Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Qupperneq 38
38 | Lífsstíll 1.–3. apríl 2011 Helgarblað
S
nyrtifræðingarnir Elísa Anna
Hallsdóttir, hjá snyrtistofunni
Mizu, og Lóa Hrönn Ing-
valdsdóttir, sjálfstætt starf-
andi á Victoria Salon, eru sérhæfðar
í brasil ískri vaxmeðferð en svo kall-
ast það þegar öll hár eru fjarlægð af
kynfærum og í kring með sérstöku
heitu vaxi.
Nú leita þær stöllur að karlkyns
sjálfboðaliða sem er tilbúinn að láta
vaxa pung og nára meðan Lóa kennir
Elísu réttu handtökin.
Konur hafa löngum sótt þessa
þjónustu á snyrtistofur en undanfar-
in ár hefur það færst mjög í aukana
að fólk vilji láta fjarlægja hár af þessu
svæði.
Körlum hefur svo jafnt og þétt
fjölgað í hópi viðskiptavina.
„Það færist mjög í aukana að karl-
menn sæki fjölbreytta þjónustu á
snyrtistofur og brasilíska vaxið er
engin undantekning,“ segir Elísa en
eins og margir vita eru margir nú-
tímamenn orðnir vanir því að snyrta
sig að neðan.
Spurðar að því hvernig karlmenn
það séu sem komi í svona vax segir
Lóa þetta alls konar karla úr öllum
stéttum:
„Viðskiptavinir mínir eru aðal-
lega bara venjulegir heimilisfeður
með ágæta vinnu. Sá yngsti er tutt-
ugu og tveggja en elsti er rétt rúmlega
fertugur. Strákar sem keppa í fitness
eru líka duglegir að mæta og þá sér-
staklega fyrir keppnir,“ segir Lóa sem
hefur nú framkvæmt brasilískar vax-
meðferðir á körlum í nokkur ár.
Nú vita flestir að pungurinn er
mjög teygjanlegt fyrirbæri... er ekki
erfitt að vaxa þennan líkamshluta?
„Nei, þetta á ekki að vera neitt
mál. Strákarnir hjálpa auðvitað til við
að strekkja og svona,“ segir Lóa og
bætir við að þetta sé ekkert í líkingu
við atriðið í kvikmyndinni um tísku-
hommann Bruno þar sem hann brá
sér í brasilískt vax. „Það eru nokkrir
hommar í hópi viðskiptavina minna
en enginn þeirra vill brasilískt vax.
Þeir vilja bara láta taka af baki og
bringu en allir sem koma í brasilískt
eru gagnkynhneigðir!“
Elísa byrjaði að gera brasilískt vax
á konum fyrir þremur árum og seg-
ir vinsældirnar aukast með hverjum
mánuðinum. Hún segir kostina um-
fram raksturinn vera marga.
„Meðal annars mýkist hárrótin og
hárin verða lengur að vaxa aftur auk
þess sem þeim fækkar með tíman-
um.“
Hvað kostar brasilísk vaxmeðferð
og í hverju felst þetta?
„Margir halda að brasilískt vax
þýði að gersamlega öll hár séu tekin
burt en það er misskilningur. Marg-
ar konur skilja t.d. eftir þríhyrning og
það sama á við um karlana. Svo eru
sumir sem vilja ekki að hárin milli
þjóhnappanna séu tekin,“ svarar Lóa
og bætir við að meðferðin hjá sér
kosti 4.900 fyrir fyrsta sinn en fastir
viðskiptavinir fái 500 króna afslátt.
En af hverju koma karlar í slíkar
meðferðir?
Lóa er ekki sein að svara enda hef-
ur hún boðið körlum vaxmeðferðir í
rúmt ár:
„Þeim finnst þetta bara geggj-
að upp á kynlífið að gera. Svo finnst
þeim þetta miklu betra en að raka
sjálfir. Þeir eru oft klaufalegir við
raksturinn. Fá útbrot og önnur eymsli
á eftir. Þegar þeir hafa einu sinni próf-
að vax er ekki aftur snúið. Þeir koma
alltaf aftur,“ segir hún.
Spurð að því hvort strákarnir séu
ekkert feimnir segir hún reyndar að
svo sé:
„Þeir sem eru að koma í fyrsta
sinn eru oft hræddir við að fá standp-
ínu en um leið og þeir finna hvað
þetta er einfalt og afslappað róast
þeir strax niður og þetta verður ekk-
ert mál. Hingað til hefur enginn þurft
að glíma við hold ris. Bæði karlar og
konur eru feimin í fyrsta sinn sem
komið er í brasilískt vax en fólk finn-
ur samt fljótt hvað þetta er eðlilegt og
lítið vesen,“ segir Lóa blátt áfram.
„Ég hef heldur aldrei verið feimin
við þetta. Hvorki þegar ég geri vax á
konum né körlum. Það er bara spjall-
að um daginn og veginn og tíminn er
fljótur að líða.“
Áhugasamir sjálfboðaliðar geta
sent tölvupóst á mizu@mizu.is.
Óska eftir manni
í brasilískt vax
Gagnkynhneigðir heimilisfeður á öllum aldri:
„Sumir eru
hræddir við
að fá standpínu.
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is
Mjúka fermingargjöfin
Úrval fermingargjafa á tilboði