Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað 480 milljónir áttu að fara í mútur Starfs- maður á vegum fjárfestis- ins Róberts Wess- mann, Haukur Harðarson, ræddi um það, í skýrslu um fasteignaverk- efni í Murcia í suð- austurhluta Spán- ar í byrjun árs 2005, að múta þyrfti spænskum embættismönnum til að fá byggingarleyfi á tæplega tveggja ferkílómetra landsvæði sem Róbert keypti með Björgólfi Thor Björgólfs- syni og fjárfestingarbankanum Burð- arási. Þetta kemur fram í gögnum á ensku um viðskiptin sem DV hefur undir höndum. Greiðslurnar áttu að hraða því að deiliskipulag og bygg- ingarleyfi fengjust fyrir svæðið. Black Pistons fær liðsauka Outlaws-meðlimurinn og for- sprakki Black Pistons á Íslandi, Jón Trausti Lúthersson, var staddur hér á landi um helgina þegar íslenski mótorhjólaklúbburinn Berserkir í Hafnarfirði var tekinn formlega inn í áhangendasamtök Black Pistons. Klúbbinn er að finna víðs vegar um heiminn en hann er talinn einn af hættulegustu klúbbunum í undir- heimum Íslands. Framsóknarmenn styðja stjórnina DV greindi frá forvitni- legri stöðu sem komin er upp eftir flokksþing Fram- sóknarflokksins. Strax í upphafi þingsins var ljóst að þátttakan var óvenju slök. Jafn- framt benti margt til þess, meðal annars ræða formannsins, að sleg- inn hefði verið nýr og þjóðernislegri tónn en áður. Frjálslyndir framsókn- armenn sem og meirihluti ungliða fella sig illa við þessar nýju áherslur og finna sig ekki í þessu andrúms- lofti samkvæmt heimildum DV. Fjórir af níu þingmönnum flokksins fylgdu formanninum ekki að máli í van- trauststillögunni sem borin var upp á Alþingi á dögunum. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Skemmdarvargar í Herjólfi Svo virðist sem skemmdarvargar hafi verið um borð í Herjólfi þegar skipið var á leið til Vestmannaeyja þann 12. apríl síðastliðinn. Lögreglan greinir frá því að óprúttnir aðilar hafi tekið sig til og hent björgunarhringjum, sem voru á dekki skipsins, í sjóinn. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en lögreglan óskar eftir upplýsingum frá farþegum sem voru í fyrri ferð skipsins frá Þorlákshöfn þennan dag um hvort þeir hafi orðið varir við að átt hafi verið við þennan öryggisbúnað skipsins. At- vikið er litið mjög alvarlegum augum enda er nauðsynlegt að öryggisbúnað- ur skipsins sé í sem bestu lagi. Falsaðir seðlar í umferð Undanfarnar vikur hefur nokk- uð borið á því að fölsuðum fimm þúsund króna peningaseðlum hafi verið komið í umferð á höfuðborg- arsvæðinu. Samkvæmt lögreglu hefur í fæstum tilvikum uppgötv- ast að um falsaða seðla sé að ræða fyrr en við uppgjör á sjóðvélum eða við innlegg í banka. Hefur flestum þessara seðla verið komið í umferð á veitingastöðum þar sem auðvelt getur reynst að láta blekkjast þegar mikill erill er. Lög- reglan vill beina þeim tilmælum til afgreiðslufólks að vera á varðbergi vegna þessa og hvetur jafnframt til þess að þeir sem eru í afgreiðslu- störfum kynni sér helstu öryggis- þætti íslenskra peningaseðla á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Hætt komnir við Húnaflóa Tveir menn á litlum fiskibát voru hætt komnir eftir að vél bilaði í bát þeirra við Húnaflóa aðfaranótt þriðjudags. Bátur þeirra, Kópanes frá Hvammstanga, hóf að reka í norð- austur í átt að Óðinsboða. Samkvæmt fréttastofu Vísis kölluðu mennirnir á hjálp og var björgunarskip frá Skaga- strönd kallað út ásamt fiskibátum frá Djúpavík og Norðurfirði. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Um sexleytið á þriðjudagsmorg- un kom annar fiskibáturinn að bát mannanna og tók hann í tog. Einn maður meiddist í andliti í björgunar- leiðangrinum og var þyrlan notuð til að ferja hann til byggða. „Íbúðin er til sölu,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, um 260 fermetra lúxusíbúð við Pont Street í hjarta London sem bankinn leysti til sín árið 2008. Íbúðin var áður í eigu at- hafnamannsins Hannesar Smára- sonar. Eignin sem er metin á um 7,5 milljónir punda, jafnvirði um 1.400 milljóna króna, hefur verið til sölu síðan haustið 2009. Að sögn Kristjáns hafa ekki bor- ist nægjanlega góð tilboð í íbúðina að mati bankans og því sé hún enn óseld í umsjá bankans. „Íbúðin var hluti af skráðum eignum Hannesar þegar gamli bankinn gerði við hann samninga vegna mikilla skulda. Þá komst þessi íbúð í eigu gamla bankans. Hún var síðan látin fylgja með félaginu Fjölnisvegi 9 inn í Landsbankann haustið 2008,“ segir Kristján um eignina sem er á besta stað í dýrasta hverfi London. Gullslegin lúxuseign Landsbankinn leysti til sín félagið Fjölnisveg 9 ehf. í mars 2008. Félagið var í eigu athafnamannsins Hann- esar Smárasonar en í því félagi var meðal annars að finna glæsihýsið Fjölnisveg 11 og téða lúxusíbúð við Pont Street. Greint var frá því í októ- ber 2009 að íbúðin í London hefði verið auglýst til sölu og svo er enn. DV greindi frá því í desember síðast- liðnum að Hannes leigi nú húsið við Fjölnisveg 11 af Landsbankanum en sex ára leigusamningur var gerður í mars 2008 eftir að bankinn hafði leyst til sín fyrirtækið. Sá samningur er enn í gildi. Íbúðin við Pont Street, sem er á tveimur hæðum, er 261 fermetri og hefur öll verið tekin í gegn. Þrjár svefnherbergissvítur eru í húsinu og stórglæsilegt baðherbergi í hverri þeirra. Gullsleginn hringstigi ligg- ur á milli hæða og fullkomið eldhús með öllu því flottasta er þar að finna. Í engu til sparað. Steinsnar frá dýrustu íbúð Bretlands Til að setja lúxusinn í samhengi þá sögðu breskir fjölmiðlar frá því í vik- unni að gengið hefði verið frá kaup- um á penthouse-íbúð í One Hyde Park byggingakjarnanum. Kaup- verðið er 136 milljónir punda, eða sem nemur rúmlega 25 milljörðum króna og er þetta því að sögn breskra fjölmiðla dýrasta íbúð Bretlands. Óviðjafnanlegan lúxus er að finna í húsnæðinu sem er á besta stað þar sem bakgarðurinn er í raun Hyde Park-almenningsgarðurinn í hjarta höfuðborgarinnar. Og aðeins stein- snar frá þessari dýrustu íbúð Bret- lands stendur einmitt íbúðin sem áður var í eigu Hannesar, en er nú í eigu Landsbankans. Aðeins þarf að ganga stundarkorn í norður frá Pont Street, upp Sloane Street að Knig- htsbridge, þar sem One Hyde Park lúxusblokkirnar standa á horninu. Fleiri víkingar á besta stað Hannes er þó ekki eini útrásarvíking- urinn sem hreiðraði um sig í þessum dýrasta hluta Lundúna. Skammt frá Pont Street á Lýður Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Bakkavarar og Exista, hús við Cadogan-torg. Það hús var á sínum tíma metið á hátt í 2,4 milljarða króna. Húsið var í kjöl- far hrunsins fært yfir á eiginkonu Lýðs. Það er þó tilefni til bjartsýni hjá Landsbankanum varðandi sölu á gömlu íbúðinni hans Hannesar. Þrátt fyrir að kreppan í Bretlandi hafi kom- ið illa niður á fasteignamarkaðnum almennt hefur fasteignaverð á dýr- ustu eignum á besta stað í London haldið sér mjög vel. n Glæsileg lúxusíbúð Hannesar Smárasonar við Pont Street í London er enn í eigu Landsbankans n Hún hefur verið til sölu síðan 2009 og er metin á 1.400 milljónir n Steinsnar frá dýrustu íbúð Bretlands sem seld var á dögunum fyrir 25 milljarða Illa gengur að selja lúxusíbúð Hannesar „Aðeins steinsnar frá dýrustu íbúð Bretlands stendur einmitt íbúðin sem áður var í eigu Hannesar Smárasonar. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Gullsleginn lúxusstigi Eins og sjá má skortir ekki flottheitin í íbúðinni í hjarta dýrasta hverfis Lundúna. Íbúðin var áður í eigu Hann- esar Smárasonar. Mynd KniGHtS FranK FaSteiGnaSaLan Stofan Glæsileg stofa með arni og öllum þægindum ríka og fína fólksins í Lundúnum. Mynd KniGHtS FranK FaSteiGnaSaLan Í engu til sparað Hannes Smárason lifði hátt á árunum fyrir hrun eins og íbúð hans við Pont Street sýnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.