Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 52
52 Lífsstíll 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Vildu ekki snertiskjá Tæknivefsíðan The Verge birti í vikunni litla grein um fyrsta Google-símann sem átti að koma út 2007. Upphaflega átti Google- síminn ekki að vera með snertiskjá en um símann sagði á vef Google: „Hægt verður að notast við snert- iskjá en aftur á móti var síminn hannaður með það í huga að hafa alvörutakka þó ekki bæri mikið á þeim. Snertiskjár getur því aldrei komið almennilega í stað alvöru- takka.“ Tímarnir breytast þó fljótt og aðeins ári síðar var T-Mobile G1-síminn, þar sem snertiskjárinn var aðalatriðið, settur á markað. V ef- og tæknirisinn Go- ogle hefur sett á markað afritunarlausn sem á að fara í beina samkeppni við Dropbox frá Apple og SkyDrive frá Microsoft. Lausn Go- ogle heitir Drive og býður notend- um allt að 16 terabæta geymslu- pláss á vefnum. Google Drive hefur strax fengið mikið hrós fyrir viðmótið sem það býður upp á. Þó telja margir að Google sé aðeins of seint inn á markaðinn en það á eftir að koma í ljós. Til að byrja með geta notendur Google geymt fimm gígabæt af efni á Drive sér að kostnaðarlausu en síðar verð- ur hægt að kaupa meira geymslu- pláss. Drive býður upp á meira pláss en Dropbox og er ódýrara. Þá verður afritunarlausnin fáan- leg bæði á PC- og Apple-tölvur og í boði verða smáforrit á snjallsíma og spjaldtölvur. Ódýr lausn Google Docs, sem milljónir manna nota til að geyma skjölin sín á vefn- um, er hluti af Drive og gerir notend- um, eins og í Docs, kleift að vinna skjöl með öðrum í rauntíma. Það býður líka upp á að deila efni með öðrum, skrifa athugasemdir og það lætur notendur vita ef nýjar skrár eða skilaboð bíða þeirra. Google segir að hægt verði að leita að öllu í Drive með einföldum leitarorðum. Hægt verður að sía leitina eftir teg- und skráar, eiganda og fleiri leiðum. Eins og áður segir byrja not- endur með fimm gígabæt þar sem hægt verður að geyma skjöl, mynd- bönd, myndir, PDF-skjöl og fleira. Notendur geta keypt 25 gígabæta geymslupláss fyrir 2,49 dollara á mánuði eða sem nemur 314 krón- um. Hundrað gígabæt kosta 4,99 dollara eða 630 krónur og terabæt- ið kostar 49,99 dollara eða 6.300 krónur. Um leið og keypt er upp- færsla á Drive bætast 25 gígabæt af geymsluplássi við Gmail-aðgang notandans. Samkeppnisaðilinn Dropbox frá Apple hefur hingað til verið aðaldæmið þegar kemur að afritunarlausnum og það eðlilega. Það er mjög einfalt í notkun, er gott fyrir hópa til að dreifa skrám og býður upp á afskaplega fáar stillingar sem hægt er að fikta í og skemma eitthvað. Dropbox er ásamt Evernote eitthvað albesta forrit til að geyma skjöl og hefur því notið mikilla vinsælda. Samkeppnin frá Drive ætti þó að velgja Apple eilítið undir ugg- um, sér í lagi þegar kemur að því að laða að sér nýja notendur. Til að byrja með býður Dropbox aðeins upp á tvö gígabæt af geymsluplássi án endurgjalds á móti fimm frá Google. Dropbox neyðir þig einnig til að geyma allt í einni möppu. Að kaupa sér meira geymslupláss er svo frekar dýrt. Hundrað gígabæt af geymsluplássi kosta 19,99 doll- ara á mánuði eða sem nemur 2.500 krónum. Það er rétt tæplega tvö þúsund krónum dýrara en Drive. tomas@dv.is Meira pláss fyrir minni peninga n Google með töluvert ódýrari afritunarlausn en Dropbox Samkeppni Dropbox og SkyDrive fá nú alvöru samkeppni frá Google.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.