Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 84
SwanSea á beStu
félagaSkiptin
84 Sport 4.–10. apríl 2012 Páskablað
n Bestu og verstu félagaskiptin í vetur n Swansea á tvenn góð, QPR tvenn slæm
1 Michel Vorm
Frá Utrecht til Swansea
Verð: 1,4 milljónir punda Staða: Markvörður Aldur: 28 ára
n Hann var ekki hátt skrifaður, hollenski markvörðurinn
Michel Vorm, þegar Brendan Rodgers keypti hann
til Swansea fyrir tímabilið. Það datt engum í hug að
þessi hlédrægi Hollendingur yrði besti markvörður
úrvalsdeildarinnar og færi svo gjörsamlega á kostum að
sjaldan hefur annað eins sést. Vorm hefur grunntækni
upp á tíu enda af góðum markvarðarskóla. Hann
bætir svo ofan á það með flottri vörslu og geggjuðum
staðsetningum. Allt þetta fyrir eina og hálfa kúlu.
2 Yakubu
Til Blackburn frá Everton
Verð: 1,4 milljónir punda Staða: Framherji Aldur: 29 ára
n Flestir héldu að Yakubu væri búinn, allavega héldu
Everton-menn það. Annars hefðu þeir tæplega sleppt
honum til Blackburn fyrir svona lága fjárhæð. Í þessu
slaka liði Blackburn undir stjórn Steves Kean hefur
Yakubu aftur á móti fundið markaskóna. Mörkin hans
fjórtán eru einhver helsta ástæða þess að Blackburn er
hreinlega ekki fallið og mun líklega ekki fara niður um
deild í ár. Stundum eru menn einfaldlega heppnir með
kaupin.
1 Stewart Downing
Frá Aston Villa til Liverpool
Verð: 19 milljónir punda Staða: Vængmaður Aldur: 27 ára
n Kenny Dalglish hélt heldur betur að hann væri að
kaupa stoðsendingavél þegar hann fjárfesti í Stewart
Downing fyrir tæpar 20 milljónir punda. Hann átti að
vera maðurinn sem myndi dæla boltanum á hausinn á
Carroll sem myndi skora að vild. Ekkert af þessu hefur
ræst. Fyrir 20 milljónir punda hefur Liverpool fengið
nákvæmlega ekkert út úr Stewart Downing. Ekki neitt.
Það hefur sjaldan verið jafnauðvelt að benda á verstu
félagaskipti tímabilsins.
2 Roger Johnson
Frá Birmingham til Úlfanna
Verð: 6,6 milljónir punda Staða: Miðvörður Aldur: 28 ára
n Úlfarnir fögnuðu á götum úti þegar þeir lönduðu
miðverðinum Roger Johnson enda átti hann hreint
frábært tímabil með Birmingham í fyrra. Því veigruðu
Úlfarnir ekkert fyrir sér að splæsa tæpum sjö milljónum í
piltinn. Þetta varð þó ekkert framfaraskref hjá Úlfunum
því Johnson hefur verið hreint ömurlegur og lenti í basli
um daginn þegar hann mætti fullur á æfingu. Það er
vert að benda á að hann er FYRIRLIÐI liðsins. Úlfarnir
óheppnir þarna eins og svo oft í vetur.
3 Demba Ba
Frá West Ham til Newcastle
Verð: Engin greiðsla Staða: Framherji Aldur: 26 ára
n Newcastle þurfti að fá einhvern til að skora mörkin
sem Andy Carroll setti í svarta og hvíta búningnum. Já,
einu sinni skoraði Andy Carroll reglulega. Pardew var svo
sem ekkert að taka neinn séns með því að fá Demba Ba
enda hafði hann verið að raða inn mörkum fyrir West
Ham áður en liðið féll. Sextán mörk er þó alvöru framlag
og ekki skaðar að hann kom frítt til liðsins. Nafni hans,
Demba Cisse, hefur aðeins stolið senunni að undanförnu
en ekki má gleyma framlagi Ba.
4 Sergio Aguero
Frá Atletico Madrid til Man. City
Verð: 33,3 milljónir punda Staða: Framherji Aldur: 23 ára
n Sá dýrasti sem keyptur var fyrir þetta tímabil en hann
hefur verið hverrar krónu virði. Argentínumaðurinn
snaggaralegi er búinn að skora 17 mörk í deildinni og er
sóknarleikur City allt annar og miklu betri þegar Aguero
ógnar með hraða sínum. Meiðsli hans núna undir lok
tímabils gætu einfaldlega sett stórt strik reikninginn
hvað varðar titilbaráttu þeirra heiðbláu.
3 Djibril Cisse
Frá Lazio til QPR
Verð: 4,1 milljónir punda Staða: Framherji Aldur: 30 ára
n Næst þegar Djibril Cisse spilar fyrir QPR verður það
hans sjötti leikur í ensku úrvalsdeildinni. Hann verður
þá búinn að vera í banni í samtals sjö leiki. Þetta hlýtur
náttúrlega að vera einhvers konar met. Cisse hefur
vissulega skorað nokkur mörk en það réttlætir ekki
þessa brottrekstra sem ekki bara tapa leikjum fyrir
QPR heldur fer hann síðan í löng bönn. Cisse átti að vera
bjargvætturinn upp á topp en hann hefur ekki reynst
neinn happafengur. QPR-menn öskra: „Hvar er Heiðar?“
4 Per Mertesacker
Frá Werder Bremen til Arsenal
Verð: 9,4 milljónir punda Staða: Miðvörður Aldur: 27 ára
n Þýska tröllið átti að vera púslið sem vantaði í Arsenal-
vörnina. Margreyndur landsliðsmaður með hæð til að
hjálpa Arsenal í föstum leikatriðum. Enska úrvalsdeildin
hentaði honum þó ekki og leit hann verr og verr út með
hverjum leiknum. Það er auðvitað ljótt að segja svona en
þegar hann meiddist út tímabilið fyrr á þessu ári var það
eitt það besta sem gat komið fyrir Arsenal. Síðan hann
fór hefur liðið gjörsamlega farið á kostum og er í baráttu
um 3. sætið.
5 Gylfi Sigurðsson
Til Swansea frá Hoffenheim
Verð: Lánssamningur Staða: Miðjumaður Aldur: 22 ára
n Auðvitað verður að koma Gylfa okkar Sigurðssyni að.
En hann hefur unnið fyrir þessu. Swansea gerði það gott
áður en Gylfi kom en miklu betra eftir að Hafnfirðingurinn
lenti í Wales. Swansea hafði ekki unnið leik á útivelli áður
en Gylfi kom á láni en nú hefur liðið unnið fjóra útileiki,
ekki síst er það Gylfa að þakka þar sem hann er búinn að
skora sex mörk, öll á útivelli. Það hafa ekki margir spilað
betur í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi eftir áramót.
6 Phil Jones
Frá Blackburn til Manchester United
Verð: 15,6 milljónir punda Staða: Varnarmaður Aldur: 20 ára
n Stuðningsmenn Manchester United ráku upp stór
augu þegar Ferguson skellti fimmtán milljónum punda
á borðið fyrir 19 ára strák hjá Blackburn. Hann vissi þó
að þetta væri framtíðarfyrirliði Manchester United og
mögulega enska landsliðsins. Framlag hans á vellinum
hefur verið ómetanlegt hvort sem Jones hefur spilað
miðvörð, bakvörð eða á miðjunni. Hann virkar stundum
eins og naut í flagi en það er ógnvænlegt til þess að
hugsa að Phil Jones sé aðeins tvítugur.
5 Raul Meireles
Frá Liverpool til Chelsea
Verð: 11,2 milljónir punda Staða: Miðjumaður Aldur: 28 ára
n Meireles var lengi í gang fyrir Liverpool í fyrra en
þegar hann fór að skora héldu honum engin bönd. Það
var svo heldur betur óvænt þegar Chelsea náði í hann á
lokadegi félagaskiptagluggans og það fyrir rúmar ellefu
milljónir punda. Í Lundúnum hefur Meireles ekkert getað
og verið skugginn af þeim leikmanni sem hann sýndi
stundum hjá Liverpool. Er það nema furða að Frank
Lampard hafi verið aðeins pirri pú að sitja á bekknum
fyrir Portúgalann?
6 Shaun Wright-Phillips
Frá Manchester City til QPR
Verð: 3,8 milljónir punda Staða: Vængmaður Aldur: 30 ára
n Við hverju bjóst QPR? Tæpar fjórar milljónir punda
fyrir Shaun Wright-Phillips? Það er ekki árið 2002 og
Shaun litli er efnilegur vængmaður hjá City sem virðist
geta skorað í hverju einasta skoti. Það er árið 2012 og
Shaun, sem er enn lítill, hefur ekki bætt sig í tíu ár. QPR
hefur gjörsamlega raðað til sín meðaljónum og á alveg
eins skilið að fara niður. Shaun litli verður að fara átta
sig á að hann er ekki lengur úrvalsdeildarleikmaður.
Sannleikurinn er nú bara sá.
B
es
tu
V
er
st
u