Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 36
því að stríða mér á þessu,“ segir Skúli
og hlær. „Ég dáist líka mjög að járn-
karlstattúinu á kálfanum á honum,
svo það komi líka fram,“ segir hann
enn hlæjandi.
Safnar fyrir Barnaheill
Mótið hefst á Jónsmessunótt, þeg-
ar sólin stendur sem hæst, og geng-
ur út á að fimm manna lið með bíl-
stjóra hjóli hringinn í kringum landið.
„Fjórir skiptast á að hjóla og einn
keyrir. Þetta eru samtals 1.332 kíló-
metrar sem gerir um 350 kílómetra á
mann. Það verður hjólað dag og nótt
og það mun taka um tvo sólarhringa.
Það verða svo myndavélar á hjól-
unum, á bílnum og í bílnum og við
munum birta myndskeiðin á netinu.
Keppendur þurfa að sofa, borða og
hanga í þessum bíl með félögum sín-
um svo þetta ætti að verða áhugavert.“
Markmiðið er að safna áheitum
fyrir Barnaheill. „Samhliða þessu ætl-
um við að safna hjólum sem standa
ónotuð eða ónýt í bílskúrum landans.
Við vinnum að því með sjálfboðalið-
um að gera þau upp og koma þeim
út til barna og fjölskyldna sem minna
mega sín. Því það er ekki bara heilsu-
samlegt að hjóla, það er líka ódýr
ferðamáti og umhverfisvænn.
Þannig að þessi keppni er tvíþætt,
annars vegar snýst hún um það hver
getur verið fyrstur að hjóla hringinn
í kringum landið og hins vegar um
það að safna sem flestum áheitum.“
Ef vel tekst til á að halda áfram
með þetta á næsta ári og kynna mót-
ið betur á erlendum vettvangi. „Um
leið munum við vekja athygli á Ís-
landi sem hjólreiðalandi. Ef þú skoð-
ar tölur frá Skotlandi þá koma 1,2
milljónir manna þangað á hverju ári
til að hjóla. Á sama tíma koma að-
eins 600 þúsund ferðamenn til Ís-
lands á ári. Þetta er lítið dæmi um
tækifærin hér á landi og ástæðan
fyrir því að ég er svona bjartsýnn á
ferðaþjónustuna. Við erum sannfærð
um að á næstu fimm árum sé hægt
að tvöfalda ferðamannastrauminn til
landsins. Þá held ég að það sé mikil-
vægt að finna áhugaverða nýja vinkla
á Íslandi, eins og hjólreiðar, ísklifur,
sjóveiði eða hlaup.“
Miðaldra adrenalínfíklar
Hann hlær þegar talið berst að er-
lendum ferðamönnum sem koma
hingað til lands til þess að hjóla án
þess að vita út í hvað þeir eru að
fara, eru svo hundblautir og kaldir
á þjóðveginum, einhvers staðar úti í
óbyggðum. „Það er svo skrýtið að því
erfiðara sem það er, maður blótar og
bölvar í miðju kafi, en í lok dags þá
er einhver góð tilfinning sem hellist
yfir þig. Sama hversu leiðinlegt þetta
virðist vera þá færðu eitthvert kikk
út úr því. Auðvitað er skemmtilegra
að hjóla í góðu veðri en hitt er hluti
af reynslunni. Reyndar er það ein
af ástæðunum fyrir því að ég held
að svona mót geti haft aðdráttarafl
fyrir útlendinga. Það eru ekki mörg
tækifæri til að fara á afskekkta eyju
og hjóla í kringum hana, allan sólar-
hringinn og í öllum veðrum og vind-
um. Það er sjarminn við þetta.
Það eru allir með hálfgert mikil-
mennskubrjálæði sem stunda þetta.
Þú þarft að setja þér markmið og
finna að þú getir lokið keppni, það
snýst ekki beint um að sigra. Eins og
ég segi þá eru flestir miðaldra adrena-
línfíklar og þeir eru aðallega að keppa
við sjálfa sig.“
Enginn dans á rósum
Skúli er óaðfinnanlega til fara,
klæddur í dökkbláan bleiserjakka,
gallabuxur og hvíta skyrtu, kemur
vel fyrir, er yfirvegaður og brosmild-
ur. Hann er maður ímyndarinnar,
veit vel að það er jafnmikilvægt að
skapa sér góða ímynd og að byggja
upp viðskiptaveldi. „Jú, ég get ekki
neitað því. Við hjónin höfum velt því
mikið fyrir okkur undanfarið hvern-
ig við getum látið gott af okkur leiða.
Það skiptir okkur máli að geta fylgt
því eftir í stað þess að leggja bara
fjármagn í verkefnið og vera svo af-
skiptalaus um það.
Sem er í takt við mína fjárfest-
ingarstefnu, ég vil frekar færri en
stærri fjárfestingar og vera virkur
og vinna náið með stjórnendum og
meðfjárfestum mínum. Að hluta til
er það eigingirni því mér finnst það
skemmtilegra. Það er gaman að taka
þátt í uppbyggingunni en það krefst
þess líka að þú takir á vandamálum.
Þetta er það sem ég kalla „the good,
the bad and the ugly“. Þetta er ekki
dans á rósum, þetta er rússíbanareið
og sumu getur þú ekki stjórnað,“ seg-
ir hann og nefnir að olíuverð, eld-
gos og hryðjuverk geti til dæmis haft
áhrif á flugrekstur.
„En aftur að góðgerðamálunum,
þá er þetta hjólreiðamót aðeins einn
liður í því en það er eins með þetta
og annað, vandinn felst í því að finna
tíma til að sinna þessum verkefnum.
Tíminn er eiginlega að verða dýr-
mætasta eignin. Ef við förum á heim-
spekilegar nótur þá er það umhugs-
unarefni fyrir alla hvernig þú eyðir
tímanum þínum. Ég held að það
gleymist stundum að hugsa um það.“
Vaknaði þegar sonurinn fór að
heiman
Hann var minntur á það þegar elsti
sonurinn fór að heiman og hélt í há-
skólanám í verkfræði úti í Banda-
ríkjunum. „Það var stór stund fyrir
mig. Allt í einu vaknaði ég til lífsins,
því mér finnst ég alltaf nýskriðinn úr
skóla, ungur og ungur í anda. En þeg-
ar börnin eru allt í einu orðin fullorð-
in …“ segir hann og hikar. „Maður sér
hvernig þetta þróast í gegnum börn-
in sín. Ég geri það allavega. Það var
ákveðið „wake up call“ og kannski
það sem drífur mig áfram, ég vil gera
sem mest og prófa sem flest. Ég held
að það sé afar sorglegt að þurfa að
líta til baka og hugsa um allt sem
maður gerði aldrei. Ég vil tryggja að
ég muni ekki finna fyrir eftirsjá.
Ég held að ég hafi verið einstak-
lega heppinn. Margt og oft hefur
verið erfitt en þegar upp er staðið þá
hefur mér tekist að nýta þá reynslu.
Auðvitað eigum við að læra af mis-
tökunum en við megum heldur ekki
gleyma því að það kemur dagur eftir
þennan dag og við verðum að horfa
fram á veginn.“
Um leið fann hann hversu mikil-
væg fjölskyldan er honum en hann á
þrjú börn, 19 ára dreng og tvær dæt-
ur, 14 og 12 ára. „Það eru forréttindi
að hafa fengið að taka þátt í því að
ala þau upp og sjá þau vaxa úr grasi.
Það er jafnframt sláandi að sjá þau
núna sem fullorðin ungmenni. Þetta
hljómar væmið, ég veit það, en ég
held að það sé alltaf þannig að fjöl-
skyldan sé númer eitt, tvö og þrjú. Að
njóta velgengni í einsemd held ég að
sé mjög dapurt í raun. Að geta ekki
deilt því með öðrum. Þú færð miklu
meira út úr því að skála með ein-
hverjum á gleðistundum heldur en
að sitja einn í einhverjum turni.“
Reynir að njóta stundarinnar
Þau hjónin hafa verið saman í 22 ár
og hann segist heppinn. „Ég held
að það sé stórkostlega erfitt að vera
með svona vandræðagemlingi eins
og mér,“ segir hann og hlær létt. „Við
höfum farið í gegnum öll þessi ár
saman, búið á ansi mörgum stöðum
og þvælst með börnin okkar hingað
og þangað en einhvern veginn hefur
þetta allt gengið.
Ég hef oft unnið meira en góðu
hófi gegnir og verið vakinn og sof-
inn yfir fyrirtækinu. Ég var með frá-
hvarfseinkenni í svona tvö ár eftir að
við seldum Oz því allt í einu missti
ég „identity-ið“, ég hafði verið part-
ur af þessu svo lengi og allt í einu var
þetta ekki til staðar lengur. Ég hafði
ekki Oz-meil og alls konar svona litlir
hlutir trufluðu mig.
Ég held að slíkt álag og stöðug
ferðalög taki alltaf á. En núna er ég
orðinn aðeins eldri og ég er orðinn
rólegri og sáttari í eigin skinni. Pen-
ingahliðin er hætt að skipta máli og
ég vil vinna að litlum sigrum hér og
þar. Oz var gríðarlega langt ferða-
lag og það liggur við að ég tími ekki
að horfa of langt fram í tímann eða
binda vonir við eitthvað sem er mjög
fjarlægt.
Núna vil ég sjá marga litla sigra
eða ánægjustundir eða hvað sem
þú vilt kalla það … „carpe diem“, að
kunna að njóta stundarinnar. Vakna
á morgnana, sjá bláan himin og
horfa út á hafið, njóta Íslands fyr-
ir kosti þess en ekki einblína á galla
þess. Það hjálpar alltaf að fara inn í
daginn með það í huga að þetta verði
góður dagur. Það er heilmikið til í
þessum klassísku frösum og klisj-
um, ef þú brosir framan í heiminn þá
brosir heimurinn framan í þig. Sum-
ir munu segja að það sé auðvelt fyr-
ir mig að segja það og já, það er rétt.
Það er auðvelt fyrir mig að segja það.
En við fórum í gegnum nokkur ár þar
sem við glímdum við mikla erfiðleika
og allt virtist vera svartnætti en við
misstum aldrei sjónar á því sem við
ætluðum okkur – að klára verkefnið
– og við höfðum trú á því sem við
vorum að gera. Það var magnað að
sjá hvað viðsnúningurinn var hraður
þegar þetta byrjaði á annað borð að
snúast til betri vegar en fram að því
liðu vikur, mánuðir og ár þar sem við
fengum stöðugt að heyra það að við
værum vitleysingar að halda áfram.“
Keypti málverk í staðinn fyrir bíl
Í nýja húsinu sínu, 500 fermetra
glæsivillu í Skerjafirðinum sem sagt
er að hann hafi staðgreitt, hefur hann
einmitt útsýni yfir hafið. „Ég er KR-
ingur, alinn upp í Vesturbænum og
vil helst vera þar. En það var útsýn-
ið sem heillaði mig mest. Ég kláraði
aldrei heimspekina í háskólanum,
móður minni til mikillar mæðu,“ seg-
ir hann skellihlæjandi. „Einfaldlega
af því að Oz var komið á flug en einn
góðan veðurdag sest ég á veröndina
með pípu og fer að hugsa þetta aftur.
Ég ætla að klára síðasta árið og skrifa
ritgerðina.“
Sem stendur á hann þó hvergi
heima, nema í sumarbústaðnum í
Kjósinni. Húsið er enn í byggingu og
verður það fram á sumar. Skúli von-
ast þó til að geta flutt inn í júlí. Þá
vonast hann líka til þess að verða
kominn með skrifstofu en nú er enn
verið að gera þær upp.
Og í kvöld ætlar hann í mat til
mömmu. En vill þó ekki kveðja án
þess að koma aðeins inn á sína
helstu ástríðu í lífinu, listir. „Ég hef
verið forfallinn listaverkasafnari frá
unglingsárunum. Ég kann eigin-
lega enga skýringu á því,“ segir Skúli
sem keypti sér málverk eftir Nínu
Tryggvadóttur í stað þess að kaupa
bíl á ungdómsárunum. Hann las líka
Laxness og þegar hann flutti aftur
heim til Íslands, þrettán ára gamall
eftir átta ára dvöl í Svíþjóð, fékk hann
glósur fyrir að ganga í Hummel-galla,
sem þótti ekki móðins, og skrifa eins
og skáldið. „Halldór var með eig-
in stíl sem var ekki alltaf samkvæmt
bókinni svo ég fékk skammir fyr-
ir. En við bræðurnir vorum farnir
að tala sænsku okkar á milli og þótt
það hafi komið fljótt átti ég það til
að misskilja íslenskuna aðeins til að
byrja með. Ég man til dæmis eftir því
þegar ég fór í próf í Íslendingasögun-
um þar sem talað var um sveitunga
sem höfðu eldað grátt silfur tók ég
því þannig að þeir hefðu verið hinir
mestu mátar og verið að búa til vopn
saman, og þar af leiðandi að berjast
saman. Þannig að ég skildi þetta ekki
alveg rétt, var svolítið ryðgaður.“
Listin og lífið
Nútímalist er hans helsta áhugamál
og þau hjónin sækja sýningar eins oft
og þeim er unnt, hér heima og erlend-
is. „Okkur finnst rosalega gaman að
kynnast listamönnum og heimsækja
þá. Ég hef líka áhuga á að gera meira
tengt þessu í framtíðinni en hvað það
verður kemur bara í ljós.“
Listaverkasafnið er orðið nokkuð
veglegt og flæðir út um allt, inn í fyr-
irtækin sem Skúli fjárfestir í, á heimili
fólks og í geymslur. „Ég hef aldrei selt
listaverk, meira að segja þegar allra
mest gekk á og ég þurfti að selja allt
sem ég átti náði ég að hanga á lista-
verkunum. Ég kem þessu heldur ekki
fyrir á einum stað lengur.“
Ólafur Elíasson er í miklu upp-
áhaldi. „Það er ótrúlegt að fylgjast með
því sem hann er að gera úti í heimi.
Hann er stærri en ég held að flestir
Íslendingar geri sér grein fyrir, verk-
in hans eru í heimsklassa og unnin í
tengslum við stærstu söfn og borgir
heims. Við eigum tvö mjög skemmti-
leg verk eftir hann. Birgir Andrésson
er líka einn af mínum uppáhaldslista-
mönnum, sem og Gjörningaklúbbur-
inn. Ég á líka flott verk eftir þau. Ann-
ars er hættulegt að byrja að telja svona
upp,“ segir hann og bætir því við að
hann óttist að móðga einhvern sem
eigi það ekki skilið. „Við eigum svo
marga góða listamenn og höfum átt í
gegnum tíðina og ég á mikið af góðum
verkum sem mér þykir vænt um.“
Sólin skín í augun og hann færir
sig úr þessu sólbaði. „Málið er samt
að við erum listamenn, það er nú
galdurinn á bak við þetta allt saman.
Til að verða góður viðskiptamaður þá
verður þú að hafa sköpunarhæfileika
því þú ert stöðugt að glíma við nýjar
aðstæður og fást við fólk. Þú þarft að
geta sett mál í samhengi og fundið
nýjar hliðar á þeim. Ef þetta væri auð-
velt og augljóst þá myndu allir gera
þetta.“
36 Viðtal 27.–29. apríl 2012 Helgarblað
www.tskoli.is
Uppskerudagur
Opið hús í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins,
laugardaginn 28. apríl kl. 13:00 – 16:00.
„Þetta er það sem
ég kalla „the good,
the bad and the ugly“.
Þetta er ekki dans á rós-
um, þetta er rússíbanareið.
Unir sér ekki í ró Skúli segir að hann verði órólegur þegar lífið er of rólegt, hann glími við
ákveðna spennufíkn. Eitt sinn kom konan heim úr læknisfræðinni og sagði að hann væri
stórskrýtinn.