Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Milljónir af opinberu fé hafa farið í kerið R íkið hafði tækifæri til að kaupa Kerið í Grímsnesi og land þar í kring árið 1999. Siv Friðleifsdóttir, þáverandi ráðherra, lagði hins vegar til að forkaupsréttur ríkisins yrði ekki nýttur. Eigendur Kersins, sem þá voru systkinin Guðmundur Bene- diktsson, Helga Benediktsdóttir og erfingjar Halldórs Benediktssonar, vildu fá 20 milljónir króna fyrir land- ið sem var langtum meira en þær 3,5 milljónir sem ríkið var tilbúið að borga. Margir vildu kaupa Kerið Samkvæmt fréttum frá 1999 af sölu Kersins bárust rúmlega tíu tilboð í landið. Þeir sem áttu tilboðið sem fyrrverandi eigendur Kersins tóku á endanum var eignarhaldsfélagið Kerfélagið. Samkvæmt síðasta árs- reikningi félagsins eru eigend- ur þess Hagkaupsbræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir, Ás- geir Bolli Kristinsson, betur þekkt- ur sem Bolli í Sautján, og Óskar Magnússon, útgefandi Morgun- blaðsins. Hver um sig á fjórðung í félaginu. Það var ekki bara íslenska ríkið sem ekki vildi kaupa Kerið held- ur vildi Grímsnes- og Grafnings- hreppur ekkert með landið gera. Þeim bauðst að ganga inn í kaup- samninginn á sínum tíma en því hafnaði sveitarfélagið. Milljónir af opinberu fé í Kerið Eftir að eigendaskiptin urðu á landsvæðinu og Kerinu árið 1999 voru strax fjórar milljónir króna af opinberu fé veittar sem styrkur til uppbyggingar á svæðinu. Óskar sagði árið 2008 í samtali við Morg- unblaðið að sá styrkur hefði dugað skammt og hefði verið í þágu þjóð- arinnar. „Við teljum að þessi styrk- ur hafi verið veittur til að laga það sem á undan hafði gengið og að Vegagerðin og Ferðamálaráð hafi bókstaflega skuldað þjóðinni þess- ar endurbætur,“ sagði hann. Á árunum eftir kaupin á Ker- inu eyddi Vegagerðin meira en 2,5 milljónum króna í gerð göngustíga og bílastæðis við Kerið. Það er því ljóst að þrátt fyrir að ríkið hafi hafn- að því að kaupa Kerið fyrir talsvert minna fé en Kerfélagið borgaði fyr- ir það hefur tæplega sjö milljónum króna verið varið af opinberu fé til uppbyggingar á svæðinu. Vilja fá borgað fyrir áganginn Árið 2008 spannst mikil umræða um Kerið og eignarhald þess. Þá vildu eigendur Kerfélagsins, með Óskar Magnússon í fararbroddi, taka gjald af ferðamönnum sem komu á svæðið. Ferðaþjónustu- aðilar lýstu efasemdum um ágæti þess og bentu meðal annars á að þarna væru eigendurnir að taka arð af framkvæmdum sem opin- berir aðilar höfðu ráðist í, með- al annars með gerð bílastæðis við náttúruperluna. Það voru nefnilega ekki eigendur svæðisins sem borguðu fyrir gerð bílastæðisins, göngustíga og fleiri framkvæmda við Kerið heldur Vegagerðin og Ferðamála- stofa. Röksemdir eigendanna fyrir gjaldtöku voru hins vegar þær að standa þyrfti straum af náttúru- vernd á svæðinu og því eðlilegt að rukka gesti svæðisins með ein- hverjum hætti. „Við teljum að þessi styrkur hafi verið veittur til að laga það sem á undan hafði gengið. n Ríkið átti forkaupsrétt að Kerinu n Hefur varið milljónum í svæðið Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Talsmaður Kerfélagsins Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, hefur verið tals- maður eigenda Kersins. Mynd SigTryggur Ari JóHAnnSSon náttúruperla Kerið þykir ein af fegurstu náttúruperlum landsins. Sjómenn mótmæla 537 sjómenn hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvörpum um breytingu á fiskveiðistjórnarkerf- inu. Þetta kemur fram á vef Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og þar segir að umræddir sjómenn „mótmæli þeirri grímu- lausu aðför að kjörum sínum sem við blasir í þeim frumvörpum sem fram eru komin um breytingar á stjórn fiskveiða.“ Í yfirlýsingunni frá sjómönnun- um segir orðrétt: „Við sem stönd- um að þessari yfirlýsingu skorum á alþingismenn að taka ábyrga af- stöðu með tilliti til þeirra hörmu- legu afleiðinga sem frumvörpin kæmu til með að hafa á afkomu sjómannastéttarinnar og þar með þjóðfélagsins í heild. Framtíðin er í húfi.“ Tölvubúnaði stolið frá golfklúbbi Brotist var inn á skrifstofu Golf- klúbbsins Leynis á Garðavelli á Akranesi aðfaranótt fimmtudags. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér splunkunýjan tölvu- búnaði sem var komið fyrir á skrif- stofunni fyrr um daginn. Fjallað er um málið á vef Skessuhorns en þar kemur fram að þetta sé í annað skiptið á rúmum mánuði sem brotist er inn hjá Leyni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um málið eða urðu varir við grunsamlegar mannaferðir við golfskálann eftir klukkan 23 á mið- vikudagskvöld eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Gylfi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Leynis, segir í samtali við Skessu- horn að þjófnaðurinn sé bagaleg- ur enda var nýbúið að koma fyrir í tölvunum gögnum varðandi kom- andi golftímabil. Segir hann að rótað hafi verið í skúffum en engu öðru stolið en tölvubúnaðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.