Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Lífsreynd, fylgin sér og laus við snobb A gnes M. Sigurðardóttir verður fyrsta konan á Ís- landi til að gegna embætti biskups. Kosið var á milli Agnesar og Sigurðar Árna Þórðarsonar en Agnes fékk rúm 64 prósent greiddra atkvæðra í seinni umferð. Agnes fæddist á Ísafirði 19. október árið 1954 og er því 57 ára. Faðir hennar, sr. Sigurður Krist- jánsson, var sóknarprestur og pró- fastur í Ísafjarðarprófastsdæmi en hann er látinn. Móðir hennar, Margrét Hagalínsdóttir, var ljós- móðir og býr nú í Reykjavík. Agnes var gift Hannesi Baldurs- syni tónlistarmanni en þau skildu fyrir sextán árum. Synirnir, dr. Sig- urður sem er stærðfræðingur og Baldur sem er háskólanemi, búa í Reykjavík. Dóttirin, Margrét sem er hagfræðingur og söngnemi, býr hins vegar í Bandaríkjunum. Ag- nes á auk þess eitt ömmubarn, Hannes Frey Berg Baldursson. Dugleg í skóla Agnes sleit barnskónum fyrir vest- an þar sem hún var alin upp í kristinni trú og trúrækni. Systkini hennar eru Smári, forstöðumað- ur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Hólmfríður píanóleikari og bar- rokksöngkonan Rannveig Sif sem er búsett í Þýskalandi. Agnes gekk í Menntaskólann á Ísafirði. Henni gekk vel í námi og útskrifaðist af eðlisfræðibraut. Guðrún B. Magnúsdóttir, organ- isti og vinkona Agnesar, segir að ekki hafi mikið borið á Agnesi í menntaskóla. „Hún var dugleg að læra enda hefur hún staðið sig vel í öllu sem hún hefur tekið sér fyr- ir hendur,“ segir Guðrún en þær stöllur voru einnig saman í tónlist- arskóla. Agnes lauk cand.theol.-prófi frá guðfræðideild HÍ árið 1981 og vígðist til prests í september sama ár og tók þá við embætti æskulýðs- fulltrúa Þjóðkirkjunnar. Því starfi sinnti hún í fimm ár og á sama tíma sinnti hún skyldum við Dóm- kirkjuna í Reykjavík. Árin 1986– 1994 var Agnes sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgar- firði en síðustu 17 árin hefur hún verið sóknarprestur í Bolungarvík- urprestakalli og prófastur á Vest- fjörðum frá árinu 1999. Jesús fyrirmyndin Að sögn Guðrúnar talaði Agnes snemma um að hún ætlaði sér að verða prestur. „Ég man ekki hvort hún var kirkjurækin á unglingsár- unum en hún hafði mikinn áhuga á störfum föður síns. Hún ákvað að verða prestur strax í menntaskóla.“ Sjálf hefur Agnes látið hafa eftir sér að áhrifavaldar í lífi hennar hafi verið innan fjölskyldunnar og utan sem og margir kennarar úr guð- fræðideildinni. Hins vegar sé Jes- ús fyrirmynd hennar. „Vegna þess að þar er leiðsögn að fá og hugs- un sem draga má lærdóm af,“ segir Agnes á vefsíðu sinni sragnes.is Sigurður, faðir Agnesar, lést í júlí 1980, daginn áður en elsta barn þeirra Hannesar fæddist. Sigurður, sonur hennar sem er skírður eftir afa sínum, segir afa sinn hljóta að hafa haft áhrif á dótturina í upp- vextinum. „Það sem ég hef heyrt á mínum uppvaxtarárum er að hún hafi horft mikið upp til hans og sýnt störfum hans áhuga. Samt leist honum ekkert á þegar hann heyrði að hún væri að velta fyr- ir sér að fara í guðfræðina, aðal- lega vegna þess að honum fannst starfið vera svo mikil binding. En í guðfræðináminu kom hún vestur og predikaði í Ísafjarðarkirkju, hjá honum, og eftir það var hann gjör- samlega sannfærður um að hún væri á réttri hillu.“ Sóknin í fyrsta sæti Þótt börn hennar hafi öll menntað sig segir Sigurður af og frá að for- eldrar þeirra hafi gert kröfu þar um. „Alls ekki, en það hefur kannski haft áhrif á okkur að þau fetuðu bæði menntaveginn. Mamma var aldrei ströng og við fengum mikið frelsi til að gera það sem við vildum. Við höfum alltaf getað leitað til hennar. Hún er ekki afskiptasöm mamma en alltaf boðin og búin til að gera það sem þarf ef við biðjum hana um. Hún leiðbeinir en gerir ekki kröfur. Sem mamma var hún og er ótrú- lega góð. Ef ég ætti að lýsa henni í einni setningu þá er alveg ótrúlegt hvað hún getur gefið mikið af sér. Hún er mjög hlý persóna en gall- arnir eru þeir að hún á til að gleyma sjálfri sér. Hún ber hag allra fyrir brjósti og er mjög umhugað um að allir hafi það gott sem getur orðið til þess að hún verður út undan sjálf.“ Félagsmótun prestbarna hef- ur verið Agnesi hugleikin en hún stundaði rannsókn þess efnis á sínum tíma. Sigurður segir að hún hafi ávallt haft áhuga á því hvaða áhrif það hefði á barn að alast upp á prestsheimili. „Á prestsheimili er það oft þannig að sóknarbörnin eru oft mjög ofarlega á blaði hjá prest- unum og líklega efst. Fjölskyldan kemur því númer tvö. Maður fann alveg fyrir því að því leytinu að þeg- ar fjölskyldan var í fríi, eins og um helgar og á hátíðum, þá var hún að vinna.“ Flaggað í Bolungarvík Sigurður er í góðu sambandi við móður sína. „Það liggur við að ég heyri í henni daglega. Líklega verð- ur meira að gera hjá henni þegar hún tekur við embætti og fyrir vikið verður minna um lausan tíma en ég held að það muni ekki breyta okkar sambandi í eðli sínu,“ segir Sigurður og bætir við að þar sem Agnes muni flytja til Reykjavíkur muni samgang- ur þeirra á milli aukast. „Það eru 16 ár síðan ég flutti að heiman og það verður gott að vera í návígi við hana aftur. Ég og konan mín höfum farið reglulega til henn- ar og öll fjölskyldan hittist gjarnan saman í mat þegar tækifæri gefst.“ Hulda Karlsdóttir, hjúkrunar- fræðingur í Bolungarvík, er ein af bestu vinkonum Agnesar. Hulda ber vinkonu sinni góða söguna. „Hér flaggaði allur bærinn í morgun en ég vissi ekki hvort ég ætti að draga í hálfa stöng,“ segir Hulda á léttum n Agnes M. Sigurðardóttir verður fyrsta konan á Íslandi til að gegna embætti biskups„Hún ber hag allra fyrir brjósti og er mjög umhugað um að allir hafi það gott sem getur orðið til þess að hún verður út undan sjálf. Indíana Ása Hreinsdóttir blaðamaður skrifar indiana@dv.is Vígð Myndin er tekin af vefsíðu Agnesar sragnes.is. Biskup Agnes ólst upp á prestsheimili en faðir hennar var sóknarprestur á Ísafirði. Hann lést daginn áður en elsta barn Agnesar fæddist. mynDir Eyþór ÁrnaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.