Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 42
Í fullri vinnu en ná ekki endum saman 42 Erlent 4.–10. apríl 2012 Páskablað Milljarðamæringur á McDonald‘s n Segist hafa unnið þann stóra í Mega Millions-lottóinu M irlande Wilson, 37 ára bandarísk kona af haítískum uppruna, datt heldur betur í lukkupottinn um helgina. Wilson keypti sér miða í bandaríska Mega Millions-lottóinu í síðustu viku og var hún í hópi þeirra sem fengu fyrsta vinning. Hún fær í sinn hlut ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða tólf og hálfan milljarð króna. Þó svo að flest bendi til þess að Wilson fái vinninginn greiddan eru nokkrir samstarfsfélagar hennar á McDonald‘s ekki sáttir. Þeir halda því fram að starfsmennirnir hafi allir lagt saman í pott og Wilson einungis verið fengin til þess að kaupa miðann þótt hún hafi borgað í honum. Málið hefur ekki verið útkljáð enda var dregið í lottóinu um helgina. Talið er að Bandaríkjamenn hafi eytt 105 milljónum dollara, eða 13,3 milljörðum króna, í lottómiða fyrir útdrátt helgarinnar. Þrír skiptu vinningnum með sér en sigurmiðarnir voru keyptir í Illinois, Kansas og í Maryland þar sem Mirlande Wilson er búsett. Í samtali við The New York Post sagði Mirlande að hún ætlaði sér ekki að deila vinningnum með vinnufélögum sínum á McDonald‘s. „Ég var vissulega í hópi en ég keypti þennan miða sjálf, fyrir mína peninga,“ sagði Mirlande í viðtalinu en hún er sjö barna móðir. Þrátt fyrir allt þetta eru ekki allir sannfærðir um að Mirlande hafi í raun og veru unnið þann stóra. Þannig segir Yohannes Michael, starfsmaður 7-Eleven verslunar þar sem miðinn var keyptur, að upptökur úr öryggismyndavélum bendi til þess að karlmaður hafi keypt vinningsmiðann. T alið er að að minnsta kosti 120 þúsund Frakkar búi á tjaldsvæðum víðs vegar um landið. Melissa Dos Santos, 21 árs, er ein þeirra en hún er aðeins ein af mörgum milljónum Evrópubúa sem ná ekki endum sam- an þrátt fyrir að vera í fullri vinnu. „Ég ólst upp á stað þar sem ég hafði þak yfir höfuðið. Að búa á tjaldsvæði er ekki það sama,“ segir Dos San- tos í samtali við bandaríska blaðið The New York Times. Blaðið fjallaði ítarlega á dögunum um stöðu hinna svokölluðu vinnandi fátæku – fólks sem vinnur fyrir sér en hefur samt ekki efni á helstu nauðsynjum; mat, húsnæði eða fötum. Höfðu ekki efni á afborgun Dos Santos býr í litlu hjólhýsi á tjald- svæði í Bois de Vincennes, skammt norður af París, en á svæðinu býr fólk sem er í svipaðri stöðu og hún. Dos Santos segir að hún hafi átt sér þann draum að eignast litla íbúð sem hún gæti búið í ásamt kærasta sín- um, Jimmy Colin. Sá draumur varð ekki að neinu þegar hún fékk vinnu í verslun á lágmarkslaunum og hann sem götusópari í París. Bæði höfðu þau leitað að störfum sem gæfu betur af sér en vegna ástandsins á frönskum vinnumarkaði gekk það illa. Staðan í öðrum ríkjum evrusvæð- isins er svipuð, ef ekki verri, en í Frakklandi, að því er The New York Times greinir frá. Og staðan mun eingöngu versna, segja sérfræðingar. „Fjöldi hinna vinnandi fátæku mun þenjast út,“ segir Jean-Paul Fitoussi, hagfræði prófessor við L’Institut d’Étu- des Politiques-stofnunina í París. Eft- ir efnahagshrunið 2008 og vandamál evruríkja í kjölfarið hafa fjölmarg- ar Evrópuþjóðir þurft að skera mik- ið niður. Ein afleiðing þessa niður- skurðar er sú að fjölmargir berjast um sömu störfin og aukin eftirspurn fólks eftir vinnu gerir að verkum að vinnu- veitendur geta leyft sér að greiða lág- markslaun – líkt og í tilfelli Dos Santos og Colins. Dos Santos og kærasti hennar fluttu í hjólhýsið því þau höfðu ekki efni á að greiða fyrstu afborgun af íbúðinni. Mannauðsstjóri í húsbíl Bruno Duboscq er 55 ára mannauðsstjóri hjá litlu fyrirtæki í miðborg Parísar. Hann býr í húsbíl á sama stað og Dos Santos og Colin. Hann flutti þangað fyrir þremur árum þegar hann réð ekki við afborganir af íbúð sinni í París. Hann hafði engra annarra kosta völ en að flytja. „Samstarfsfólki mínu varð mjög brugðið þegar það komast að því að ég byggi í húsbíl. Það er orðið mun erfiðara að lifa en áður.“ Hann segir þó að staða hans sé miklu betri en hjá mörgum öðrum, sér í lagi ungu fólki. „Það er mikið af ungu fólki sem býr í bílum sínum hérna á svæðinu. Þetta fólk fær ekki vel borgað og þegar verð á öllu hefur rokið upp verður staðan bara erfiðari.“ Nágranni Duboscq er rafvirki að nafni Jean. Jean vildi aðeins gefa blaðamanni New York Times upp millinafn sitt en hann flutti á svæðið fyrir skemmstu eftir að hann gat ekki staðið við afborganir af stúdíó íbúð sinni í París. „Ekki í mínum villtustu draumum hélt ég að ég myndi enda hér,“ segir hann en hann er atvinnulaus í dag. „Menn á mínum aldri eiga erfitt með að finna starf. Því miður er það raunveruleikinn sem blasir við.“ Á tjaldsvæðinu Jean er 51 árs rafvirki. Hann er einn þeirra sem búa á tjaldsvæðinu í Bois de Vincennes. Hinum vinnandi fátæku fjölgar hratt. n 120 þúsund manns búa á tjaldsvæðum í Frakklandi „Ég ólst upp á stað þar sem ég hafði þak yfir höfuðið. Að búa á tjaldsvæði er ekki það sama. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Erfið staða Talið er að um 120 þúsund Frakkar búi á tjaldsvæðum víðsvegar um landið. Skuldavandi evruríkja hefur slæm áhrif víða. Milljarðar Mirlande Wilson fullyrðir að hún hafi unnið þann stóra um helgina. Samstarfsfélagar hennar á McDonald‘s vilja þó fá sinn hluta af vinningnum. Eignaðist fjögur börn á flótta: Fjölskylda bin Ladens fangelsuð Þrjár ekkjur og tvær elstu dætur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden þurfa að sitja í fangelsi í 45 daga fyrir að hafa haft ólöglegt aðsetur í Pakistan. Hverri og einni þeirra er einnig gert að greiða 10.000 rúpíur, eða um 150.000 krónur, í sekt. Konurnar hafa nú þegar setið inni í mánuð en talið er að þær verði fluttar úr landi eftir tvær vikur. Ekki liggur fyrir hvert þær verða sendar. Konurnar hafa setið í gæslu- varðhaldi pakistönsku lögreglunn- ar alveg síðan sérsveit bandaríska hersins drap hryðjuverkaleiðtog- ann illræmda í maí. Yngsta ekkja bin Ladens greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fætt honum fjögur börn á meðan þau voru í felum eftir árásirnar á Tvíburaturnana. Hún er frá Jemen en hinar tvær ekkj- urnar eru frá Sádi-Arabíu. Almennir borgarar enn í haldi: Skæruliðar slepptu gíslum Kólumbíska skæruliðahreyfingin FARC sleppti aðfaranótt þriðju- dags tíu gíslum en gíslarnir eru úr hópi lögreglumanna og her- manna. Sumir þeirra höfðu verið í upp undir fjórtán ár í haldi skæru- liðanna í frumskógum Kólumbíu. Gíslunum var sleppt nærri borginni Villavicencio fyrir milli- göngu Rauða krossins. Þeir fengu að hitta ástvini en eftir að gíslarnir gengust undir læknisskoðun voru þeir fluttir til höfuðborgarinnar Bogota, þar sem fleiri vandamenn biðu eftir þeim. Einn gíslanna hafði með sér úr prísundinni svokallað „capybara“, sem er nagdýr sem lifir í frum- skógum S-Ameríku. Al Jazeera-fréttastofan hefur greint frá því að FARC haldi einnig almennum borgurum í gíslingu en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Talið er að fjöldi þeirra geti verið frá áttatíu til fleiri hundraða. „Til allra þeirra sem unnu að frelsun gíslanna, takk fyrir. Við bjóðum þeim tíu frelsuðu vel- komin en þau eru fórnarlömb um- burðarleysis og grimmdar skæru- liðanna,“ sagði forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos. Santos segir jafnframt að skæruliðar verði að gera betur til þess að hægt verði að hefja við þá friðarsamninga. FARC hefur barist gegn stjórn- völdum í Kólumbíu í yfir fimm áratugi. Síðustu ár hefur dreg- ið mjög úr baráttu skæruliða en starfsemin einkennist aðallega af mannránum og fíkniefnasölu. Að minnsta kosti 39 meðlimir FARC voru drepnir í mars í fyrra í bardaga við kólumbíska hermenn. Í nóvember í fyrra var svo leiðtogi FARC, Alfonso Cano, 63 ára, drep- inn af kólumbískum hermönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.