Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 25
É g hef ekki hugmynd um hvert ég á að fara meðan á mótinu stendur,“ segir Anna Ivanova, nítján ára úkraínskur há­ skólanemi. Anna, sem stund­ ar nám í líffræði við Taras Shev­ chenko­háskólann í Kænugarði, er í hópi fjölmargra nemenda sem neyðast til að flytja af heimavist skólans meðan á Evrópumótinu í fótbolta stendur í sumar. Ástæð­ an er sú að ekki er nóg pláss á hót­ elum í borginni fyrir alla þá knatt­ spyrnuáhugamenn sem munu streyma til borgarinnar vegna mótsins sem einnig verður haldið í Póllandi. Mótið hefst þann 8. júní og lýkur 1. júlí. Engin búsetuúrræði Mikill skortur er á húsnæði fyrir þær þúsundir manna sem munu streyma til Úkraínu í sumar. Sá hluti mótsins sem haldinn verður í Úkr­ aínu fer fram í borgunum Kænu­ garði, Kharkov, Donetsk og Lviv. Nemendur sem búa á heimavist­ um í Kharkov, Donetsk og Lviv eru í sömu stöðu og Anna. Og það sem verra er þá standa þessum nemend­ um engin búsetuúrræði til boða og þá þurfa þeir einnig að halda áfram að greiða leigu af íbúðunum meðan á mótinu stendur. Þýska blaðið Spiegel fjallaði um málið á dögunum og þar var meðal annars fjallað um þýska ferðaþjón­ ustufyrirtækið TUI AG sem leigir áhugasömum Þjóðverjum stúdenta­ garðana. Herbergin kosta frá 8.300 krónum nóttin til 25.000 þúsund króna og renna 20 til 25 prósent af leiguverðinu til sjálfra háskólanna. Þeir taka því sinn skerf af gróðanum. Margir ringlaðir Eins og gefur að skilja ríkir mikil óánægja meðal þeirra nemenda sem þurfa að yfirgefa heimili sín vegna mótsins. Katerina Odarchenko, stjórnmálafræðinemi við Taras Shevchenko­háskólann, skipulagði mótmæli þegar nemendum var til­ kynnt um ráðahaginn í desember síðastliðnum. „Margir eru ringlaðir og fólki er brugðið,“ segir hún í samtali við Spiegel. Henni fyrst sérstaklega ósanngjarnt að nemendur þurfi að halda áfram að borga fullt leigu­ verð meðan ókunnugir einstaklingar dvelja í íbúðum þeirra. Þar að auki sé nánast ómögulegt fyrir þessa nem­ endur að fara annað þar sem leigu­ verð á almennum markaði sé mun hærra en þeir þurfa að greiða fyrir að vera á stúdentagörðunum. Þá sé leiguverð á íbúðum meðan á keppn­ inni stendur sérstaklega hátt enda eftirspurnin mun meiri en framboð­ ið. Þurfa að lagfæra herbergin Katerina og Anna sem stunda nám við Taras­háskólann teljast þó heppnar í samanburði við nem­ endur Læknaháskólans í Kænu­ garði. Stúdentagarðar skólans eru staðsettir skammt frá ólympíuleik­ vanginum í Kænugarði og nánast á besta stað fyrir knattspyrnuáhuga­ menn. Sá böggull fylgir hins veg­ ar skammrifi að stúdentagarðarnir eru komnir til ára sinna og þarfnast lagfæringa. Sergey Kravchuk, sem býr á heimavistinni, segir við Spie­ gel að hann hafi fengið skilaboð frá skóla yfirvöldum um að lagfæra her­ bergi sitt; mála gluggakistu og vegg­ fóðra. Hann segir að hann fái ekkert fjármagn til þess heldur þurfi hann sjálfur að standa straum af kostnað­ inum. Sumum nemendum í Mohyla­ háskólanum í Kænugarði stendur til boða að vinna sjálfboðavinnu með­ an á keppninni stendur til að halda herbergjum sínum. „Mér var boðið að halda herberginu gegn því að að­ stoða í átta klukkustundir á dag,“ segir Alexander Simonenko, nem­ andi við skólann. Hann hefur ekki tekið tilboðinu. Annar nemandi, Konstantin Boiko, fékk þó betra til­ boð. Það hljóðaði upp á að vinna í tvær klukkustundir á dag og halda herberginu sínu. Boiko tók tilboð­ inu enda hefur hann ekki í önnur hús að venda meðan á keppninni stendur. Erlent 25Helgarblað 27.–29. apríl 2012 n Erlendir ferðamenn leggja stúdentagarða í Úkraínu undir sig í sumar„Mér var boðið að halda herberg- inu gegn því að aðstoða í átta klukkustundir á dag. Þarf að fara Anna Ivanova er í hópi margra nemenda sem neyðast til að flytja meðan á EM stendur. Hún veit ekkert hvert hún getur farið. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Háskólanemar á götunni vegna em Eltihrellir ónáðar þýska afrekskonu Ariana Friedrich, eina helsta af­ rekskona Þjóðverja í stangarstökki, ákvað að birta nafn eltihrellis sem hefur ónáðað hana ítrekað að und­ anförnu. Ariana nýtti samskipta­ vefinn Facebook til þess og bar við sjálfsvörn. Hún birti meðal annars nafn mannsins og heimilisfang hans og sáu þúsundir manna sem eru aðdáendur hennar á Face book allar upplýsingar um hann. Samkvæmt frétt breska rík­ isútvarpsins, BBC, hafði mað­ urinn meðal annars sent henni klámfengnar myndir af sjálfum sér. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa ákvörðun Ariönnu og hafa spunnist miklar umræður um gjörninginn í Þýskalandi. Snýst umræðan meðal annars um frið­ helgi einkalífs og hversu langt þol­ endur, eins og Ariana í umræddu tilfelli, geta gengið. Þannig hafa margir gagnrýnt íþróttastjörnuna harðlega, en Ariana býr sig undir Ólympíuleikana í London af full­ um krafti. „Ég hef oft verið móðguð, mátt þola kynferðislega áreitni og verið fórnarlamb eltihrella,“ sagði hún á Facebook­síðu sinni eftir að hafa birt persónuupplýsingarnar um manninn. „Nú er komið nóg og ég þarf að verja mig. Og það er það sem ég er að gera. Ég er ekki tilbú­ in til að láta þetta yfir mig ganga. Ég er einfaldlega þreytt og það kemur alltaf að þeim tímapunkti að nóg er nóg,“ bætti hún við. Ariana kærði manninn einnig til lögreglu og segir umboðsmaður hennar, Guenter Eisinger, að mál­ ið sé nú í höndum saksóknara. Óhugnanlegt mál í Þýskalandi: Þrjú börn fundust látin Móðir þriggja kornabarna, sem fundust látin í húsi hennar skammt frá borginni Giessen, neitar að hafa ráðið þeim bana. Lík barnanna fundust í kæli­ boxum í kjallara hússins fyrir skemmstu og segir saksóknari í málinu, Ute Sehlbach­Schellen­ berg, í samtali við BBC að konan beri því við að börnin hafi fæðst andvana. Hún hefur ekki verið ákærð í málinu en afplánar nú sex mánaða dóm sem hún fékk fyrir fjársvik. Schellenberg segir að grunur leiki á að börnunum hafi verið ráðinn bani skömmu eftir fæð­ ingu. Þó sé ekki hægt að útiloka neitt í málinu. Svo virðist vera sem lík barnanna hafi legið í boxunum í nokkra mánuði, jafnvel ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.