Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 14
14 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Iceland Express heldur oftast
áætlun:
Tafir á flugi
fátíðar í mars
Icelandair og Iceland Express
héldu langoftast áætlun í seinni
hluta marsmánaðar. Tafir á milli-
landaflugi í byrjun þessa árs hafa
verið fátíðar. Þetta kemur fram á
vefnum turisti.is.
Samkvæmt frétt Túrista hefur
ástandið töluvert batnað frá síðasta
sumri, þegar Keflavíkurflugvöllur
stóðst ekki samanburð við stærstu
flugvelli Norðurlanda þegar kom að
stundvísi. Um það bil níu af hverj-
um tíu vélum í Kaupmannahöfn,
Stokkhólmi, Osló og Helsinki fóru
þá í loftið á réttum tíma en hlutfallið
í Keflavík fór niður í 44,5 prósent
í júní í fyrra og hæst upp í rúm 70
prósent í ágúst.
Í seinni hluta marsmánaðar í ár
fóru hins vegar 94 prósent af vélum
Icelandair á réttum tíma og 87 pró-
sent hjá Iceland Express. Komu-
tímar Icelandair héldu aðeins í um
6 af hverjum 10 tilfellum en tafirnar
voru reyndar stuttar í mínútum
talið.
Túristi hefur fylgst með stundvísi
flugfélaganna undanfarna mánuði
og hafa stundvísitölur hans sýnt
fram á að Iceland Express heldur
langoftast áætlun um þessar mund-
ir. Fjölgun áfangastaða og ferða í
mars hefur ekki haft áhrif á það.
Komutímar og brottfarir hjá Ice-
land Express héldu í nærri níu af
hverjum tíu tilvikum síðastliðnar
tvær vikur.
Í janúar voru ófærð og snjó-
þyngsli orsakir truflana á utan-
landsflugi frá Keflavíkurflugvelli.
Þá þurftu margir farþegar að gista í
Leifsstöð yfir nótt sökum ófærðar-
innar.
Áfengissala
hefur minnkað
Áfengis- og tóbaksverslun ríkis-
ins seldi á síðasta ári 18.437.968
lítra af áfengi. Þetta er nokkur
samdráttur frá metárinu 2008
þegar 20.387.345 lítrar seldust.
Árið 2011 er þriðja samdráttar-
árið í röð hjá ÁTVR. Áfengis-
magnið sem var selt á síðasta ári
samsvarar því að allir Íslending-
ar, óháð aldri, hafi keypt 57,70
lítra af áfengi. Þar sem allir þeir
sem eru á aldrinum 0 til 20
ára mega ekki versla við ÁTVR
liggur ljóst fyrir að umtalsvert
fleiri lítrar voru seldir á hvern
einstakling að jafnaði en þessir
útreikningar gefa til kynna.
Þ
að gengur rosalega vel
nema þegar ég kem upp að
húsi og heyri hundsgelt þá
tekur hjartað stóran kipp.
Þá verð ég hrædd,“ segir
Lína Sigríður Hreiðarsdóttir sem
í maí í fyrra varð fyrir alvarlegri
hundaárás í starfi sínu sem blaðberi
í Mosfellsbæ. Málið vakti mikla
athygli enda slasaðist Lína Sigríður
mikið – tvífótbrotnaði og var bitin
í magann. Nú er hún hins vegar öll
að koma til eftir tæplega ársbaráttu
á batavegi og er hægt og sígandi að
snúa aftur til starfa hjá Íslandspósti.
Bitin og brotin
„Þetta var ömurleg lífsreynsla og ég
glímdi við þetta allt síðasta ár og var
frá það sem eftir lifði árs. Ég á lítið
barn sem var eins árs þegar þetta
gerðist þannig að ég þurfti á mikilli
aðstoð að halda eftir þetta,“ segir
Lína í samtali við DV.
Eins og fram kom í fréttum í fyrra
var Lína á leið upp að húsi með
póst þegar æstur dalmatíuhundur,
bundinn fyrir utan næsta hús, tók
að gelta á hana. Eigandinn kom út
og reyndi að draga hundinn inn
fyrir hússins dyr en ekki vildi betur
til en svo að hundinum tókst að slíta
tauminn og hljóp rakleiðis í átt að
Línu. Hundurinn beit hana í magann
og keyrði hana um koll. Í fallinu
heyrði Lína mikinn smell, það var
fótleggurinn að brotna. Eigandinn
handsamaði hundinn og var Línu
komið undir læknishendur. Í ljós
kom að við fallið hafði hún brotnað
á sköflungi og sperrilegg auk þess að
vera með mikið bitsár á maganum.
Snýr aftur hægt og bítandi
„Ég þurfti að fara aftur í aðgerð í
nóvember og byrjaði aftur aðeins
í vinnunni í desember en er ekki
komin í fullan útburð ennþá. Ég er
að vinna mig upp smám saman.“
Lína ákvað að kæra ekki árásina
þar sem eigendurnir tóku þá
ákvörðun að láta lóga hundinum
strax. Hún er nú að vinna í sínum
tryggingamálum og kveðst fara í
lokaathugun hjá bæklunarlækni í
næsta mánuði.
„Ég er ekki komin með 100
prósent virkni í fætinum,“ segir Lína
aðspurð um batann. „Það á eftir að
koma í ljós hvort þetta sé varanlegt“
Hundar enn bundnir
fyrir utan hús
Lína segir að þessi skelfilega
lífsreynsla hafi breytt lífi hennar og
tekið á bæði líkamlega og andlega.
Hún sé nú smeyk þegar hún heyri
hundsgelt, nokkuð sem ekki hrjáði
hana fyrir atvikið í fyrra. „Ég hef átt
hunda sjálf og allt. En nú blundar
þessi lífsreynsla í mér og ég hef allan
varann á. Það er samt ótrúlegt hvað
fólk bindur enn hundana sína beint
fyrir framan dyrnar. Það virðist ekki
mikið hafa breyst.“
Það eru hins vegar góðar fréttir
að Lína sé komin aftur á ról. Hún er
bjartsýn og þakklát fyrir það. „Þetta
er allt að koma vonandi.“
n Tvífótbrotnaði og var bitin í magann n Hrædd þegar hún heyrir hundsgelt
Lína snýr aftur
eftir hundaárás
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Illa slösuð DV heimsótti Línu í fyrra þar sem hún lá á sjúkrahúsi. Hún brotnaði á sköflungi
og sperrilegg og var bitin í kviðinn.
Komin á ról Lína Sigríður er
búin að ná sér að mestu leyti eftir
alvarlega áverka sem hún hlaut
eftir árás hunds í Mosfellsbæ í fyrra.