Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 50
„Ég er ekki ómissandi“ 50 Lífsstíll 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Streitan er vanmetin n Sjúklingar lifa betra og lengra lífi eftir hjartaáföll H jarta- og æðasjúkdómar eru á undanhaldi á Íslandi, þrátt fyr- ir að þeir séu enn algengasta dánarorsök karla og kvenna. Alvarlegum afleiðingum hjartaáfalls eins og hjartabilun virðist einnig hafa rénað. Gísli Jónsson hjartalæknir segir framfarir innan hjartalækninga mikl- ar og ekki síst meðferðarmöguleikana sem verði til þess að sjúklingar lifa í dag betra og lengra lífi eftir hjartaáföll. „Dauðsföllum af völdum krans- æðasjúkdóma fækkað verulega síð- ustu árin. Þessi breyting verður samfara því að farið var að beita sega- leysandi meðferð og síðar í auknum mæli kransæðavíkkunum sem með- ferð við kransæðastíflu. Þá hefur orðið breyting í lífstíl til hins betra að sumu leyti. Reykingar eru til að mynda minna áberandi en áður og forvarnar- starf mögulega öflugara þó vissulega megi alltaf gera betur. Sjúklingar með kransæðasjúkdóma virðast lifa lengra lífi en áður og það er margt sem kemur til,“ útskýrir Gísli. „Meðal annars betri meðferðarmöguleikar. Þótt að hjartasjúkdómar séu á undanhaldi hefur Gísli áhyggjur af einum áhættuþætti, streitu. „Áhrif streitu á tilurð kransæðasjúkdóma og það hvernig sjúkdómurinn þró- ast er nokkuð sem þarf að kanna bet- ur og þá sérstaklega svo hægt sé að beita markvissari úrbótum í framtíð- inni í forvörnum og meðferð krans- æðasjúkdóma,“ segir Gísli sem segist halda hjartarannsóknir mikilvægar í þesssu samhengi.“ Nýjungar í baráttunni: Útvarpsbylgjur á blóðþrýstinginn Hreyfing og hollt mataræði auk lyfja hafa reynst öflug í baráttunni við háan blóðþrýsting. Nú hefur komið í ljós að skerða má starfsemi þeirra tauga sem flytja boð til heila um hækkaðan blóð- þrýsting með miklum árangri. Til þess eru notaðar útvarpsbylgjur. Nanóagnir hreinsa æðar Æðakölkun er vandi sem hrjáir marga þegar þeir komast á efri ár. Kólesteról sest innan á æðarnar, kalk og fita. Í til- raunum hefur tekist að nota nanóagnir til að hreinsa innan úr æðunum. Vænst er að þær verði notaðar til lækninga innan fárra ára. Nýtt lyf örvar heilafrumur Heilablæðing veldur oft miklum skaða sem skerðir lífsgæði þeirra sem fyrir verða. Nú má endurgera skemmd svæði heilans með nýju lyfi sem eykur vöxt heilafrumna sem vaxa inn á svæðið og mynda aftur tengingar. Vísindamenn byggja hjarta Blóðtappi í hjarta getur skemmt stór svæði hjartavefs. Nú er stundum notaður gervivefur í staðinn en tilraunir eru gerðar með ræktun á hjartavef með stofnfrumum. Í framtíðinni er talinn góður möguleiki á því að rækta heil hjörtu en árið 2010 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta frumur úr mannshjarta og búa til lítinn bút. Í annarri tilraun var byggt upp heilt músarhjarta úr stofnfrumum. Þ röstur Árnason fékk hjarta- áfall í maí árið 2006 og glímir enn við eftirköst þess. Hann sofnar aldrei á verðinum og í fyrra fékk hann aftur ein- kenni hjartaáfalls en viðbrögðin voru skjót og hann komst á sjúkrahús án þess að bíða mikinn skaða af. Í fjölskyldu hans er sterk saga um hjartasjúkdóma. Móðir Þrastar lést úr hjartaáfalli og bróðir hans lést úr hjartaáfalli árið 2009 aðeins 51 árs gamall. „Eftir hjartaáfall mitt 2006 lagði ég kapp á að koma lífinu í lag og hluti af því var að snúa aftur til vinnu. Ég fór mér hægt í fyrstu en tveim- ur árum eftir áfallið var ég kominn á fullt skrið og farinn að vinna langt umfram eigin getu og styrk. Ég fann að álagið hafði neikvæð áhrif á heils- una en fannst ég ekki hafa stjórn á aðstæðum. Þetta var eftir hrun og allir í kringum mig með áhyggjur af vinnu. Viðhorf mitt breyttist þegar bróðir minn dó. Andlát hans var mér mikið áfall og ég ákvað stuttu seinna að hætta að vinna og halda áfram að byggja upp heilsuna, andlega jafnt sem líkamlega. Margir lýstu áhyggj- um sínum, enda var ekki hlaupið að því að finna aðra vinnu á þessum tímum en það var ekki um annað að ræða.“ Þröstur nýtti tíma sinn vel í fríinu og fór í bókhaldsnám. Hann vinn- ur nú sem bókari og sýningarstjóri í hlutastarfi. Sofnar aldrei á verðinum Eðlilega fylgir ótti og kvíði því að tak- ast á við lífið eftir svo alvarlegt áfall og Þröstur fór ekki varhluta af því en hann tókst á við vandann og segir mikilvægt að horfast í augu við ótt- ann. „Ég var fullur af streitu og kvíða vegna veikindanna og var hrædd- ur við að deyja. Ég fann sterkt fyrir þeim ótta þegar bróðir minn dó. En ég ákvað að takast á við þessa líð- an og geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að lifa með hjartveikinni. Ég reyni því að vera rólegur flesta daga og ef ég finn fyrir einkennum þá bregst ég einfaldlega við. Maður sofnar aldrei á verðinum en ég reyni samt að vera jákvæður og bjartsýnn. Að taka lífið ekki of alvarlega Þröstur segist hafa orðið sár þegar hann kenndi sér meins í fyrra. „Ég var búinn að fara eftir öllum leið- beiningum. Ekkert búinn að brjóta af mér,“ segir hann og hlær. „En ég er nú búinn að jafna mig á því og held bara áfram.“ Viðhorf hans til lífsins hefur breyst mikið. „Ég er ekki að eyða orku eða tíma í að pirra mig yfir smá- hlutum og ég tek ekki vinnuna með mér heim. Ég hef loksins skilið að ég er ekki ómissandi. Ég reyni stundum að benda öðrum á að taka lífið ekki of alvarlega, en ég held að það virki ekki. Fólk skilur þetta ekki fyrr en það rekur sig á sjálft.“ kristjana@dv.is Þröstur Árnason fékk hjartaáfall árið 2006 og sofnar aldrei á verðinum. Hann segir sögu sína og hvernig viðhorf hans til lífsins breyttist þegar bróðir hans dó af sama meini. Horfðist í augu við óttann Þröstur glímdi við kvíða og áfallastreituröskun eftir hjartaáfallið. „Ég eyði ekki orku í að pirra mig yfir hlutum og ég tek ekki vinnuna með mér heim. Sjálfshjálp við hjartaáfall n Hvað áttu að gera ef þú færð skyndi- lega ákafan verk í brjóstholi sem leiðir út í handleggi eða upp í höfuð? Gruni þig að þú sért að fá hjartaáfall borgar sig að reyna að bjarga lífi sínu. Hringdu strax í 112, hóstaðu svo af miklum krafti. Dragðu djúpt andann fyrir hvern hósta. Hóstinn verður að vera djúpur og kröftugur. Endurtaktu þetta með stuttu millibili. Hóstinn hnoðar hjartað og við- heldur blóðflæðinu til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.