Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 27
Spurningin
Gæti spilað
31. maí
Fór í heimsókn í 70 fer-
metra íbúðina þeirra
Tryggvi Guðmundsson vonast eftir skjótum bata. – fotbolti.netÍvar Guðmundsson heimsóttir The Charlies í L.A. – DV
Formsatriði
„Já, um hálendið og eitthvað
til útlanda. Það er ekki ákveðið
ennþá.“
Jóel Gunnarsson
48 ára flutningamaður
„Já, ég fer til Kanada og Noregs
og svo eitthvað innanlands.“
Ingunn Snædal
40 ára kennari
„Nei, ég kemst ekkert, ég á svo
lítinn pening.“
Paulo Wale
34 ára atvinnulaus
„Já, innanlands.“
Sigurjón Sigurðsson
55 ára blaðamaður
„Nei, ég reikna ekki með því.“
Stefán Elínbergsson
50 ára öryggisvörður
Ætlar þú að
ferðast í sumar?
Djöfulsins snillingar
A
lltaf skal síðasta áramóta
skaupið koma aftur upp í hug
ann. „Djöfulsins snillingar!“
mun óma í hugskoti svo lengi
sem land byggist.
Ég leit nú alltaf á landsdómsmálið
sem hinn mesta aumingjaleik, þar eð
þingheimur gat ekki andskotast til að
draga fjórmenningaklíkuna alla fyrir
dóm. En það er samt skemmtilegt við
allan þennan skrípaleik hversu mikið
að skelfilegum upplýsingum um ís
lenska glæpamenn hefur haft óend
anlega lítil áhrif. Vesalingarnir voru
hver af öðrum leiddir í sal og uppúr
stendur að Geir er dæmdur fyrir al
varlegasta glæpinn. En hann og hans
menn ná einhvern veginn í ósköpun
um að segja þjóðinni að um tittlinga
skít sé að ræða. Maðurinn er dæmd
ur fyrir að bregðast þjóðinni, hann
er dæmdur fyrir þann alvarlega sið
ferðisglæp að brjóta ákvæði stjórnar
skrárinnar. Þetta er glæpur og mað
urinn er bara heppinn að sleppa við
tukthúsvist.
Það er gott að vera dæmdur af
vinum sínum í landi þar sem hvít
flibbaglæpir óhreinka ekki sakar
vottorð.
Geir hafði fyrir því að mæra lands
dóm fyrir nokkrum vikum og sagðist
treysta honum fullkomlega. En síðan
þegar hann hlýtur dóm og sýnt þykir
að hann hafi svikið þjóðina, brugð
ist í opinberu starfi og farið á svig við
stjórnarskrá lýðveldisins, þá er hann
skyndilega viss um að landsdómur
sé skipaður fíflum.
Og grátkórinn ómar sem aldrei
fyrr. Núna heldur stórmeistari sukk
klíkunnar, Bjarni Ben, því fram að
ríkisstjórnin hafi hlaupið á sig; vegna
þess að Geir var ekki dæmdur fyrir
allt sem hann var sakaður um. Já,
kæru landsmenn; Bjarni Ben, sem
hefur látið á sjöunda tug milljarða
falla á ríkissjóð í gegnum ýmiss kon
ar svikamyllur sem kallast fyrirtæki.
Það er þessi Bjarni Ben sem núna
baular einsog kálfur á súlfalyfjum
og heimtar kosningar. Að vísu veit
Bjarni að þjóð hans hugsar svo fátt
að væntanlega muni hún veita hon
um sinn stuðning, jafnvel þótt hann
sé í fylkingarbrjósti sjálfstæðis
manna; þess glæpafélags sem setti
hér allt á hausinn.
Og hin stóra fréttin í vikunni – og
öllu sérkennilegri – er sú að Jónína
Ben er gengin aftur … í Framsóknar
flokkinn. Reyndar hefði ég talið eðli
legra að hún hefði farið í fjóshaug
Bjarna Ben, þar eð best myndi vera
að stólpípan færi þangað sem hún
gerir gagnið mest. Og á meðal saur
lífsseggja dillibossaklíku íhaldsins er
virkilega þörf á ærlegri skolun.
Væntanlega mun stólpípan þó
koma að notum þegar mín heimska
þjóð hefur komið Framsókn og
íhaldi aftur til valda; þegar hrúgan
blasir við okkur enn á ný.
Jónína, sú fína frú,
fær víst klink í baukinn,
með stólpípuna stefnir nú
á stóra skítahraukinn.
A
ðdragandi og eftirmálar þess að
við þingmenn fengum skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis
eru meðal þeirra viðburða sem
mér eru hvað minnisstæðastir síðan ég
tók að mér þessa sérkennilegu vinnu.
Ég var í hlutverki þingflokksformanns
og formanns Hreyfingarinnar á þess
um tíma og var því boðuð á alla fundi
sem tengdust yfirvofandi skýrslu. Þess
ir fundir voru dramatískir og þar kom
fram hjá skýrsluhöfundum að innihald
skýrslunnar afhjúpaði svo mikil sam
félagsleg innanmein, spillingu og sam
tryggingu að það yrði samfélaginu
þungbært sjokk að þurfa að horfast í
augu við afhjúpunina. Afhjúpun sem
myndi hreyfa grunnlög samfélagsins
eins og þung jarðhræring.
Fólkið sem fjarlægði hvert lagið af
öðru af spillingarlauknum til að kom
ast að kjarna málsins, komst sífellt nær
miðjunni og þjóðin beið með öndina
í hálsinum, dagurinn rann upp, 9.000
blaðsíður af óþægilegum sannleika
þrýstust inn í vitundina eins og skyndi
legt hraungos. Því miður varð skýrslan
bara túristagos með sína ægilegu gló
andi fossa. Þjóðin rétt tekin við að kafa
í átt að kjarnanum, fara í það vanda
sama verk að greina hismið frá og skilja
umfang orsakar og afleiðingar þegar
gjóskuspúandi drekinn í Eyjafjalla
jökli þeytti okkur inn í atburðarás sem
hreinlega yfirtók alla athygli þjóðar
innar, því fjölmiðlar geta bara fjallað
um eina stóra frétt í einu. Öskuteppi
lagðist yfir skýrsluna hjá allflestum, því
við erum eins og flestir aðrir jarðarbú
ar með athyglisbrest og sækjumst ekki
neitt sérstaklega í að velta okkur ótil
neydd upp úr óþægilegum sannleika.
Eitraður kaleikur
Skýrslan var áfellisdómur yfir stjórn
sýslunni, fjölmiðlunum, endur
skoðendum, lögfræðingum, fræða
samfélaginu, stjórnmálamönnum,
bankamönnum, það var varla til sá
angi samfélagsins sem ekki var snort
inn af áfellisdómnum. Hvernig fékk
þessi svikamylla að bólgna út í svona
litlu samfélagi? Kallað var eftir að
dreginn yrði lærdómur og að ábyrgð
yrði að vera öxluð fyrir þann voða
lega kokteil ríkisstjórnar Sjálfstæðis
flokks til 18 ára með ýmsum viðhengj
um smærri flokka, aðgerða í að auka
agaleysi og forheimskun fjármála
fyrirtækja og síðar meir stórkostlega
vanrækslu og aðgerðaleysi árið 2008
þegar þeir sem steyptu okkur í hyldýpi
óumbeðinna skulda, hlupust af landi
brott með fulla sekki fjárins sem þeir
skröpuðu innan úr tómum tóftum
þjóðarinnar. Já, hann er eitraður þessi
kaleikur, sagði þingmaður þegar það
kom að því að taka ákvörðun um
landsdóm eður ei, ákvörðun um það
hvort að þingmenn ættu að ákæra vini
og andans leiðtoga fyrir dóm. Beiskur
þegar kom að því sýna að þingheim
ur hefði lært af hruninu. Lögum um
landsdóm þarf að breyta, því kaleikur
ábyrgðar á ekki að vera einhver innan
sveitarkróníka.
Uppgjörið
Ég sat tugi funda í Atlanefndinni þar
sem farið var vandlega yfir tillögur
rannsóknarnefndar Alþingis um hvort
og hvernig ætti að kalla þá til ábyrgðar
sem ollu því. Margir skilja ekki að í
landslögum er eitthvað sem heitir
fyrning á ráðherraábyrgð því þær eru
háværar raddirnar sem hefðu viljað
sjá Halldór og Davíð fyrir landsdómi,
að svara til saka vegna þeirrar ein
hliða ákvörðunar þeirra að setja Ís
land á lista hinna viljugu þjóða. Þeir
hafa ekki beinlínis sýnt neina iðrun á
einræðistilburðum sínum né hefur sá
ráðherra sem stóð keikur í stafni í að
draganda hrunsins sýnt neina iðrun.
Það þurfti heila byltingu til að fá hann
til að fara frá. Það er einmitt þetta
sjúklega skringilega hefðafar að eng
inn axli ábyrgð sem næstum því varð
til þess að ekki tókst að koma lands
dómi saman. Það var mikilvægt gagn
vart kröfunni um uppgjör og hið nýja
Ísland að landsdómur kom saman og
að fyrir hann hafi fyrrverandi forsætis
ráðherra þurft að mæta. Það gefur
ráðherrum framtíðarinnar aðhald og
skilaboð um að þau vinnubrögð sem
höfðu tíðkast séu ekki lengur ásættan
lega né eðlileg. Í dómum yfir Haarde
kom fram að ef hann hefði gert það
sem honum bar gagnvart stjórnar
skrá þá hefðu mögulega afleiðingar
hrunsins orðið mun vægari. Dóm
urinn tók tillit til þess að hann væri
gamall og hefði ekki áður hlotið dóm
þegar ákveðið var að dómurinn væri
ekki refsiverður. Það sem mér finnst
furðulegt er að ef maður er sakfelldur
af hverju hann beri ekki sakarkostnað.
Það gefur kannski ekki gott fordæmi
gagnvart öðrum dómum í framtíðinni.
Mikilsverðustu skilaboðin með að
gerðinni landsdómur eru eftirfarandi:
æðstu ráðamenn eru ekki yfir landslög
hafnir og eru ekki ósnertanlegir, það
er ekki eitthvað formsatriði heldur
grundvallarumbylting. Það hafa fleiri
axlað ábyrgð á hruninu, allir ósýnilegu
Íslendingarnir sem töpuðu vinnunni
sinni, húsunum sínum, heilsunni
sinni, heimahögunum sínum og svo
mætti lengi telja.
Ofstækisfólkið og boðflennurnar
Það var ekki mikil reisn yfir viðbrögð
um fyrrverandi forsætisráðherra
þegar honum varð ljóst að hann væri
ekki ósnertanlegur. Að vega að dómn
um var smánarlegt. Ef ég ber saman
dómana yfir 9 menningunum sem
mörg fengu skilorð og fjársektir fyrir
að trufla þingheim í stutta stund, þá
finnst mér að Haarde hafi nú sloppið
nokkuð vel því fordæmin voru engin
og hefðu svo sem getað farið á ýmsa
vegu. Ég sem einn af ofstækismönn
unum sem hann nefndi í Kastljósvið
tali kvöldið sem dómurinn féll, vildi
óska að hann skildi að Ísland verður
aldrei eins. Hann og valdaelíta lands
ins vöktu marga landsmenn af værum
blundi. Miklu fleiri láta sig samfé
lag sitt varða eftir hrun og ég vona
innilega að fólk átti sig á því að það
er samfélagsleg skylda okkar allra að
taka virkan þátt í lýðræðinu.
Öðruvísi samvinna
Það er nefnilega ekki rétt sem Geir
hélt fram, að þingmenn vinni ekki
saman þvert á flokka. Við vinnum
bara helst ekki að samtryggingu, held
ur reynum að vinna að samábyrgð og
í samvinnu um hvernig skuli passa
fjöregg þjóðar. Á Alþingi eru nú tveir
flokkar manna, fyrir og eftir hrun
þingmenn. Ég er með sanni boðflenna
á Alþingi Íslendinga, óþolandi flugan
í tjaldinu, en ég ætla mér ekki að vera
lengi á Alþingi, vona að mér takist
að láta eitthvað gott af mér leiða fyrir
land og þjóð til frambúðar. Ég býð
spenntust eftir að stjórnarskráin hin
nýrri verði fyrsta frétt og að fólk ræði
um hvernig það vilji að landið rísi úr
viðjum sérréttinda og inngróinnar
spillingar.
„Hvernig
fékk þessi
svikamylla að
bólgna út í svona
litlu samfélagi?
Umræða 27Helgarblað 27.–29. apríl 2012
1 Ásgeir Þór Davíðsson látinn Veitingamaðurinn Ásgeir Þór Davíðs-
son, gjarnan kallaður Geiri á Goldfinger,
varð bráðkvaddur á heimili sínu í
Kópavogi í síðustu viku.
2 Dansaði í Kringlunni þegar gamla skotið gekk framhjá
með kærustu Elísabet Ólafs-
dóttir, betur þekkt sem Beta Rokk,
setti myndband á Facebook-síðu sína
sem sýnir hana dansa í Kringlunni.
3 Sveinn Andri á barnið: „Jú, það passar“ Lögfræðingurinn
Sveinn Andri Sveinsson aðspurður
hvort hann sé barnsfaðir fyrirsætunnar
Kristrúnar Aspar Barkardóttur.
4 „Hann dansaði á grárri línu“ Systir Geira á Goldfinger segir hann
hafa verið mikinn fjölskyldumann og
afar ættrækinn þó hann hafi dansað
á grárri línu.
5 „Auðvitað erum við öll slegin“ Systir Geira á Goldfinger segir
hjartakvilla algenga í fjölskyldunni.
6 Deilt um tilveru mennskrar Barbie-dúkku Rússinn Valeria
Lukyanova hefur slegið í gegn í heima-
landi sínu en hún segist vera frægasta
kona Rússlands.
7 „Þeir geta tekið þessa milljón og troðið henni“ Hans Óli er
ósáttur við sanngirnisbætur vegna
dvalar á vistheimilinu Silungapolli.
Mest lesið á DV.is
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Kjallari
Birgitta
Jónsdóttir
Kölluð Elaine
síðan ég var 14
Hanna Eiríksdóttir er tvífari Elaine úr Seinfeld. – DV