Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 24
24 Erlent 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Unglingar drekka handspritt n Færist í vöxt að unglingar noti vafasama aðferð til að verða drukknir S ex unglingar hafa verið flutt­ ir á sjúkrahús í San Fernando í Kaliforníu í Bandaríkjunum af völdum áfengiseitrunar. Ungmennin urðu ekki drukkin eftir að hafa stolist í áfengisskáp foreldra sinna eða af illa fengnu áfengi. Þau keyptu sér handspritt (e. hand san­ itizer) og drukku hann í þeim tilgangi að finna fyrir ölvunaráhrifum. Bandaríska blaðið the Los Ange­ les Times fjallaði um málið á dögun­ um og þar kemur fram að það virðist færast í vöxt að ungmenni noti þessa aðferð til að verða ölvuð. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að handspritt­ ið sé ekki drukkið beint úr flöskunni heldur er salt notað til að einangra alkóhólið. Auðvelt er að afla sér upp­ lýsinga um hvernig þetta er gert, til dæmis á veraldarvefnum. Og ölv­ unaráhrifin eru fljót að koma fram enda er handspritt allt að 65 prósent áfengt á meðan vodka er um 40 pró­ sent áfengt. „Allt sem þarf eru nokkir sopar og þú ert kominn með drukkinn ungling,“ segir Cyrus Rangan, yfir­ maður eitrunardeildar Children‘s­ sjúkrahússins í San Fernando­daln­ um. Ungmennin sex sem flutt voru á sjúkrahús á dögunum voru öll mjög ölvuð og fundu fyrir brunatilfinn­ ingu í maga eftir að hafa drukkið sprittið. Þetta hefur gerst víðar en í Kaliforníu. Robert Glatter, læknir við Le­ nox­sjúkrahúsið í New York, segir að nokkur slík dæmi hafi komið upp á undanförnum vikum. „Þau neituðu að hafa drukkið áfengi og það fannst engin áfengislykt af þeim. En þegar niðurstöður blóðprufu komu í ljós viðurkenndu þau að hafa drukkið handspritt,“ segir Glatter sem hvetur foreldra til að vera á varðbergi. Drekka handspritt „Allt sem þarf eru nokkir sopar og þú ert kominn með drukkinn ungling,“ segir Cyrus Rangan sem hefur tekið á móti ölvuðum unglingum sem hafa drukkið handspritt. V ið trúum innilega á þann möguleika að hún sé enn á lífi,“ segir Andy Redwood, yfirmaður sérstakrar rann­ sóknardeildar sem skipuð var af David Cameron, forsætisráð­ herra Bretlands, í fyrra til að komast til botns í hvarfi Madeleine McCann. Hann og 35 sérfræðingar Scotland Yard fara nú í gegnum 100 þúsund blaðsíður af upplýsingum sem safnað hefur verið úr öllum áttum frá öllum stigum rannsóknarinnar síðan Made­ leine hvarf sporlaust fyrir fimm árum, þann 3. maí 2007. Á bráðum afmæli Það var tíu dögum fyrir fjögurra ára af­ mæli hennar sem hún hvarf. Þann 13. maí næstkomandi verður Madeleine litla níu ára gömul. Í tilefni af því hefur Scotland Yard nú gefið út nýja tölvu­ gerða mynd sem sýnir hvernig stúlkan gæti litið út í dag. Foreldrar hennar hafa aldrei gefið upp vonina um að hún sé enn á lífi en málið er eitt það dularfyllsta sem komið hefur upp hin síðari ár. Eins og flestir vita skildu McCann­hjónin, Gerry og Kate, börn sín eftir á hótel­ herbergi fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal meðan þau fóru út að borða með vinafólki. Þegar þau snéru aftur, var Madeleine horfin. Skoða alla pappíra Hin umfangsmikla rannsókn Red­ wood og félaga ber yfirskriftina Operation Grange og segir hann í viðtali við BBC að hann vonist til að verða maðurinn sem loks leysir ráð­ gátuna. Margir hafa reynt. Hann seg­ ir deild sína besta möguleikann á að finna nýjar vísbendingar og upplýs­ ingar og gera nýjar uppgötvanir í mál­ inu þar sem þessir tugir sérfræðinga hafi aðgang að öllum þeim gögnum sem portúgalska lögreglan, einka­ spæjarar og breskir rannsóknar­ lögreglumenn hafa sankað að sér síð­ astliðinn hálfan áratug. Slík rannsókn hefur aldrei farið fram. „Þetta verkefni snýst í grunn­ inn um að skoða og greina öll bréf­ snifsi sem varða málið og vinna út frá þeim,“ segir Redwood. Operation Grange­verkefnið var saltað árið 2008 en eftir gríðarlegan þrýsting frá McCann­hjónunum, fjöl­ miðlum og almenningi ákvað Came­ ron forsætisráðherra að gangsetja það á nýjan leik. Breska dagblaðið Guardian segir verkefnið þegar hafa kostað skattgreiðendur tvær milljónir punda. n Madeleine 9 ára í næsta mánuði n Svona gæti hún litið út „Trúum að hún sé enn á lífi“ „Þetta verkefni snýst í grunninn um að skoða og greina öll bréfsnifsi sem varða málið. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Níu ára Scotland Yard birti nýja tölvugerða mynd af Madeleine McCann. Svona gæti hún litið út í dag. Afmælisdagur hennar er 13. maí. Charles Tay- lor sakfelldur Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðs­ glæpi af Alþjóðaglæpadómstóln­ um í Haag á fimmtudag. Telur dómstóllinn að Taylor beri ábyrgð á dauða þúsunda í borgarastyrj­ öldinni í Sierra Leone árin 1991 til 2002. Taylor var meðal annars sak­ felldur fyrir að hafa útvegað upp­ reisnarmönnum í Sierra Leone, nágrannaríki Líberíu, vopn í skipt­ um fyrir blóðdemanta. Refsing í málinu verður kveðin upp þann 30. maí næstkomandi. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í um fjögur ár og báru fjölmarg­ ir vitni, meðal annars fyrirsætan Naomi Campbell sem þáði dem­ anta sem taldir eru vera frá Taylor. Dauðarefsing afnumin Yfirvöld í Connecticut í Banda­ ríkjunum hafa ákveðið að leggja bann við dauðarefsingum í ríkinu. Ríkisstjórinn Dan Malloy skrifaði undir lög þess efnis á fimmtudag. Þar með hafa 17 ríki Bandaríkj­ anna afnumið dauðarefsingu, þar af fimm ríki á síðustu fimm árum. Afar fáum dauðadómum hefur verið framfylgt í Connecticut und­ anfarna áratugi en til marks um það hefur aðeins einn fangi verið líflátinn síðan 1960. Ellefu fangar sitja hins vegar á dauðadeild í rík­ inu og mun lagabreytingin ekki hafa áhrif á þá. Þeir geta átt von á því að verða teknir af lífi á næstu árum. Ekki þykir ólíklegt að fleiri ríki í Bandaríkjunum afnemi dauða­ refsingu á næstunni, en íbúar Kaliforníu munu kjósa um það í nóvember hvort banna eigi dauðarefsingu í ríkinu. Aukakílóin björguðu lífi hans Danny Ross, 44 ára Breti, sem varð fyrir hrottalegri hnífstunguá­ rás í ágúst í fyrra segir að auka­ kílóin hafi bjargað lífi hans. Ross var stunginn 70 sinnum með eld­ húshníf á heimili sínu þegar óður kunningi hans réðst inn til hans og stakk hann. Sakaði hann Ross um að hafa stolið peningum af fjöl­ skyldu sinni. „Ég er dálítið þyngri en ég vil vera en læknarnir sögðu mér að aukakílóin hefðu einmitt bjargað lífi mínu,“ segir hann en engin mikilvæg líffæri sködduð­ ust í árásinni. Dómur yfir árásar­ manninum verður kveðinn upp þann 18. maí næstkomandi. Gefast ekki upp Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate, hafa verið óþreytandi í leit að dóttur sinni síðan hún hvarf í Portúgal vorið 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.