Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Vildu ekki snertiskjá Tæknivefsíðan The Verge birti í vikunni litla grein um fyrsta Google-símann sem átti að koma út 2007. Upphaflega átti Google- síminn ekki að vera með snertiskjá en um símann sagði á vef Google: „Hægt verður að notast við snert- iskjá en aftur á móti var síminn hannaður með það í huga að hafa alvörutakka þó ekki bæri mikið á þeim. Snertiskjár getur því aldrei komið almennilega í stað alvöru- takka.“ Tímarnir breytast þó fljótt og aðeins ári síðar var T-Mobile G1-síminn, þar sem snertiskjárinn var aðalatriðið, settur á markað. V ef- og tæknirisinn Go- ogle hefur sett á markað afritunarlausn sem á að fara í beina samkeppni við Dropbox frá Apple og SkyDrive frá Microsoft. Lausn Go- ogle heitir Drive og býður notend- um allt að 16 terabæta geymslu- pláss á vefnum. Google Drive hefur strax fengið mikið hrós fyrir viðmótið sem það býður upp á. Þó telja margir að Google sé aðeins of seint inn á markaðinn en það á eftir að koma í ljós. Til að byrja með geta notendur Google geymt fimm gígabæt af efni á Drive sér að kostnaðarlausu en síðar verð- ur hægt að kaupa meira geymslu- pláss. Drive býður upp á meira pláss en Dropbox og er ódýrara. Þá verður afritunarlausnin fáan- leg bæði á PC- og Apple-tölvur og í boði verða smáforrit á snjallsíma og spjaldtölvur. Ódýr lausn Google Docs, sem milljónir manna nota til að geyma skjölin sín á vefn- um, er hluti af Drive og gerir notend- um, eins og í Docs, kleift að vinna skjöl með öðrum í rauntíma. Það býður líka upp á að deila efni með öðrum, skrifa athugasemdir og það lætur notendur vita ef nýjar skrár eða skilaboð bíða þeirra. Google segir að hægt verði að leita að öllu í Drive með einföldum leitarorðum. Hægt verður að sía leitina eftir teg- und skráar, eiganda og fleiri leiðum. Eins og áður segir byrja not- endur með fimm gígabæt þar sem hægt verður að geyma skjöl, mynd- bönd, myndir, PDF-skjöl og fleira. Notendur geta keypt 25 gígabæta geymslupláss fyrir 2,49 dollara á mánuði eða sem nemur 314 krón- um. Hundrað gígabæt kosta 4,99 dollara eða 630 krónur og terabæt- ið kostar 49,99 dollara eða 6.300 krónur. Um leið og keypt er upp- færsla á Drive bætast 25 gígabæt af geymsluplássi við Gmail-aðgang notandans. Samkeppnisaðilinn Dropbox frá Apple hefur hingað til verið aðaldæmið þegar kemur að afritunarlausnum og það eðlilega. Það er mjög einfalt í notkun, er gott fyrir hópa til að dreifa skrám og býður upp á afskaplega fáar stillingar sem hægt er að fikta í og skemma eitthvað. Dropbox er ásamt Evernote eitthvað albesta forrit til að geyma skjöl og hefur því notið mikilla vinsælda. Samkeppnin frá Drive ætti þó að velgja Apple eilítið undir ugg- um, sér í lagi þegar kemur að því að laða að sér nýja notendur. Til að byrja með býður Dropbox aðeins upp á tvö gígabæt af geymsluplássi án endurgjalds á móti fimm frá Google. Dropbox neyðir þig einnig til að geyma allt í einni möppu. Að kaupa sér meira geymslupláss er svo frekar dýrt. Hundrað gígabæt af geymsluplássi kosta 19,99 doll- ara á mánuði eða sem nemur 2.500 krónum. Það er rétt tæplega tvö þúsund krónum dýrara en Drive. tomas@dv.is Meira pláss fyrir minni peninga n Google með töluvert ódýrari afritunarlausn en Dropbox Samkeppni Dropbox og SkyDrive fá nú alvöru samkeppni frá Google.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.