Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 30
30 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
K
onan var að viðra teppið og
gleymdi að loka hliðinu. Tík-
in fór út og hinn á eftir,“ seg-
ir Kristján Á. Kristjánsson,
eigandi Husky-hundanna
sem drápu kisuna Lóló í Grafarvogi á
sunnudag. Hann segir annan hund-
inn vera rakka, stóran, mikinn og
þungan en rosalega gæfan. „Hann var
bara þarna að fylgjast með litlu systur
sinni sem er snögg í hreyfingum og
þær eru yfirleitt grimmari tíkurnar.“
Kristján segir tíkina hafa drepið
köttinn en rakkinn hafi ekkert gert af
sér. Hann viðurkennir að hann hafi
áttað sig á því fyrir nokkru síðan að
hann yrði að losa sig við tíkina en nú
neyðist hann til þess að lóga henni
eftir kattardrápið, þó það sé erfitt fyr-
ir dóttur hans sem á hana. Á heimili
Kristjáns eru fimm stórvaxnir Husky-
hundar og atvikið á sunnudag var ekki
í fyrsta skipti sem hundarnir hans
drepa annarra manna gæludýr.
Gróusögur um barnavagninn
Kristján vill koma því á framfæri strax
að það sé „tómt kjaftæði“ að systkinin
hafi verið komin ofan í barnavagn eins
og fjölmiðlar höfðu eftir lögreglunni.
„Konan sem á þennan barnavagn seg-
ir það sjálf að þeir hafi komið, þefað
aðeins af vagninum og buxnaskálm-
inni hjá henni og látið sig hverfa. Það
eru gróusögur að þeir hafi farið ofan í
vagninn.“ Kristján segir það hafa farið
illa í hann að heyra söguna um barna-
vagninn. „Ég get alveg sætt mig við að
hundurinn minn hafi drepið kött. Ég
er ekki stoltur af því en ég hef meiri
skilning á því að það geti gerst. Ég hef
sjálfur verið með hvítvoðung á heim-
ilinu, sofandi í barnavögnum, hang-
andi í þessum hundum þannig að þeir
þekkja þetta og láta fólk vera. Og flesta
aðra hunda nema kannski smáhunda
með kjaft, þeir taka á þeim.“
Kristján telur einnig að ef köttur-
inn Lóló hefði verið ungur og frískur
hefði tíkin hans aldrei náð honum.
Þetta eru úlfar
Hundarnir sem Kristján á eru ekki
síbírískir Husky eins og frá hefur ver-
ið greint. Sjálfur lýsir hann þeim sem
úlfum, ættuðum frá Norður-Kanada.
„Þessi tegund kemur beint frá ind-
jána af norðurslóðum Kanada, frá
fyrsta legg. Þessir Husky-hundar hér
á Íslandi eru með mjórra á milli eyrn-
anna og styttra trýni og líkari íslensk-
um fjárhundum. Þetta eru bara úlfar
sem ég er með, rosalega flottir. Þetta
eru gæf kvikindi en þeir sækja í mýs,
héra, kanínur og ketti. Það er þeim
eðlislægt,“ segir Kristján.
Hann segir að sér hafi verið ráð-
lagt að losa sig við tíkina sem drap
læðuna Lóló á sunnudag. Hann hafi
talið hana í sprækari kantinum og
vanur hundaþjálfari frá Danmörku
sem tengdur er fjölskyldunni hafi
sagt honum að losa sig við hana. „Ég
er búinn að vera að reyna að fá dótt-
ur mína til þess en það gerist líklega
sjálfkrafa núna. Ég þarf að lóga henni
enda er mér hótað öllu illu annars.
Þetta er voðalega sárt fyrir hana því
hún og tíkin eru svo samrýndar. Dótt-
ir mín er búin að vera með henni í all-
an dag að láta hana draga sig á línu-
skautum því ég lofaði að láta lóga
henni í dag.“
Rifu smáhund á hol á Geirsnefi
Eins og fram hefur komið kærðu eig-
endur Lólóar árásina og verður Krist-
ján að verða við beiðninni um að
lóga hundinum. Ellegar verður hann
sviptur leyfinu og hundarnir teknir af
honum. Það vekur athygli að hann
er með fimm svona stóra „úlfa“ á
heimilinu og vaknar því óneitanlega
spurning hvort það sé ekki of mikið.
„Persónulega er ég með tvo hunda,
konan er með einn og svo á ég börn
sem eiga hvort sinn hundinn.“
En kattardrápið í Grafarvogi er ekki
í fyrsta skipti sem hundar frá Kristjáni
drepa dýr.
Magnea Þórey Hilmarsdóttir varð
fyrir því í maí 2010 að Papillon-smá-
hundurinn hennar Keli var eins og
hún orðar það „rifinn á hol“ af hund-
um Kristjáns á hundasvæðinu á
Geirsnefi. „Þetta var innfluttur hund-
ur og tjónið um 600 þúsund krónur
fyrir okkur en hann brúkaði bara kjaft
og bauð okkur hundinn sem drap
okkar hund í sárabætur.“
Kristján viðurkennir fúslega að
hundur frá honum hafi drepið smá-
hundinn. En telur að þar sem fórn-
arlambið hafi verið óskráður hundur
hafi eigandinn verið réttlaus í málinu.
Losaði sig við hundamorðingjann
„En ég gaf þann hund. Ég losaði mig
við alla hunda sem voru eitthvað
árásargjarnir. Papillon-hundurinn
var óskráður og því varð ekkert úr því
máli. Allir mínir hundar eru skráð-
ir,“ segir hann og lýsir atvikinu þann-
ig að hann hafi verið með þrjá hunda
á svæðinu umrætt sinn, tvo rakka og
eina tík. „Einn var í bandi og skipt-
ist ég á að hafa hina tvo lausa. En
þessi hundur birtist þarna allt í einu
gjammandi í átt að mínum hundum.
Þeir fóru í átt að honum og þá hrökkl-
aðist hann til baka og við höldum
áfram. Svo kemur kvikindið aftur á eft-
ir okkur gjammandi og þá snéri einn
minna hunda sér við, tók í hnakka-
drambið á honum, hristi hann tvisv-
ar og við það var hann steindauður,“
segir Kristján og það er ekki að greina
mikla iðrun í orðum hans.
Nú stendur hann frammi fyrir því
að þurfa að lóga einum hunda sinna,
tíkinni sem drap Lóló. Það atvik hafi
verið kornið sem fyllti mælinn með þá
tík. „Ég ætla ekki að láta þetta gerast
aftur, það er bara þannig, en þetta eru
æðislegir hundar og ótrúleg dýr.“
n Á hundinn sem drap læðuna Lóló n Hundarnir hafa áður drepið dýr
„Þetta eru
bara úlfar“
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Ég get alveg sætt
mig við að hundur-
inn minn hafi drepið kött.
Rifinn á hol Papillon-hundurinn Keli var
drepinn á Geirsnefi í maí 2010.
Leið Ásdís, dóttir Kristjáns, er leið yfir
örlögum tíkarinnar. Hún brotnaði saman í
sjónvarpsviðtali á þriðjudag.
Drepin í garðinum Læðan Lóló var
drepin af Husky-tík Kristjáns eftir að hún
slapp. Eigandinn var að vonum miður sín.
Husky Hundurinn sem drap
Lóló var svipaður þessum. Krist-
ján segir þó að hann hafi verið
ættaður frá Norður-Kanada.
Óánægja á Selfossi:
Banna sölu
á bakkelsi
Mikil óánægja er meðal nemenda
10. bekkjar Vallaskóla á Selfossi
og foreldra þeirra. Ástæðan er til-
kynning sem nemendurnir fengu
frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
síðdegis á þriðjudag þar sem fram
kom að bekknum væri bannað
að selja tertur á flóamarkaði í
Tryggvaskála á Selfossi á skírdag.
Frá þessu var greint á fréttavefn-
um dfs.is.
Þar kemur fram að fimleika-
hópur ætlaði líka að vera með
kökubasar í Kjarnanum á í dag,
miðvikudag, og hefur það líka ver-
ið bannað.
„Það sýður á mér, við erum
búin að baka allar terturnar og
gera allt klárt þegar þetta símatal
kom, auk þess að vera búin að
auglýsa flóamarkaðinn í blöðum.
Ég hreinlega neita að trúa því að
þetta sé satt, þvílíkt og annað eins
þjóðfélag, sem við búum í. Það er
greinilegt að Heilbrigðiseftirlitið
mismunar hópum því það hafa
verið haldnir kökubasarar reglu-
lega í Kjarnanum í vetur, nú síðast
um síðustu helgi þar sem konur
úr kvenfélagi Hraungerðishrepps
voru með kökubasar,“ sagði Rann-
veig Anna Jónsdóttir í samtali við
DFS en hún er einn af forsvars-
mönnum nemenda 10. bekkjar.
Hættir viðskipt-
um við Ísland
Deutsche Fischfang Union (DFFU)
hefur ákveðið að hætta öllum við-
skiptum við íslenska lögaðila tíma-
bundið. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Samherja, en fyrirtækið er
dótturfélag þess. Ástæðan er rann-
sókn á meintum lögbrotum Sam-
herja sem eru til rannsóknar hjá ís-
lenskum stjórnvöldum. Þetta þýðir
að DFFU mun ekki selja afurðir
sínar í gegnum íslensk sölufyrir-
tæki, sækja þjónustu eða landa úr
skipum félagsins hér á landi. Fyrir-
tækið hefur einnig sagt upp samn-
ingi um afhendingu hráefnis til fisk-
vinnslu Samherja á Dalvík en til stóð
að DFFU myndi landa um 3.500
tonnum af ferskum slægðum þorski
á Íslandi á tímabilinu 15. apríl til 1.
september. Seðlabanki Íslands lagði
hald á bókhaldsgögn DFFU, tölvu-
pósta, rekstraráætlanir og önn-
ur gögn sem vistuð hafa verið hjá
tölvufyrirtækinu Þekkingu hf. vegna
rannsóknar sinnar á brotum Sam-
herja og annarra fyrirtækja. Gögnin
voru sögð tengjast brotum á lögum
um gjaldeyrismál.