Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 96

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 96
Stjörnufans á Aldrei fór ég suður n Búist er við fjölmenni á tónlist­ arhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskana enda hefur hátíðin orð á sér fyrir að vera hin besta skemmtun þar sem flest öll vinsælustu böndin koma fram. Meðal þeirra sem boðað hafa komu sína vestur eru stuðboltarnir Unnsteinn í Retro Stefson, Dóri DNA, söngvarinn Snorri Helgason, Anna Svava Knútsdóttir leikkona og Þórunn Antonía, söngkona og þáttarstjórn­ andi með meiru. Meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni má nefna Skálmöld, Sykur og að sjálfsögðu Mugi son. Bakar beikon- bollakökur n Kristín Soffía Jónsdóttir, varafor­ maður umhverfis­ og samgöngu­ ráðs Reykjavíkurborgar, gat ekki setið á sér eftir að hafa lesið stutta umfjöllun um beikon­bollakökur á lífsstílssíðum DV.is í vikunni. Hún birti mynd af eigin útfærslu af slík­ um kökum á Facebook­síðu sinni. „Sé fréttir af beikonbollakökum af DV á flakki hér á FB. Verð að sýna mína – hún er með pönnukökudegi í botninum og var borðuð ásamt fleirum seinustu helgi,“ skrifaði Kristín Soffía stolt. Mynd­ in sem fylgdi var af einstaklega girnilegri bolla­ köku með eggi, beikoni og pönnuköku. Sveita- piltsins draumur! Á von á barni n Sjónvarpsfréttamaðurinn góð­ kunni Ægir Þór Eysteinsson tilkynnti á dögunum að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Ægir sem er frétta­ maður hjá RÚV er í sambandi með Sunnu Arnarsdóttur og þykja þau hið glæsilegasta par. Barnið er væntan­ legt í heiminn í lok september og er víst mikil tilhlökkun og gleði hjá Ægi og kærustu hans vegna komandi erfingja, en ekki síður hjá fréttamönnum RÚV sem margir telja að þarna sé mikill snillingur væntan­ legur. Til gamans má geta að Þóra Arnórsdóttir, sam­ starfskona Ægis á RÚV, er einnig með barni en hennar eiginmaður er einnig frétta­ maður á RÚV, Svavar Hall- dórsson. É g var svolítið týndur í lífinu þegar ég fór að velta hlutunum fyrir mér,“ segir Snævar Sölvi Sölvason sem frumsýnir kvikmyndina Slay Masters í Félagsheimilinu í Bolungar­ vík á föstudaginn langa. Myndin fjallar um slægingarteymi sem keppist við að klára slægingu til að komast á ball á sjómannadaginn. Hún segir frá ung­ um manni sem flytur aftur í heimabæ sinn eftir að hafa lokið háskólanámi í Reykjavík. Hann átti erfitt með að finna vinnu í Reykjavík eftir námið en söguþráðurinn er í raun byggður á lífi Snævars sem sjálfur fór og nam fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. „Ég skellti mér bara í verk­ fræði og útskrifaðist vorið 2010. Síðan sama haust fékk ég ekkert að gera eftir að sumarvinnunni lauk í Seðlabank­ anum,“ segir Snævar sem dreif sig því heim í slorið, líkt og hann orðar það. „Strax á fyrsta degi í vinnu var mér síðan tjáð að ég þyrfti að sjá um slæginguna daginn eftir, á laugardegi, ásamt afleysingastrákum því að starfs­ fólkið var að fara á jólahlaðborð. Þennan dag kviknaði hugmynd­ in að myndinni. Þá var mikið stuð hjá okkur strákunum, menn að slá um sig og ræða djammið fram undan um kvöldið. Ég fékk um leið þá flugu í höfuðið að úr þessu mætti gera hel­ víti skemmtilega sögu sem væri hægt að kvikmynda. Ég henti strax í handrit og bar þetta undir félaga mína og þeir slógu til. Við lukum þessu af á nokkr­ um kvöldum eftir vinnu,“ segir Snævar sem viðurkennir að hann hafi aldrei velt því fyrir sér að fara í kvikmynda­ nám. „Það var enginn úr mínu um­ hverfi sem starfaði við þetta og ein­ hvern veginn var draumurinn um að gera kvikmynd nær fantasíu en veru­ leika.“ „Nær fantasíu en veruleika“ n Ákvað að gera kvikmynd eftir að hafa lokið verkfræðinámi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80páskaBLaÐ 4.–10. Apríl 2012 40. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Slægingarmenn Snævar Sölvi (t.v.) ásamt leikurum myndarinnar, Magnúsi Traustasyni og Paul Lucas Smelt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.