Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 4
4 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Komst ekki í ræktina n Blindur hárgreiðslumeistari í mál við Kópavogsbæ H éraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá máli konu sem krafð- ist þess að Kópavogsbær veitti sér ferðaþjónustu í samræmi við ákvæði laga um ferðaþjónustu fatl- aðra. Konan, sem er blind en starfar sem hárgreiðslumeistari, gerði kröf- ur um að ferðaþjónustan gerði henni kleift að komast allra sinna ferða með þeim hætti sem henni hentaði, og á tíma sem henni hentaði, gegn vægu gjaldi. Þá krafðist konan einnig að Kópavogsbær greiddi sér miskabætur að fjárhæð fimm milljóna króna ásamt dráttarvöxtum. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að konan hafi aldrei notað þá ferðaþjónustu sem standi til boða hjá Kópavogsbæ né heldur sótt um slíka þjónustu. Í nóvember 2011 sótti konan um að fá allt að 60 mánaðarlegar ferðir með leigubíl á strætisvagnafargjaldi, en var synjað um þá umsókn og jafnframt bent á hvaða ferðaþjónusta stæði til boða. Rök konunnar voru þau að vinna hennar sem hárgreiðslumeistari væri almennt ekki í föstum skorðum. Hún færi eftir tímapöntun viðskiptavina, en einnig væri hún oft á bakvöktum þar sem hún er kölluð út með skömmum fyrirvara. Hún stundi einnig líkamsrækt og krafa hennar sé að geta stundað vinnu og líkamsrækt með sambærilegum hætti og ófatlaðir. Þá kom fram af hálfu konunnar að félagsþjónusta Kópavogsbæjar bjóði fötluðu fólki upp á almenna ferðaþjónustu sem fari fram á vegum verktakafyrirtækisins Smartbíla ehf. Þjónustan fari þannig fram að hinn fatlaði einstaklingur sé sóttur á fyrirfram ákveðnum tíma á sérútbúnum bíl fyrir hjólastólanotendur. Dómurinn mat málið sem svo að kröfur konunnar væru óljósar og al- mennt hafi hún verið að krefjast þjón- ustu sem henni standi þegar til boða. Niðurstaða dómsins var því að vísa málinu frá dómi. S teinþór Pálsson, núverandi bankastjóri Landsbankans og þáverandi framkvæmda- stjóri hjá Actavis, seldi hluta- bréf í Actavis fyrir rúmlega 230 milljónir króna um haustið 2007. Þá keypti fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, sam- heitalyfjafyrirtækið. Steinþór átti tæp- lega 2,6 milljónir hluta í Actavis, bæði rúmlega milljón hluti sem flokkuð- ust sem beinn eignarhluti og eins kauprétti upp á rúmlega 1,5 milljónir hluta, þegar Novator keypti bréf hans á genginu 1,07 evrur á hlut, eða 89,53 krónur miðað við gengi þess tíma. Keypti bréfin á hagstæðu verði Steinþór hafði eignast þessi bréf með hagstæðum hætti á árunum þar á undan en hann hafði starfaði hjá Ac- tavis samfleytt í 8 ár, frá 2002 til 2010, þegar hann settist í bankastjórastól Landsbankans. Bankinn er í meiri- hlutaeigu íslenska ríkisins. Gengi hlutabréfa í Actavis var í kringum 10 á hlut árið 2002 þegar Steinþór hóf störf hjá félaginu. Í opinberum tilkynningum frá Actavis um kauprétti starfsmanna í fyrirtækinu á árunum fyrir hrunið kemur fram að Steinþór keypti hluta bréfanna á genginu 38,5 og annan hluta á genginu 59,5. Mismunurinn á kaup- og sölugenginu á hlutabréfum Steinþórs í Actavis var því umtals- verður. Ætla má að Steinþór hafi hagn- ast um að minnsta kosti vel á annað hundrað milljónir króna þegar hann seldi bréfin. Þar að auki fékk Steinþór greitt í evrum en verðgildi evrunnar miðað við krónuna hækkaði umtals- vert frá því hann seldi bréfin í ljósi þeirra erfiðleika sem tóku að steðja að íslenska fjármálakerfinu í lok árs 2007 og 2008. Ef hann hefur ekki skipt evrunum strax í krónur, heldur beðið fram á árið 2008 eða þar til eftir hrunið, hefur hann því getað fengið fleiri krónur en ef hann hefði skipt evrunum þegar hann seldi bréfin. Umræða um laun bankastjóra Talsverð umræða hefur verið í samfé- laginu um laun Steinþórs og annarra bankastjóra stóru bankanna þriggja. Steinþór, sem er langlaunalægstur af bankastjórum stóru bankanna þriggja, er með rúma milljón króna í mánaðarlaun. Þetta er einungis um einn þriðji af launum bankastjóra Arion og tæpur helmingur af launum bankastjóra Íslandsbanka. Haft hefur verið eftir Steinþóri op- inberlega að hann telji að þessi laun séu of lág fyrir mann í hans stöðu og að hann sé bankamaður sem fái hvað lægst tímakaup miðað við unnar stundir. „Ég segi oft að ég sé sá banka- maður á Íslandi sem er með lægst laun fyrir unna stund. Því það að vera bankastjóri Landsbankans er talsvert mikil vinna.“ Þá hefur Steinþór einnig lýst því opinberlega að laun hans hjá Actavis hafi verið umtalsvert hærri en laun hans hjá Landsbankanum. Bankaráð bundið af kjararáði Þar sem bankaráð Landsbankans er bundið af ákvörðunum kjararáðs um laun stjórnenda ríkisstofnana og fyrirtækja getur ráðið ekki hækkað laun Steinþórs með einhliða ákvörð- un þess efnis. Á nýliðnum aðalfundi Landsbankans kom hins vegar fram sú skoðun í tillögum fundarins að starfskjör bankastjóra ættu „að vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármála- markaði“. Ljóst er, miðað við þetta orðalag, að ósamræmi er á milli launa Steinþórs út frá stefnu kjara- ráðs og umræddra tillaga. Þó að deila megi um það hvort laun Steinþórs séu of lág eða ekki – vissulega eru þau það þegar litið er til þess að laun stjórnenda stórfyrir- tækja á Íslandi eru sjaldnast minna en 2 milljónir króna og yfirleitt um- talsvert hærri – þá er nokkuð ljóst að miðað við hagnað hans af viðskipt- unum með hlutabréfin í Actavis árið 2007 er hann ekki á flæðiskeri stadd- ur fjárhagslega. Ekki náðist í Steinþór við vinnslu fréttarinnar en bankastjórinn er staddur erlendis um þessar mundir. Hagnaðist á hlutabréfum í Actavis Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbank- ans, hagnaðist um vel á annað hundrað milljónir króna hið minnsta þegar hann seldi hlutabréf sín í Actavis árið 2007. Steinþór Seldi fyrir rúmar 230 milljónir„Ég segi oft að ég sé sá bankamað- ur á Íslandi sem er með lægst laun fyrir unna stund. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Tóku orð Dav- íðs sem hótun Hæstaréttardómarar túlkuðu skipun Ólafs Barkar Þorvalds- sonar og Jóns Steinars Gunn- laugssonar í embætti hæsta- réttardómara sem atlögu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætis- ráðherra, að réttinum. Þetta kemur fram í úttekt í nýjasta tölublaði Mannlífis. Í tilkynningu frá útgefanda blaðsins kemur fram að hæsta- réttardómarar hefðu tekið sig saman og myndað bandalag gegn bandamönnum Davíðs í réttinum og hafi síðan tvær stríðandi fylkingar tekist á innan Hæstaréttar, annars vegar þeir sem styðja Davíð og hins vegar þeir sem styðja Markús Sigur- björnsson. Í úttektinni er Davíð Oddsson sagður hafa veist að hæstaréttardómurum í kjölfar dóma í afdrifaríkum málum er vörðuðu íslenska ríkið, svo sem Valdimarsdómnum og öryrkja- dómnum svokölluðu. Sagt er frá gagnrýni Davíðs á dómana og því sem hæstaréttardómarar túlkuðu á þeim tíma sem hótun hans í sinn garð. Þá er því lýst hvernig Davíð hundsaði forseta Hæstaréttar, Guðrúnu Erlends- dóttur, í að minnsta kosti ár eftir öryrkjadóminn og yrti til að mynda ekki á hana við opinber tækifæri. Íslendingum fjölgar Í byrjun þessa árs voru Íslendingar 319.575 talsins. Það er 0,4 prósenta fjölgun frá því sem var á sama tíma á síðasta ári, eða sem nemur 1.123 einstaklingum. Árið 2011 fæddust 4.496 börn, 2.327 drengir og 2.169 stúlkur. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands í frétt sem birt var á þriðjudag. Þar kemur einnig fram að strákarnir sem fæddust á síðasta ári geta átt von á því að ná tæplega 80 ára aldri en stúlkurnar geta átt von á því að lifa nokkrum árum lengur, eða þangað til þær eru orðn- ar tæplega 84 ára. Í hagtíðindum Hagstofunnar eru einnig upplýsing- ar um brottflutta umfram aðflutta. Árið 2011 fluttust 6.982 einstakling- ar úr landi en 5.578 til landsins sem þýðir að brottfluttir umfram aðflutta voru 1.404 árið 2011. Kópavogur Konan vildi fá að nýta sér leigubílaþjónustu á strætisvagnafargjaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.