Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 56
56 Viðtal 4.–10. apríl 2012 Páskablað „Það er ekkert launungarmál að dagarnir eru púsluspil. En þannig er það hjá öllum fjöl- skyldum. Þeir sem hafa lýst áhyggjum af því að ég gæti ekki sinnt embættinu vegna þess að ég á lítil börn gleyma því ef til vill að foreldrar ungra barna á Íslandi þurfa einfald- lega að vinna mikið til að fram- fleyta sínum fjölskyldum. Mig grunar að börnin fengju jafn- vel meiri tíma með foreldr- unum, þegar faðir þeirra væri orðinn heimavinnandi. En það er sjálfsagt að ræða þetta, það þarf alltaf að gera það þegar eitthvað nýtt bregður við. Ég man til dæmis vel eftir um- ræðunni sem varð þegar Þor- gerður Katrín Gunnars dóttir eignaðist barn á ráðherrastóli. Þá þótti það nýlunda og sum- um fannst þetta hreint ekkert sniðugt. Svo þegar það gerð- ist næst þá var fólk orðið vant hugmyndinni svo barneign- um þeirra Katrínar Jakobsdótt- ur og Katrínar Júlíus dóttur var tekið sem sjálfsögðum hlut. Hvað er eðlilegra en að eign- ast börn? Það sem er óeðlilegt er að útiloka konur á barn- eignaraldri frá ábyrgðarstöð- um í samfélaginu. Mér verð- ur stundum hugsað til níunda áratugarins og breytinganna sem þá urðu. Vigdís Finnboga- dóttir varð fyrsta konan til að ná kjöri sem þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og hefur æ síðan verið fyrirmynd um allan heim. Skömmu síð- ar tók 34 ára borgarstjóri við völdum í Reykjavík, 39 ára maður varð svo forsætisráð- herra og svo framvegis. Núver- andi menntamálaráðherra var líka 34 ára þegar hún tók við embætti, iðnaðarráðherrann ári eldri. Kynslóðaskipti koma oft í bylgjum. Kannski eru slíkir tímar að renna upp á ný. “ Hefur ekki fyrirgefið Ólafi Ragnari Móðir Þóru, Nína, kemur inn í eldhús og sest niður með kaffibollann. „Þóra mín verð- ur góður forseti, segir hún og fær sér kaffisopa. „Hún getur allt hún dóttir mín og verður allt öðruvísi forseti en Ólafur Ragnar. „Við kennarar gleym- um engu,“ segir hún og vísar í það þegar Ólafur Ragnar beitti bráðabirgðalögum á kennara fyrir meira en áratug. „Ég hef aldrei fyrirgefið honum þetta,“ segir hún. „Þetta myndi Þóra aldrei gera,“ segir hún og hlær og Þóra tekur undir. „Ég spurði hana Þóru hvort hún myndi ekki örugglega bæði gera gagn og hafa gaman og hún lofaði því,“ segir móðir hennar. „Hún kann að velja sér orrustur,“ bætir hún við með- an Dóri litli þýtur inn í eldhús í ósamstæðum sokkum. Svavar kemur og hellir upp á meira kaffi og bræður Þóru fá loksins að stíga inn í eldhús án þess að þeim sé bandað út. Á miðvikudaginn ætlar Þóra að eiga orð við þjóðina og það eru meiri líkur en minni á því að hún taki af skarið og bjóði sig fram til forseta. „Það sem er óeðlilegt er að útiloka konur á barneignaraldri frá ábyrgðarstöðum í samfélaginu. Barnshafandi í baráttu Í dag, 4.apríl, ætlar Þóra að eiga orð við þjóðina og það eru meiri líkur en minni á því að hún taki af skarið og bjóði sig fram til forseta. Myndir úr lífi Þóru Ástfangin og innileg Þau Þóra og Svavar eiga blómstrandi fjölskyldu. Með Nínu og Dóra Þóra á leið heim úr leikskólanum með harðjaxl- inn sinn Nínu þegar hún var tveggja ára og Dóra litla sem vill aldrei klæðast samstæðum sokkum. Fagnað í héraðsdómi Svavar Halldórsson maður Þóru var sýknaður í Héraðsdómi Reykjanes s, fyrir fréttaflutning af fjármálum Pálma Haraldssonar, og Þóra gefur Svavari koss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.