Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 26
F ramfærsluhlutfall hér á landi hefur farið hækkandi frá hruni. Það er í fyrsta sinn frá því árið 1993 að þetta hlutfall hækkar en það hefur farið nær stöðugt niður á við síð- ustu áratugi með örfáum undan- tekningum. Framfærsluhlutfall er mæli- kvarði á hversu marga einstaklinga á vinnualdri þarf til þess að sjá fyrir þeim aldurshópum sem ekki eru á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur far- ið úr 48,1 upp í 49,7 á síðasta ári. Í útreikningunum sem hér er stuðst við er reiknað með því að fólk á vinnualdri sé 15–65 ára. Ekki hefur verið mikil hækkun á þessu hlut- falli síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Sama þróun í Evrópu Sams konar þróun á sér stað í ríkjum Evrópusambandsins. Hún er samt sem áður ekki jafn afger- andi og hún virðist vera á Íslandi. Ekki eru staðfestar tölur um fram- færsluhlutfall innan Evrópusam- bandsins á síðasta ári og er því enn ekki ljóst hvort þróunin hafi haldið áfram þar líkt og hún hefur gert hér á landi. Ekki er sama þróun hjá öllum Norðurlöndunum þegar kemur að breytingum á framfærsluhlut- falli. Danir hafa til dæmis barist við hækkandi framfærsluhlutfall síðan í byrjun tíunda áratugar síð- ustu aldar á meðan að Norðmenn hafa lítillega þurft að takast á við hækkandi hlutfall á milli áranna 2009 og 2010. Staðan í Svíþjóð er miklu nær því að vera sú sama og á Íslandi. Eldumst hægt og þétt Íslenska þjóðin er að eldast jafnt og þétt og hefur miðgildi aldurs á Ís- landi ekki verið jafn hátt í nokkra áratugi. Á sama tíma fækkar ungu fólki sem hlutfalli af Íslendingum umtalsvert og er hlutfall fólks undir tvítugu komið niður í ríflega 28 pró- sent. Þetta er nákvæmlega sama og á sér stað í Evrópu. Miðgildi aldurs innan Evrópu- sambandsins er hins vegar talsvert hærra en á Íslandi. Miðgildi aldurs þar er 40,9 ára en á Íslandi 34,8. Ís- lendingar eru því yngri en aðrar Evrópuþjóðir að jafnaði. Miðgildi er sú tala sem lendir í miðjunni þegar öllum einstaklingum er rað- að frá þeim yngsta til þess elsta. Til- gangurinn er að gefa mynd af með- almanninum og er oft notað frekar en meðaltal þar sem óvenju háar eða lágar tölur geta haft áhrif á út- komuna. Mikið dró úr fæðingum hér á landi á síðasta ári og hafa ekki færri börn fæðst á Íslandi frá árinu 2006 þegar 4.415 börn fæddust. Ef sú þróun heldur áfram gæti það haft áhrif á framfærsluhlutfallið. Það er hins vegar erfitt að spá fyrir um ná- kvæmlega hvernig þróunin verður en mannfjöldaspá gerir ráð fyrir fólksfjölgun hér á landi næstu ár. 26 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað FramFærslu- hlutFall Íslendinga hækkar Erum að eldast Íslendingar eru að eldast jafnt og þétt en eru þrátt fyrir það yngri en almennt gengur og gerist innan Evrópusambandsins. n Hefur hækkað stöðugt frá hruni í fyrsta sinn í áraraðir Hrunið ákveðinn vendipunktur n Segja má að hrunið sem varð haustið 2008 og kreppan sem reið yfir heiminn sama ár hafi verið eins konar vendipunktur þegar kemur að framfærsluhlutfalli. Á Íslandi fór hlutfallið að hækka í fyrsta sinn síðan á fyrrihluta tíunda áratugar síðustu aldar árið eftir hrun. Sama átti sér stað í Evrópu og á hinum Norðurlöndunum, að Danmörku undan- skilinni. Hækkandi framfærsluhlutfall þýðir að fleiri einstaklinga á vinnufærum aldri þarf til að halda uppi þeim sem ekki eru á skilgreindum vinnufærum aldri. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is 1960 1970 1980 1990 2000 2010 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90Þróun framfærsluhlutfalls frá árinu 1960 Borgin hreinsuð um páskana Gera má ráð fyrir því að borgar- starfsmenn vinni að hreinsun gatna í Reykjavík út aprílmánuð. Hreinsunin er hafin og eru notuð til þess kröftug hreinsitæki, að því er segir í tilkynningu vegna hreinsunarinnar frá Reykjavíkur- borg. „Við höfum þurft að tæma bílana þrisvar sinnum oftar en áður á sama svæði,“ segir Lárus Kristinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Hreinsitækni sem annast hreinsun fyrir borgina, í tilkynn- ingunni. Hann segir mikinn sand og drullu vera á götum og gang- stígum. Fram að páskum verður lögð áhersla á hreinsun göngu- og hjólastíga þar sem starfs- menn borgarinnar búast við að fólk stundi hjólreiðar og útivist í páskafríinu. Þá eru páskarnir einnig notaðir til að hreinsa skóla- lóðir. Vís hagnaðist um rúmar 400 milljónir króna Vátryggingafélag Íslands (VÍS) skilaði 408 milljóna króna hagnaði af rekstri eftir skatta á síðasta ári. Langstærstur hluti hagnaðarins er tilkominn vegna fjárfestingastarf- semi félagsins en sú starfsemi skilaði 524 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Hagnaður af vátrygg- ingastarfsemi fyrir skatta var hins vegar 95 milljónir króna. Þetta er viðsnúningur frá árinu 2010 en þá skilaði rekstur á fjárfestingastarf- semi 506 milljóna króna tapi fyrir skatta en 819 milljóna króna hagn- aður var af vátryggingastarfsemi fyrir skatta. Sigrún Ragna Ólafs- dóttir, forstjóri VÍS, segir afkomu ársins undir væntingum í tilkynn- ingu. Hún segir félagið takast á við alþjóðlegar endurtryggingar á sviði náttúruhamfara og að síðasta ár hafi verið sérstaklega erfitt þar sem stórir jarðskjálftar og flóð voru víða um heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.