Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 44
44 Menning 27.–29. apríl 2012 Helgarblað „Grettir hefði líklega endað sem handrukkari“ n Óttar Guðmundsson geðlæknir setur fram geðgreiningu á persónum þekktra sagna Í slendingasögurnar hafa verið áhugamál mitt í mjög ár,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir sem hefur gefið út bókina Hetjur og hugarvíl. Í henni tekur hann helstu persónur og atriði Íslend- ingasagnanna fyrir og rýnir í hegð- un hetjanna. Óttar setur fram geð- greiningu sem studd er ímynduðum viðtölum hans við hetjurnar og á þeim grundvelli setur hann fram til- gátur um það hvernig þeim myndi mögulega reiða af í nútímanum. „Ég er að leika mér að þessum greiningum og skoðaði allar helstu sögurnar, Njálu sem er meistara- verkið, Laxdælu, Grettissögu og auðvitað Gísla Súrsson.“ Útkastari og handrukkari á örorkubótum Spurður um óstýrilátustu hetju sagnanna, Gretti, segir Óttar að hann hefði líklega endað sem ógæfumaður árið 2012 í Reykjavík. „Hann er strax mjög baldinn sem ungur maður og greinilega er hann með mótþróaröskun og siðblindu sem barn. Hann er vondur við dýr og drepur þau og ræðst líka á full- orðna. Ég lít svo á að hann sé með geðklofaröskun, hann er mikill ein- fari og einrænn. Svo hefur hann vissulega verið með áfallastreit- uröskun, sem má lesa af þessum glámsaugum sem fylgja honum.“ Hvað væri Grettir í dag? „Hann hefði alls ekki plumað sig í samfé- laginu í dag. Hann hefði lent í fang- elsi og fljótt farið á örorku, svo hefði hann kannski farið að vinna sem útkastari á bar. Grettir hefði líklega hreinlega endað sem handrukkari,“ bætir Óttar við og hlær. Fórnarlamb kynferðislegrar misnotkunar Umtöluð er Hallgerður langbrók í Njálu fyrir sveiflur í skapi. Óttar rýndi í Hallgerði og greinir að hún sé með miklar persónuleikaraskanir og mögulega fórnarlamb kynferðislegr- ar misnotkunar. „Hallgerður er mjög persónuleikaröskuð og hefur þetta sveiflótta skapferli sem er einmitt aðalviðfangsefni Njálu. Hún er sterk og merkileg kona að mörgu leyti en það er mjög mikið að henni enda lætur hún drepa nokkra karlmenn af annarlegum ástæðum. Það er ljóst að hún er líka alin upp við vont at- læti. Hún er með þennan fóstra sinn sem er hinn versti maður og mögu- lega er hún fórnarlamb kynferðis- legrar misnotkunar.“ En hvar væri Hallgerður í dag? „Það er ómögulegt að segja. En kannski yrði hún samviskulaus stjórnandi eða kæmist til metorða enda gustar af henni. Hún er ákaf- lega hæfileikarík en ansi ferköntuð í umgengni.“ Gæti orðið biskup Hrifnastur er Óttar af Guðrúnu Ósvífursdóttur. „Ég greindi hana með hambrigðapersónuröskun. Hún er svo óskaplega sterk kona og heilsteypt að öðru leyti. Ég held að í dag kæmist hún til efstu metorða. Hún gæti kannski orðið háskóla- rektor, forseti já eða biskup,“ segir Óttar og hlær. Forseti Hæstaréttar og prófessor í lögum Fræg er vinátta Gunnars og Njáls sem Hallgerði þótti of ástleitin. Ótt- ar greinir Gunnar með hæðisper- sónuleikaröskun og sjálfsdýrkun og Njál segir hann haldinn kvíð- aröskun. „Gunnar er háður áliti annarra. Það er skringileg vinátta sem Gunnar og Njáll eiga saman, þeir mynda með sér skrýtið föður- sonar samband. Það fer ofboðslega mikið í taugarnar á Hallgerði. Njáll væri náttúrulega forseti Hæstarétt- ar og prófessor í lögum eða álíka. Ég veit ekki hvar Gunnar væri, hvort hann hefði farið í lögfræði og væri að vinna hjá KSÍ og væri svo í sam- bandi við þennan mikils metna vin sinn.“ kristjana@dv.is Setur hetjurnar á bekkinn Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur ímynduð viðtöl við hetjur Íslendingasagnanna og setur fram geðgreiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.