Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 78

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 78
78 Lífsstíll 4.–10. apríl 2012 Páskablað Rómantík á páskunum n Sniðug leið til að koma makanum þínum á óvart V iltu gera eitthvað sérstakt fyrir ástina þína um páskana? Langar þig að vera einstaklega rómantísk/ ur? Hér er gott ráð um hvernig þú getur komið elskunni á óvart með frumsömdu ljóði, ástarorðum eða skartgrip á frumlegan hátt. Þú byrjar á því að kaupa lítið páskaegg númer 1; þetta í álpappírnum. Taktu varlega utan af egginu og passaðu að rífa ekki pappírinn. Kljúfðu eggið í tvennt með beittum hníf, gott er að hita hann aðeins fyrst. Því næst tekur þú sælgætið sem er inni í því og skiptir út fyrir litla ástarjátningu, hring eða hvað sem þér dettur í hug. Þegar þú hefur skipt sælgætinu út fyrir það sem þú vilt gefa þá hitar þú hnífinn aftur og bræðir með honum endana og límir þannig eggið saman á ný. Að lokum vefur þú egginu varlega aftur í álpappírinn og gefur ástinni þinni það.   Opnunartímar mán–fim 8.00 - 18.00 föst 8.00 - 19.00 laugardaga 10.00 - 13.00 Þekking gæði Og Þjónusta Léleg tækni Þú getur auðveldlega slasað þig ef þú notar ekki rétta tækni þegar þú lyftir. Að ætla að styrkja sig er eitt og að byggja upp vöðva er annað – að gera bara eitthvað er bilun. Öskur Býrðu í helli? Ef lóðin eru of þung fyrir þig skaltu bara leggja þau frá þér. Símanotkun Margir hlusta á tónlist í gegnum iPhone en að fylgjast með öðrum tölta á brettinu og hanga í símanum á meðan þú bíður eftir tækinu er ekki skemmtilegt. Myndataka Fátt er kjánalegra en að sjá stráka mynda sig með hnyklaða vöðva eða stelpur setja upp stút á varirnar áður en þær smella af. Jú, eitt – að biðja einhvern annan að taka myndina. Fötin Fólk sem mætir í ræktina í öðru en íþróttafötum lítur jafn illa út og það lætur öðrum líða. Vatn vatn vatn Ekki láta sjá þig með kaffibrúsa, hvað þá kók. Drekktu vatn. Og ekkert annað. Lyftu líka Margir telja að það sé nóg að hamast á hlaupabrettinu. Jafnvægi er best. Farðu á brettið og lyftu lóðum! Breyttu til Líkt og í öllum samböndum verður þú að viðhalda fjölbreytni. Um leið og þú ert komin/n með leið á æfingunum skaltu prófa eitthvað nýtt. Því lengur sem þú heldur þig við þreytt æfingaplan því líklegri ertu til að finna upp afsakanir til að mæta ekki í ræktina. Prófaðu nýja tíma eða farðu út að hlaupa. Teygjur Ekki gleyma að teygja! 9 algeng mistök í ræktinni 1 5 6 7 8 9 2 3 4 Páskaegg lífshættuleg dýrum n Dökkt súkkulaði er hættulegra en ljóst Á flestum heimilum liggur súkkulaði á diskum og í skálum yfir páskana og mannfólkið hæstánægt með það. Súkkulaðið getur hins vegar verið stórhættulegt heimilisdýrunum og getur dregið hunda og ketti til dauða sé þess neytt í nægilega miklu magni. Helga Finnsdóttir dýralæknir fjallar um þetta á síðunni dyralaeknir. com en þar segir að efnasambönd kakóbaunanna séu margvísleg. Eitt þeirra sé kallað þeóbrómín og sé það hættulegast dýrum. Mest magn þeóbrómíns sé í dökku súkkulaði og það má því segja að því dekkra sem súkkulaðið er, þeim mun eitraðra er það. Einkenni eitrunar fari eftir því hve mikið dýrið át af súkkulaðinu en þeóbrómínið hafi áhrif á taugakerfi hundsins, hjarta- og vöðvakerfi  og auki þvagmyndun. Fyrstu einkennin komi fram 6 til 12 tímum eftir súkkulaðiátið og verði hundurinn þá eirðarlaus, þorstlátur, kasti upp, sé með vind- og niðurgang. Alvarlegri einkenni valdi miklum óróleika, hann spræni oft, verði reikull í spori, fái skjálftaköst, auk krampa. Í alvarlegustu tilfellunum verði blóðrásartruflanir, ofurhiti, meðvitundarleysi og dauði fylgi í kjölfarið vegna þess að hjartað eða lungun gefa sig. Þar segir einnig að líkaminn sé lengi að losa sig við eituráhrif af völdum súkkulaðis og þau geti staðið yfir í allt að fjóra daga. Gæludýrin Hundar og kettir geta dáið vegna súkkulaðiáts. Rómantík Það er um að gera að nota hugmyndaflugið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.