Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 47
Dómstóll götunnar Húsfélag Völu Matt græddi 700 þúsund Tískuhönnuðir eru lummó Tek einn dag í einu Maríanna Friðjónsdóttir. – DVJón Gnarr, borgarstjóri á RFF. – DVMagnús Sigurbjörnsson vann Mottumars. – DV Krónutollur á pollagalla og allt hitt „Nei, ég slapp alveg við það.“ Lára Jóhannsdóttir 16 ára nemi „Nei, ég var algjörlega laus við það.“ Björn Ármann Júlíusson 23 ára háskólanemi „Nei, ég passa mig alltaf.“ Unnþór Jónsson 25 ára laganemi „Nei, ég var ekkert plötuð.“ Sara Sif Skúladóttir 13 ára nemi „Nei, ég var bara heima að horfa á mynd og var ekki plötuð.“ Snæfríður Ebba Ásgeirsdóttir 13 ára nemi Hljópst þú apríl? Fólkið í teygjugöllunum S íðustu ár hefur sífellt fjölgað fólki sem hleypur um, klætt í teygjubuxur. Núorðið skiptir ekki máli hvert er litið. Joggandi teygjubuxnafólk með dúandi hold ber við augu hvert sem litið er. Nýlega sást meira að segja teygjubuxi á kaffihúsi. Hann keypti reyndar ekki neitt. Tilgangur teygjubuxnanna er mörgum ráðgáta. Helsta sérkenni buxnanna er að þær undirstrika fínustu blæbrigði allra líkamshluta þeirra, þar sem þær herpast um lend- arnar og lærin. Kannski er til- gangurinn að eggja aðra? Önnur skýring er senni- legri. Teygjubuxunum fylgir oft teygjubolur. Fötin eru straumlínulöguð, að því er virðist til að tryggja að fólkið kljúfi loftið með lágmarksmót- stöðu þar sem það ferðast eftir malbikuðum gangstígum. En allir vita að það er enginn asi á fólkinu í teygjubuxunum. Það sprettur ekki, heldur joggar seigfljótandi í hægðum sínum, oft ótrúlegustu vegalengdir. Ekkert bendir til þess að til- gangurinn sé að ná sem mest- um hraða. Ef það vill létta sér lífið og takmarka erfiðið væri ef til vill skynsamlegra af því að ganga? Eða hlaupa styttra? Eða keyra? Nei, það er nefnilega ekki hug- myndin að auðvelda sér ferð- ir. Það er líka vitað að þetta hleypur gjarnan til að brenna hitaeiningum, eftir að það hefur borðað of mikið. Sumt hleypur til að auka þolið til að geta hlaupið meira. En að öllu þessu athuguðu er ennþá ráðgáta hvers vegna fólkið í teygjubuxunum ætti að gera sig straumlínulagað til að kljúfa loftið og lágmarka erf- iðið. Það hleypur einmitt til að gera ferðir sínar erfiðari. Þess fyrir utan væri engin skiljanleg ástæða til að kljúfa loftið þegar fólkið í teygjubuxunum hleyp- ur á staðnum, á hlaupabretti í World Class. Kannski er fólkið í teygju- buxum vegna þess að þær anda svo vel og eru svo þægi- legar. En hvers vegna er fólkið þá bara í teygjugöllunum þeg- ar það hleypur? Af hverju ekki að fara í teygjubuxum í vinn- una, og í bíó og messu? Hvers vegna bara að vera í þægilegu buxunum sínum þegar maður hleypur á göngustígum með- fram umferðargötum, en ekki í Bónus og Kringlunni og á kaffihúsi? Það er engin ástæða til að sleppa því að vera í þægi- legum fötum sem anda vel, kljúfa loftið og eru eggjandi í ofanálag. Svarthöfði I nnkaupalisti fyrir helgina. Pollagalli í stærð 92, kuldagalli í stærð 130, af- mælisgjöf fyrir sex ára, sokkabuxur stærð L, 5 pör svartir herrasokkar, stærð 42. Matur fyrir vikuna og páska- egg. Mér finnst gaman að versla, það má klína því á kyn mitt, aldur, skóstærð eða hvað sem er, mér er nokk sama. Mér finnst gaman að skoða fallegar vörur og kaupa góðan mat ofan í fólk- ið mitt. Ég veit, ég er ekki ein. Síðustu árin hafa laun- in mín hækkað í krónutölu svo ég ætti að vera kampa- kát út í búð að versla í hvert sinn sem ég fæ tækifæri til, en því miður hafa launin mín í raun lækkað. Frá upp- hafi hefur hver króna tapað verðgildi sínu árlega og krónan er nú miklu minna virði en hún var fyrir nokkr- um árum. Krónulaunin mín hafa þannig lækkað í virði en ekki hækkað þó upphæðin á launaseðlinum sýni annað. Það sem eitt sinn var ágætis helgarsport – að kaupa inn nauðsynjar er nú orðið einskonar leikhús fá- ránleikans, verðið hækkar og hækkar og launin mín verða alltaf minna og minna virði. Í hvert sinn sem ég stend við kassann í Krónunni og bíð eftir síðasta pípinu í verð skannanum og þess að afgreiðslumaðurinn beri upp óumflýjanlegan úrskurð, fæ ég sting í magann. 25.490 krónur, gjörðu svo vel. Fjórir plastpokar, skorið við nögl. Matur hefur hækkað um 30% á síðustu fjórum árum, á sama tíma hækkaði hann að- eins um 6% á evrusvæðinu. Þegar ég stíg inní fata- verslun og lít á verðmiðann líður mér eins og einhver grínisti hafi fengið verð- merkingabyssuna og sitji nú skellihlæjandi út í horni á meðan við borgum fárán- lega háa upphæði án þess að hafa nokkuð um það að segja. Útivistargalli á barn 16.590, pollagalli á smábarn 9.900, sokkabuxur 4.950. En því miður datt þetta verð ekki af himnum ofan, verð á fatnaði og skóm er um 31% hærra í dag en fyrir fjórum árum en föt hafa hins vegar lækkað um 8% í verði í evru- ríkjunum. Svo má lengi halda áfram. Munurinn á þeim sem búa við evru og okkur er að gjald- miðillinn þeirra var ekki gengisfelldur líkt og hér og íbúar evruríkjanna eru þannig með laun sem hafa ekki misst virði eins og okkar krónulaun. Húsnæðislánin á Íslandi kosta okkur í flestum til- fellum mörgum milljónum meira en það kostar þá sem taka lán að sömu upphæð á evrusvæðinu. Verðtryggð króna, króna í gjaldeyris- höftum, króna í frjálsu falli, verðlaus króna, króna sem engir aðrir en Íslending- ar vilja eiga viðskipti með. Krónan sem við borgum sér- stakan krónutoll fyrir í hvert sinn sem einhver sveifl- ar kortinu okkar í gegnum kortavélina, um 30% tollur út í bláinn, til einskis. Ég tók saman innkaupa- listann frá síðustu helgi og bar saman hvað ég borg- aði í Krónunni og hvað ég hefði borgað í evruríki, niðurstaðan er vægast sagt grátleg eins og sést á með- fylgjandi töflu.Ef ég væri í evruríki hefði ég átt auka 15.000 krónur í veskinu eftir helgina, en þær fóru í krónu- tollinn. Hvað borgaðir þú margar krónur aukalega síð- ustu helgi? Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið gefst þeim tækifæri til að taka upp evruna og bæta kjörin fyrir neytendur á Íslandi svo um munar. Það er mikilvægt að tryggður verði góður samn- ingur á öllum sviðum. En það er lífsnauðsynlegt fyrir fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu að evran verði sem fyrst nýr gjaldmiðill Íslend- inga, eins og dæmin sýna. Evran er langskynsamlegasti kosturinn í stöðunni, enda eigum við allra mest við- skipti við ríki Evrópusam- bandsins. Tölurnar eru byggðar á samræmdri vísitölu neyslu- verðs sem Hagstofa Íslands tók saman fyrir Já Ísland. Blessuð blíðan Vorið er á næsta leiti og óhætt að segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi fengið smjörþefinn af því á þriðjudag. Þessar dömur nutu að minnsta kosti sólarinnar við Höfða. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 47Páskablað 4.–10. apríl 2012 1 Einar var rekinn úr Hells Angels Einar „Boom“, fyrrverandi forseti samtakanna á Íslandi segist sjálfur hafa hætt. 2 „Það er mjög súrrealískt að horfa á hann“ Bandarískur karl- maður sem slasaðist alvarlega árið 1997 hefur fengið nýtt andlit, tennur, tungu og kjálka í viðamikilli andlitságræðslu. 3 Varð óvænt ófrísk Fjölmiðla-konan Þóra Sigurðardóttir segir frá barneignum í viðtali við DV. 4 Sagði vinkonum sínum leyndarmál – „Ógeðslegt um pabba sinn“ Héraðsdómur Vesturlands dæmdi karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gegn ellefu ára dóttur sinni. 5 Bubbi nefnir ekki bjargvætt sinn Starfsmaður Glitnis ráðlagði Bubba að taka ekki hlutabréfalán. 6 Blóðugur hundur fór í barnavagn í Grafarvogi Tveir stórir hvítir hundar höfðu áður ráðist á kött með þeim afleiðingum að hann drapst. 7 Sýndi ábyrgð en var rekinn Benedikt var sagt upp hjá Íslandspósti í janúar. Mest lesið á DV.is Krónan/evran Ísland Evruríki Pollagalli 9.900 8.269 Kuldagalli 16.590 13.856 Afmælisgjöf 8.000 5.816 Matur 25.490 18.638 Sokkabuxur 4.950 4.136 Sokkar 2.590 1.846 samtals 67.520 52.561 Mismunur: 14.959 kr. UPPhæðir ErU Í krónUM Kjallari Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.