Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Flestir vilja Þóru sem forseta n Mælist með tæplega helming atkvæða Þ óra Arnórsdóttir mun fá af- gerandi meirihluta atkvæða í komandi forsetakosningum ef marka má könnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands. Könnunin leiðir í ljós að 49 pró- sent svarenda ætla að kjósa Þóru en Ólafur Ragnar Grímsson mælist með um 35 prósenta fylgi. Ari Trausti Guð- mundsson, sem tilkynnti framboð sitt í síðustu viku, er með 11,5 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur um 3 prósent. Sami hópur var spurður um af- stöðu sína til frambjóðenda þann 17. apríl síðastliðinn, áður en Ari Trausti Guðmundsson tilkynnti um framboð sitt. Svo virðist sem hann sæki fylgi sitt til þeirra sem voru óákveðnir í fyrri könnuninni en 46 prósent þeirra sem nú segjast ætla að kjósa hann svöruðu áður að þeir myndu skila auðu, væru óákveðnir eða vildu ekki svara. Þriðj- ungur stuðningsmanna Ara Trausta ætlaði að kjósa Þóru Arnórsdóttur í fyrri könnun og 11 prósent þeirra ætl- uðu að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Í könnuninni var einnig spurt út í þá eiginleika frambjóðenda sem hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Almenn framkoma er sá eiginleiki Þóru sem vegur þungt hjá stuðningsmönn- um hennar. Þekking og reynsla Ólafs Ragnars Grímssonar og heiðarleiki hjá Ara Trausta eru þeir eiginleikar sem þeirra stuðningsmenn nefndu. gunnhildur@dv.is Æsispennandi Meistaradeild: Missti stjórn á sér yfir leiknum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af karlmanni sem var fremur æstur vegna undan- úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid tók á móti þýska liðinu FC Bayern á miðvikudagskvöld þar sem Þjóðverjarnir komust áfram eftir æsispennandi vítaspyrnu. Það var á níunda tímanum að kvöldi miðvikudags sem lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst kvörtun vegna hávaða úr íbúð karlmanns- ins. „Húsbóndinn kom til dyra og viðurkenndi strax að hann ætti sök á þessum látum. Þvertók hins vegar fyrir að hann væri að rífast við kon- una eða börnin og þetta ætti sér eðlilegar skýringar. Þær voru á þann veginn að maðurinn var að horfa á undanúrslitaleik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og var viður- eignin æsispennandi enda komin framlenging og kappið hefði borið hann ofurliði. Þetta var tekið gott og gilt en maðurinn engu að síður beðinn um að reyna að róa sig og taka þar með tillit til nágrannanna í blokkinni. Engar frekari kvart- anir bárust vegna mannsins og því líklegt að honum hafi tekst að róa taugarnar,“ segir í dagbók lögreglu um málið. V ið látum bara breyta þessu, breyta merkingunum,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarfélags Hörpu, um bílastæði í bíla- kjallara hússins sem hafa vakið mikla umræðu. „Við munum ekki blanda saman stæðum fyrir konur og fatlaða.“ Stæðin, sem eru merkt fötluðum og konum, vöktu mikla umræðu eftir að mynd af þeim birtist á netinu. Hösk- uldur segir að óheppilegt hafi verið að blanda merkjum fatlaðra og tákni kvenna saman á stæðunum. Fjölskyldustæði verða búin til Tilkynnt hefur verið að gera eigi sér- stök fjölskyldustæði í bílastæðakjallar- anum undir húsinu og að stæðunum sem núna eru merkt bæði fötluðum og konum verði breytt í sérstök stæði fyrir fatlaða. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um nákvæma útfærslu á þessum fjölskyldustæðum fyrir barna- fólk,“ segir Höskuldur. Í samtali við DV, áður en tilkynnt var um að hætt hefði verið við að hafa stæðin merkt bæði fötluðum og konum, sagði Torfi Hjart- arson, verkefnastjóri glerhjúps og bíla- stæðahúss Hörpu, að upphaflega hafi umdeildu stæðin átt að vera merkt með barnavagni og vera ætluð fötluð- um og barnafjölskyldum en í raun hafi öllum verið frjálst að nota þau. Torfi sagði einnig að umrædd bíla- stæði hafi verið umframstæði og vís- aði hann þar til þess að reglur um fjölda bílastæða fyrir fatlaða hafi ver- ið uppfylltar áður en umdeildu stæð- in voru merkt. Samkvæmt því sem Höskuldur segir mun þó bílastæðum eingöngu ætluðum fötluðum fjölga sem nemur stæðunum sem nú eru merkt fyrir bæði konur og fatlaða. Engin stæði sérstaklega fyrir konur Soffía Valtýsdóttir, einn af arkitekt- um hússins, vísaði í evrópskar reglu- gerðir í svari við fyrirspurn DV um bílastæðin á fimmtudag. „Víða í Evr- ópu eru reglugerðarákvæði sem taka til fjölda bílastæða sérmerktum kon- um sem og svokölluð fjölskyldustæði þar sem það hefur sýnt sig að konur eru oft óöruggar og líður illa í slíkum húsum og þessum stæðum því gjarn- an komið fyrir nálægt inngöngum,“ sagði hún. Reglurnar eru hins vegar ekki í gildi og segir Höskuldur ekki verði ráðist í gerð slíkra stæða að nýju nema til komi íslenskar reglugerðir þar að lútandi. „Þarna er verið að blanda saman merkingu stæða fyrir fatlaða og kven- fólk. Við erum að hætta við það þann- ig að við verðum bara með sérstök stæði fyrir fatlaða en ef síðan kem- ur reglugerð fyrir Ísland sem kveður á um það þurfi að vera með sérstak- an fjölda stæða fyrir kvenfólk þá bara bregðumst við við því,“ útskýrir hann. n Óheppilegt þótti að merkja stæðin bæði fötluðum og konum Bakka með kvennastæði „Við erum að hætta við það að vera að blanda þessum merking- um saman. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Netheimar loga Mikil umræða hefur verið um bílastæðin á Facebook. MyNd GuNNar GuNNarssoN Málað upp á nýtt Bílastæðin sem merkt eru fyrir fatlaða og konur verða merkt upp á nýtt. MyNd siGtryGGur ari JóHaNNssoN Norðmaður vann 211 milljónir Norðmaður datt í lukkupottinn á miðvikudagskvöld þegar dregið var í Víkingalottóinu. Norðmaðurinn var með allar tölur réttar í útdrætt- inum og fær í sinn hlut 211 millj- ónir króna. Íslenski bónuspotturinn gekk út og fékk stálheppinn Íslend- ingur, sem var með miða í áskrift, tæplega 2,9 milljónir króna í sinn hlut. Þá var einn með fjórar tölur réttar í Jókernum og fær hundrað þúsund krónur. Jókermiðinn var keyptur í Olís, Langatanga í Mos- fellsbæ. Könnun Félagsvísindastofnunar HÍ Gefur til kynna að Þóra muni fá flest atkvæði. MyNd: Eyþór ÁrNasoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.