Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Side 42
42 | Lífsstíll 1.–3. apríl 2011 Helgarblað
Þekktir tískublaðamenn og stílistar streyma til landsins:
Stílisti Rihönnu og Sigur Rósar
Á fimmtudag hófst Reykjavik Fash
ion Festival 2011. Hátíðin í fyrra gekk
vonum framar og skilaði mikilli já
kvæðri umfjöllun um íslenska fata
hönnun og Ísland í fjölmiðlum víða
um heim. Í fyrra komst til að mynda
Royal Extreme, Unu Kristjánsdóttur,
inn á Fashion Week í New York eft
ir að hafa vakið athygli á RFF. Ragn
heiður Kristín Pálsdóttir, ein þeirra
sem standa að RFF í ár, segir 60
blaðamenn frá erlendum fjölmiðl
um væntanlega til landsins til þess
að fylgjast með hátíðinni. „Í ár koma
blaðamenn frá Sunday Times, Dazed
and Confused, The Guardian, ID,
þýska Vogue, Teen Vogue, Vmaga
zine og Cosmopolitan. Þá koma
einnig um 10 kaupendur á hátíðina,
til að mynda frá Top Shop, stílistinn
Masha Orlov frá New York er vænt
anleg og frægir tískubloggarar eins
og Susie Bubble.“
Masha hefur unnið fyrir Christian
Lacroix, Issey Miyake, Alain Mikli, Je
remy Scott og Zac Posen og hefur líka
unnið sem stílisti Rihönnu, Kim Gor
don, Chloe Sevigny, Natöshu Khan,
Sigur Rósar og fleiri. Susie Bubble
rekur viðamikið og vinsælt blogg á
stylebubble.typepad.com.
Blaðamenn og stílistar hafa um
nóg að fjalla en í ár taka 22 hönnuð
ir þátt í hátíðinni og sýningar þeirra
verða föstudags og laugardagskvöld
í Hafnarhúsinu. 10 hönnuðir sýna á
föstudag og 12 á laugardag. Að auki
verður fjöldi tónleika í tengslum við
hátíðina.
Ljóst er að hátíðinni hefur vaxið
fiskur um hrygg. Markmið RFF er
að styrkja frumkvæði og metnað ís
lenskra fatahönnuða og greiða leið
þeirra að markaðssókn erlend
is. Ef marka má þennan fjölda sem
streymir til landsins mun umfjöllun
um íslenska fatahönnun líklega hafa
margföldunaráhrif sem bæði hönn
uðir og ímynd landsins njóta góðs af.
kristjana@dv.is
Ekki taugaveiklaðir
TÖSKUHUNDAR
L augardaginn 19. mars fór fram hundasýning í Blómavali en þar sýndu chihuahuarækt
endur á vegum HRFÍ tíkur og rakka
sem kepptu í öllum flokkum.
Sigurbjörg Vignisdóttir, köll
uð Silla, er meðal áhugasömustu
hundakvenna landsins en hún sér
hæfir sig í ræktun á chihuahua og
fór heim með hvorki fleiri né færri
en tíu verðlaunabikara af sýning
unni. Ræktun hennar gengur undir
nafninu Himna en hún hafði aldrei
átt hund þegar hún hellti sér út í chi
huahuaræktun af lífi og sál.
Hvernig kom það til að þú fórst að
rækta þessa kjölturakka?
„Ég keypti mér hundabókina og las
spjaldanna á milli. Þegar ég kom að
kaflanum um chihuahua, eða tjúa
eins og þeir eru kallaðir, varð ég bara
ástfangin af tegundinni,“ segir Silla
en fyrsti hundurinn hennar, Birta,
kemur frá Brjánsstöðum á Skeiðun
um þar sem eitt sinn var hundarækt.
Birta er enn í topp formi og er rétt að
verða 12 ára.
Hvað áttu marga hunda?
„Ég á fimm tjúa hérna heima og
einn labrador en svo á ég nokkra
sem búa annars staðar. Það er ekki
hægt að hafa þá alla heima en ég
hef verið dugleg að koma hundum
á fóðursamninga,“ segir hún en fóð
ursamningur kallast það þegar fólk
tekur hunda í fóstur frá ræktanda,
býr þeim gott heimili og gefur að
borða í samvinnu við ræktandann.
Ræktandinn sér þá áfram um að
para saman tíkur og rakka og koma
hvolpum til nýrra eigenda:
„Ég er í samstarfi við fullt af ynd
islegu fólki en mín lausn er sú að
leyfa öllum að taka ákvarðanir sam
an. Það er farsælast,“ segir Silla.
Aðspurð hverjar séu helstu rang
hugmyndirnar sem fólk hafi um chi
huahuahunda segir Silla að margir
telji þá „taugaveiklaða töskuhunda“
sem séu sígeltandi.
„Það er algjör misskilningur.
Þetta er í raun bara stór hundur í
litlum líkama og tjúar eru alls ekk
ert taugaveiklaðri en aðrir hundar.
Þeir þurfa bara sína hreyfingu eins
og aðrir og þurfa að fá tíma með
eigendum sínum. Ef hundur fær
hreyfingu þá verður hann heil
brigðari, afslappaðri og ánægðari.
Það er bara eins með þá eins og
okkur mannfólkið. Við höfum gott
af því að hreyfa okkur og bregða á
leik. Með því er verið að styrkja heil
ann, taugakerfið og líkamann allan,
svo ekki sé minnst á skapið. Þó að
tjúinn sé kjölturakki þá hefur hann
ekki gott af því að vera bara í kjöltu.“
Eins og fyrr segir vann Silla
til ótal verðlauna á sýningunni í
Blómavali en hún fór heim með
hvorki fleiri né færri en 10 bikara.
Að vonum er hún bæði stolt og
ánægð með árangurinn.
„Þetta var auðvitað alveg frá
bært. Hundarnir mínir unnu „best
in show“, bæði fyrstu og fjórðu
verðlaun, ég fékk bikar fyrir besta
ræktunarhóp sýningarinnar, í
þriðja sæti var ég með besta öld
ung sýningar, hana Birtu mína og
auk þess átti ég bestu tíkurnar í
síðhærðum flokki en þær lentu í
fyrsta, öðru, þriðja og fjórða sæti.
Tíkin sem fór í það þriðja fékk
einnig meistarastig og ég veit ekki
hvað og hvað,“ segir Silla full af
einlægu stolti og gleði. „Þetta var
sannarlega ekkert leiðinleg sýn
ing.“
margret@dv.is
Hundarnir hennar Sillu unnu til tíu verðlauna á Chihuahua-sýningu í Blómavali:
Ástfangin af tegundinni Silla segir
tjúa vera stóra hunda í litlum líkama.
Susie Bubble Susie rekur viðamikið og
vinsælt tískublogg á slóðinni style-
bubble.typepad.com.
Masha Orlov Masha hefur unnið sem
stílisti Sigur Rósar, Rihönnu og tísku-
drottningarinnar Chloe Sevigny.
Stjörnu-
hundurinn Boo
Eru frægar stjörnur meðal hunda? Stjörnu-
hundurinn Boo á 800 þúsund aðdáendur
á Facebook og hefur verið til umfjöllunar
á stærstu fréttamiðlum heims. Ef þú veist
ekki af þessari krúttsprengju máttu spyrja
þig hvar þú hafir eiginlega verið. Boo er aðal-
málið á vefsíðunni petsugar.com og þar má
líka lesa um fleiri stjörnuhunda og mögnuð
hugðarefni hundaeigenda.
Skegg-egg
Nú er Mottumars á enda og kannski saknar
karlkynið þess örlítið að skarta mottu
meðan flestar stúlkur fagna aprílmánuði
og rétta sínum mönnum rakvélina. Það
má þó hugga þá meðan þeir syrgja skeggið
með því að gefa þeim skegg-eggjahræru í
morgunmat. Þetta skegg-eggjamót fæst í
vefverslun Urbanoutfitters og kostar aðeins
10 dali.
Pop-up mark-
aður á RFF
Tískudrósir og aðrir kaupglaðir ættu að vera
í essinu sínu um helgina því að í tengslum
við Reykjavik Fashion Festival verður starf-
ræktur pop-up markaður að Laugavegi 91
þar sem hönnuðir selja framleiðslu sína á
góðu verði. Markaðurinn verður opinn bæði
laugardag og sunnudag og þar ætti að vera
hægt að finna góðar gersemar.
Þeir sem eiga ekki mávastell þurfa ekki
að örvænta. Skartgripahönnuðurinn
Guðbjörg Ingvarsdóttir, eigandi Aurum,
hannaði fallegan borðbúnað í samstarfi við
finnska hönnunarteymið Elinno þar sem
gæði og tímaleysi voru höfð að leiðarljósi
og hugmyndin sú að eins og mávastellið
geti borðbúnaðurinn gengið kynslóða á
milli. Borðbúnaðinn er hægt að fá í tveimur
línum, Dögg og Heklu, og er framleiddur úr
hágæðapostulíni (e. fine bone china) sem
er sterkara en venjulegt postulín og þar af
leiðandi endingarbetra. Engin eiturefni eru
notuð en finnska fyrirtækið Elinno hugar að
umhverfinu í allri sinni framleiðslu.
Íslenskur, tíma-
laus borðbúnaður