Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 38
38 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Stórafmæli Jón Ólafsson bassaleikari verður 60 ára þann 28. apríl xxx xxx 58 ára 29. apríl Gamanleikarinn Jerry Seinfeld hefur elst vel en hann verður hvorki meira né minna en 58 ára á sunnudag. 61 árs 27. apríl Ace Frehley gítarleikar hljómsveitarinnar Kiss fagnar 61 árs afmæli sínu í dag, föstudag. 31 árs 28. apríl Kynbomban Jessica Alba deilir þessum afmælisdegi með einræðisherranum sáluga Saddam Hussein. J ón Ólafsson er borinn og barnfæddur Reykvíking- ur og segir að hann hafi verið mikið úti að leika sér þegar hann lítill. „Ég hef alla tíð verið mjög næmur fyrir tónlist en þegar Bítlarnir og Rolling Stones komu þá var ég kolfallinn. Ég hef gefið rokki og róli öll mín bestu ár og ég sé ekkert eftir því. Ég var 10–11 ára þegar ég heyrði í Bítlunum í fyrsta skipti og ég gleymi því aldrei, það var lagið I Want To Hold Your Hand. Það heillaði mig hvað það gekk allt upp hjá þeim í tónlistinni.“ Um fermingu byrjaði Jón í sinni fyrstu hljómsveit. „Hún hét Glamparar og Egill Ólafs- son var í henni með mér. Egill spilaði á ryþmagítar og ég sá um að syngja lög vinsælustu hljómsveita þess tíma.“ Það þekkja flestir lagið Dimmar rósir og það hafa margir tekið það lag í gegn- um tíðina en Jón spilaði það með þeim, þá 17 ára gamall. „Þá vantaði bassaleikara og tóku menn í prufur og ég var valinn.“ Jón var í langvinsælustu hljómsveit Íslands árið 1974, Pelikan, með Pétri Kristjáns- syni. „Við áttum metsöluplöt- una Uppteknir sem seldist í 12 þúsund eintökum. Við tókum plötuna upp í Banda- ríkjunum og það var einstak- lega skemmtilegt ævintýri sem ég mun aldrei gleyma. Við vorum í 11 daga í það skipti í Bandaríkjunum en ári seinna fórum við aftur þangað og þá spiluðum við á mörgum stöðum.“ Jón hefur verið fastur meðlimur í blúshljómsveit- inni Vinir Dóra og þá hefur hann spilað með nokkrum erlendum blúsurum. „Ég spilaði fyrir nokkrum árum með Pinetop Perkins en hann var mjög frægur blús- ari en hann lést fyrir örfáum árum.“ Jón er alltaf að spila enn þann dag í dag og hann ætlar ekkert að fara að hætta. „Paul McCartney er að verða 70 ára, 10 árum eldri en ég, og hann er enn að túra um heiminn svo ég á nóg eftir.“ Jón hefur aldrei hitt neinn af Bítlunum en hann mun eyða afmælisdegi sínum úti í London ásamt tveimur sonum sínum. „Hver veit nema maður rekist á Paul í London?“ segir Jón að lokum og hlær. Lífið er rokk og ról Fjölskylda Börn n Ólafur Jónsson f. 1970 n Haukur Ingi Jónsson f. 1975 n Halldór Hrafn Jónsson f. 1981 „Hver veit nema maður rekist á Paul í London? Þ að er ekki jafn erfitt og fólk gæti haldið að búa til regn- bogaköku og pottþétt að svona kaka veki gríðarlega hrifningu yngri kynslóð- arinnar í barnaafmælum. Krökk- unum finnst þetta ekkert lítið flott og þeir eru sko ekki feimnir við að sýna það. Þetta er örugglega ekki bragð- besta kakan sem til er en krakkarn- ir kolfalla fyrir útlitinu og allir fá sér sneið. Þetta er svo einfalt að það er eig- inlega bara fyndið. Notaðu bara til dæmis venjulega svampbotnaupp- skrift og skiptu deiginu í jafnmarg- ar skálar og þú vilt hafa litina á kök- unni. Svo notar þú bara venjulega matarliti og blandar þeim saman eins og þú vilt. Gulur+rauður= app- elsínugulur, gulur+blár=grænn og rauður+blár= fjólublár. Svo bakar maður botnana alla hvern í sínu lagi. Lætur þá kólna og setur krem á milli og yfir öll herleg- heitin til dæmis smjörkrem í litum. Hér er svo ein uppskrift af svampbotni sem hægt er að nota. n 3 egg n 200 gr sykur n ¾ dl heitt vatn n 150 gr hveiti n ½ tsk. lyftiduft Þeytið egg og sykur vel saman þar til það er orðið ljóst og létt. Bæt- ið svo vatni, hveiti og lyftidufti sam- an við og hrærið varlega í með sleif. Setjið í form með lausum botni og bakið við 180°C í um það bil 20 mínútur, fer alveg eftir því hversu stór formin eru. Regnbogakaka í barnaafmæli n Slær alltaf í gegn 27. apríl 1937 Þýskar sprengjuflug- vélar eyðileggja bæinn Guernica á Spáni. 1947 Fyrsti Babe Ruth-dagurinn er haldinn hátíðlegur í New York. 1961 Bretland veitir Síerra Leóne sjálfstæði. 1965 Vörumerkið Pampers er skráð á einkaleyfastofu en Pampers er í dag frægasti bleyjuframleiðandi í heimi. 1982 Réttarhöldin yfir John W. Hinckley Jr. hefjast í Washington. Hinckley var síðar sýknaður af því að skjóta að Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og þremur öðrum. Hann þótti ekki sakhæfur vegna geðveilu. 1989 Nemendur sem mótmæla í Kína taka yfir Tianamen-torgið í Peking. 1992 Rússland og tólf önnur fyrrverandi sovésk lýðveldi fá inn- göngu í AGS og heimsbankann. 2005 Stærsta farþegaþota heims, A380, lendir eftir sitt fyrsta flug. 840 farþegar voru í þotunni. osama-twintowers.jpg 2006 Framkvæmdir við Frelsisturninn í New York hefjast en hann mun rísa þar sem World Trade Center var. 28. apríl 1902 Bylting brýst út í Dóminíska lýðveldinu. 1910 Claude Grahame-White flýgur fyrstur manna að nóttu til. 1920 Aserbaídsjan sameinast Sovétríkjunum. 1957 Fréttamaðurinn Mike Wallace sem nú er nýlátinn sést í fyrsta skipti í sjónvarpi í viðtalsþætti sínum Mike Wallace Interviews. 1967 Hnefaleikakappinn Muhammad Ali neitar að ganga í bandaríska herinn og heimsmeist- aratitillinn er tekinn af honum. 1969 Charles de Gaulle segir af sér sem forseti Frakklands. 1994 Fyrrverandi yfirmaður í CIA, Aldrich Ames, er dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að selja Rússlandi leyniskjöl. 1997 Samningur þess efnis að enginn noti efnavopn í hernaði er undirritaður af flestum löndum heims að undanskildum Rúss- landi, Írak og Norður-Kóreu. 2000 Sjónvarpsmað- urinn Jay Leno fær stjörnu á frægðar- götunni í Hollywood. 29. apríl 1879 Rafmagnsljósastaurar eru notaðir í fyrsta skipti í Cleveland í Bandaríkjunum. 1945 Adolf Hitler kvænist Evu Braun í sprengu- byrgi í Berlín og á sama tíma gerir hann aðmírálinn Karl Dönitz að eftirmanni sínum. 1974 Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tilkynnir að hann ætli að opinbera upptökur sem hann tók upp á laun í Hvíta húsinu í tengslum við Watergate- hneykslið. 1997 Geimfararnir Jerry Linenger frá Bandaríkjunum og Rússinn Vasily Tsibliyev ganga saman á tunglinu. 1998 Brasilía opinberar áætlun sína um að vernda risastórt svæði í Amazon-regnskóginum. Svæði á stærð við Colorado-fylki í Banda- ríkjunum. 2003 Leikarinn Mr. T kærir verslunina Best Buy fyrir að nota mann sem líkist honum í auglýs- ingaherferð. Merkis- atburðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.