Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 2
2 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað 480 milljónir áttu að fara í mútur Starfs- maður á vegum fjárfestis- ins Róberts Wess- mann, Haukur Harðarson, ræddi um það, í skýrslu um fasteignaverk- efni í Murcia í suð- austurhluta Spán- ar í byrjun árs 2005, að múta þyrfti spænskum embættismönnum til að fá byggingarleyfi á tæplega tveggja ferkílómetra landsvæði sem Róbert keypti með Björgólfi Thor Björgólfs- syni og fjárfestingarbankanum Burð- arási. Þetta kemur fram í gögnum á ensku um viðskiptin sem DV hefur undir höndum. Greiðslurnar áttu að hraða því að deiliskipulag og bygg- ingarleyfi fengjust fyrir svæðið. Black Pistons fær liðsauka Outlaws-meðlimurinn og for- sprakki Black Pistons á Íslandi, Jón Trausti Lúthersson, var staddur hér á landi um helgina þegar íslenski mótorhjólaklúbburinn Berserkir í Hafnarfirði var tekinn formlega inn í áhangendasamtök Black Pistons. Klúbbinn er að finna víðs vegar um heiminn en hann er talinn einn af hættulegustu klúbbunum í undir- heimum Íslands. Framsóknarmenn styðja stjórnina DV greindi frá forvitni- legri stöðu sem komin er upp eftir flokksþing Fram- sóknarflokksins. Strax í upphafi þingsins var ljóst að þátttakan var óvenju slök. Jafn- framt benti margt til þess, meðal annars ræða formannsins, að sleg- inn hefði verið nýr og þjóðernislegri tónn en áður. Frjálslyndir framsókn- armenn sem og meirihluti ungliða fella sig illa við þessar nýju áherslur og finna sig ekki í þessu andrúms- lofti samkvæmt heimildum DV. Fjórir af níu þingmönnum flokksins fylgdu formanninum ekki að máli í van- trauststillögunni sem borin var upp á Alþingi á dögunum. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Skemmdarvargar í Herjólfi Svo virðist sem skemmdarvargar hafi verið um borð í Herjólfi þegar skipið var á leið til Vestmannaeyja þann 12. apríl síðastliðinn. Lögreglan greinir frá því að óprúttnir aðilar hafi tekið sig til og hent björgunarhringjum, sem voru á dekki skipsins, í sjóinn. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en lögreglan óskar eftir upplýsingum frá farþegum sem voru í fyrri ferð skipsins frá Þorlákshöfn þennan dag um hvort þeir hafi orðið varir við að átt hafi verið við þennan öryggisbúnað skipsins. At- vikið er litið mjög alvarlegum augum enda er nauðsynlegt að öryggisbúnað- ur skipsins sé í sem bestu lagi. Falsaðir seðlar í umferð Undanfarnar vikur hefur nokk- uð borið á því að fölsuðum fimm þúsund króna peningaseðlum hafi verið komið í umferð á höfuðborg- arsvæðinu. Samkvæmt lögreglu hefur í fæstum tilvikum uppgötv- ast að um falsaða seðla sé að ræða fyrr en við uppgjör á sjóðvélum eða við innlegg í banka. Hefur flestum þessara seðla verið komið í umferð á veitingastöðum þar sem auðvelt getur reynst að láta blekkjast þegar mikill erill er. Lög- reglan vill beina þeim tilmælum til afgreiðslufólks að vera á varðbergi vegna þessa og hvetur jafnframt til þess að þeir sem eru í afgreiðslu- störfum kynni sér helstu öryggis- þætti íslenskra peningaseðla á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Hætt komnir við Húnaflóa Tveir menn á litlum fiskibát voru hætt komnir eftir að vél bilaði í bát þeirra við Húnaflóa aðfaranótt þriðjudags. Bátur þeirra, Kópanes frá Hvammstanga, hóf að reka í norð- austur í átt að Óðinsboða. Samkvæmt fréttastofu Vísis kölluðu mennirnir á hjálp og var björgunarskip frá Skaga- strönd kallað út ásamt fiskibátum frá Djúpavík og Norðurfirði. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Um sexleytið á þriðjudagsmorg- un kom annar fiskibáturinn að bát mannanna og tók hann í tog. Einn maður meiddist í andliti í björgunar- leiðangrinum og var þyrlan notuð til að ferja hann til byggða. „Íbúðin er til sölu,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, um 260 fermetra lúxusíbúð við Pont Street í hjarta London sem bankinn leysti til sín árið 2008. Íbúðin var áður í eigu at- hafnamannsins Hannesar Smára- sonar. Eignin sem er metin á um 7,5 milljónir punda, jafnvirði um 1.400 milljóna króna, hefur verið til sölu síðan haustið 2009. Að sögn Kristjáns hafa ekki bor- ist nægjanlega góð tilboð í íbúðina að mati bankans og því sé hún enn óseld í umsjá bankans. „Íbúðin var hluti af skráðum eignum Hannesar þegar gamli bankinn gerði við hann samninga vegna mikilla skulda. Þá komst þessi íbúð í eigu gamla bankans. Hún var síðan látin fylgja með félaginu Fjölnisvegi 9 inn í Landsbankann haustið 2008,“ segir Kristján um eignina sem er á besta stað í dýrasta hverfi London. Gullslegin lúxuseign Landsbankinn leysti til sín félagið Fjölnisveg 9 ehf. í mars 2008. Félagið var í eigu athafnamannsins Hann- esar Smárasonar en í því félagi var meðal annars að finna glæsihýsið Fjölnisveg 11 og téða lúxusíbúð við Pont Street. Greint var frá því í októ- ber 2009 að íbúðin í London hefði verið auglýst til sölu og svo er enn. DV greindi frá því í desember síðast- liðnum að Hannes leigi nú húsið við Fjölnisveg 11 af Landsbankanum en sex ára leigusamningur var gerður í mars 2008 eftir að bankinn hafði leyst til sín fyrirtækið. Sá samningur er enn í gildi. Íbúðin við Pont Street, sem er á tveimur hæðum, er 261 fermetri og hefur öll verið tekin í gegn. Þrjár svefnherbergissvítur eru í húsinu og stórglæsilegt baðherbergi í hverri þeirra. Gullsleginn hringstigi ligg- ur á milli hæða og fullkomið eldhús með öllu því flottasta er þar að finna. Í engu til sparað. Steinsnar frá dýrustu íbúð Bretlands Til að setja lúxusinn í samhengi þá sögðu breskir fjölmiðlar frá því í vik- unni að gengið hefði verið frá kaup- um á penthouse-íbúð í One Hyde Park byggingakjarnanum. Kaup- verðið er 136 milljónir punda, eða sem nemur rúmlega 25 milljörðum króna og er þetta því að sögn breskra fjölmiðla dýrasta íbúð Bretlands. Óviðjafnanlegan lúxus er að finna í húsnæðinu sem er á besta stað þar sem bakgarðurinn er í raun Hyde Park-almenningsgarðurinn í hjarta höfuðborgarinnar. Og aðeins stein- snar frá þessari dýrustu íbúð Bret- lands stendur einmitt íbúðin sem áður var í eigu Hannesar, en er nú í eigu Landsbankans. Aðeins þarf að ganga stundarkorn í norður frá Pont Street, upp Sloane Street að Knig- htsbridge, þar sem One Hyde Park lúxusblokkirnar standa á horninu. Fleiri víkingar á besta stað Hannes er þó ekki eini útrásarvíking- urinn sem hreiðraði um sig í þessum dýrasta hluta Lundúna. Skammt frá Pont Street á Lýður Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Bakkavarar og Exista, hús við Cadogan-torg. Það hús var á sínum tíma metið á hátt í 2,4 milljarða króna. Húsið var í kjöl- far hrunsins fært yfir á eiginkonu Lýðs. Það er þó tilefni til bjartsýni hjá Landsbankanum varðandi sölu á gömlu íbúðinni hans Hannesar. Þrátt fyrir að kreppan í Bretlandi hafi kom- ið illa niður á fasteignamarkaðnum almennt hefur fasteignaverð á dýr- ustu eignum á besta stað í London haldið sér mjög vel. n Glæsileg lúxusíbúð Hannesar Smárasonar við Pont Street í London er enn í eigu Landsbankans n Hún hefur verið til sölu síðan 2009 og er metin á 1.400 milljónir n Steinsnar frá dýrustu íbúð Bretlands sem seld var á dögunum fyrir 25 milljarða Illa gengur að selja lúxusíbúð Hannesar „Aðeins steinsnar frá dýrustu íbúð Bretlands stendur einmitt íbúðin sem áður var í eigu Hannesar Smárasonar. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Gullsleginn lúxusstigi Eins og sjá má skortir ekki flottheitin í íbúðinni í hjarta dýrasta hverfis Lundúna. Íbúðin var áður í eigu Hann- esar Smárasonar. Mynd KniGHtS FranK FaSteiGnaSaLan Stofan Glæsileg stofa með arni og öllum þægindum ríka og fína fólksins í Lundúnum. Mynd KniGHtS FranK FaSteiGnaSaLan Í engu til sparað Hannes Smárason lifði hátt á árunum fyrir hrun eins og íbúð hans við Pont Street sýnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.