi við aðra.“ Það sem hún býr til er meðal annars: Skúlptúrar, grímur, ljós- myndir, vídeóverk, veggfóður og fatnaður. „Ég sýni hvernig þörfin til að skapa og samvinnuverkefni rata inn á allavega brautir. Ég leyfi mér að vinna verkefni sem meika ekkert endilega sens inn í myndlistarsýn- ingar hjá mér en veita mér lífsham- ingju.“ Hrafnhildur útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993 og ári síðar flutti hún til New York þar sem hún stundaði meistaranám í myndlist við School of Visual Arts. Hárið Hrafnhildur var 12 ára þegar hún ákvað að láta klippa hárið stutt. Hún var með fléttu sem var klippt af. „Ég fór hæstánægð í klippinguna en ég var svo óánægð með útkomuna. Ég missti alla tilfinningu fyrir því hver ég var í speglinum og þurfti að byggja það upp á nýtt. Þá gerði ég mér grein fyrir hvað hárið er ofboðs- lega mikið mál og hvað maður not- ar það í rauninni mikið til að byggja upp sjálfsímynd sem maður vill sýna heiminum og að heimurinn skilji. Mér varð rosalega mikið um þetta. Ég á fléttuna ennþá pakkaða inn í kassa með plasti yfir. Ég bjó um hana eins og lík.“ Hún segist hafa farið á hár- greiðslusýningar í Reykjavík þegar hún var unglingur og hún var einu sinni módel á slíkri sýningu. Hún talar um hárskúlptúra. „Þetta er nokkuð sem hefur heillað mig frá því ég var krakki og ég finn því einhvers konar farveg í myndlistarformati. Og hégóma.“ Nokkrum árum síðar vann Hrafnhildur í versluninni Fríðu frænku í Reykjavík þar sem seldir voru gamlir hlutir. „Ég fann litla, eld- gamla blómagrein unna úr manns- hári. Mér fannst þetta kynngimagn- aður hlutur – að maður gæti haldið á restinni af einhverri manneskju sem væri löngu farin.“ Hárið fór smátt og smátt að verða áberandi í myndlistinni. „Ég fór að blanda gervihári, sem ég fléttaði, inn í portrettmyndir sem ég teiknaði með tússlitum.“ Í dag er hár áberandi í verkum Hrafnhildar. Alvöru hár. Gervihár. Trúðahár. Hár í öllum regnbogans litum. „Hár er líkamsþráður. Nýtanleg- ur efniviður sem vex á líkamanum. Stundum snúast verkin um að þetta er hár en ég finn svo margar ólík- ar ástæður til að búa eitthvað til úr þessum efnivið.“ Pensilstrokur úr hárum Skúlptúrar, grímur, ljósmyndir, vídeó verk, veggfóður og fatnaður. Það má líka nefna vatnslitamyndir. Og svo má nefna að Hrafnhildur hef- ur byggt listaverk upp eins og mál- verk – það er bara úr hárum. Það má kannski segja að um sé að ræða pensilstrokur úr hárum. „Ég vinn út frá einhverjum hjart- slætti úr umhverfinu; það tengist því hverju ég hef ástríðu fyrir og áhuga á og leiðum til að tjá það. Ég miðla heimspekilegum vangaveltum um umhverfi mitt, fortíðina, nútíðina og framtíðina. Úr þessu verður ein- hvers konar myndlist. Sýningin í Hönnunarsafninu er angalía af þess- ari myndlist; þessum vangaveltum. Listin ratar inn í hönnunargeirann, fatahönnun og sviðsmyndahönn- un en ég hef líka unnið mikið gjörn- inga þar sem þetta sameinast mikið. Ég var með sýningu í Nýlistasafninu fyrir mörgum árum þar sem ég sýndi um 340 andlitsmyndir af þeim sem eru blóðtengdir mér í móðurættina. Ég teiknaði hárið og skoðaði hvernig fólk gerði sig tilbúið fyrir myndatöku. Ég berst fyrir því að það sé hægt að líta á hégóma sem jákvætt, kreatíft afl sem gerir það að verkum að fólk nýtur þess að fegra sjálft sig.“ Mistík og ævintýri Hún hefur búið til listaverk utan um afsteypu af hesti. „Hann er dæmi um þessa væmni í lokkaflóði og það að bíða eftir prinsinum á hvíta hest- inum. Hann tengist líka því hvern- ig manneskjan hefur notað skepn- una til að upphefja sig og gera sig valdameiri; setja sig á háan hest.“ Hún nefnir styttur í Evrópu sem eiga meðal annars að sýna herforingja á hestbaki. Hrafnhildur hefur hannað fatn- aðinn, sem er á sýningunni, í sam- starfi við Eddu Guðmundsdóttur sem starfar sem stílisti og hönn- uður í New York. „Ég fór að vinna með mín, Victoria Bartlett, er með hönnunarlínu sem heitir VPL og hún bað mig að hanna fylgi- hluti fyrir tískulínu sína sem hún var að fara að sýna á tískuvikunni í New York árið 2008 og það hef ég unnið með Eddu út frá myndlistar- verkunum mínum.“ Hrafnhildur og Edda hafa sýnt fylgihluti og fatnað á sýningum VPL á tískuvikunni í New York undanfarin 4 ár. „Við ákváðum fyrst að búa til fylgihluti úr hári: Tösk- ur, herðaslár og hálsmen sem eru eins og smekkir. Svo er þetta komið út í bikiní, samfellur og fleira. Það er skemmtilegt að nota þennan efnivið og setja hann annars staðar á líkam- ann en maður er vanur að sjá hann. Maður setur hann í myndverkið og hann verður að nokkurs konar klifur- jurt; maður býr kannski til ímyndað plönturíki úr hári. Þetta er mistík og kannski ævin týri eins og með hest- inn; ímyndaðar verur og kynjaverur úr ímynduðum ævintýrum. Það er talað um leikfléttu. Fléttur í sögum. Þetta er eitthvað sem vex og þróast. Maður leikur sér með alls konar hug- myndafræði sem skilar sér eða skil- ar sér ekki endilega í verkinu. Það er bakgrunnurinn hjá mér.“ Hún segir að Lady GaGa hafi klæðst flík á tónleikum sem hún og Edda hönnuðu í fyrra fyrir VPL. Sú flík er nú til sýnis í Hönnunarsafninu. Hrafnhildur hannaði grímu úr hári sem Björk var með á mynd sem er á umslagi plötunnar Medulla. „Gríman er undir áhrifum af göml- um hárgreiðsluskúlptúrum sem fólk gerði í kringum 1970.“ Þá hefur hún hannað flíkur fyrir söngkonuna sem hún hefur klæðst á tónleikum. Grátt svæði New York. Stóra eplið. Brooklyn. Þar býr Hrafnhildur ásamt eigin- manni sínum, Michal Jurewicz upp- finningamanni, og tveimur börnum þeirra. Bæði búa þau og starfa undir sama þaki. Hún með stúdíó og hann með skrifstofu en hann á fyrirtækið Mytek Digital Inc. Hjónin stofnuðu Arnardottir-Jurewicz Art Founda- tion í Póllandi en þar keyptu þau gamla byggingu úti í sveit. „Við erum að byggja upp starfsemi sem verður dvalarstaður og vinnustofur tíma- bundið handa listamönnum þar sem m.a. myndlistarmenn, rithöfund- ar og tónlistarmenn geta sótt um að Handhafi Norrænu text- ílverðlaunanna þetta árið, Hrafnhildur Arnardóttir, hefur opnað sýninguna Á gráu svæði í Hönnunarsafni Íslands. Hrafnhildur býr og starfar í New York, þar sem hún skapar vídeóverk, grímur, ljós- myndir og fleira. Það eru þó hárskúlptúrar sem hafa vakið mesta athygli upp á síðkastið. Ævintýri ú hárum „Ég berst fyrir því að það sé hægt að líta á hégóma sem já- kvætt, kreatíft afl sem gerir það að verkum að fólk nýtur þess að fegra sjálft sig. Verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur „Þetta er nokkuð sem hefur heillað mig frá því ég var krakki og ég finn því einhvers konar farveg í mynd- listarformati. Og hégóma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.