Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 46
Lesið úr Skólaljóðum á fjallstindi n Fríar morgungöngur Ferðafélags Íslands 30. apríl–4. maí M ánudaginn 30. apríl hefj- ast hinar árlegu morgun- göngur Ferðafélags Íslands og VÍS. Þetta er í áttunda sinn sem morgungöngur eru farn- ar. Eins og nafnið bendir til er far- ið í létta fjallgöngu klukkan 06.00 hvern morgun, fimm daga í röð. Gengið verður á eftirtalin fjöll: n 30. apríl Helgafell við Hafnarfjörð n 1. maí Mosfell við Mosfellsdal n 2. maí Helgafell við Mosfellsdal n 3. maí Vífilfell n 4. maí Úlfarsfell Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þátttakendur koma á eig- in bílum annað hvort í Mörkina 6 að húsakynnum FÍ þaðan sem farið verður í halarófu eigi síðar en klukk- an 6.00. Einnig er hægt að mæta beint að upphafsstað göngu. Gangan á Helgafell á mánudag hefst við Kald- ársel fyrir ofan Hafnarfjörð. Í göngunum er reynt að halda meðalhraða sem allir ráða við og í meginatriðum miðað við að hópur- inn sé samferða á toppinn. Undan- farin ár hefur verið lesið úr Skóla- ljóðunum á hverjum fjallstindi og verður svo eflaust einnig í ár. Farar- stjórar eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. kristjana@dv.is 46 Lífsstíll 27.–29. apríl 2012 Helgarblað M ig langar að senda honum SMS í kvöld og segja hon- um að ég hlakki til að hitta hann á morgun, má það ekki alveg?“ spurði vinkona mín um daginn og átti þar við strák sem hún er búin að vera að hitta í skamman tíma. „Jú, það má klár- lega. Ég myndi pottþétt gera það,“ svaraði ég án þess að hika (og hugsaði um öll slík SMS-in sem ég hafði sent). Benti henni í kjölfarið á að líklega væri ekki skynsam- legt að leita ráða hjá mér varð- andi SMS-sendingar. Enda hef ég oft misstigið mig í þeim efnum. Sérstaklega hvað karlmenn varðar. É g elska SMS. Ég hringi eiginlega aldrei í fólk, nema kannski foreldra mína og ömmur og afa. Aðrir fá bara SMS. Sumir fá mörg SMS. Ég er bara meira fyrir að tjá mig á rituðu máli. Þannig get ég líka haldið skrá yfir sam- skipti mín og flett upp samtölum eftir þörfum. (Sem er fullkomlega eðlilegt). Ég viðurkenni fúslega að al- veg frá því ég fékk fyrsta Nokia 5110-símann í hendurnar hef ég ofnotað þennan samskiptamáta. Og þegar karlmaður er í spilinu margfaldast SMS-sendingarnar. Ég þarf bara að segja ótrúlega margt og spyrja að ótrúlega mörgu – í tíma og ótíma. M ér hefur verið bent á að slíkt SMS-flóð sé alls ekki allra. Og hef sosum rekið mig á það sjálf líka. En að sama skapi þá er ég eins og ég er, hvern- ig á ég að vera öðruvísi? Svo er líka erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og allt það. Nokkrar vinkonur hafa reynt að leiðbeina mér í þessum efn- um með misjöfnum árangri. Ekki senda tvö SMS í röð. Láttu hann senda næst. Ekki segja þetta. Ekki segja hitt. Alveg ótrúlega flóknar reglur sem mér tekst engan veg- inn að tileinka mér. Og af hverju má ég ekki bara senda SMS þegar mig langar? É g fékk harkalega kennslustund í SMS-sendingum nú síðast á Aldrei fór ég suður-tón- listarhátíðinni á Ísafirði. Þar var ég stödd með her einhleypra kvenna sem ólmar vildu komast í kynni við heimamenn. Á meðan þær fóru hamförum í leit að ástinni á vest- firska markaðnum, dundaði ég mér við að senda SMS. Mörg SMS, enda maður í spilinu. (Sem var alls ekki ósáttur við þessi SMS- ritstörf mín). Engu að síður, þegar vinkon- urnar áttuðu sig á því hvað ég var að gera snéru þær mig nánast nið- ur til að koma í veg fyrir að ég héldi áfram. Þær linntu ekki látunum fyrr en ég lofaði að láta af iðjunni – eitt kvöld. V inkonan sem ég hvatti til að senda SMS, sendi auðvitað SMS. Strákurinn varð himin- lifandi og svaraði henni strax. Hann hlakkaði til að hitta hana líka. Sýn okkar beggja á mál- ið er einföld og skýr. Ef þessum mönnum finnst ekki gaman að fá öll þessi SMS frá okkur, þá geta þeir bara átt sig. Skítt með óskráðu reglurnar. Svo er það nú einu sinni bara þannig að eitt lítið SMS getur dimmu í dagsljós breytt. Það finnst mér að minnsta kosti. Óskráðu SMS-reglurnar Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir H ugmyndin að baki nafninu er sú að það eru allar kon- ur dætur einhvers, þetta er svona svolítið séríslenskt fyrirbæri að vera dóttir og við vildum gera eitthvað með það. Þannig að við ætlum að sameina allar dætur á Íslandi í eitt dóttur- félag,“ segir Oddný Jóna Bárðar- dóttir í gamansömum tón en hún ásamt vinkonu sinni, Kristínu Ástu Matthíasdóttur, opna í dag, föstu- dag, fataverslunina Dótturfélagið að Laugavegi 12b. Þar verða fyrst um sinn seld kvenföt en þær stöll- ur stefna jafnvel að því að bjóða einhver barnaföt þegar fram líða stundir. Draumur að opna búð saman Það má segja að langþráður draum- ur vinkvennanna hafi ræst en þær hafa báðar mikinn áhuga á tísku og hefur lengi langað að opna búð saman. „Við erum æskuvinkonur og það hefur lengi verið draumur okk- ar að opna saman búð. Við ákváð- um svo að láta verða að því, fundum þetta fallega húsnæði og hófumst handa,“ segir Kristín. Vinkonurnar hafa heldur betur tekið til hendinni, pússað upp gólf- efni, sparslað og málað og breytt húsnæðinu að þeirra smekk. Þær vönduðu mikið til verka og unnu fram á nætur við að breyta hús- næðinu og fengu iðnaðarmenn til þess að gera það sem þær ekki réðu við. „Við vildum hafa svona svolít- ið heimilislega stemmingu en samt kúl og erum mjög ánægðar með út- komuna,“ segir Oddný. Þær Oddný og Kristín leika sér svo- lítið með dótturþemað og í búðinni er sérstakur mæðgnaveggur. „Á veggn- um eru myndir af flottum mæðgum saman. Hugsunin er að leyfa honum að stækka hægt og rólega og bæta myndum við,“ segir Kristín en þær eiga báðar litlar stelpur. Fínt og hversdags Á boðstólum í Dótturfélaginu verða föt sem þær velja sérstaklega inn og leggja þær áherslu á götufatnað sem hentar við ýmis tækifæri. „Við velj- um fötin sjálfar og hugmyndin hjá okkur er sú að öll föt sé hægt að nota bæði hversdags og við fínni tilefni. Það er dálítið „conceptið“ hjá okk- ur. Þú átt að geta keypt kjól og not- að hann jafnt við fína háa hæla sem og við converse-íþróttaskó,“ segir Oddný um úrvalið í búðinni. Spennandi sumar fram undan Auk þess verða til sölu í búð- inni gjafavörur frá Epal. „Við velj- um inn vörur frá þeim sem passa inn í búðina. Þetta er svona svo- lítið í anda Urban Outfitters þar sem er blandað saman fötum og skemmtilegri gjafavöru. Við erum náttúrulega bara rétt að byrja og búðin á eftir að þróast en við erum bara mjög spenntar fyrir þessu. Við erum mjög ánægðar með staðsetn- inguna á Laugaveginum og bíð- um spenntar eftir sumrinu,“ segir Kristín. viktoria@dv.is Dæturnar í Dótturfélaginu n Vinkonur opna búð saman n Föt sem henta við öll tækifæri Búðin Hér má sjá inn í Dótturfélagið. Stelpurnar hafa staðið í ströngu við að laga húsnæðið að sínum smekk. Dæturnar Oddný Jóna og Kristín Ásta við búðarborðið í Dótturfélaginu. Árrisull fararstjóri Páll Ásgeir Ásgeirsson er fararstjóri í fríum morgungöngum Ferðafélags Íslands ásamt Rósu Sigrúnu Jónsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.