Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 35
láta okkur fá sjö milljarða. Stærstur var Vantage Point Venture Partners, billjón dollara fjárfestingarsjóður í Silicon Valley og einn stærsti lífeyris- sjóður Kanada. Þetta gerðist í nokkr- um þrepum. Þeir settu peninga inn og voru svo ánægðir með árangurinn að þeir héldu áfram að fjármagna okkur og uxu með okkur. Það hefur aldrei komið fram hvað Nokia borgaði fyrir Oz en til að setja það í eitthvert samhengi get ég sagt að þessir fjárfestar áttu orðið um helming í félaginu og fengu sína sjö milljarða til baka með mjög góðri ávöxtun. Ég var stærsti einstaki hlut- hafinn í félaginu fyrir utan þessa fjárfesta og í gegnum fjárfestingar- félagið Títan hef ég ákveðið að fjár- festa fyrir fjóra milljarða á Íslandi að svo stöddu,“ segir Skúli sem er þeg- ar búinn að skuldbinda hátt í þrjá milljarða fyrirtækjum á borð við MP banka, WOW Air, Carbon Recycl- ing International, Securitas, CAOZ, Datamarket, Thor DataCenter sem búið er að selja til Advania og Adv- ania. Rúllar sér ekki upp úr peningum Þetta er gaman. „Ég skal alveg játa það að það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel eins og núna með þessu WOW-ævintýri. Mér var boðið að kaupa Iceland Express en það var mjög lauslegt og kom aldrei til greina. Hugur minn lá í því að búa til eitthvað nýtt, byggja eitthvað upp frá grunni. Ég var farinn að sakna þess. Og nú vorum við að stofna ferðaskrifstofu með frábærum fararstjórum. En ég geri ég mér líka grein fyr- ir því að þegar ég set fjármagn í ný- sköpunarfyrirtæki mun sumt mistak- ast. Stundum gengur vel og þá ber að fagna því. Ef einhver efnast þá eru það frábærar fréttir því allavega það fólk sem ég þekki sest ekki í helgan stein og fer að rúlla sér upp úr peningum. Ég vakna ekki á morgnana og hugsa um peningana sem ég á,“ segir hann og hlær. „Ég upplifi mig ekki þannig. En það gefur augaleið að miðað við vaxtastefnuna hér á landi hefði ég getað lifað góðu lífi af vöxtunum ef ég hefði viljað setja tærnar upp í loft, spila golf og hjóla allan sólarhringinn. Eins einkennilegt og það hljómar þá held ég að það sé hundleiðinlegt. En það eru auðvitað forréttindi að geta ferðast og sýnt fjölskyld- unni heiminn. Það eru líka forrétt- indi að geta sett peninga inn í fyrir- tæki og hjálpað frumkvöðlum að láta drauma sína rætast. Ég held að flest- ir haldi áfram í viðskiptum. Auðvitað fer eitthvað af ágóðanum í neyslu og þægilegra líf, annað væri óeðlilegt, en bróðurparturinn skilar sér aftur í umhverfið – ef umhverfið vill taka á móti því. Það vantar líka í umræðuna hér heima að það hefur aldrei verið eins mikil samkeppni um fjármagn í heiminum. Ástandið er víða verra en hér.“ Hættulegt að gera aldrei mistök Auðurinn er fyrst og fremst tilkom- inn vegna sölunnar til Nokia. „Hún klárlega breytti öllu hvað þetta varð- ar. Jú, jú, ég var búinn að fjárfesta að- eins í Kanada áður en að því kom en ég lærði það af Oz að halda að mér höndum. Ég hefði kannski betur átt að einbeita mér að því að vera for- stjóri Oz í stað þess að dreifa hugan- um með alls kyns fjárfestingum. Ég var ungur, tók þátt í því að setja mörg félög af stað og efnaðist mikið. Það er bara svo auðvelt þegar allt gengur vel en þegar það fór að herða að þá átt- aði ég mig á því hversu tímafrekt það er að sinna mörgum hlutum í einu og þá lenti ég í vandræðum. Hins vegar held ég að það sé eitt aðalvandamál Íslendinga að hér rík- ir enginn skilningur fyrir mistökum. Í Kísildalnum er eitt besta umhverfi sem fyrirfinnst fyrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki og þar ríkir við- horfið að brennt barn forðist eldinn. Hér áttu varla séns ef þér hefur orðið á og það gildir jafnt um bankastarfs- menn og mig þegar ég fór á haus- inn með Oz í fyrsta fasa. En þarna komu þessir fjárfestar, skoðuðu við- skiptaáætlun okkar, töluðu við okkur og sáu hvað við gerðum rangt til að byrja með og hvað klikkaði. Síðan sögðu þeir að við hefðum greinilega lært okkar lexíu og gætum greinilega klárað þetta í næsta fasa. Og þrátt fyr- ir alla erfiðleikana var þetta klárlega mikil reynsla.“ Nú segist hann frekar vilja fjár- festa með fólki sem hefur reynslu af því að mistakast en öðrum sem hafa aðeins notið velgengni. „Það liggur við að það sé hættulegt að gera aldrei mistök því flestir sem hafa átt þvílíkri farsæld að fagna – og þar á meðal ég fram að „dot com“ hruninu, fyllast of miklu sjálfstrausti. Ég var ungur og grænn og af því að það hafði allt heppnast fram að því varð ég sjálf- umglaður og hætti að sjá hætturnar og hlusta á annað fólk.“ Konan sagði hann stórskrýtinn Sjálfur segist hann alltaf hafa sóst eft- ir áskorunum, í starfi sem og einka- lífi. „Ævintýramennskan er það sem hefur alltaf drifið mig áfram og mér leiðist afskaplega ef það er ekkert að gerast. Þegar hlutirnir eru fallnir í ljúfa löð verð ég órólegur. Ég ætti kannski ekki að segja frá því en þeg- ar konan mín var í læknisfræðinni kom hún einu sinni heim og sagði að ég og allir mínir vinir værum stór- skrýtnir,“ segir hann og hlær létt. „Við skulum ekkert fara nánar út í það en ég hef alltaf viljað hafa mikið fyrir stafni, hafa svolítið gaman af og gera það sem mig langar til að gera. Að einhverju leyti er þetta spennufíkn,“ segir hann og hlær. Sýpur á teinu og heldur áfram: „En ég vona að ég sé orðinn aðeins skyn- samari.“ Í dag fær hann útrás í íþróttum og er í félagsskap sem æfir fyrir þrí- þrautir hér og þar um heiminn. Nema hvað, í sumar ætlar hann að halda mót hér heima. „Við sátum saman félagarnir og vorum að velta því fyrir okkur hvert við ættum að fara næst. Við áttuðum okkur á því að við vorum að leita langt yfir skammt og ákváðum að gera eitthvað hér. Í öllu þessu þrasi um hrun og póli- tík hef ég meiri áhyggjur af heilsu- fari og menntun þjóðarinnar. Ég held að þar glímum við við brýnni vanda- mál en við gerum okkur kannski grein fyrir. Þau eru ekki eins áþreifanleg en þau munu læðast aftan að okkur. Mér finnst það til dæmis mjög slá- andi að við séum orðin næstfeitasta þjóð í heimi, með sjöttu verstu tann- hirðu barna í OECD-löndunum og að 25 prósent drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Ef það verður ekki tekist á við þetta munum við sjá að á næstu 30 til 50 árum mun þessari þjóð hnigna. Ég vona því að það geti skapast almenn sátt um að vinna markvisst gegn því, ekki með boðum og bönnum heldur með því að leggja eitthvað á vogarskál- arnar og byrja á okkur sjálfum. Það var hugmyndin á bak við þetta hjólreiðamót sem ég og Magn- ús Ragnarsson, leikari með meiru og hjólreiðakappi, heill járnkarl á móti mér sem er bara hálfur járnkarl – ég var bara ekki með þrekið í heilan þegar ég fór út – en verð að taka þetta fram því hann hefur svo gaman af Viðtal 35Helgarblað 27.–29. apríl 2012 „Ég held að það sé stórkostlega erfitt að vera með svona vandræðagemlingi eins og mér „Við fórum í gegn- um nokkur ár þar sem við glímdum við mikla erfiðleika og allt virtist vera svartnætti en við misstum aldrei sjónar á því sem við ætluðum okkur. Heppinn Eftir langt og strangt ferli seldi Skúli Oz sömu helgina og bankarnir hér heima féllu. Hann kom síðan heim sem milljarðamæringur. Hann segir þó að álagið sem fylgdi þessari vinnu hafi ekki verið mjög fjölskylduvænt. Hann sé heppinn að konan hafi alltaf staðið við bakið á honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.