Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 12
12 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Innkalla frostpinna
n Inniheldur sojalesitín
G
rænir frostpinnar frá Allra hafa
verið innkallaðir úr búðum
þar sem ofnæmis- og óþols-
valdar eru ekki merktir á um-
búðum vörunnar.
Í tilkynningu segir að Kaupás
hf. hafi, í samráði við matvæla-
eftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ur, ákveðið að innkalla Allra græna
frostpinna, þar sem ekki komi fram
í innihaldslýsingu að varan innihaldi
sojalesitín sem er á lista yfir ofnæm-
is- og óþolsvalda. Frostpinnarnir
hafa verið til sölu í verslunum Krón-
unnar, Nóatúns og Kjarvals.
Tekið er fram að varan sé skaðlaus
fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir
soja eða afurðum úr því. Þeir neyt-
endur sem hafa umrædda vöru und-
ir höndum og eru viðkvæmir fyrir
soja eða afurðum úr soja eru beðnir
um að farga henni eða hafa samband
við Krónuna, Nóatún eða Kjarval.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Erum að taka á móti verkum á
næsta uppboð
Áhugasamir geta haft
samband í síma 551-0400.
Listmuna
uppboð
Gallerís Foldar Vefuppboð
á verkum
lýkur 11. apríl
Guðmundur frá Miðdal
Guðmundar frá Miðdal
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
Lokað frá 5. – 9. apríl (yfir páskana)
Nærri 2 milljarða
eiNstakliNgsþrot
B
ú athafnamannsins Daní-
els Þorsteinssonar hefur
verið gert upp með rúm-
lega 1.730 milljóna króna
afskriftum. Þetta kem-
ur fram í Lögbirtingablaðinu. Bú
Daníels var tekið til gjaldþrota-
skipta síðla árs 2009 en skiptunum
á því lauk ekki fyrr en í byrjun mars
á þessu ári. Skiptastjóri búsins var
Sigríður Kristinsdóttir en engar
eignir fundust í búinu.
Daníel stundaði meðal annars
fasteignaviðskipti í Belgrad í
Serbíu fyrir hrunið árið 2008, líkt
og DV greindi frá í fyrravor. Árið
2007 keypti hann, ásamt Hallgrími
Bogasyni, 2.300 fermetra fasteign
í miðborg Belgrad í gegnum eign-
arhaldsfélagið SCS Holding. Þeir
Daníel og Hallgrímur voru kærð-
ir til lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu haustið 2010 út af við-
skiptunum með fasteignina. Þrír
menn, Guðjón Jónsson, Hallur Jón-
as Gunnarsson og Friðrik Atli Sig-
fússon, lögðu kæruna fram.
Kærður til lögreglunnar
Þremenningarnir töldu að Hall-
grímur og Daníel hefðu gerst sekir
um brot í viðskiptunum með fast-
eignina í Belgrad, meðal annars
fjárdrátt, umboðssvik, skjalafals
og fjársvik, auk brota á lögum um
einkahlutafélög, lögum um bók-
hald og lögum um ársreikninga.
Kærendurnir í málinu telja að Hall-
grímur og Daníel hafi hlunnfarið
sig með því færa eignarhlut þeirra í
serbn eska eignarhaldsfélaginu Te-
kig Invest AD yfir til annarra aðila
með ólögmætum hætti. Lögreglu-
stjórinn á höfuðborgarsvæðinu
áframsendi kæruna til efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra.
Í kærunni til lögreglunnar, sem
DV hafði undir höndum þegar
fjallað var um málið í fyrra, sagði
meðal annars um þetta atriði:
„Tveir þeirra, ofangreindir Hall-
grímur Bogason og Daníel Þor-
steinsson, hafa með ólögmætum
hætti tekið fjármuni og verðmæti
undan félaginu og aflað sér ólög-
mæts ávinnings með því að hafa
yfirfært annars vegar 40,51% hluta-
fjár SCS Holding í félaginu Tekig In-
vest, að markaðsverðmæti 135.519.
EUR í hendur viðskiptafélaga
þeirra ytra, þ.e. yfir á félagið Yugit
Company D.O.O, Belgrad, og hins
vegar að afhenda Novo Djonovic
33,34% hlutafjár í félaginu, að and-
virði u.þ.b. EUR 109.044,71. Ekkert
endurgjald kom fyrir eignarhlutinn
til SCS Holding eða lánardrottna
þess.“
Fjárfestar töpuðu fjármunum
DV hafði samband við Sigríði Krist-
insdóttur fyrir helgi til að spyrja
hana út í þrotabúið, kröfulýsing-
arnar í búið og annað í þeim dúr.
Sigríður er hins vegar í leyfi fram
yfir páska og gat DV því ekki fengið
umræddar upplýsingar.
Þegar DV fjallaði um fasteigna-
verkefnið í Serbíu í fyrra kom hins
vegar fram í máli þeirra sem DV
ræddi við að nokkrir Íslending-
ar hefðu tapað háum fjárhæð-
um á því að leggja peninga í verk-
efnið í Serbíu. Eiríkur Stefánsson
var einn þeirra. Eiríkur sagðist hafa
lagt tíu milljónir króna í verkefnið
árið 2007 og ekki hafa fengið þær
til baka. „Þú verður að athuga það,
vinur minn, að þessir menn, Daníel
Þorsteinsson og Hallgrímur Boga-
son, eru búnir að hafa fé af fullt af
fólki... Þú munt ekki ná að tala við
nema brot af þeim sem þeir hafa
vélað. Fólk skammast sín svo mikið
fyrir þetta,“ segir hann.
Eiríkur sagði þá að fjárfestingar-
verkefnið í Serbíu hefði verið kynnt
fyrir sér árið 2007 með þeim hætti
að hann ætti að fá 20 milljónir
króna til baka tveimur mánuðum
síðar. „Ég lét inn í þetta tíu milljónir
í nóvember 2007 á þeim forsendum
að þeir myndu borga mér 20 millj-
ónir til baka í febrúar 2008. Víxill-
inn var svo bara framlengdur aftur
og aftur og stendur núna í 39 millj-
ónum.“
Eiríkur sagði að frá því að þegar
hann hefði lagt peningana í verk-
efnið hefðu þeir Daníel og Hall-
grímur lofað að greiða honum víx-
ilinn til baka en þeir hefðu ekki
staðið við það. „Þetta eru ekkert
annað en fjársvik,“ sagði hann.
Hugsanlegt er því að einhverjir
af meðfjárfestum Daníels í verk-
efninu í Serbíu hafi lýst kröfum í bú
hans.
n Fjárfesti í Serbíu n Einstaklingar töldu sig svikna„Fólk skammast
sín svo mikið fyrir
þetta.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Byggt í upphafi síðustu aldar Fasteignin í Belgrad stendur við götuna Krajl Petar og er
gegnt höfuðstöðvum seðlabankans í Serbíu. Hér sést byggingin á mynd sem tekin var vorið
2007. Húsið var byggt í upphafi síðustu aldar.
Inniheldur ofnæmisvald Pinnarnir
innihalda sojalesitín sem veldur ofnæmi.
Í Svartfjallalandi Daníel Þorsteinsson sést hér á hótelherbergi í Svartfjallalandi árið
2007 en hann stundaði meðal annars viðskipti í gömlu Júgóslavíu. Bú hans hefur nú verið
gert upp með nærri tveggja milljarða króna afskriftum.
Sólning seld
fyrir 440 milljónir
Hömlur ehf., dótturfélag Lands-
bankans hf., hefur selt fyrirtækið
Sólningu Kópavogi ehf. til Gunnars
Justinussen sem átti hagstæðasta
tilboðið í opnu söluferli. Heildar-
virði félagsins í viðskiptunum er
440 milljónir króna. Gunnar rekur
fyrirtækið Pitstop hér á landi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Landsbankanum.
Sólning Kópavogi ehf. er hjól-
barðaverkstæði og innflutnings-
fyrirtæki með langa sögu að baki.
Félagið rekur í dag fjögur verk-
stæði; á Smiðjuvegi í Kópvogi,
Fitjabraut Njarðvík og Gagn-
heiði á Selfossi og verkstæði undir
merkjum Barðans í Skútuvogi í
Reykjavík. Lager er starfræktur á
Smiðjuvegi 11 þaðan sem megn-
inu af heildsölustarfsemi félagsins
er sinnt.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbank-
ans hafði umsjón með söluferlinu
sem hófst 31. janúar.
Söluferlið var opið öllum
áhugasömum fjárfestum sem
stóðust hæfismat og gátu sýnt fram
á fjárfestingargetu að upphæð
100 milljónir króna. Margir sýndu
fyrirtækinu áhuga og skilaði 21 inn
óskuldbindandi tilboði og þar af
fengu 5 aðgang að gagnaherbergi
til að afla sér frekari upplýsinga.
Fjármálaráðgjöf Deloitte var ráð-
gjafi kaupanda, að því er fram
kemur í tilkynningu frá Lands-
bankanum.
Helgi gaf yfir
200 páskaegg
Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur
sem Helgi í Góu, hefur ákveðið
að gefa Mæðrastyrksnefnd yfir
200 páskaegg og Sinalco nú fyrir
páskana. Helgi mætti með eggin
í eigin persónu til Mæðrastyrks-
nefndar á þriðjudag til afhending-
ar. „Það er skelfilegt að vita til þess
hvað mörg börn geta ekki fengið
páskaegg um páskana vegna fá-
tæktar,“ segir Helgi um ástæðuna.
Í könnun sem verðlagseftirlit
ASÍ stóð fyrir á dögunum kom
fram að langflest páskaegg hefðu
hækkað í verði á milli ára. Gjaf-
mildi Helga mun því væntanlega
gleðja mörg börnin.