Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 49
„Ég er lukkunnar pamfíll“
Viðtal 49Páskablað 4.–10. apríl 2012
Til samans eig-
um við tólf barna-
börn. Allir með tíu
putta og tíu tær.
Við erum mjög
lánsöm,“ segir hún
brosandi.
Illa við að láta
vorkenna sér
Valgerður segist
þó vissulega hafa
fundið fyrir því eft-
ir öll áföllin, og sér-
staklega eftir að Vil-
mundur dó, að fólk var að pískra sín
á milli þegar það sá hana. Henni
fannst óþægilegt að vita til þess að
fólk vorkenndi henni. „Fyrst eftir
að þetta gerðist voru allir að pæla í
þessu. Maður labbaði kannski inn á
veitingastað og sá að fólk var að tala
sín á milli: æ, hún greyið. Ég held að
það sé með mig eins og flest fólk að
ég vil ekki láta vorkenna mér. Það
hefur mér alltaf fundist vont. Því má
vera illa við mig en ekki vorkenna
mér,“ segir hún.
Valgerður ákvað því á sínum
tíma, þegar til hennar var leitað,
að veita tímaritinu Mann-
lífi, sem þá var nýstofnað,
viðtal. Þetta var fyrsta við-
talið eftir fráfall Vilmundar
og hún segir mikinn létti hafa fylgt
því að opna sig þó hún viti varla enn
hvað varð til þess að hún ákvað að
gera það. „Herdís Þorgeirsdóttir,
sem upp úr því varð mikil vinkona
mín, tók við mig forsíðuviðtal. Þetta
var árið eftir að Vilmundur dó. Ég
veit ekki hvað fékk mig til þess að
fara í viðtalið en ég gerði það. Þar
spurði hún opinskátt út í þetta og
einhver kallaði þetta fífldjarft. Það
losaði mjög um fyrir mig og þetta
var mikill léttir. Þá þurfti fólk ekki
að pæla meira í þessu.“
Mikill Evrópusinni
Frá þessum tíma hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Eftir fráfall Vil-
mundar kynntist Valgerður núver-
andi eiginmanni sínum, Kristófer
Má Kristinssyni. Þau kynntust upp-
haflega í Bandalagi jafnaðarmanna.
Seinna þegar Valgerður var orðin
ekkja kviknaði ástin á milli þeirra.
„Kristófer var í Bandalagi jafnaðar-
manna sem Vilmundur stofnaði.
Hann fór í framboð á Vesturlandi og
var varaþingmaður. Svo var það ‚85
sem það breyttist úr vinskap í eitt-
hvað annað. Við giftum okkur ekki
fyrr en ‚96 en þá höfðum við búið
saman í yfir 10 ár.“
Þau Kristófer voru búsett í Brus-
sel í fimmtán ár. Þar af vann hún
fyrir EFTA í átta ár. Hún hefur mik-
inn áhuga á Evrópumálum og hefur
talað fyrir því að Ísland gangi í Evr-
ópusambandið. „Ég er mikill Evr-
ópusinni og vil gjarnan að við för-
um þangað. Ég er þeirrar skoðunar
að til þess að lítil þjóð eins og Ísland
komist vel af þá þurfum við að gera
það í samvinnu við aðrar þjóðir. Við
þurfum að taka fullan þátt í slíku
samstarfi,“ segir hún ákveðin.
Á besta bróður
í heimi
Bróðir Valgerðar
er þingmaðurinn
fyrrverandi Björn
Bjarnason sem
margoft hefur lýst
yfir vandlætingu
sinni á Evrópusam-
bandinu. Hvernig
eru samskipti systk-
inanna, er mikið rif-
ist um Evrópusam-
bandið? „Nei, alls
ekki,“ segir hún
hlæjandi. „Ég hef
nú sagt það áður
að ég á besta
bróður í heimi en
við erum ósam-
mála í pólitík
en svo eru aðr-
ir hlutir sem við
erum sammála
um. Það er nú
ekkert verið að
ræða stjórnmál
neitt sérstaklega
í fjölskylduboð-
um. Við erum
ekki alltaf sam-
mála og auðvi-
tað höfum við
vit á því þegar við hitt-
umst að vera ekki að
rífast um það. Svo er
það nú þannig að ég
er komin yfir sextugt
og er nú kannski ekk-
ert alltaf með bróður
mínum. Við erum ekk-
ert að borða hjá hvort
öðru alla sunnudaga,“
segir hún í gamansöm-
um tón.
Lyfjafræðingar
vildu viðskipta-
fræðinginn burt
Þegar Valgerður flutti
heim frá Brussel fékk
hún vinnu hjá Land-
spítalanum. „Það var
þannig að ég var búin
að vera öll þessi ár í út-
löndum. Ég kom heim
og sá þessa auglýsingu
þar sem var auglýst eft-
ir framkvæmdastjóra
Sjúkrahúsapóteks-
ins en ég hafði þá ekki
hugmynd um hvað það
væri. Ég fékk starfið en það vakti
ekki mikla kátínu hjá lyfjafræðing-
um sem kærðu sig ekki um að við-
skiptafræðingur sinnti starfinu. Það
var svolítil barátta. Ég átti mjög gott
samstarf við þá sem unnu með mér
en Lyfjafræðingafélagið og fleiri
voru á því að koma þessum við-
skiptafræðingi burt. Það tókst að
lokum að koma mér í burtu. Það
var stofnað lyfjasvið og ég var sett
yfir það, en það mátti ekki heldur.
Þá var ég gerð að forstöðumanni
yfir innkaupasviði Landspítalans,“
segir Valgerður sem gegndi starfinu
þar til hún fór á þing 2009. Hún er
í fjögurra ára fríi frá starfinu, nokk-
uð sem starfsmenn hins opinbera
eiga rétt á, og hún getur því snúið
til baka á Landspítalann að fjórum
árum liðnum, kjósi hún það.
Erfitt að fá vinnu eftir sextugt
Það er hins vegar ekki á áætluninni
að snúa aftur á spítalann. Hún kann
nefnilega vel við sig á þingi og vill
komast aftur á þing í næstu kosn-
ingum. „Ég ætla allavega að sækj-
ast eftir því, við sjáum bara hvern-
ig það fer,“ segir hún. „Þetta er samt
mitt öryggisnet og það er gott að
vita af því að ég er með vinnu ef ég
kemst ekki aftur inn. Ég veit hvað
það er erfitt að fá vinnu þegar mað-
ur er kominn yfir sextugt,“ segir Val-
gerður en hún þekkir það í gegn-
um eiginmann sinn að það er ekki
auðvelt að vera á vinnumarkaðnum
eftir sextugt. „Ég segi bara eins og
Valgeir Guðjónsson sagði í viðtali:
Það er ekki auðvelt að vera sextug-
ur og reyna að fá vinnu,“ segir hún
og á við viðtal sem birtist við Val-
geir í DV í janúar. Kristófer er kenn-
ari en hefur ekki starfað sem slíkur
í lengri tíma. Þegar hjónin fluttu
heim frá Brussel fór hann í Háskóla
Íslands. Þegar hann útskrifaðist var
hins vegar ekki um auðugan garð
að gresja í atvinnumálum. Hann
hefur verið að kenna í Ferðamála-
skólanum í kvöldkennslu, svo hefur
hann verið leiðsögumaður og tekur
nokkrar svona hringferðir á sumr-
in. Hann ætlaði kannski að fara að
kenna aftur en fékk þá enga vinnu.
Kjarasamningar kennara eru þann-
ig að ef þú ert kominn yfir sextugt
þá hafa þeir svo litla kennsluskyldu.
Það er svo dýrt að fá þannig starfs-
kraft inn þannig að það er frekar
ráðinn einhver yngri. Þetta er auð-
vitað góður samningur fyrir þá sem
hafa kennt lengi en ekki fyrir þá sem
reyna að koma inn aftur.“
Gaman að vera ráðherra
Aftur yfir í stjórnmálin sem eiga
hug hennar allan. Langar hana að
feta í fótspor föður síns og spreyta
sig á ráðherraembætti komi það til
greina? „Ég þykist viss um að það er
gaman að vera ráðherra. Ég myndi
ekki vilja vera ráðherra bara til þess
að vera ráðherra heldur til þess að
koma því að sem þú vilt og þarft að
koma að. Sem ráðherra ertu í betri
stöðu til þess að koma hlutum að
heldur en ef þú ert þingmaður. En
mér finnst líka skipta miklu máli
að það breytist og að þingið hækki
í sessi og verði meira mótvægi við
framkvæmdavaldið.“
Hún hefur beitt sér fyrir auknu
vægi þingsins sjálfs. „Ég hef til dæm-
is á hverju þingi sem ég hef setið lagt
fram frumvarp um það að ráðherrar
verði að segja af sér þingmennsku
ef þeir verða ráðherrar, eða réttara
sagt að þeir fái að taka sér leyfi. Það
er ekki hægt að neyða þá til að segja
af sér ef það er ekki í stjórnarskrá en
þeir sem vildu gætu tekið sér leyfi.
Eins og þetta er í dag þá geta þeir sagt
af sér þingmennsku, en ef eitthvað
gerist, til dæmis ef það verða breyt-
ingar á stjórnarsamstarfinu þá eru
þeir ekki með neitt starf lengur.“
„Maður lítur
bara á björtu
hliðarnar á lífinu
og heldur áfram
„Viðhorf þeirra til
valdsins er „krítík“-
laust. Þeir telja það vera
sitt og engra annarra.
Litla fjölskyldan Valgerður og Vilmundur með frum-burðinn Benedikt.
Öll fjölskyldan Þessi mynd er tekin þegar Val-
gerður og Kristófer giftu sig árið 1996. Hér e
ru þau
með börnum og barnabörnum þeirra begg
ja.
Hjónin Valgerður og Kristófer saman á ferðalagi í kringum aldamótin.
Systkinin Guðrún og Baldur Hrafn eru þau börn V
algerðar og Vilmundar sem lifðu.