Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 54
54 | Fólk 1.–3. apríl 2011 Helgarblað
Slakar á fyrir tónleika í Danmörku:
BieBer hvílir sig á íslandi
Ofurstjarnan Justin Bieber er sam-
kvæmt heimildum DV á Íslandi en
þessi sautján ára gamli poppsöngv-
ari er ein allra skærasta stjarna
heimsins í dag. Bieber lenti með
einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á
fimmtudagskvöld og var ekið rak-
leiðis á Hótel Hilton við Suðurlands-
braut. Hann var að koma frá Eng-
landi þar sem síðustu tónleikar hans
voru.
Bieber er á miklu tónleikaferða-
lagi og á hann að syngja á tónleikum
í Herning í Danmörku í kvöld, föstu-
dag. Hann ákvað þó að nýta þennan
eina frídag sinn í langan tíma til þess
að slaka á. Samkvæmt heimildum
DV ætlar Bieber að koma við í Bláa
Lóninu í dag, föstudag, og taka því
rólega þar áður en hann flýgur beint
til Herning með einkaþotu sinni.
Það er nóg að gera hjá Bieber
þessa dagana en eftir tónleikana
í Herning flýgur hann rakleiðis til
Berlínar þar sem hann á að koma
fram á tónleikum í O2-höllinni á
laugardagskvöldið. Eftir það verða
svo tónleikar í Madríd, Barcelona og
Zürich.
Síðastliðið ár hefur frægðar-
stjarna Justins Bieber risið hærra
og hærra en fyrir stuttu kom í kvik-
myndahús bíómyndin Never Say
Never sem fjallar um hans einstaka
líf. Hann er dýrkaður og dáður, þá
sérstaklega af ungum stúlkum. Í
fyrra þurfti meðal annars að aflýsa
tónleikjum hans í Ástralíu þar sem
svo mikill múgæsingur myndaðist
við tónleikahöllina að talin var hætta
á að einhver kynni að slasast.
tomas@dv.is
Pétur Jóhann
með Mið-Íslandi
Pétur Jóhann Sigfússon, fyrrverandi
fyndnasti maður Íslands, verður gestur
á uppistandskvöldi Mið-Íslands hópsins
sem stendur fyrir uppistandskvöldum í
Þjóðleikhúskjallaranum. Húsfyllir var á
fyrstu uppistandskvöldum hópsins og hefur
því aukasýningu verið bætt við. Meðlimir
hópsins eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi
Benediktsson, Halldór Halldórsson og
Jóhann Alfreð Kristinsson. Á Facebook-síðu
hópsins segir að það sé mikill fengur að fá
jafn „leikreyndan mann í liðið“.
Katrín Bessadóttir, blaðamaður
og eiginkona sjónvarpsmannsins
Helga Seljan, er brjáluð út í Þjóðskrá
ef marka má stöðuuppfærslu sem
hún ritaði á Facebook-síðu sína á
miðvikudag. Hún þurfti að stytta
millinafn dóttur sinnar niður í einn
staf af því að „hitt var of langt“.
„KOMMON PÍPÓL! Það er ekki nóg
að hringja og vera ægilega sorrí og
bljúgur og benda á stjórnvöld – gera
eitthvað í málinu!“ segir hún um
málið á Facebook.
Brjáluð út
í Þjóðskrá
Einn sá frægasti Justin Bieber
verður í Bláa lóninu fram eftir degi.
Perla Bláa lónið er vinsæll viðkomu-
staður ferðamanna á Íslandi.
Þ að líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hann,“ segir Sæ-dís Sif Harðardóttir um besta vin
sinn, Pétur Kjerúlf Þorvarðarson, sem
varð úti við Langafell í Hauksstaða-
heiði í maí 2006. Sædís keppir í ár í
Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir
hönd Menntaskólans á Egilsstöðum.
Lagið sem hún syngur fjallar um Pétur
og er sungið í minningu hans. Í byrjun
lagsins er smá rappbútur sem annar
æskuvinur Péturs, Brynjar Freyr Þór-
hallsson, samdi en söngkeppnin fer
fram á Akureyri 9. apríl.
„Litla systir mín sem er sextán ára
í dag samdi lagið. Hún tók þetta mikið
inn á sig eins og allir aðrir. Hún samdi
þetta í minningu hans og söng það
fyrst sjálf, þá tileinkað mér og Pétri.
Svona eins konar hennar sýn á vináttu
okkar. Í dag flyt ég þetta í minningu
hans,“ segir Sædís.
Það var í maí fyrir fimm árum að
Pétur Kjerúlf var í gleðskap á Gríms-
stöðum á Fjöllum fyrir austan og vildi
komast heim. Hann hringdi þá í Sæ-
dísi sem var stödd á Akureyri. „Hann
var drukkinn og ég hélt að hann væri
á einhverjum sveitabæ fyrir utan Egils-
staði. Ég sagði honum að rölta út á veg
og húkka sér far rakleiðis heim. Seinna
um kvöldið hætti mér að lítast á blik-
una og hringdi ég þá strax í neyðarlín-
una sem tók ekki mark á mér því ég var
of ung. Ég hringdi síðan aftur seinna
um nóttina og vildi fá samband við
lögregluna á Egilsstöðun en fékk ekki.
Ég vildi láta þá vita að vinur minn væri
á röltinu einhvers staðar en mér varð
ekkert ágengt,“ segir Sædís.
Það fór svo að Pétur gekk í ranga
átt og mun lengra en nokkur taldi að
væri mögulegt í því ástandi sem hann
var. Í stað þess að ganga í átt að Egils-
stöðum gekk hann í átt að Vopnafirði.
Pétur hafði gengið tæpa 65 kílómetra
og var því leitarsvæðið of þröngt. Hann
var týndur í viku áður en hann fannst
látinn við Langafell í Hauksstaðaheiði.
„Strax morguninn eftir að ég tal-
aði við Pétur vaknaði ég við símtal frá
móður hans. Ég vissi þá strax að eitt-
hvað væri að. Ég átti eftir að vera einn
dag til viðbótar á Akureyri en ég talaði
mig inn á einhvern strák og fékk far
heim. Á leiðinni á Egilsstaði keyrðum
við fram hjá Grímsstöðum þar sem ég
sá björgunarsveitarmenn úti um allt
og mér leið ekki vel. Þegar heim var
svo komið var rosaleg samstaða hjá
vinum og fjölskyldu. Okkur var öllum
hleypt inn í kirkju þar sem við fengum
pitsur og fengum að vita um allt sem
gerðist í leitinni. Þetta voru mjög erfið-
ir tímar,“ segir Sædís sem vill með lag-
inu koma áleiðis skilaboðum til ung-
linga sem eru að skemmta sér saman.
„Krakkar á þeim aldri sem við vor-
um á eru allir að drekka, sem er ekkert
hægt að stöðva. En í guðanna bænum,
þá verða allir að fylgjast með hvar vinir
sínir eru, hvort sem það er í partíi eða
á balli. Það er algjört lykilatriði að vinir
passi hver annan,“ segir hún.
Sædís lýsir Pétri sem frábærum
pilti sem allir elskuðu. „Við vorum
æskuvinir og skólaparið. Hann var
rosalega vinsæll á meðal stelpnanna
þannig að ég þurfti svolítið að halda í
hann. Ég mun aldrei gleyma honum.
Í dag held ég aðeins í hann í gegnum
Friends-þættina en hann var alveg
eins og Joey,“ segir hún og hlær við.
„Pétur var einfaldlega fjölskyldumeð-
limur. Þetta var góður strákur sem
kvaddi alltof snemma,“ segir Sædís Sif
Harðardóttir.
tomas@dv.is
syngur
um látinn
vin sinn
n Sædís Sif Harðardóttir keppir fyrir ME í
söngkeppni framhaldsskólanna n Lagið
fjallar um besta vininn og fyrrverandi kær-
asta sem varð úti 2006 n Hann var ljósið í
myrkrinu, segir Sædís en litla systir hennar
samdi lagið
Sædís Sif Harðardóttir:
Syngur um besta vin sinn Sædís Sif Harðar-
dóttir tileinkar lagið sem hún syngur í Söngkeppni
framhaldsskólanna besta vini sínum sem er látinn.
Bestu vinir Sædís og Pétur 16 ára
á góðri stundu í lokaferð 10. bekkjar.
Pétur Kjerúlf Þorvarðarson Frábær
drengur sem var elskaður af öllum og
lést langt um aldur fram, segir Sædís.