Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 44
44 Erlent 4.–10. apríl 2012 Páskablað Forðast Ólympíuleikana n Bretar bóka sumarfríið í kringum Ólympíuleikana í Lundúnum F jölmargir Bretar virðast ætla að yfirgefa landið meðan á Ól­ ympíuleikunum í Lundúnum stendur í sumar. Samkvæmt umfjöllun breska blaðsins The Daily Mail hefur um þriðjungur Breta á vinnumarkaði, eða um tíu milljónir manna, bókað sumarfríið sitt með­ an leikarnir standa yfir í sumar, en þeir hefjast 27. júlí og lýkur 12. ágúst. Gríðarlegur fjöldi aðkomufólks mun koma til Bretlands meðan á leikunum stendur en um er að ræða langstærsta íþróttaviðburð ársins. Talið er að um fimm hundruð þús­ und manns komi til borgarinnar vegna leikanna. Í könnun sem fyrir­ tækið Travelx framkvæmdi fyrir skemmstu kemur fram að tveir af hverjum þremur sem ætla út fyrir landsteinana hafi nefnt Evrópu sem áfangastað sinn, en flestir virð­ ast ætla að fara til Spánar. Og þegar spurt var af hverju viðkomandi ætl­ aði til útlanda svöruðu flestir því að það væri til að forðast mannmergð­ ina sem fylgir Ólympíuleikunum. Áætlað er að um fjórar milljónir Breta muni yfirgefa landið dagana 21. júlí til 26. júlí. Þeir sem búa í Lundúnum eða í nágrenni við borgina eru líklegastir til að verða erlendis meðan á leikun­ um stendur en þeir sem búa í Norð­ ur­Írlandi eða í Wales voru ólíklegri en aðrir íbúar Bretlandseyja til að halda utan. Þó svo að enn séu tæpir fjórir mánuðir í að leikarnir hefjist er nóg að gera hjá breskum ferða­ skrifstofum. „Við merkjum meiri ásókn í utanlandsferðir en áður. Flestir virðast vilja fara til útlanda meðan á leikunum stendur og sum­ ir vilja fara eins langt og þeir geta, til dæmis til Taílands eða Víetnam,“ segir Bridget Keevil, framkvæmda­ stjóri Travel Stop, í samtali við The Daily Mail. H ollensk hjón sem starfa fyrir sendiráð Hollands í Hong Kong hafa verið gagn­ rýnd harðlega eftir að þau settu ættleidda dóttur sína í hendur félagsmálayfirvalda Hong Kong. Hjónin ættleiddu stúlkuna, Jade, frá Suður­Kóreu árið 2004. Stúlkan var einungis fjögurra mán­ aða þegar þau fengu hana í hend­ urnar og frá Suður­Kóreu héldu þau til Hong Kong þar sem stúlkan var alin upp. Í desember síðastliðnum greindu kínverskir fjölmiðlar frá því að hjónin hefðu gefist upp á að ala stúlkuna upp – rúmum sjö árum eft­ ir að þau ættleiddu hana. Málið hef­ ur vakið talsverða athygli í Hollandi og víðar og vakið upp fjölmargar siðferðislegar spurningar. Með persónuleikaröskun Faðir stúlkunnar heitir Raymond Poeteray og eftir að málið komst í hámæli í kínverskum fjölmiðlum fóru fjölmiðlar í Hollandi að sýna málinu áhuga. Í grein sem Poeteray skrifaði í hollenska blaðið De Tele­ graaf þann 13. desember síðastlið­ inn reyndi hann að útskýra málið. Í greininni segir hann að stúlkan hafi átt í miklum erfiðleikum með að að­ lagast fjölskyldunni. Hún hafi verið greind með persónuleikaröskun og átt í erfiðleikum með að tengjast for­ eldrum sínum tilfinningaböndum. Bandaríska tímaritið Time fjallaði um málið á dögunum og þar var meðal annars rætt við Rene Hoks­ bergen, sérfræðing við Utrecht­há­ skóla, sem sagði að einkennin sem Poeteray lýsti í grein sinni væru raunar þekkt meðal ættleiddra barna. Poeteray sagði í grein sinni að þau hjónin hefðu sent stúlkuna til sérfræðinga, en hegðun hennar hefði ekkert breyst. „Eftir ráðlegg­ ingar frá sérfræðingum varð niður­ staðan sú að það væri henni fyrir bestu að hún fengi nýtt heimili,“ sagði Poeteray. Yfirklór, segir prófessor Time ræddi við talsmann sendiráðs Suður­Kóreu í Hong Kong sem sagði að stúlkan hefði ekki getað aðlagast hollenskum siðum og venjum sem foreldrarnir tíðkuðu þrátt fyrir að búa í Hong Kong. Sérfræðingar sem Time ræddi við telja þó að um yfirklór sé að ræða. „Tilfinning mín er sú að þetta sé afsökun,“ segir Law Chi­kwong, aðstoðarprófessor í félagsfræði við Hong Kong­háskóla. Hann segir að einkennin sem Poeteray lýsir í grein sinni eigi ekki við börn sem ættleidd eru þegar þau eru einungis nokkurra mánaða gömul, eins og í tilfelli Jade. „Þetta gerist bara þegar börn eru ætt­ leidd þegar þau eru fimm eða sex ára. Þetta gerist ekki með barn sem hefur verið inni á sama heimilinu í nokkur ár,“ segir hann og á þar við persónu­ leikaraskanir ættleiddra barna. Komin í fóstur Kínverska dagblaðið The So­ uth China Morning Post fjallaði einnig um málið fyrir skemmstu og ræddi við barnfóstru sem starf­ aði á heimili hjónanna. Hún segir að foreldrar hennar hafi í rauninni lítið viljað með hana hafa. „Hún var sjaldan í fangi móður sinnar. Mér fannst líka skrýtið hversu þög­ ul hún var ávallt.“ Í samtali við hol­ lenska fjölmiðla segir önnur barn­ fóstra að hjónin hafi aldrei komið fram við stúlkuna sem sína eigin dóttur. Eins og gefur að skilja er ólöglegt að yfirgefa ættleidd börn í Hong Kong en ef aðstæður eru þannig að foreldrar séu ófærir um að sjá um börn sín má setja þau í hendurnar á félagsmálayfirvöld­ um líkt og Poeteray og eiginkona hans gerðu. Stúlkan er nú komin til enskumælandi fósturfjölskyldu og komin í skóla í Hong Kong. „Hún er hamingjusöm og virðist vera ósköp venjuleg ung stúlka,“ segir Fernando Cheung, lögfræð­ ingur sem kemur að málinu fyr­ ir félagsmálaráðuneytið í Hong Kong. Hann segir að nú sé unnið að því að finna varanlegt heimili fyrir stúlkuna. Ættleiddu stúlku en skiluðu henni n Stúlkan glímdi við persónuleikaröskun n Yfirklór, segja sérfræðingar Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Skiluðu stúlkunni Raymond Poeteray og eiginkona hans, Meta, skiluðu stúlk- unni sjö árum eftir að þau ættleiddu hana. Dóttirin Jade er nú komin í hendurnar á fósturfjölskyldu á meðan unnið er að því að finna henni varanlegt heimili. Yfirgefa landið Fjölmargir Bretar vilja forðast mannmergðina sem fylgir Ólympíuleik- unum. Margir hafa bókað utanlandsferð meðan á leikunum stendur. MYnD ReuteRS „Hún var sjaldan í fangi móður sinnar Áhyggjufullir lögregluþjónar: Rúða brotin vegna bangsa Tveir lögregluþjónar í Mansfield á Englandi tóku enga áhættu á dögunum þegar þeir fengu tilkynningu um að hundur væri nær dauða en lífi í bifreið sem lagt var í bílastæði í borginni. Vegfarendur töldu að hundurinn væri við það að ofhitna en engir gluggar voru opnir og auk þess skein sólin í gegnum rúðurnar. Lögreglumennirnir gerðu því það eina rétta í stöðunni þegar þeir brutu rúðu í bílnum og teygðu sig í hvutta. Þeir urðu þó heldur hvumsa þegar þeir komust að því að hundurinn var í raun bangsi. Eigandinn, Gordon Williams, segir í samtali við breska fjöl­ miðla að hann hafi verið undr­ andi þegar hann kom að bifreið­ inni en lögregluþjónarnir skildu eftir miða sem á stóð: „Brutum rúðuna. Höfðum áhyggjur af vel­ ferð dýrs í aftursætinu.“ Lögreglan í Mansfield hefur nú ákveðið að bæta tjónið sem varð á bifreiðinni. „Þeim hefur líklega liðið eins og hálfgerðum kjánum eftir þetta,“ segir hann. Notuðu iPhone við björgun Björgunarsveitarmenn í borginni Mengzi í Kína notuðu iPhone til að bjarga ungum dreng sem féll ofan í brunn skammt frá heimili sínu. Björgunarsveitir voru kallaðar út þegar grátur drengsins heyrðust frá botni brunnsins og gengu björgunaraðgerðir frekar hægt. Sérstökum búnaði var slakað niður í brunninn en drengurinn átti í erfiðleikum með að ná góðu taki. Þá brá einn á það ráð að setja iPhone­ símann sinn á upptöku og slaka honum niður í brunninn. Með því móti sáu björgunarsveitarmenn líkamsstöðu drengsins betur og tókst að lokum að koma björgunarbúnaðinum utan um hann. Drengurinn var svo hífður upp úr brunninum. Hann var mjög skelkaður eftir veruna í brunninum en að öðru leyti við ágæta heilsu. Kengúra olli usla Kengúra olli talsverðu fjaðra­ foki á götum þýska bæjarins Rotenburg á dögunum þegar hún slapp úr sirkus sem komið hafði við í bænum. Kengúran hoppaði og skoppaði á milli bifreiða og olli einhverju eigna­ tjóni. Lögregla greip meðal annars til þess ráðs að loka götum á meðan reynt var að ná kengúrunni. „Við náðum að umkringja hana og vorum við það að ná henni þegar hún stökk yfir tálmana sem við sett­ um upp,“ segir lögregluþjónn. Dýraeftirlitsmönnum í sam­ starfi við starfsmenn sirkuss­ ins tókst þó að ná kengúrunni. Hún er komin aftur í búrið sitt og unir hag sínum vel, að sögn starfsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.