Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 18
Arðurinn fer upp í
hlutAbréfAskuldir
18 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað
E
igendur sumra útgerðar-
félaga á Íslandi þurfa sem
hæstar arðgreiðslur úr sjáv-
arútvegsfyrirtækjunum til
að geta staðið í skilum með
afborganir af skuldum við lánar-
drottna sína. Um er að ræða skuld-
sett eignarhaldsfélög sem halda
utan um eignarhluti eigenda út-
gerðanna í þeim. Í þessum tilfellum
myndi samþykkt frumvarps ríkis-
stjórnarinnar um veiðigjöld draga úr
möguleikum eigenda útgerðanna til
að taka arð út úr fyrirtækjunum til að
standa í skilum við lánardrottna sína
í eignarhaldsfélögunum.
Í sumum öðrum tilfellum, til
dæmis í tilfelli tveggja eigenda Þor-
bjarnar í Grindavík, skulda eigendur
útgerðarfélagsins lítið sem ekkert.
Arðgreiðslurnar sem eigendurnir
taka við út af útgerðinni geta því
runnið beint til eigendanna kjósi
þeir svo.
Hörð viðbrögð útgerðarinnar
Kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar
hafa vakið hörð viðbrögð hjá útgerð-
armönnum sem hafa bent á að inn-
heimta veiðigjaldanna sem kveðið
er á um í frumvarpinu þýði að kom-
ið verði í veg fyrir nauðsynlegar fjár-
festingar útgerðanna, meðal annars í
tækjum og tólum til fiskveiða. Sömu-
leiðis hefur á það verið bent, meðal
annars í Morgunblaðinu í vikunni,
að útgerðir með 50 prósent skuld-
setningu eða meira muni ekki ráða
við veiðigjaldið og að eiginfjárhlut-
fall útgerðarfélaganna muni lækka
fyrir vikið.
Önnur afleiðing er svo sú, líkt
og rakið er hér, að eigendur útgerð-
anna munu ekki hafa eins mikið
ráðrúm til arðgreiðslna út úr út-
gerðunum sem komið getur niður
á möguleikum þeirra til að standa
í skilum með persónulegar afborg-
anir af lánum sem stofnað var til
vegna viðskipta með hlutabréf í út-
gerðunum og eins á möguleikum
þeirra til að hagnast persónulega á
rekstri þeirra.
Skuldsettir eigendur
Vinnslustöðvarinnar
Eitt dæmi um þetta eru eigendur
Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum, meðal annars eignarhalds-
félögin Stilla útgerð ehf. og Seil ehf.
Bæði skulda þessi félög á þriðja millj-
arð króna og er skuldsetningin til-
komin vegna kaupa á eignarhlutum
í útgerðarfélaginu. Vinnslustöðin var
á hlutabréfamarkaði þar til í lok apríl
árið 2007 þegar félagið var tekið af
markaði. Fyrirtækið er í níunda sæti
yfir þau útgerðarfélög sem ráða yfir
mestum kvóta í landinu en það fer
með 3,62 prósent kvótans.
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðv-
arinnar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, hefur gagnrýnt veiðigjalda-
frumvarpið harkalega á opinberum
vettvangi. „Þetta samsvarar því að
lagður hefði verið tæplega 200%
tekjuskattur útgerðina. Ég tala um
þjóðnýtingu því það er verið að hirða
allt úr útgerðinni og meira en það,“
sagði Sigurgeir, sem yfirleitt er kall-
aður Binni í Vinnslustöðinni, í við-
tali við Morgunblaðið fyrr í þessum
mánuði.
Arðurinn til fjármálafyrirtækja
Í ársreikningi Seilar ehf., sem á 25
prósenta hlut í Vinnslustöðinni,
fyrir árið 2010 kemur til að mynda
fram að skuldir félagsins nemi tæp-
lega 2,6 milljörðum króna. Eigend-
ur Seilar ehf. eru Haraldur Gíslason
og Kristín Gísladóttir og situr Binni
í stjórn félagsins. Vinnslustöðin
greiddi út 460 milljóna króna, tæp-
lega 3 milljóna evra, arð til hluthafa
sinna árið 2010 vegna rekstrarársins
þar á undan. Móttekinn arður Seilar
árið 2010 nam rúmlega 125 milljón-
um króna og var arðgreiðslan út af
hagnaði Vinnslustöðvarinnar. Í árs-
reikningnum kemur fram að í fyrra
hafi Seil ehf. átt að greiða rúmlega
156 milljónir króna afborganir af
langtímaskuldum sínum, nokkru
hærri upphæð en félagið fékk í arð
frá Vinnslustöðinni.
Í ársreikningi Stillu útgerðar ehf.
frá árinu 2008, félagið hefur ekki
skilað ársreikningi síðan þá, kemur
fram að fyrirtækið hafi skuldað rúm-
lega tvo milljarða króna. Stilla á 26
prósenta hlut í Vinnslustöðinni. Eig-
endur félagsins eru feðgarnir Krist-
ján Guðmundsson, Guðmundur
Kristjánsson, kenndur við Brim, og
Hjálmar Kristjánsson. Þeir keyptu
bréfin af Esso og tryggingafélaginu
VÍS árið 2003.
Stærsta eign félagsins þá voru
fjárfestingarverðbréf, bréfin í
Vinnslustöðinni, upp á samtals tæp-
lega 1.900 milljónir króna. Það ár
tók fyrirtækið við arði frá Vinnslu-
stöðinni upp á tæplega 89 milljón-
ir króna en átti að greiða ríflega 137
milljónir króna í afborganir af skuld-
um sínum árið 2009. Miðað við eign-
arhald félagsins á Vinnslustöðinni
hefur félagið átt að fá álíka háan arð
út úr fyrirtækinu og Seila, rúmlega
125 milljónir króna.
Af þessum tveimur dæmum
sést að minnkandi arður til þess-
ara tveggja hluthafa Vinnslustöðv-
arinnar út af hækkuðu veiðigjaldi
gæti aukið erfiðleika þeirra við að
standa í skilum við lánardrottna
sína vegna lána sem notuð voru til
að kaupa hlutabréfin. Svipaða sögu
má segja um aðra minni hluthafa
Vinnslustöðvarinnar, meðal ann-
ars eignarhaldsfélögin Öxnafell og
Herbjarnar fell, sem bæði eru í eigu
sömu aðila og eiga Seil ehf.
Arðurinn til eigenda Þorbjarnar
Í sumum öðrum tilfellum, til dæmis
í tilfelli tveggja eigenda Þorbjarnar í
Grindavík, rennur arðurinn sem er
greiddur úr útgerðarfélaginu og til
félaga í eigu eigenda hans þar sem
hann situr eftir vegna lítillar skuld-
setningar félaganna. Eigendur Þor-
bjarnar eru þrjú eignarhaldsfélög
í eigu Eiríks Tómassonar, forstjóra
félagsins, Gunnars Tómassonar og
Gerðar Sigríðar Tómasdóttur.
Þorbjörn er þriðja stærsta út-
gerðarfélag landsins, þegar litið er
til kvótanotkunar, með 4,72 pró-
sent kvótans eða nærri 17 þúsund
þorskígildistonn. Félagið er aftur á
móti mjög skuldsett vegna kaupa á
aflaheimildum. Eignir Þorbjarnar
námu rúmlega 143 milljónum evra
í lok árs 2009 en á móti þeim voru
skuldir upp á rúmlega 120 milljónir
evra. Skuldsetning félagsins vegna
keyptra aflaheimilda nam þá tæp-
lega 100 milljónum evra.
Þorbjörn hagnaðist um 6,6 millj-
ónir evra árið 2009 en síðasti opin-
beri ársreikningur félagsins er frá því
ári. Hagnaðurinn nam því tæplega
1.200 milljónum króna það árið.
Árið áður, 2008, greiddi Þorbjörn út
rúmlega 1,4 milljónir evra, um 250
milljónir króna, í arð til hluthafa
sinna þriggja.
Arðgreiðslur ár eftir ár
Tvö af félögunum sem eiga Þorbjörn,
Blika, sem er í eigu Gunnar Tómas-
sonar, og Tabula Rasa, sem er í eigu
Gerðar Sigríðar Tómasdóttur, standa
mjög vel samkvæmt ársreikningum
þeirra fyrir árið 2010. Blika á eign-
ir upp á 570 milljónir króna, tók við
arði upp á 177 milljónir króna árið
2010 og skuldar einungis 33 millj-
ónir króna. Gunnar tók 65 milljóna
arð út úr félaginu árið 2009 en ekkert
árið 2010. Tabula Rasa á eignir upp
á nærri 450 milljónir króna, tók við
arði upp á nærri 188 milljónir árið
2010 og skuldar einungis rúma millj-
ón. Gerður tók 66,3 milljónir króna
út úr eignarhaldsfélaginu árið 2010
og tæpar 39 milljónir árið 2009. Þá
er gerð tillaga um 50 milljóna króna
arðgreiðslu út úr félaginu árið 2011.
Eignarhaldsfélag Eiríks, Skagen
ehf., er hins vegar ekki eins vel statt
þar sem félagið skuldaði rúmlega
375 milljónir króna í árslok 2008. Síð-
asti opinberi ársreikningur félagsins
er frá því ári. Þar af voru skuldir við
lánastofnanir tæplega 330 milljónir
króna. Félag Eiríks tók við tæplega
120 milljóna króna arði það ár og
voru hlutabréfin í Þorbirni bókfærð
á tæplega 268 milljónir króna. Ekk-
ert yfirlit er um arðgreiðslur út úr fé-
laginu í ársreikningnum.
Áhrifin á eigendur útgerðanna
Af þessum tveimur dæmum sést
hvaða áhrif veiðigjaldafrumvarp
ríkisstjórnarinnar mun hafa að
hluta á eigendur tveggja stórra út-
gerðarfélaga. Vissulega væri hægt
að setja fram fleiri dæmi um eig-
endur annarra útgerðarfélaga.
Dæmin hér að framan sýna hins
vegar fram á einn þátt kvótafrum-
varpamálsins sem ekki hefur mik-
ið verið ræddur: Nefnilega hugs-
anlega áhrif frumvarpsins um
veiðigjald á einstaka eigendur ein-
stakra útgerða. Umræðan hefur að
mestu snúist um afleiðingar frum-
varpanna á útgerðarfélögin sjálf og
rekstrargrundvöll þeirra en ekki á
eigendur þeirra.
Í tilfelli eigenda Vinnslustöðv-
arinnar í Eyjum getur veiðigjalda-
frumvarpið komið niður á mögu-
leikum eigenda félagsins til að
standa í skilum með afborganir af
lánum sínum vegna fjárfestinga í
sjávarútvegi þar sem minna ráð-
rúm verður til arðgreiðslna ef rík-
ið fær stóraukinn hluta af hagnað-
arkökunni. Þar með gætu aukin
veiðigjöld haft afleiðingar á eign-
arhald útgerðarfélaganna.
Í tilfelli tveggja af þremur eig-
endum Þorbjarnar gætu veiði-
gjaldafrumvörpin haft áhrif á
stöðu lítt skuldsettra eignarhalds-
félaga þeirra og þar með á mögu-
leika þeirra til arðgreiðslna út úr
þessum félögum.
Báðar þessar afleiðingar hljóta
að teljast slæmar fyrir eigendur
þessara tveggja útgerða og eign-
arhaldsfélög þeirra. Þessar afleið-
ingar hafa þó ekkert með rekstur
og rekstrargrundvöll útgerðanna
sjálfra að gera.
n Hluthafar Vinnslustöðvarinnar skuldsettir n Eigendur Þorbjarnar skulda lítið
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Ég tala um þjóð-
nýtingu því það er
verið að hirða allt úr út-
gerðinni og meira en það.
Eignarhaldsfélögin
skuldsett Eignarhalds-
félögin sem eiga Vinnslu-
stöðina í Vestmannaeyjum
eru mjög skuldsett og
hafa nýtt arðgreiðslur út
úr útgerðarfélaginu til að
greiða niður skuldir sínar.
Ólík staða Staða eigenda Þorbjarnar og
Vinnslustöðvarinnar hvað varðar skuldsetn-
ingu er ólík. Eiríkur Tómasson er forstjóri
og einn af þremur eigendum Þorbjarnar en
eignarhaldsfélag hans er nokkuð skuldsett.