Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Síða 4
4 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Slasaðist í gangaslag n Fær milljónir í bætur eftir hálsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík H éraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi nemanda Menntaskólans í Reykjavík tæpar níu milljónir króna í skaða-, miska- og þjáningarbætur. Ástæðan er sú að nemandinn slasaðist illa í svokölluðum gangaslag sem fram fór í skólanum þann 21. apríl 2009. Um var að ræða hefð innan skól- ans sem snérist um að útskriftarár- gangur reyndi að hringja bjöllu við enda gangs á meðan ungmenni í öðrum árgöngum reyndu að koma í veg fyrir það. Myndaðist við þetta mikil kös á afar litlu svæði við skóla- bjölluna. Þegar slagurinn var nýhaf- inn fékk umræddur nemandi, sem var á síðasta ári, þungt högg á höfuð- ið, sáran verk í háls og bak og hellu fyrir eyrum. Hann komst út af eigin rammleik og leitaði á slysadeild eftir að leikfimikennari við skólann sá að ekki var allt með felldu. Eftir rannsóknir á spítalanum kom í ljós að pilturinn var tvíbrot- inn á fyrsta hálslið og liðband var rif- ið. Hann var settur í stífan hálskraga sem hann þurfti að nota í þrettán vik- ur og þá var hann í fimm vikur til við- bótar í mýkri kraga, samtals í rúma fjóra mánuði. Í dómnum kemur fram að pilturinn hafi verið óvinnufær allt sumarið og orðið af um 1,8 milljón- um króna sem hann hefði fengið í laun. Lögmaður nemandans bar því við fyrir dómi að stjórn skól- ans, rektor og kennarar hafi sýnt af sér gáleysi í kringum atburðinn og að á undanförnum áratugum hafi gangaslagur í skólanum þró- ast með þeim hætti að nemendum hafi verið bráð hætta búin af þátt- töku í athöfninni og tók dómari í málinu undir þau rök. Gangaslag- urinn hefur nú verið lagður af. Áratugahefð Gangaslagurinn var lagður af eftir slys árið 2009. Fyrrverandi nemandi skólans fékk tæpar níu milljónir króna í bætur eftir slysið.Mynd SigtRygguR ARi n Niðurfærsla skulda upp á rúmar 600 milljónir NefNdi ekki huNdraða milljóNa afskriftir J akob Valgeir Flosason, út- gerðarmaður í Bolungarvík og einn af þátttakendunum í fjár- festingarfélaginu Stími í árslok 2007, fékk rúmlega 620 millj- óna króna skuldaafskrift af lánum eins útgerðarfélags síns árið 2010. Félagið heitið Halli Ís 197 ehf. og heit- ir eftir línuveiðiskipinu Halla Eggerts ÍS sem Jakob Valgeir og Hraðfrysti- húsið Gunnvör keyptu af útgerð- inni Kambi á Flateyri í maí árið 2007. Halli Eggerts var  beitningavélabátur sem á var 740 þorskígildistonna kvóti þegar viðskiptin áttu sér stað. Í ársreikningi eignarhaldsfélags- ins fyrir árið 2010 kemur fram að skuldir félagsins hafi verið lækkað- ar um 623 milljónir króna. Af þess- um sökum skilaði félagið nærri 700 milljóna króna hagnaði árið 2010 og skuldir félagsins lækkuðu úr nærri tveimur milljörðum króna niður í tæpan milljarð. Útgerðarfélagið er skráð í Bolungarvík og heldur það utan um aflaheimildirnar sem áður voru á Halla Eggerts en skipið sjálft var selt til Noregs í ársbyrjun 2008. Skuldsetning eignarhaldsfélagsins er tilkomin út af kaupum þess á Halla Eggerts og veiðiheimildum hans sem metnar voru á tæplega 960 milljónir króna í lok árs 2010. Ekki í samræmi við orð Jakobs Valgeirs Þessi niðurfærsla á skuldum eins af útgerðarfélögum Jakobs Valgeirs er ekki í samræmi við orð sem hann lét sjálfur falla á fundi með forsvars- mönnum ríkisstjórnarinnar á Ísa- firði í síðustu viku og í DV á mið- vikudaginn. Þá sagði Jakob Valgeir að ekkert hefði verið afskrifað af skuldum Bolvíkinga í sjávarútvegi. „Það er ekki búið að afskrifa neitt af lánum handa Bolvíkingum í sjávar- útvegi.“ Skuldir félagsins voru við Landsbankann. Í viðtalinu við DV sagði Jak- ob Valgeir það sama og áréttaði að hann líti ekki á afskriftir á hluta- bréfaskuldum sínum sem afskriftir á útgerðarskuldum. DV rakti að eign- arhaldsfélag í eigu Jakobs Valgeirs hafi skuldað um 3,5 milljarða króna en félagið fjárfesti meðal annars í hlutabréfum í íslensku bönkunum og fjárfestingarfélögum eins og FL Group og einnig í sjávarútvegi. „Það sem kemur til með að verða afskrif- að eru eingöngu hlutabréfaskuld- ir eða svoleiðis dótarí sem kemur þessum sjávarútvegi ekkert við […] Ég lít ekki á það ef þú kaupir hluta- bréf og þau tapast að verið sé að af- skrifa kvótaskuldir. Ég get bara ekki verið sammála því. Þú kaupir hluta- bréf með veði í hlutabréfunum og svo fara fyrirtækin á hausinn sem þú kaupir og það tapast og veðin þar af leiðandi líka. Þá er bara verið að afskrifa skuldir út af þessum hluta- bréfaskuldum en ekki skuldir sem tengjast sjávarútvegi.“ Fjárhagsleg endurskipulagning Kastljósið fjallaði um málefni Halla Ís ehf. í apríl og ýjaði að því að mikl- ar líkur væru á því að félagið hefði fengið afskrifaðar skuldir árið 2010. Félagið hafði hins vegar ekki skilað ársreikningi fyrir 2010 þegar umfjöll- unin var birt þannig að ekki var hægt að sannreyna afskriftirnar. Í ársreikningi Halla fyrir 2010 kemur hins vegar fram að í árslok 2009 hafi gjaldfallnar skuldir félags- ins numið tæplega 750 milljónum króna en einungis rúmlega 50 millj- ónum árið eftir. Þetta bendir til þess að þessi upphæð, eða stór hluti hennar, hafi verið afskrifuð. Þá kem- ur fram að félagið hafi greitt lang- tímaskuldir upp á tæplega 1.700 milljónir króna árið 2010 og stofnað til nýrra langtímaskulda upp á tæp- lega milljarð. Þetta bendir til að fé- lagið hafi endurfjármagnað skuldir sínar árið 2010. Þá kemur jafnframt fram að hlutafé félagsins hafi verið fært niður og svo hækkað aftur um 130 milljónir króna sem aftur er vís- bending um að félagið hafi gengið í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu. Eitt af úrræðunum vegna málefna yfirskuldsettra eignarhalds- félaga sem gengið hafa í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu er að afskrifa hjá þeim skuldir. Ekki náðist í Jakob Valgeir á fimmtudaginn. „Það er ekki búið að afskrifa neitt af lánum handa Bolvíking- um í sjávarútvegi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hundraða milljóna afskriftir Yfirskuldsett útgerðarfélag í eigu Jakobs Valgeirs fékk rúmlega 600 milljóna afskriftir hjá Landsbankanum árið 2010. Þetta stangast á við orð Jakobs Valgeirs sjálfs. dæmdur fyrir líkamsárás: Afdrifaríkt hnefahögg Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lík- amsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. júlí í fyrra slegið annan mann hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut brot á nef- beini, vanga- og kjálkabeinum og augntóftargólfi. Atvikið átti sér stað á filmuís- etningarverkstæði að Eldshöfða í Reykjavík og sagði fórnarlambið við lögreglu að árásarmaðurinn hafi beðið hann að gera eitthvað fyrir sig sem hann vildi ekki. Þá hafi hann verið sleginn fyrirvara- laust í andlitið. Árásarmaður- inn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn en hann var þó handtekinn nokkru síðar og yfirheyrður af lögreglu. Hann neitaði sök fyrir dómi og sagði að fórnarlambið hefði dottið þegar hann ýtti við honum. Dómari í málinu féllst ekki á þau rök og var manninum, sem er af erlendu bergi brotinn, gert að sæta fimm mánaða fangelsi. Dómurinn er þó skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 540 þúsund krónur í bætur. Tækjum stolið úr sumarbústað Öllum heimilistækjum og hrein- lætistækjum var stolið úr sumar- bústað við Fljótsbakka í Grímsnesi að kvöldi þriðjudags. Eigandinn hafði nýlega komið með tækin í bústaðinn og voru þau öll ný og í umbúðunum. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að stóran flutningabíl hafi þurft til að flytja öll tækin sem og verkfæri sem var stolið. Útilokar lögregla ekki að þjófnaðurinn hafi verið skipu- lagður og þjófunum kunnugt um að tækin væru í bústaðnum. Lög- reglan á Selfossi biður alla þá sem orðið hafa varir við flutningabíl á þessu svæði á fyrrgreindu tíma- bili eða búa yfir einhverjum upp- lýsingum um þjófnaðinn að hafa samband í síma lögreglunnar 480- 1010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.