Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 46
Það borgar sig svo sannarlega að vera íþróttamaður í heimsklassa.
Þrátt fyrir ömurlegt ár í fyrra var Tiger Woods samt tekjuhæsti
íþróttamaður heims, áttunda árið í röð. Konurnar fá einnig vel
borgað fyrir sín störf en tekjuhæsta íþróttakonan er langt frá efstu
karlmönnum.
46 | Sport 1.–3. apríl 2011 Helgarblað
Gólfhitakerfi
Ekkert brot ekkert flot
• Þægilegur hiti góð hitadreifing
• Hitasveiflur / Stuttur svörunartími
• Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur
• Fljótlegt að leggja
• Ekkert brot ekkert flot
• Dreifiplötur límdar beint á gólfið
• Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket)
• Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og
sumarhús
• Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og
þægilegt
Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur
Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is
TekjuhæsTu
íþróTT mennirnir
Tiger
Woods
golf
Þrátt fyrir hneykslismál í einkalífinu og þá staðreynd að fyrrverandi
besti kylfingur heims hefur ekki unnið
mót í átján mánuði var Tiger Woods
samt tekjuhæsti íþróttamaðurinn
árið 2010, áttunda árið í röð. Hann fær
auðvitað langstærstan hluta tekna
sinna í gegnum auglýsingasamninga
en á árinu 2010 var honum sagt upp
sem talsmanni AT&T-samskiptafyrir-
tækisins, Gatorade og Accenture. Það
þarf þó meira til ætli sér einhver að
komast yfir Tiger Woods því hann hefur
svo sannarlega unnið fyrir sínum aurum í
gegnum tíðina.
10,3 milljarðar kr.
roger federer
Tennis
Svissneski tenniskappinn Roger Federer er líklega sá besti í sögunni. Árið 2010 var ekki alveg hans ár því Federer þurfti
að horfa upp á helsta keppinaut sinn, Rafael Nadal, vinna þrjú af
fjórum risamótum ársins. Hann gerir þó ávallt vel á öllum mótum en
það er eins og hjá svo mörgum öðrum, auglýsingasamningar skapa
tekjurnar að mestu leyti. Hann er helsti talsmaður Rolex og Gillette
svo einhver dæmi séu tekin og þá er hann á risasamning hjá Nike.
Phil
mickelson
golf
Það er kannski ekkert svo slæmt að vera næstbestur í golfi þegar litið er á tekj-
urnar. Phil Mickelson hefur staðið í skugga
Tigers Woods í nokkur ár en það hefur
greinilega ekki komið niður á bankabókinni.
Hann var duglegur að hala inn tekjur í
gegnum vinninga á árinu 2010 auk þess sem
hver auglýsandinn á fætur öðrum vildi fá
hann til starfa.
michael
jordan
körfubolTi (hættur)
Þrátt fyrir að vera hættur fyrir mörgum árum er Michael Jordan tíður gestur á
topplistum yfir ríkustu íþróttamenn heims.
Það borgar sig svo sannarlega að vera besti
körfuboltamaður sögunnar því Jordan-
vörumerkið greiddi Michael sjálfum ríflega
45 milljónir dollara í aðra hönd árið 2010. Í
dag er hann eigandi Charlotte Bobcats og
nýtir krafta sína og fé í sinni heimabyggð.
kobe
bryanT
körfubolTi
Það eru ekki alltaf þeir sem vinna titlana sem fá mesta peninginn. Enn eitt árið
klikkaði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppn-
inni og þá sérstaklega LeBron James. Á sama
tíma fór Kobe Bryant á kostum og vann
NBA-titilinn í fyrra ásamt því að vera valinn
mikilvægasti leikmaður úrslitarimmunnar.
Það munar ekki miklu á honum og LeBron og
má gera ráð fyrir því að svörtu mömbunni,
eins og Kobe er kallaður, sé alveg slétt sama.
kimi
raikkonen
kaPPaksTur
Þrátt fyrir að hafa ekki keppt í Formúlu 1 árið 2010 nær finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen
samt inn á topp tíu listann. Hann var lang-
launahæsti ökumaðurinn í Formúlu 1 árin 2008
og 2009 og gaf ekki eftir allan samninginn
þegar hann hætti og fór að keppa í rallíi.
Árið 2010 notaði hann til að keppa í heims-
mótaröðinni í rallakstri og fær vel greitt fyrir
það. Nafn hans er einnig gríðarlega verðmætt
innan kappakstursheimsins því þó hann sé ekki
sá fjörugasti í bransanum og gefi lítið af sér á
hann aðdáendahóp sem telur milljónir manns.
david
beckham
knaTTsPyrna
Knattspyrnugoðið David Beckham er lang-launahæsti leikmaður bandarísku MLS-
deildarinnar. Það er þó eins og allir vita ekki
ástæða þess að hann fær svo vel greitt. Hann
er á samningi hjá fjölda fyrirtækja sem dæla í
hann peningum fyrir að auglýsa vörur sínar en
hann hefur um langt skeið verið langfrægasti
knattspyrnumaður heimsins. Þrátt fyrir að
vera orðinn 34 ára og spila í Bandaríkjunum
halaði hann inn meiri tekjur en bæði Messi og
Ronaldo á árinu 2010 sem báðir voru í kringum
40 milljóna dollara markið.
7,1 milljarður kr.
floyd
may WeaTher jr.
hnefaleikar
Vélbyssukjafturinn Floyd Mayweather Jr. fær vel greitt fyrir sín störf. Kannski engin furða þar sem hann er líklega besti hnefa-
leikakappi allra tíma, pund fyrir pund. Þessi mikli hrokagikkur hefur
aldrei tapað bardaga og lagt hverja hetjuna að velli á fætur annarri.
Þó hnefaleikar séu á niðurleið hvað varðar áhorf eru enn miklir
peningar í boði fyrir rétta menn og halaði Mayweather inn ríflega
60 milljónir dollara á síðasta ári fyrir sigra og auglýsingasamninga.
Mayweather er einnig mikill spilafíkill og veðjar látlaust svakalegum
upphæðum á íþróttakappleiki. Bara í þessari viku er hann búinn að
græða 100.000 dollara á tveimur körfuboltaleikjum, samkvæmt
Twitter-síðu kappans.
6,91 milljarðar kr.
7 milljarðar kr.
5,22 milljarðar kr.
5,19 milljarðar kr.
5,16 milljarðar kr.4,81 milljarðar kr.
lebron
james
körfubolTi
Bestu körfuboltamenn heims voru afar jafnir á tekjulistanum þetta
árið en LeBron James var fyrir ofan
Kobe Bryant árið 2010. Fyrir störf sín
hjá Cleveland Cavaliers fékk LeBron
15,8 milljónir dollara þannig að hinar
þrjátíu komu í gegnum auglýsinga-
samninga. Hann á gott samband við
Nike-íþróttavöruframleiðandann og
setur nafn sitt við framleiðslu hans.
Það borgar sig heldur betur að vera klár
í körfubolta.
5,25 milljarðar kr.