Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 26
Sandkorn A llt frá hruni hefur staðið yfir leit að sökudólgum þess að fjármálakerfi Íslands hrundi. Í meginatriðum skiptist fólk í tvo hópa hvað ábyrgðina varðar. Öfgahópur á jaðri stjórnmál- anna vill kenna einum athafnamanni um allt saman og hvítþvo alla aðra. Rökin eru þau að sá hafi rænt bank- ana innan frá og skuldað 1.000 millj- arða króna þegar upp var staðið. Af sama meiði er sú skoðun stærri hóps að allt sé þetta útrásarvíkingunum og bankastjórunum að kenna. Þessi hóp- ur vill láta elta þessa menn uppi og refsa þeim. Í þessu skyni hefur orðið til embætti sérstaks saksóknara sem er með tugi manna í vinnu við að leita uppi sökudólga. Enn annar hópur Íslendinga trúir því að hrunið hafi orðið til vegna sið- og andvaraleysis stjórnmála manna sem leyfðu kaupsýslumönnum að ganga alltof langt með þeim afleið- ingum sem urðu haustið 2008. Þau sjónar mið eru skynsamleg og auð- velt ætti að vera að kalla eftir ábyrgð og réttlæti. Það gerðist að hluta til í landsdómi þar sem mál Geirs Hilm- ars Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, voru krufin til mergjar og hann sakfelldur fyrir hluta þeirra ávirðinga sem lagt var upp með. Annars konar uppgjör við stjórnmálamennina verð- ur að fara fram í kosningum þar sem kjósendur sammælast um að henda út þeim sem hafa yfir sér áru vafa- samrar fortíðar og siðleysis. Með því næst fram uppgjör fólksins í landinu við spillta stjórnmálamenn. Þegar litið er til útrásarvíkinganna er kominn tími til lokauppgjörs. Þjóðin verður að sætta sig við að í einhverjum tilvikum tekst ekki að sanna sök þótt grunsemdir séu til staðar um vafasama eða ólöglega viðskiptahætti. Íslending- ar verða að komast út úr þeim elting- arleik sem staðið hefur í hartnær fjög- ur ár. Við verðum einfaldlega að sætta okkur við að sumir eru fljótir að hlaupa og þekktu undankomuleiðirnar. Ann- að hefur ekkert upp á sig. Uppgjör okkar verður að fela í sér fyrirgefningu. Við eigum að virkja út- rásarvíkingana fyrrverandi í endur- reisn samfélagsins í stað þess að halda þeim í útlegð. Ekki er vanþörf á að kalla til verka alla þá sem hafa vit og þekkingu sem nýtast kann við endur- reisn Íslands. En að sjálfsögðu á ekki að opna fyrir sama siðleysið og tíðk- aðist í aðdraganda hrunsins. Þannig verður að fyrirbyggja að krosseignar- hald banka og fyrirtækja leiði til þess að menn komist í þá aðstöðu að ræna banka innan frá eða ná óeðlilegum völdum í samfélaginu í gegnum ein- okun. Forsendur fyrirgefningarinnar eru réttlæti og umbætur, sem fela í sér stóraukið gagnsæi og stórefldar heim- ildir til eftirlits. DV mun sem fyrr fjalla um málefni þessa fólks sem verður að þola að allt sé uppi á borðum og upp- lýsa af heilindum. Aðhald fjölmiðla verður að vera virkt og gegnsæið að virka. Við verðum að sætta okkur við þann árangur eða árangursleysi sem sérstak- ur saksóknari hefur náð. Fjölmörg mál eru til rannsóknar og ákærur á fjölda manns í burðarliðnum. Staðan er ein- faldlega sú að við nálgumst leiðarenda í uppgjöri hrunsins. Við náðum ekki höfuðpaurunum í stjórnmálunum sem gerðu allt siðleysið og sukkið mögulegt. Geir Haarde var einn þeirra sem felldu Ísland en fráleitt í aðalhlut- verki. En staðreyndin blasir við. Hann var einn dæmdur. Við eigum að nota þessi tímamót til að snúa við blaðinu og nýta hina grunuðu til að byggja upp að nýju en samkvæmt leikreglum sem hæfa siðuðu samfélagi. Við eigum að fyrirgefa en við megum aldrei gleyma því sem gerðist. Uppreisn gegn Jóhönnu n Eitt af fyrstu verkum Sig- ríðar Daggar Auðunsdóttur á Fréttatímanum var tveggja síðna úttekt á stjórnmála- flokkunum. Samfylk- ingarmenn voru hund- óánægðir með skrif hennar um Jóhönnu Sig- urðardóttur, nema kjarninn í kringum Árna Pál Árnason. Fýla þeirra versnaði þó enn frekar þegar Sigríður Dögg lýsti því yfir að næst yrði sér- stök úttekt á stöðu forsætis- ráðherra. Sigríður er í harð- asta kjarna Árna Páls. Fyrir flokksstjórnarfund í árslok var hún í hópi þeirra sem börðust fyrir ályktun um að flýta landsfundi en þar átti að fella Jóhönnu. Ráðherrakapall n Í Sjálfstæðisflokknum eru menn vissir um stórsigur í næstu kosningum og þegar farnir að hugsa sig inn í ráðuneyt- in. Kristján Þór Júlíus- son er talinn sækjast eftir fjármálaráð- herraembætti og framboð hans í embætti varafor- manns var áfangi til þess. Einar K. Guðfinnsson er álit- inn sjálfkjörinn í atvinnu- vegaráðuneytið. Þá segja menn í flokknum að for- manninum gæti fylgt annar ráðherra úr Kraganum, Jón Gunnarsson, vegna mikils stuðnings við formanninn á örlagatímum. Grunur Björns n Björn Bjarnason, fyrrver- andi ráðherra, er eins og margur sjálfstæðismaðurinn reiður vegna dómsins yfir Geir Haarde. Björn var undir lok stjórnmála- ferils síns dómsmála- ráðherra og þótti gjarn á að skipa sjálfstæðismenn sem dómara. Einkum var hann veikur fyrir þeim sem voru tengdir eða skyldir leiðtog- anum Davíð Oddssyni. Nú grunar Björn að pólitík hafi ráðið niðurstöðu lands- dóms varðandi Geir. „Hún svífur að minnsta kosti óhjá- kvæmilega yfir vötnunum,“ bloggar gamli ráðherrann. Guðlaugur gegn Illuga n Ólöf Nordal á víst ráðherra- sæti sem varaformaður, komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda, nema hún hrapi í prófkjöri. Óvissan er með yngri mennina í Reykjavík, en höfuðborgin á mögulega kost á tveimur ráðherrasæt- um. Það ræðst af innbyrðis slag Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar og Illuga Gunnarsson- ar hvor þeirra hreppir stól. Talið er að Guðlaugur Þór sé klár í slaginn gegn Illuga sem sló hann kaldan síðast. Verð heilbrigðari með hverju árinu Það verða ný lög núna Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir Evrópumeistari í módelfitness. – DV Helgi Björns syngur dægurperlur á 17. júní. – DV Fyrirgefningin Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Staðan er einfaldlega sú að við nálg- umst leiðarenda Í réttarríki þurfa dómstólar að hafa starfsfrið fyrir stjórnmálamönnum, dæma eftir lögum og fullnægja rétt- læti. Þetta er öðrum þræði hugs- unin á bak við þrískiptingu ríkis- valdsins, sem rekja má til miðrar 18. aldar og þaðan til stjórnarskrár Banda- ríkjanna frá 1787 og áfram. Fáheyrt er í lýðræðisríkjum, sem rísa undir nafni, að dómstólar sæti afskiptum eða árás- um af hálfu stjórnmálamanna, hvorki þegar mál eru fyrir dómi né þegar dómar falla. Sjálfstæði Hæstaréttar og lands- dóms Ísland er annað mál. Hér stýrðu Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn dómsmálaráðuneytinu á víxl öll árin frá 1927 til 2008, ef aðeins fimm ár eru undan skilin (1944–1947, 1958–1959, 1979–1980 og 1987–1988), og réðu því skipan nær allra dómara. Þessir tveir flokkar, sem stjórnuðu landinu ýmist á víxl eða báðir í einu nær allar götur frá upphafi flokka- kerfisins árin fyrir 1930 fram að hruni 2008, höfðu ekki ástæðu til að fetta fingur út í dómstólana og þá ekki held- ur út í fallna dóma. Árið 1998 bar þó svo við, að Hæsti- réttur úrskurðaði, að fiskveiðistjórnar- kerfið bryti í bága við stjórnarskrána. Málið, sem Valdimar Jóhannesson höfðaði gegn ríkinu, dæmdu hæsta- réttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Oddvitar ríkisstjórnarinn- ar brugðust ókvæða við dóminum og réðust gegn réttinum, og lýsti forsæt- isráðherrann þeirri skoðun, að landið myndi tæmast af fólki, fengi dómurinn að standa. Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekk- ert athugavert við þá mismunun, sem bjó að baki fyrri dóminum 1998. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Garð- ar Gíslason, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein, en Guðrún Erlends- dóttir og Haraldur Henrysson skil- uðu séráliti í samræmi við dóminn frá 1998. Hæstiréttur hafði verið barinn til hlýðni í augsýn allrar þjóðarinnar. Nýjasta hefti Mannlífs birtir samantekt um málið. Viðbrögð við landsdómi Í þessu ljósi sögunnar þarf að skoða viðbrögð Geirs H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, við sektardómi landsdóms yfir honum. Landsdómur er aukinn Hæstiréttur, skipaður fimm hæstaréttardómurum, tveim öðrum embættislögfræðingum og átta leik- mönnum, ýmist löglærðum eða leik- um. Geir Haarde segir fullum fetum, að landsdómur – og þá um leið flest- ir hæstaréttardómararnir, sem þar sitja – hafi fellt pólitískan úrskurð til að þóknast tilteknum stjórnmálaöfl- um á Alþingi. Viðbrögð Geirs Haarde vitna um forherta afneitun og einnig um skort á virðingu fyrir skaðanum, sem hrunið olli saklausu fólki, og fyrir grundvallarreglum réttarríkisins – ekki bara skort á virðingu hans sjálfs, held- ur einnig flokksins, sem hann stýrði, úr því að formaður flokksins og fleiri for- ustumenn taka í sama streng og eng- inn flokksmanna hefur séð ástæðu til að gera athugasemd við málflutning hans. „Menn fara sínu fram“ Virðingarleysi gagnvart lögum og rétti virðist landlægt í Sjálfstæðisflokknum. „Fæddist lítil mús“, segir Fréttablaðið í yfirskrift forustugreinar um lands- dóm og hefur ekki miklar áhyggjur af því, að æðsti dómstóll landsins hafi dæmt fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins sekan um brot á stjórnarskrá og landslögum. Málflutn- ingur tveggja þjóðkunnra prófess- ora vitnar um sams konar virðingar- leysi. Þeir segja í Morgunblaðinu, að „áður en við smíðum nýja stjórnar- skrá ættum við að reyna að fara eftir þeirri gömlu.“ Þeir segja fullum fetum, að lögbrot geri lagabætur óþarfar. Þeir viðurkenna, að stjórnvöld hafi brotið stjórnarskrána. Þeir viðurkenna samt ekki stjórnarskrárbrotið, sem mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lét til sín taka, þegar hún hafnaði Vat- neyrardómi Hæstaréttar og staðfesti Valdimarsdóminn með bindandi áliti 2007. Annar bætir við: „ .… nær eng- in tengsl eru milli löghlýðni þjóða og lögbókanna sem þær nota. Menn fara sínu fram.“ Eftir þessari kenningu er lögbrjótum einum treystandi til að setja lög og semja stjórnarskrár, því að þeir hafa lög og stjórnarskrá ekki kröfuharðari en svo að þeir treysti sér til að fara eftir lögunum og stjórnar- skránni. Í þessu ljósi þarf að skoða hat- ramma andstöðu Sjálfstæðisflokksins gegn frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrr- ar stjórnarskrár. Andstaðan bendir til, að sjálfstæðismönnum sé ekki alveg sama um stjórnarskrárbrot, ekki öll- um, en þeir áskilja sér sumir rétt til að „fara sínu fram“. Sprenghlægilegur Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.