Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 23
Fréttir 23Páskablað 4.–10. apríl 2012
E
ignarhaldsfélag sem Bernhard
Bogason, fyrrverandi for-
stöðumaður skatta- og lög-
fræðisviðs FL Group frá 2006
til 2009, átti og hélt utan um
fasteignaviðskipti í Berlín hefur verið
tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið heit-
ir Kreuzberg Investments ehf. Þetta
kemur fram í auglýsingu í Lögbirt-
ingablaðinu. Skiptastjóri félagsins er
Jón G. Briem.
Aðrir hluthafar í Kreuzberg Invest-
ments voru þeir Hrannar Hólm, körfu-
knattleiksþjálfari og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og
einn eiganda Capacent, Skúli Þór
Gunnsteinsson, fyrrverandi landsliðs-
maður í handknattleik og fyrrverandi
forstjóri og eigandi Capacent, og Stein-
grímur Davíðsson, húðsjúkdóma-
læknir og einn eigenda Húðlækna-
stöðvarinnar á Smáratorgi. Félagið
skuldaði nærri 93 milljónir króna í árs-
lok 2008 og var með neikvætt eigið fé
upp á rúmlega 35 milljónir. DV fjallaði
um málefni félagsins í ágúst í fyrra.
Tollstjórinn bað um þrotið
Skiptastjóri félagsins, Jón G. Briem,
segir að Tollstjórinn í Reykjavík hafi
farið fram á það að félagið yrði tekið
til gjaldþrotaskipta. „Tollstjórinn í
Reykjavík óskaði eftir gjaldþrotaskipt-
unum.“ Krafan sem orsakaði gjald-
þrotið var þó ekki mjög há, einungis
um 2,4 milljónir króna. Jón segir að
kröfulýsingarfresturinn vegna búsins
sé ekki liðinn og bíða þurfi með frekari
upplýsingagjöf um félagið þar til þá.
Í viðtali við DV í fyrra sagði Bern-
hard að Landsbankinn hefði lánað
félaginu fyrir kaupum á íbúð í Berlín,
nánar tiltekið í Kreuzberg-hverfinu í
austurhluta borgarinnar. Í ársreikningi
félagsins fyrir árið 2008 kom fram að
fasteignin hefði verið metin á 57 millj-
ónir króna í lok þess árs. Eignir félags-
ins voru því umtalsvert lægri en skuld-
ir þess, líkt og fram kemur hér að ofan.
Í viðtalinu við DV í fyrra sagði Bern-
hard, sem í dag á og rekur lögmanns-
stofuna Nordik, að búið væri að selja
fasteignina. „Kreuzberg Investments
ehf. var með eitt lítið fasteignaverk-
efni sem var ein íbúð í Berlín. Það er
búið að selja þá fasteign og borga allar
skuldir félagsins. Landsbankinn lánaði
fyrir þessu en fasteignin var seld árið
2009,“ sagði Bernhard.
Skuldaafskriftir vegna félagsins
liggja því ekki fyrir að svo stöddu.
Tengist nokkrum félögum í
Berlín
Bernhard kemur víðar við í Berlín
en í umræddu félagi. Tengist Bern-
hard ýmsum öðrum fasteignafélög-
um Íslendinga í Berlín. Meðal ann-
ars má nefna Wartenberger Strasse
24 GmbH, fyrir hönd Magnúsar Ár-
mann, en Bernhard hefur verið að
aðstoða fjárfestinn við skuldaupp-
gjör þeirra. Þá situr Bernhard í stjórn
fasteignafélagsins Golden Gate
Berlin Eins GmbH og í félaginu Gol-
den Gate Berlin Zwei GmbH, sem er
félag í kringum leikhúsrekstur. Einn-
ig á Bernhard persónulega lítinn
hlut í fasteignafélagi sem á Admiral-
palast-leikhúsið í Berlín.
Félag Bernards
orðið gjaldþrota
„Tollstjórinn í
Reykjavík óskaði
eftir gjaldþrotaskiptunum.
n Fyrrverandi framkvæmdastjóri FL fjárfesti í Berlín með láni frá Landsbankanum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Fjárfestu í Austur-Berlín Hluthafar Kreuzberg fjárfestu í fasteign í Austur-Berlín með
láni frá Landsbankanum. Bernhard Bogason var einn af hluthöfunum. Í bakgrunni sést þing-
húsið í Berlín, Reichstag.