Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 64
Ánægð með biskupinn n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar nýjum biskup á Facebook-síðu sinni. Eins virðist hún ánægð með gott fylgi Þóru Arnórsdóttur. „Hugs- aði líka um það hversu frábær skila- boð það væru ef Þóra yrði kjörin í júní að taka mynd af biskupi, for- sætisráðherra, bankastjóra, for- seta, rektor, forstjóra, vélstjóra og húsameistara. Allt konur í hefð- bundnum karlastörfum,“ segir Þorbjörg Helga sem bú- sett er á Spáni ásamt fjölskyldu sinni um þessar mundir og í leyfi frá borgar- pólitík- inni. Gott að eiga góða að n Tobba Marinós brá sér í hádegismat á Rub 23 á fimmtudaginn og fékk sér sushi og hvítvín. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá stað- reynd að fyrir stuttu bloggaði Tobba um að hún ætlaði að reyna lifa á 500 krónum á dag og flestir vita að ekki er hægt að fá sér sushi og hvít- vín fyrir þann pening. Hún gaf þó þá skýringu að henni hafi verið boðið út í hádegismat og sagði jafnframt að sér liði eins og svikara fyrir vikið. Ástæðan fyrir sparnaði Tobbu er auglýsing Amnesty International um fátækt. „Ég er ekki að líkja mér við þá sem búa við sára fátækt en það að vera aðeins með 500 krónur milli handanna takmark- ar margt og maður er ansi fljótur að einangr- ast félagslega ef peninga- leysið er við- varandi til lengdar,“ skrifaði hún.   Endurtekinn draumur Sölva n Sjónvarpsstjarnan Sölvi Tryggva- son veltir því fyrir sér hvort hann sé fastur í einhvers konar endurteknum draumi og hvort hann þurfi að gera góðverk til að losna. Þar vitnar hann í myndina Groundhog Day þar sem Bill Murray þurfti að gera góðverk til að hætta að upplifa sama daginn aftur og aftur. Ástæðan fyrir spurn- ingum Sölva eru við- töl sem hann tók við Geir Haarde fyrir hrun og svo viðtal við hann í vikunni. „Eru í alvöru liðin næst- um fjögur ár? Erum við í alvöru enn að horfa á sama við- talið? Hefur í alvöru ekkert breyst?“ spyr hann og seg- ir sennilega vera kominn tíma til góð- verka. Við höfum lausn við því! Garðaþjónusta Reykjavíkur Öll almenn garðvinna á einum stað fyrir garðinn þinn. Góð vinnubrögð og sanngjarnt verð. Eiríkur, sími 774 5775 Þórhallur, sími 772 0864 Er mosinn að eyðileggja flötina þína? Erfða- breyttir iðnaðar- menn? E kki enn sem komið er, en hver veit, dagurinn er ungur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, að- spurður hvort hann hafi sigað lög- reglu á iðnaðarmenn sem komu að byggingu rúmlega 600 fermetra ein- býlishúss hans við Fagraþing í Kópa- vogi. Heimildir DV herma að að minnsta kosti einn iðnaðarmaður sem starfaði við húsbygginguna hafi farið inn í óklárað húsið og sótt þang- að byggingarefni sem hann taldi sig eiga, þar sem illa hefði gengið að fá greitt fyrir vinnuna. Skömmu síðar mun lögreglan á Selfossi hafa haft af- skipti af manninum vegna málsins. Heimildirnar herma jafnframt að sættir hafi náðst á milli hans og Kára. Töluvert hefur verið fjallað um byggingu hússins. Árið 2010 hóf Kópavogsbær að beita Kára dagsekt- um því framkvæmdir á lóðinni höfðu staðið í stað í dágóðan tíma. Sama ár höfðaði Eykt ehf. mál á hendur Kára vegna 11 milljóna króna uppgjörs í tengslum við byggingu hússins. „Ég hef átt skrautleg samskipti við iðn- aðarmenn, ég viðurkenni það. Enda eru iðnaðarmenn skrautleg stétt al- mennt,“ segir Kári hlæjandi, en kann- ast þó ekki við að iðnaðarmenn hafi tekið úr húsi hans ófrjálsri hendi. Í samtali við blaðamann tók Kári fram að líf sitt væri fullt af ævintýr- um sem eflaust gætu fyllt heilu dag- blöðin. Þessu ævintýri hefði hann þó ekki lent í. „Flestir iðnaðarmenn sem vinna með mér eru afspyrnugott fólk sem vinnur fína vinnu. Mér þykir mjög vænt um þá, en ég hef ekki velt því fyrir mér að ættleiða þá,“ sagði Kári að lokum. „Iðnaðarmenn skrautleg stétt“ n Kári Stefánsson sagður standa í deilum við iðnaðarmenn Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 27.–29. Apríl 2012 48. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. lífið er ævintýri Kári Stefánsson segir líf sitt vera fullt af ævintýrum sem geti fyllt heilu blöðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.