Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 52
52 Viðtal 4.–10. apríl 2012 Páskablað S unnudagsmorgunn. Vor í lofti. Kirkjuklukkur Landa- kotskirkju boða fólk til messu; hljómurinn berst um miðbæinn þar sem fáir eru á ferli. „Skýjahöllin“ stendur utan á grá- máluðu húsi í fúnkísstíl þar sem lög- mannstofan Vík er til húsa en Her- dís er einn af eigendum stofunnar. Ég banka og í því heyri ég að kallað er á mig utan af götunni. Forseta- frambjóðandinn kemur gangandi hröðum skrefum. Hún er glæsileg og glaðleg og heilsar hlýlega. Við setjumst inn á skrifstofuna hennar þar sem eina myndin á veggnum er lítil ljósmynd af manni sem mannréttindasamtök reyna að leysa úr haldi úti í hinum stóra heimi. Mannréttindi eru eitthvað sem Herdís leggur áherslu á. Hún býður upp á te. Eldrautt te í skjannahvítri krús. Tveimur dögum fyrr hafði dr. Her- dís Þorgeirsdóttir boðað til blaða- mannfundar þar sem hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Ís- lands. Tveir dagar og viðbrögðin eru sterk. Fjölmargir hafa haft samband við hana og sýnt henni stuðning. Slíkt skiptir máli. Það skiptir máli að finna meðbyr. Mótbyr er líka eitt- hvað sem búast má við í baráttu. Efling mannréttinda og lýðræðis „Í kjölfar þess að íslenska fjármála- kerfið hrundi haustið 2008 átti sér stað vitundarvakning um ábyrgð og hlutverk hins almenna borgara að stuðla að framgangi lýðræðis- ins. Það kviknaði von hjá mörgum um gagngerar breytingar. Umdeild ákvörðun sitjandi forseta um að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið hef- ur slegið á þær væntingar og varð til þess að ég fékk mikla hvatningu um að bjóða mig fram til embættis for- seta Íslands. Þeir sem kölluðu eftir því að ég gæfi kost á mér í framboð til emb- ættis forseta Íslands eiga það sam- merkt að deila hugsjónum mínum um virkara lýðræði og aukin mann- réttindi. Í rannsóknum mínum hef ég fjallað um þá hættu sem lýðræði og mannréttindum stafa af nán- um tengslum stjórnmála, peninga- afla og fjölmiðla. Ég hef gagnrýnt þöggun og ótta við valdhafa sem kæfa nauðsynlega umræðu í sam- félaginu og halda því í fjötrum sér- hagsmunagæslu. Hugsjónir mínar og áherslur á eflingu mannréttinda og lýðræðis ásamt almennum bakgrunni, menntun, störfum og ekki síst reynslu á alþjóðavettvangi og lífs- reynslu eru að mati þeirra sem styðja mig og hvetja forsenda þess að ég eigi erindi inn á þennan vett- vang og ég er þess fullviss að ég geti orðið þjóðinni að liði.“ Kostnaður við framboð Herdís bendir á að því hafi ver- ið haldið fram að nánast ómögu- legt sé að fara gegn sitjandi forseta. „Teflt er fram ýmsum fælingar- ástæðum, þar á meðal óheyrilegum kostnaði. Fáum sé því kleift að bjóða sig fram – nema með stuðningi fjár- sterkra aðila. Í upphafi framboðs er ég með mínum nánasta stuðnings- hópi nokkuð ein; ég hef ekki leitað á náðir fjársterkra aðila enda bygg- ist framboðið á því að hver maður sé jafnborinn til virðingar og rétt- inda til að gefa kost á sér og taka þátt í stjórn landsins af því að völdin eiga að koma frá fólkinu og vera í þágu þess. Framboðið verður rekið með lágmarkskostnaði. Við höfum opnað bankareikning í Landsbanka Íslands fyrir þá sem vilja leggja framboð- inu lið. Mér finnst að allt sé til vinn- andi til að gefa kjósendum kost á að fylkja sér að baki þeim hugmyndum sem framboð mitt byggist á. Í fram- boði mínu felst ákveðin tilraun fyrir lýðræðið, að láta á það reyna hvort fólkið í landinu – vilji það styðja mig til embættis forseta Íslands – sé máttugra en fjármálaöflin sem hafa skekkt grundvöll lýðræðisins.“ Tali í þágu þjóðarinnar Þegar Herdís er spurð hvaða augum hún líti forsetaembættið segir hún: „Embætti forseta Íslands gerir kröfu um að það skipi hæfur einstaklingur, helst hæfileikaríkur eins og Ólafur Jóhannesson orðar það í riti sínu um stjórnskipun Íslands. Ég myndi vilja bæta við hæfileikríkur hugsjóna- maður. Forseti Íslands kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar út á við og krefst það ákveðinnar færni og fram- komu. Forseti Íslands sækir umboð sitt til þjóðarinnar og því er hann sameiningartákn hennar. Á tímum sundrungar og óvissu þar sem farg hvílir á fólki sem er með áhyggjur af fjármálum og fram- tíð er mikilvægt að forseti sé samein- ingartákn í þeim skilningi að hann í málflutningi sínum og framferði öllu auki á samkennd. Forseti á eins og forystumenn í frumbyggjasam- félögum, sem hófu sjálfir að sópa torgið ef þeir vildu að það yrði gert hreint, að ganga á undan með góðu fordæmi. Virðing fyrir mannréttind- um felur einnig í sér virðingu fyrir landi og náttúru; áherslu á nægju- semi og lífshætti sem eru umhverfis- vænir. Forsetinn er fulltrúi vinnandi fólks og þeirra sem eru áhyggjum og þunga hlaðnir. Hann verður að sýna skilning á kjörum þeirra og tala fyrir efnahagslegum og félags- legum mannréttindum. Forsetinn á að hvetja til listrænnar sköpunar, frjórrar hugsunar, akademísks frels- is í háskólasamfélaginu og lýðræð- islegrar umræðu á opinberum vett- vangi. Forsetinn verður einnig að hafa skilning á atvinnulífinu, einka- framtaki sem frumkvöðlastarfi og mikilvægi þess að fyrirtæki og at- vinnuvegir gangi vel. Kjör og líð- an almennings eiga að skipta hann hjartans máli. Forseti sem liti á það sem hlutverk sitt að vera „silkihúfa“ eða „veislustjóri á Bessastöðum“ er óþarfur. Forseti á að nota áhrifavald sitt til að tala í þágu þjóðarinnar.“ Herdís segir jafnframt að for- seti sé pólítískur í þeim skilningi að hann láti sig þessi mál varða en hann tjái sig ekki beint um lagasetn- ingu í mótun. „Hann er ekki fulltrúi sérhagsmuna eða einstakra hópa í samfélaginu. Forseti sem beitir sér í þágu mannréttinda er að beita sér fyrir grundvallarréttindum en öll lagasetning verður að vera samrým- anleg þeim. Sé forseti í aðstöðu til þess á hann að reyna að sætta ólík sjón- armið; þjappa þjóðinni saman í að ná áttum og tökum á tilverunni eft- ir hamfarir hrunsins, sem ekki sér fyrir endann á, og móta framtíðina á grundvelli gamalla, góðra gilda og hugsjóna sem byggja á jafnræði, réttlæti og friði.“ Bakgrunnur frambjóðandans Herdís Þorgerisdóttir fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1954. Faðir hennar, Þorgeir Þorsteinsson, fyrr- verandi sýslumaður og lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, var sonur Þorsteins Jónssonar, kaup- félagsstjóra Kaupfélags Héraðsbúa, og Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf. „Faðir minn fæddist á Reyðarfirði en var ungur sendur í Menntaskól- ann á Akureyri og þaðan fór hann til Reykjavíkur í nám við lagadeild Háskóla Íslands. Móðir mín, Herdís Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík, hún varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands og vann síðan á skrifstofu föður síns, Tryggva Ófeigssonar út- gerðarmanns, í Júpíter og Mars við Aðalstræti 4. Móðuramma mín, sem ég er skírð í höfuðið á, hét Herdís Ásgeirsdóttir og var fædd á Vestur- götu 32 í Reykjavík. Ég á þrjú yngri systkini; Þorstein, sem er hagfræð- ingur, Sigríði, sem er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Ófeig Tryggva sem er læknir. Þá á ég hálfsystur, Kötlu Margréti, sem er leikkona, sem fæddist eftir að for- eldrar mínir skildu. Að mér standa tvær sterkar stoð- ir; föðurfjölskyldan er ættuð frá Eg- ilsstöðum en langafi minn, Jón Bergsson, reisti Egilsstaðabýlið fyrir aldamótin 1900 og þar búa afkom- endur enn og móðurfjölskyldan hér í Reykjavík.“ Mót tveggja menningarheima Herdís bjó í Reykjavík fyrstu árin en síðan flutti fjölskyldan vegna starfa föður hennar í Grænás á Keflavíkurflugvelli og gekk hún í barnaskóla í Njarðvíkum. „Minningar mínar úr bernsku suður með sjó eru góðar og innst inni tel ég rætur mínar vera þar þótt við höfum ekki búið þar lengur en í sex ár. Það má segja að árin þarna hafi verið á mótum tveggja menn- ingarheima; hins íslenska samfélags eftirstríðsáranna og bandarískra áhrifa herliðsins á Keflavíkurflug- velli þar sem „þrýstiloftsflugvélar“ tóku á loft og gaddavírsgirðing um- lukti svæðið sem þótti fullt af spenn- andi tækifærum, hamborgaralykt á flugvallarhótelinu og forboðið sæl- gæti í sjálfssölum á vellinum. Við krakkarnir máttum ekki fara „upp á völl“ eins og það hét en við stál- umst til að kaupa amerískt tyggjó og súkku laðisstykki.“ Herdís segir að þótt foreldrar hennar hafi skilið hafi alltaf ver- ið einstaklega gott samband á milli þeirra og fjölskyldna beggja megin. „Afar mínir voru miklir vinir. Móðir mín er 84 ára og hún er mikil ætt- móðir og tekur utan um alla; líka í föðurfjölskyldunni. Við höfum kom- ið þeim sið á undanfarin ár að hitt- ast einu sinni í viku og borða saman, oftast heima hjá mér á Hávallagötu með mömmu, pabba, systkinum, mökum þeirra og börnum.“ Í blaðamennsku Herdís segist alltaf hafa haft áhuga á sögu, umheiminum, fólki og örlög- um þess í nútíð og fortíð. Hún sagði oft sögur sem krakki, var með mikið ímyndunarafl og hafði þörf fyrir að tjá sig. „Ég var í máladeild Menntaskól- ans við Hamrahlíð og fór eftir stúd- entspróf til Frakklands. Þar var ég við háskólanám í einn vetur og sam- ferða mér þar var Kristín Ingólfsdótt- ir, núverandi rektor Háskóla Íslands, og höfðum við góðan félagsskap af hvor annarri þennan vetur fjarri fjöl- skyldu okkar og heimahögum. Ég vann sem flugfreyja hjá Loftleiðum í tvö sumur með námi. Það var ævin- týralegt starf þar sem tækifæri gáfust til að heimsækja stórborgir eins og New York og Chicago og þar kynntist ég skemmtilegu og góðu fólki. Eftir veturinn í Frakklandi vann ég í nokkra mánuði við afgreiðslu- störf í verslun í Reykjavík en hélt síð- an í nám í blaðamennsku í London. Hún var ekki merkileg sú mennta- stofnun þar sem ég stundaði nám- ið en hafði það sér til ágætis að vera staðsett á þeirri frægu „blaða- mannagötu“ Fleet Street. Þar kynnt- ist ég reyndu blaðafólki og frétta- kona hjá BBC reyndist mér vel og leyfði mér að æfa mig í framsögn fyrir framan sjónvarpsvélar. Ég sótti um vinnu á Morgun- blaðinu sem blaðamaður þegar heim kom og fékk að byrja í mynda- safninu þeirra við að flokka ljós- myndir. Eftir nokkra mánuði fékk ég að spreyta mig á viðtölum og fékk góðar undirtektir. Ég var þarna í tvö ár sem blaðamaður og það var lærdómsríkt að vinna undir hand- leiðslu Matthíasar Johannesen og Styrmis Gunnarssonar auk þess sem þarna voru margir góðir blaðamenn og ljósmyndarar. Eftir blaðamennskuna fór ég í nám í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og lauk þaðan BA prófi. Í kjölfarið fór ég í nám í þjóðarétti og alþjóðastjórnmálum við Fletcher School of Law í Boston og lauk það- an M.A.L.D gráðu 1983.“ Ritstjóri og útgefandi Anders Hansen, sem rak útgáfufyrir- tæki, hafði samband við Herdísi árið 1984 og bauð henni að ritstýra tíma- riti sem átti að setja á laggirnar undir nafninu Mannlíf. „Ég réðst í það verk og ritið varð metstölutímarit sem fór inn á nýjar brautir þar sem umfjöllun var jafn- hliða um dægurmál, tísku og stjórn- mál. Í ársbyrjun 1986 stofnaði ég Heimsmynd sem ég ritstýrði og gaf út þar til ég seldi það 1994. Þetta voru ár mikillar reynslu. Það var ekki auðvelt að vera einyrki í blaða- útgáfu með gagnrýna umfjöllun um valdhafa í landinu. Þetta var ekki aðeins lærdómsríkur tími varðandi hið pólitíska landslag heldur kenndi þetta mér að bera virðingu fyrir þeim sem standa í fyrirtækjarekstri „Hugsjónir mínar og áherslur á eflingu mannréttinda og lýðræðis ásamt almennum bakgrunni, menntun, störfum og ekki síst reynslu á alþjóðavettvangi og lífsreynslu eru að mati þeirra sem styðja mig og hvetja forsenda þess að ég eigi erindi inn á þennan vettvang og ég er þess fullviss að ég geti orðið þjóð- inni að liði,“ segir forsetaframbjóðandinn dr. Herdís Þorgeirsdóttir. Hún er tilbúin í slaginn. Hugsjónir r ísar„Ég var þarna í tvö ár sem blaða- maður og það var lær- dómsríkt að vinna undir handleiðslu Matthíasar Johannesen og Styrmis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.