Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 32
SVARTUR LISTI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA 32 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað V ið teljum þetta svo slæman vitnisburð um dómgreind þessara einstaklinga sem standa að þessum póli- tísku ofsóknum á hendur Geir að við teljum að flokkurinn ætti ekki að koma nálægt samstarfi við þá einstaklinga,“ segir Davíð Þor- láksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS). Stjórn sambandsins sendi frá sér ályktun á þriðjudag þar sem segir að flokk- urinn ætti að útiloka þann mögu- leika að taka þátt í ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem greiddu at- kvæði með því að draga Geir H. Ha- arde fyrir landsdóm og þeim sem stóðu í vegi fyrir efnislegri umfjöllun á afturköllun ákærunnar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, lagði fram. 33 þingmenn vildu ákæra En sé atkvæðagreiðslan á Alþingi frá 28. september 2010 skoðuð, þar sem samþykkt var að ákæra Geir, myndi við fyrstu sýn reynast erfitt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Staðreyndin er nefnilega sú að 33 þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks- ins greiddu atkvæði með ákærunni. Sautján frá Vinstri grænum, átta frá Samfylkingunni, sex frá Framsókn- arflokknum og allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar. Af ályktun SUS að dæma mætti því ætla að Sjálfstæðis- flokkurinn þyrfti hreinan meirihluta til að komast í ríkisstjórn. Þurfa að endurnýja sig En Davíð segir að SUS erfi atkvæða- greiðsluna ekki við flokkana „ heldur þá einstaklinga sem tóku þátt í þessu,“ eins og hann orðar það í samtali við DV. „Þetta þýðir ekki að þessi flokkar geti ekki fengið upp- reisn æru með því að endurnýja sig með einhverjum hætti.“ Hann kveðst ekki ætla að halda niðri í sér andanum við að bíða eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta. Að auki telur hann að ef kosningaúrslit verði með svipuðu móti og kannanir gera ráð fyrir í dag þá gæti vandamálið verið sjálfleyst. „Stjórnarflokkarnir tveir og Hreyf- ingin eru flokkar sem eru að minnka mjög mikið og því ljóst að stór hluti þessa fólks verður ekki á þingi eftir næstu kosningar. Að hluta til er það þá sjálfleyst mál.“ Í þessu samhengi ber að hafa í huga að margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Geir yrði dreg- inn fyrir landsdóm hafa síðan skipt um skoðun. Flokkurinn eykur fylgi sitt Ályktun SUS kemur í kjölfar niður- staðna í þjóðarpúlsi Gallup sem birtar voru á mánudag. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins mælist nú 38 pró- sent og hefur hækkað um fimm prósentustig milli mánaða. Á sama tíma hrapar fylgi ríkisstjórnarflokk- anna en aðeins 28 prósent segjast styðja ríkisstjórnina. Aðeins einu sinni hefur stuðningur við ríkisstjórn mælst minni. Það var í kjölfar banka- hrunsins þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og krafan var að Geir H. Haarde og ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar færi frá. Samkvæmt þjóðarpúlsinum mælist Framsóknarflokkurinn með 13 pró- senta fylgi, Samfylkingin 17 og Vinstri græn 11. Sjálfstæðisflokknum vex því fiskur um hrygg með hverjum mán- uðinum og með hverri umdeildri og óvinsælli ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar. Samkvæmt niðurstöðunum nú gætu Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkur myndað ríkisstjórn með 51 prósenta fylgi. Aukið sjálfstraust Þótt ályktun SUS endurspegli ekki endilega afstöðu forystu og þing- manna Sjálfstæðisflokksins þá sýn- ir hún merki um breytt viðhorf og aukið sjálfstraust flokksins að und- anförnu. Flokkurinn sem var særð- ur eftir hrunið og lét lítið fyrir sér fara fyrst um sinn hefur eflst eftir því sem frá líður. Sjálfstæðismenn hafa náð vopnum sínum á ný þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og geta nú með góðu móti farið að setja leikreglurnar fyrir komandi kosn- ingar. Nú síðast á mánudag greindi DV frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði hafið vinnu að eigin frum- varpi að breyttri stjórnarskrá. And- staða sjálfstæðismanna við tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er vel þekkt. Flokkurinn vill ekki nýja stjórnarskrá frá grunni og ætl- ar því að leggja fram eigið frumvarp að breytingum. Þingmenn flokksins hafa sagt eðlilegt að málefni stjórn- arskrárinnar séu á forræði Alþingis og stjórnmálaflokka. Undir þetta tekur Birgir Guð- mundsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Akur- eyri. „Sjálfstæðismenn hafa, ólíkt framsóknarmönnum, verið að ná vopnum sínum. Þrátt fyrir lands- dómsmálið, væringar í kringum formanninn og umfjöllun hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að fá vind í seglin og ég held að það endurspeglist bæði í málflutningi þeirra og framgöngu. Þeir hafa meira sjálfstraust en þeir höfðu.“ „Við teljum að flokkurinn ætti ekki að koma nálægt sam- starfi við þá einstaklinga. n Vilja að flokkurinn útiloki samstarf við þá sem vildu ákæra Geir Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Síminn sektaður um 440 milljónir Samkeppniseftirlitið lagði á þriðjudag 440 milljóna króna sekt á fjarskiptafyrirtækið Símann fyrir brot á samkeppnislögum. Stærstur hluti sektarinnar, 390 milljónir, er tilkominn vegna misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. Afgang- urinn af sektinni er vegna rangrar og misvísandi upplýsingagjafar í málinu. Ákvörðun um sektina var tekin í kjölfar rannsóknar á kæru Nova vegna verðlagningar Sím- ans á farsímamarkaði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er á þá leið að Síminn hafi misnotað að- stöðu sína með því að rukka Nova, og önnur símfyrirtæki, um hátt lúkningargjald fyrir símtöl sem enduðu í kerfi Símans. Á stærstum hluta brotatímabilsins var þetta heildsöluverð Símans til keppi- nauta hærra en smásöluverð Sím- ans á símtölum milli viðskiptavina í farsímaþjónustu fyrirtækisins, sem myndu flokkast sem innan- kerfissímtöl. Kjörsókn framar væntingum Góð kjörsókn hefur verið í rafræn- um íbúakosningum í Reykjavík að mati borgarinnar. Á þriðjudags- morgun höfðu 6.500 einstakling- ar greitt atkvæði í kosningunum. Þeim lauk á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Kosið er um 180 mismunandi verkefni í öllum hverfum borgarinnar. Borgin ósk- aði eftir hugmyndum að verk- efnum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í byrjun árs og voru 350 tillögur sem komu þaðan kostn- aðarmetnar af fagteymi á vegum borgarinnar. Auk þessu höfðu hverfaráð borgarinnar tækifæri til að koma að sínum hugmyndum að verkefnum á framfæri. Borgin mun svo leggja 300 milljónir í kostnað við framkvæmd þeirra verkefna sem hafna efst í kosning- unum en um er að ræða smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverk- efni í öllum hverfum. Fjármun- um var skipt á milli hverfa eftir íbúafjölda. Kosningarnar eru þær fyrstu sinnar tegundar hér á Ís- landi. Arctic Trucks innkallar hjól Neytendastofu barst tilkynning frá Yamaha á Íslandi um inn- köllun á Yamaha XV 1300A- mótorhjólum vegna hættu á bruna. Við reglubundna skoðun hjá Yamaha kom í ljós galli í bensínslöngu í hjól- unum sem við sérstakar að- stæður getur valdið því að bensín undir þrýstingi lekur. Á vef Neytendastofu kemur fram að í öryggisskyni hafi Ya- maha því ákveðið að innkalla umrædd hjól og gera á þeim viðeigandi lagfæringar. Skipt verður um bensínslönguna sem og bensínkrana og tengda lögn. Viðgerðin tekur um tvær klukkustundir og er eigendum að kostnaðarlausu. Um er að ræða hjól framleidd frá októ- ber 2008 til ágúst 2011. Hlutað- eigandi hefur þegar verið til- kynnt um innköllunina. Verðbólgan og skuldir heimila eins og „opið sár“ „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn aftur“ Þetta eru slæmar fréttir fyrir ríkis- stjórnina,“ segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur um niðurstöðu þjóðarpúls Gallup. „Þetta sýnir að uppstokkunin og andlitslyftingin um áramótin hefur ekki gert nein krafta- verk fyrir fylgi ríkisstjórnarinnar. Fylgið heldur áfram að dala.“ Birgir segir þetta meðal annars skýrast af því að stjórnin hafi þá ímynd, óháð því hver veruleikinn er, að hún sé ekki að taka á þeim málum sem heitast brenna á fólki. Efnahagsmálin, verðbólgan og skuldir heimilanna eru „eins og opið sár á þjóðarlíkamanum,“ segir Birgir. Hann segir niðurstöðu könnunarinnar sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú kominn fram sem raunverulegur val- kostur og sé að taka til sín mikið fylgi. „Sjálfstæðisflokkurinn er kominn aftur í stjórnmálin sem valkostur með fylgistölur sem ekki hafa sést lengi hjá þeim.“ Að sama skapi segir Birgir athyglisvert að Framsóknarflokknum virðist ekki hafa tekist að festa sig í sessi á þessum óánægjutímum sem raunverulegur valkostur við ríkis- stjórnina. „Framsókn á í einhverjum vandræðum með að taka til sín af óánægju með ríkisstjórnina. Þeim er ekki að takast að ná vopnum sínum.“ Birgir Guðmundsson Sjálfstæðisflokk- urinn er aftur orðinn raunverulegur valkostur fyrir kjósendur eftir hrun. Geta snúið við blaðinu Davíð Þorláks- son, formaður SUS, vill að Sjálf- stæðisflokkurinn útiloki með öllu samstarf við þá þingmenn sem mæltu fyrir ákæru á hendur Geir Haarde. Flokkarnir sem þeir tilheyra eru þó ekki útilokaðir. Mynd: SiGtryGGur Ari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.