Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 55
Viðtal 55Páskablað 4.–10. apríl 2012
á við þarf hann að vera góður
málsvari.
Hluti af hans ábyrgð er svo
að vera öryggisventill – 26.
grein stjórnarskrárinnar er
virk, á því leikur enginn vafi.
Því valdi fylgir mikil ábyrgð,
það er grafalvarlegt að grípa
fram fyrir hendurnar á löggjaf-
arvaldinu. En þjóðin þarf að
geta treyst því ef til þess kemur
að hann geti og þori að taka af
skarið ef slíkar aðstæður skap-
ast. Ég myndi ekki skorast und-
an þeirri ábyrgð.“
Þarf enga glansmynd
Hvað varðar kynningu lands-
ins út á við segir Þóra að það
þurfi ekki að draga upp glans-
mynd af íslenskum veruleika.
„Það er svo margt sem við get-
um verið stolt af. Fyrir hvað
stendur Ísland í augum um-
heimsins? Tökum dæmi: Hér
eru þrír háskólar Sameinuðu
þjóðanna: Sjávarútvegsskól-
inn, Jarðhitaskólinn og Land-
græðsluskólinn og ekki síður
mikilvægur er Jafnréttisskólinn
sem fer vonandi undir þennan
hatt á næstu árum. Mér finnst
þetta endurspegla ágætlega
það sem við stöndum fyrir, það
þarf varla að nefna augljósa
hluti eins og náttúruna, öflugt
og skapandi mannlíf og menn-
ingu.“
Er góð í því að eignast börn
Sonur Þóru og Svavars kemur
inn í eldhús og leitar að ein-
hverju góðgæti til að maula.
Hann er í ósamstæðum sokk-
um og stendur sposkur í dyra-
gættinni. Þóra brosir þegar
hún sér hann. „Dóri hefur ekki
farið í samstæða sokka síðan
hann var tveggja ára. Prinsipp-
mál hjá honum. Þetta er bara
sérviska sem mér dettur ekki
í hug að skipta mér af. Í upp-
eldinu gildir að velja réttu orr-
usturnar. Þetta hentar mér líka
ágætlega, ég þarf ekki að snúa
saman pör,“ segir hún og hlær.
Þóra og Svavar njóta sín í
foreldrahlutverkinu og þau
leggja sig fram um að hafa
skemmtilegt og hlýlegt and-
rúmsloft á heimilinu „Ég held
að ég sé ágæt móðir – eins og
flestum foreldrum finnst mér
ekki til merkilegri verur á þess-
ari jörð en börnin mín. Við
reynum einfaldlega að kenna
þeim góða siði og njótum þess
að vera með þeim.“
Þóra og Svavar eiga von á
sínu þriðja barni í kringum 8.
maí. Í allri sinni umhugsun
segir hún þau hafa skoðað um-
ræðuna um barneignir fólks í
ábyrgðarstöðum. „Maðurinn
sem er forsætisráðherra í einu
öflugasta ríki heims eignaðist
barn örfáum mánuðum eftir að
hann tók við embætti. Það þótti
ekki tiltökumál og var ekki tal-
ið draga úr hæfni hans, hvorki
sem forsætisráðherra né föður.
Þetta er David Cameron, for-
sætisráðherra Bretlands. For-
veri hans í embætti gerði reynd-
ar slíkt hið sama. Ég minnist
þess síðan ekki að nokkur mað-
ur hafi minnst á það þegar
Bjarni Benediktsson var endur-
kjörinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins að hann væri nýbú-
inn að eignast sitt fjórða barn.
Enginn spurði hann: Hvað ertu
að hugsa maður?“ segir hún og
skellihlær.
„En ég er kona og konur og
karlar eru ekki eins. Það er álag
að ganga með og eignast barn.
En ég er mjög heppin, er góð í
því að eignast börn,“ segir hún
og hlær. „Þess utan þá á barnið
pabba. Alveg sérstaklega góð-
an pabba. Þá eigum við mjög
þéttriðið net vina og fjölskyldu
sem er tilbúið að hjálpa til og
knýr á um að við förum að gera
upp hug okkar. Þau eru farin
að undirbúa allt.“
Dagarnir eru púsluspil
Þegar rætt er um mögulegt
framboð Þóru er iðulega tal-
að um barnafjöldann og stærð
fjölskyldunnar. „Dætur hans
Svavars voru mikil meðgjöf
með honum því þær eru al-
veg einstakar. Sjáðu bara,“
segir Þóra og bendir á ferm-
ingarstúlkuna sem stendur
við veisluborð og spjallar við
gestina. „Þær tóku sérlega vel
á móti mér frá fyrstu tíð – þá
voru þær nýorðnar fimm, sex
og sjö ára. En til að fyrirbyggja
allan misskilning, þá vil ég taka
fram að þær eiga heimili hjá
móður sinni í Kópavoginum,
þar ganga þær í skóla og eiga
sitt félagslíf. Þær hafa verið hjá
okkur aðra hverja viku frá mið-
vikudegi til mánudags en nú
þegar þær eru komnar á ung-
lingsaldurinn þurfa þær enn
frekar á henni að halda. Þann-
ig er það á þeim aldri. Þær eru
afskaplega heppnar að eiga tvö
ástrík heimili. Þetta eru bestu
stóru systur sem hægt er að
hugsa sér og þau systkinin eru
mjög náin. En við erum ekki
með fimm börn á heimilinu
alla daga.“
Hún segir púsluspilið sem
fylgi því að reka stóra fjölskyldu
hafa gengið upp hingað til.
„Ég lifði ekki
glæstu sjón-
varpsstjörnulífi.
Barnshafandi í baráttu
Góð í því að eignast börn „En
ég er kona og konur og karlar eru
ekki eins. Það er álag að ganga
með og eignast barn. En ég er
mjög heppin, er góð í því að
eignast börn,“ segir hún og hlær.
„Þess utan á barnið pabba. Alveg
sérstaklega góðan pabba.“
„Ég sé fyrir mér
manneskju
sem ýtir undir sátt.