Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 6
K röfuhafar eignarhaldsfélags­ ins Heiðarsólar, sem áður hét Saxhóll ehf., hafa af­ skrifað tæplega 12 milljarða króna af skuldum eignar­ haldsfélagsins. Heildarkröfur í búið námu tæplega 15 milljörðum króna og fengust tæplega 3 milljarðar upp í kröfurnar. Skiptum á búinu lauk í lok mars síðastliðins. Saxhóll var fasteignafélag í eigu Nóatúnssystkinanna svokölluðu, erf­ ingja kjörbúðarinnar Nóatúns sem stofnuð var af Jóni Júlíussyni árið 1960. Eigendur félagsins voru Jón Þorsteinn Jónsson, Einar Örn Jóns­ son, Júlíus Þór Jónsson og Rut Jóns­ dóttir. Tugmilljarða gjaldþrot Félagið hélt meðal annars utan um fasteignir sem hýstu verslanir Nóa­ túns en rekstur þeirra var seldur til Jóns Helga Guðmundssonar í Kaupási árið 2003. Ein af lykileignum félagsins var stórhýsið í Nóatúni sem verslanirnar heita eftir. Eigendur Saxhóls voru umsvifa­ miklir í fjárfestingum á árunum fyr­ ir hrunið og voru meðal annars með stærstu hluthöfum Glitnis í gegnum eignarhaldsfélagið Saxbygg, ásamt verktakafyrirtækinu BYGG, áttu hlut í Smáralindinni í gegnum Fasteigna­ félag Íslands og voru meðal stærstu hluthafa í sparisjóðnum Byr. Gjald­ þrot félaga sem tengjast þeim nema fleiru tugum milljarða króna. Landsbankinn stærstur Helgi Jóhannesson, lögmaður og skiptastjóri Heiðarsólar, segir að Landsbankinn hafi verið langstærsti kröfuhafi félagsins með í kringum 80 prósent krafna. Þá lýstu Íslands­ banki, Kaupþing og Arion banki einnig kröfum í búið Helgi segir að eignirnar sem ver­ ið hafi í búinu hafi verið ýmsar fast­ eignir, til dæmis á Köllunarklettsvegi, Síðumúla 11 og Ármúla 26. Hann segir engin málaferli hafa verið höfð­ uð út af skiptunum á búinu. Í auglýs­ ingu frá Helga í Lögbirtingablaðinu segir að rúmlega 19 prósent hafi fengist upp í lýstar kröfur: „Skiptum á búinu lauk þann 29. mars sl. með því að kr. 2.869.386.122 eða 19,36% greiddust upp í samþykktar kröfur. Þá greiddist kostnaðurinn við skiptin að fullu. Engum forgangskröfum var lýst í búið.“ Halda verðmætum eignum DV greindi frá í lok október í fyrra að fyrrverandi eigendur Saxhóls hefðu gengið frá skuldauppgjöri við kröfu­ hafa sína. Dótturfélag Landsbank­ ans, Regin A3 ehf., hafði þá leyst til sín eignir sem áður voru í þeirra eigu og boðið þær til sölu. Meðal annars var um að ræða fasteignir í Lóuhólum, Hraunbæ og Grensás­ vegi, auk áðurnefndra eigna sem Helgi vísaði til hér að ofan. Lands­ bankinn reyndi að selja þessar fast­ eignir í lok árs 2010 en engin tilboð bárust í þær. Í frétt DV kom fram að Nóa­ túnssystkinin héldu hins vegar eft­ ir verðmætum eignum í Nóatúni, stórhýsinu sem Nóatúnsverslan­ irnar eru kenndar við, sem og versl­ unarhúsnæði í Hamraborg í Kópa­ vogi sem hýsir verslun Nóatúns í dag. Fasteignirnar eru báðar í eigu fasteignafélagsins Íshamra sem er í eigu þeirra systkinanna. Fast­ eignamatið á eigninni í Nóatúni 17, sem er rúmlega 4.000 fermetrar að stærð, er nærri 400 milljónir króna. Eignirnar voru áður hluti af eigna­ safni Saxhóls. Fyrrverandi hluthafar Saxhóls halda því eftir verðmætum eignum inni í öðru eignarhalds­ félagi þrátt fyrir gjaldþrot félagsins. 6 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað „Hann verður í anda Geira“ n Nektarstaðurinn Goldfinger áfram í rekstri G oldfinger verður áfram starf­ andi,“ segir Jaroslava Davíðs­ son, ekkja Ásgeirs Þórs Davíðs sonar, sem var betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. Ás­ geir Þór varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 20. apríl, 62 ára að aldri. Samkvæmt Jaroslövu verður staðurinn rekinn áfram í sömu mynd og verið hefur. „Hann verður í anda Geira,“ segir Jaroslava, en hún hef­ ur verið einn af eigendum Goldfin­ ger ásamt Ásgeiri og tveimur sonum hans undanfarin ár. Jaroslava segir andlát Ásgeirs Þórs hafa verið mikið áfall fyrir sig og fjölskylduna en Ás­ geir lætur eftir sig sjö börn sem hann átti með fjórum konum. Ásgeir var lærður matreiðslu­ maður og var meðal annars bryti hjá Landhelgisgæslunni en átti síðar staðina Skipperinn, Hafnarkrána og nektarstaðinn Maxims. Ásgeir Þór var löngum umdeild­ ur maður en hann stofnaði nektar­ staðinn Goldfinger árið 1999 og hef­ ur verið ötull talsmaður lögleiðingar vændis. Ásgeir átti vini í öllum lögum þjóð­ félagsins og má glöggt sjá það á Face­ book­síðu hans þar sem fjölmargir minnast hans. Þar á meðal eru Jón stóri, Inga á Nasa, Kristmundur Axel, Björgvin Páll Gústavsson, Ásdís Rán, Sigga Lund, Sveinn Andri Sveinsson og Jógvan Hansen. Útför Ásgeirs fer fram frá Hall­ grímskirkju í dag, föstudag 27. apríl, og búast má við að margir fylgi Ásgeiri til grafar en honum er lýst sem vinmörgum manni með stórt hjarta. ATRIX BAKPOKARYKSUGAN ÖFLUG FYRIR SAMEIGNIR OG HÚSFÉLÖG - Hepa pokar - 4 þrepa filter - Létt og þægileg - Öflug, 1400 wött Á TILBOÐI Í APRÍL: 58.990 kr Fullt verð: 68.368 kr Marpól ehf, Dalbrekku 24, 200 Kópavogur, sími: 544-5588, www.marpol.is „Gjaldþrot félaga sem tengjast þeim nema fleiri tugum millj- arða króna. n Tæplega 15 milljarða kröfur n Halda verðmætum eignum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Afskrifuðu 12 milljArðA Halda flaggskipinu Fyrrverandi eigendur Nóatúns halda eftir verðmætum fasteignum þrátt fyrir að fasteignafélag þeirra, Saxhóll ehf., sé orðið gjaldþrota. Athafnamaður Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger, varð bráðkvaddur föstudaginn 20. apríl. Stakk mann með steikar- hníf Hæstiréttur Íslands hefur stað­ fest dóm héraðsdóms yfir konu sem sakfelld var fyrir hníf­ stungu. Konan réðst á fyrrver­ andi sambýlismann sinn í des­ ember 2010. Samkvæmt ákæru sló hún hann í andlit og stakk hann með steikarhníf í öxl með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu á kinnbeini og fjög­ urra sentímetra skurð á vinstri öxl. Konan bar því við að hníf­ stungan hefði atvikast þannig að maðurinn hefði dregið hana á hárinu um íbúðina, en síðan tekið hníf og spurt hana hvort hún ætlaði ekki að stinga hann. Lýsti hún því svo að hún hefði slegið í hönd mannsins, sem hélt um hnífinn, og við það hefði hnífurinn stungist í öxl­ ina á honum. Konan var dæmd í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í héraðsdómi. Össur Skarphéðinsson: Aðild snýst um langtíma­ hagsmuni Aðild Íslands að Evrópusam­ bandinu snýst um langtímahags­ muni Íslands, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráð­ herra. Þetta kom fram í fram­ söguræðu hans við upphaf um­ ræðna um utanríksmál á Alþingi á fimmtudag. Össur sagði að eitt af meginmarkmiðum aðildar væri að koma á efnahagslegum stöðugleika, auka fjárfestingar og skapa störf fyrir Íslendinga fram­ tíðarinnar. Hann sagði íslenskt efnahags­ líf, með öll sín tækifæri, auðlindir til lands og sjávar, vel menntað og kraftmikið fólk og sterka stöðu á norðurslóðum, enn glíma við innbyggða kerfisgalla sem hefðu um áratugaskeið valdið óstöðug­ leika og átt sinn þátt í efnahags­ hruninu haustið 2008. Nú vofði yfir Íslandi snjóhengja í formi ríflega þúsund milljarða króna. Utanríkisráðherra sagði eitt mik­ ilvægasta markmiðið vera að ná samstarfi við Evrópu um afnám gjaldeyrishaftanna og að bræða snjóhengjuna án þess að hún breyttist í efnahagslegt hamfara­ hlaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.