Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 56
Stuð á Starbucks! Silfrið á Skoda n Sjónvarpsmaðurinn Egill Helga- son, sem sér um Silfur Egils og bók- menntaþáttinn Kiljuna hjá Ríkis- sjónvarpinu, er sagður vera kominn á Skoda Octavia-bifreið. Þetta ritar fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson á bloggsíðu sína á Eyjunni. Eiríkur segir Egil hafa áður ekið um á bleikrauð- um Benz en vera nú kominn á Skoda. Eiríkur segir stökkið úr Benz í Skoda vera álíka og fara af breska ríkisútvarp- inu BBC og yfir á ís- lenska útvarpsstöð. Hvað sem því nú líður má ætla að Egill uni hag sínum vel á nýja bílnum. Fast skotið á nýjan formann n „Það er álíka viðeigandi að SES sé formaður VR og ef ég væri formaður sóknarnefndar Seljasóknar,“ segir Matthías Ásgeirsson, einn vinsælasti bloggari landsins og fyrrverandi formaður Vantrúar, um kjörið til formanns VR sem kunngjört var á miðvikudag. Viðskiptasiðfræð- ingurinn Stefán Einar Stefánsson var sem kunnugt er kjörinn formaður. Vísir greindi frá því á miðvikudag að margir félagsmenn VR hefðu haft samband við Bandalag háskólamanna til að kanna hver staða þeirra væri ef þeir skiptu um stéttarfélag. Virðast því ekki allir vera á eitt sáttir um nýja formann- inn. „Við erum auðvitað hæstánægð með að hafa tryggt okkur þennan samn- ing,“ segir tónlistarmaðurinn Val- geir Guðjónsson sem hefur tryggt sér rekstrarsamning við alþjóðlegu kaffi- húsakeðjuna Starbucks. Valgeir hef- ur ásamt eiginkonu sinni, Ástu Krist- rúnu Ragnarsdóttur, unnið hörðum höndum við að koma 4. hæð við Tryggvagötu 11 í viðunandi horf, svo opna megi fyrsta útibú Starbucks á Ís- landi sem fyrst. „Við sjáum gífurlega möguleika í þessu samstarfi,“ segir Valgeir og Ásta tekur í sama streng. „Við verð- um auðvitað með hefðbundna drykki Starbucks sem margir kannast við af ferðalögum sínum. Þar má nefna karamellumacchiato, vanillulatté, Tazo chai-te, frappucino og svo mætti lengi telja. Þá verðum við vitanlega með muffins, samlokur og pönnu- kökur – alla frægustu Starbucks-rétt- ina.“ Valgeir bætir því við að Starbucks ætli sér að prufukeyra nokkrar nýj- ungar í nýja útibúinu í Reykjavík. „Við ræddum við fulltrúa Starbucks hér á landi en þeir hrifust strax af því hve al- þjóðlegt andrúmsloft ríkti hér í mið- borg Reykjavíkur. Þeir stungu upp á því að við yrðum þess heiðurs aðnjót- andi að verða fyrsta Starbucks-útibú- ið í heimi til að bjóða upp á svokall- aða andoxunarsmárétti.“ Mexíkóinn Jorge Mendez þróaði réttina en hann samdi við Starbucks fyrr á þessu ári um fjöldaframleiðslu og dreifingu. „Þessir réttir eru meinhollir og við getum staðfest að þeir eru hið mesta hnossgæti,“ segir Ásta og bætir því við að í dag, föstudag, bjóði þau Valgeir gestum og gangandi að smakka úrval kaffidrykkja frá Starbucks, auk nýju andoxunarréttanna, sér að kostnað- arlausu. „Það er sjálfsagt að bjóða að smakka,“ segir Valgeir og brosir út í annað. Opið verður fyrir gesti í dag frá 11–14 á Tryggvagötu 11. Stuðmaður fær rekstrarleyfi fyrir kaffihús: Starbucks opnað á Íslandi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelgarblaÐ 1.–3. apríl 2011 39. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Valgeir Guðjónsson Hefur unnið dag og nótt til að koma Starbucks á koppinn. Mynd SiGtryGGur ari „Fulllangt gengið“ n „Auðvitað má deila um hvernig einhverjir aðilar hafa öðlast sína „frægð“ hér á landi en mér finnst þetta nú fulllangt gengið,“ segir út- varpsmaðurinn Heiðar austmann á Facebook-síðu sinni. Eins og DV greindi frá á miðvikudag sendi fjöl- miðlakonan Þorbjörg Marinósdóttir forsvarsmönn- um Grapevine harðort bréf. Þar gagn- rýndi hún greinarhöfund blaðsins sem fór ófögrum orðum um nokkra einstaklinga sem verið hafa áberandi í fjölmiðlaumfjöllun undanfarin misseri, þar á meðal Þor- björgu. „Þetta er blað sem fjöldinn allur af erlendu fólki les og þetta finnst mér ekki vera til út- flutnings frá Grape- vine,“ segir Heiðar. Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Kjúklingapylsur Kjúklingapylsurnar frá Holtakjúklingi eru framleiddar úr besta hráefni sem völ er á. Því geta þeir sem hugsa um hollustuna nú gætt sér á þjóðarrétti okkar Íslendinga með góðri samvisku. Hvort sem þeir vilja hann með hráum, steiktum, tómat, sinnepi eða bara beint af grillinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.