Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 31
mynd sem ég setti upp. Þetta er eitt­ hvað sem maður kannski á ekkert auðvelt með að tala um en ég á auð­ velt með að tjá mig í orðum og tón­ um. Stundum er það bara sterkara,“ segir hann einlægur og talið berst að því að svona missi fylgi oft vanmetin sorg. Bubbi segir svo vissulega vera en það ætti ekki að vera því þetta sé reynsla sem sé gífurlega erfið. Hvelfist allt um konuna „Þetta er einhver reynsla sem að ég held að karlmenn geti ekkert tjáð sig um sem slíka. Þetta er eitthvað sem konan fer í gegnum, þegar þú verður vitni að svona hlut þá kannski upp­ götvar maður hvað konan er magnað fyrirbæri. Á ákveðnum stundum er hún allt yfir, allt um kring, skyggir á allt. Ég held að það skýri sig kannski best þannig að það er ekki til sá mað­ ur sem ég hef hitt á lífsleiðinni – og ég er búinn að hitta marga og alls konar menn. Harða menn, töffarana og menn sem hafa setið í fangelsum meiri hluta ævi sinnar en bara þetta orð „mamma“ er allt í kring. Þegar menn tala um mömmu sína þá verð­ ur bara logn, sólskin og hiti. Pabbi er auðvitað pabbi en hann kemst ekki í hálfkvisti við mömmu. Ég er ekk­ ert að gera lítið úr karlmönnum, ég gæti ekki hugsað mér annað en að vera karlmaður og allt það en ég held að staðreyndin sé bara sú að það hvelfist allt um konuna. Ég er ekki að hefja konuna upp í einhverja guð­ lega veru, þetta er bara ísköld stað­ reynd. Það eru ákveðnir tímapunktar í lífi manna sem ég held að þeir fatti þetta. Það er þegar þeir eru viðstadd­ ir fæðingu. Þá held ég að menn geri sér grein fyrir því hvað þeir eru litlir í samanburði við konuna í ákveðn­ um aðstæðum. Þetta er mín reynsla í gegnum lífið,“ segir Bubbi sem sjálf­ ur var afar náinn móður sinni, Grétu Morthens, sem lést árið 1981. Talar við látna móður á hverjum degi „Ég var mjög náinn móður minni. Ég tala við hana á hverjum degi. Ég byrja alla daga á bæn þar sem ég tala við móður mína og ég sakna hennar á hverjum einasta degi,“ segir hann af hjartans alvöru. Bubbi var á kafi í neyslu á þeim tíma sem móðir hans yfirgaf þennan heim og það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, þegar hann hafði tekið til í lífi sínu og sagt skilið við vímuefnin, að sorgin bank­ aði upp á. „Ég tók sorgina mjög seint út. Móðir mín dó mjög ung, hún var yngri en ég er núna þegar hún dó. Ég var svo dópaður þegar hún dó, það var hringt í mig og mér sagt það og ég man að það hreyfði ekki við mér. Ég var einhvers staðar að vakna eft­ ir djammið og fór út að borða þenn­ an dag. Það var ekki fyrr en ég fór í meðferð löngu seinna að ég upp­ lifði sorgarferlið mörgum árum eftir að hún var dáin. Það er ekkert sem ég get breytt í því,“ segir hann með æðruleysi í röddu. Móðir hans hafði áhrif á hann. „Móðir mín mótaði mig gríðar­ lega og hafði mikil áhrif á mig. Meira en faðir minn þótt hann hafi haft sín áhrif. Ég held að móðir mín hafi verið kletturinn í lífi mínu og fyrir­ mynd, það er engin spurning. Það samt mótaði ekki þessa skoðun mína á kvenmanninum sem slíkum. Lífið hefur sýnt mér það að á ákveðnum tímapunktum er konan svo miklu stærri en karlmaðurinn sem mann­ eskja. Svo eflaust á þetta eftir að vekja upp harða umræðu og menn byrja að bölva og ragna: Hvaða bull er þetta í Bubba eina ferðina enn,“ segir hann og skellir upp úr og um kaffihúsið glymur þessi þjóðþekkti Bubbahlátur. Konan stendur alltaf upp úr Hann heldur áfram. „Þetta er samt mín bjargfasta trú. Því að þegar þú upplifir fæðingu sem er það æðis­ legasta og jákvæðasta sem til er og „powerið“ sem konan hefur í þeirri athöfn er svo gríðarlegt, er þetta svo stórt og mikið. Og þú finnur allt í einu hvað þú ert bara þarna, hjálpar­ tæki sem getur ekkert gert. Og þú munt aldrei nokkurn tímann, hvort sem þér líkar betur eða verr, ná þessu eða upplifa þetta. Líka í áföllum, þá er ótrúlegt hvað konan getur verið gríðarlega hrikalega sterk og öflug,“ segir hann fullur af sannfæringu. „Ef þú fyllist ekki lotningu gagnvart konunni þá ertu bara tilfinningalega heftur eða eitthvað. Ég hef upplifað svo margt og séð svo margt, vont, slæmt, gott og allt þetta, en alltaf er niðurstaðan þessi að einhvern veg­ inn þá stendur konan dálítið upp úr. Þetta hefur ekkert með jafnrétt­ ispælingu að gera, þetta er bara eins og ég upplifi það. Ég hef alltaf upp­ lifað konuna sem sterkara kynið, alla mína tíð, alltaf. Ekki sem veika kyn­ ið heldur sterka kynið. Það er þann­ ig, kannski er ég dálítið litaður af því bæði í tónlistinni minni og textum og öðru – ég veit það ekki,“ segir Bubbi hugsi. Vissulega hefur konan nefni­ lega verið yrkisefni Bubba í lögum hans. „Þetta fyrirbæri – maður og kona. Ég er ekkert að lasta gay­sam­ félagið en þetta fyrirbæri, maður og kona. Eins og ég upplifi þetta og tala út frá minni reynslu finnst mér þetta svo flókið og svo makalaust og ótrú­ legt að mér mun aldrei endast ævin að syngja um það,“ segir Bubbi. Nennir ekki að hlusta á sjálfan sig Reyndar hefur Bubbi sungið um nánast allt milli himins og jarð­ ar. Eftir hann liggja tugir platna og lögin eru samtals um 700 og aldrei virðist hann stoppa. Fær hann aldrei leið á sjálfum sér? „Ég hlusta ekki á gamlar plötur með mér. Ég á ekki plöturnar mínar og ég á ekki Bubbasafn. Ég hef engan áhuga á sjálfum mér sem slíkum þótt ég sé mjög sjálfhverfur. Sköpunin skipt­ ir mig öllu máli, að búa til tónlist og flytja hana. Að vera á sviði finnst mér æðislegt og eins ferlið þegar ég er að vinna að plötunni. Gaman að sjá þetta gerast og allt það og svo er þetta bara búið og kemur mér ekk­ ert meira við,“ segir hann en viður­ kennir að verða stundum hissa að heyra í sjálfum sér í útvarpinu eða í öðrum miðlum. „Ég var á Youtube um daginn og þá sé ég eitthvað með sjálfum mér. Þá sló ég inn Bubbi og það kom alveg hrikalegur hellingur upp og ég fór að hlusta og bara: Vá, gerði ég þetta? Ég varð mjög hissa bara á því hvað ég er frjór og hvað ég hef gert mikið af fínum hlutum. Mér finnst gaman stundum þegar ég er að keyra í bílnum og það hefur komið fyrir að ég heyri lög og hugsa: Vá, djöfull er þetta flott! Og svo bara hey, þetta er ég! Ég hef samið svo mörg lög að sum man ég ekki – þetta er svo mikið. Að sama skapi er það óvænt ánægja þegar ég heyri þetta stundum. En að liggja í því að skoða sjálfan sig og lifa í naflanum sínum hlýtur að vera alveg ömurlegt. En ég hef allt annað við tímann að gera en að hlusta á Bubba Morthens!“ segir hann skellihlæjandi. Hrafnhildur spilar Bubbalög fyrir dæturnar Litlu stelpurnar hans Bubba, Dögun París, 3 ára, og Ísabella, 6 ára, þekkja þó tónlist pabba síns. Það er þó ekki pabbanum að þakka heldur móð­ ur þeirra, Hrafnhildi, sem er óþreyt­ andi við að spila fyrir þær plöturnar hans Bubba. „Móðir barnanna minna yngstu, hún Hrafnhildur, er dásemd. Stelpurnar mínar kunna ekkert nema Bubbalög og jú, líka Bítlana, ég spila þá fyrir þær. Hrafnhildur er búin að spila Þorpið fyrir þær núna í tvo mánuði á hverjum einasta morgni, og þetta er ekki auðveld plata, langir bálkar og erfið orð og textar. Það er alveg magnað að heyra dóttur sína þriggja ára syngja: Sjoppunni var lok­ að, lítið að gerast en blessuð blíðan bjargaði deginum í dag, æðarkollan þarf að díla við kvíðann. Maður bara svona vá, hún á sín uppáhaldslög, þetta er alveg magnað.“ Elsta dóttir Bubba, Gréta, hlust­ ar líka á lög föður síns en hann seg­ ir strákana sína tvo, Hörð, 21 árs, og Brynjar, 15 ára, ekki vera eins áhuga­ sama um tónlistina. „Þetta er ekki alveg þeirra deild. Þeir þekkja þetta auðvitað en ég held að þeir séu ekk­ ert að spekúlera í því. Gréta mín er dugleg að stúdera það sem ég hef verið að gera en ég veit að strákarnir eru stoltir af mér,“ segir hann bljúg­ ur. „Stelpurnar eru einhvern veg­ inn tengdari þessu. Ég er rosalega glaður að Hrafnhildur skuli bjóða þeim upp á þetta. Að þetta sé mús­ íkin hans pabba. Þegar þú heyrir litla stelpu syngja: Þú varst farinn þegar ég vaknaði og ég fann enga slóð að­ eins daufa lykt af ilmvatni þínu og lokaða hurð sem var fjórtán öskur á þykkt, þá fyllist maður dálítilli auð­ mýkt,“ segir hann hlæjandi. Gæti nú verið blautur sjóstakkur Þótt hann nenni ekki að hlusta á sjálf­ an sig segist hann samt aldrei fá leið á að spila lögin sín á tónleikum. „Það eru sum lög sem maður fær kannski smá leið á en um leið og maður fer að spila þau og fær viðbrögðin úr salnum þá verða þau ekki leiðinleg. Hvernig á maður að geta verið fúll út í sköpun sína?“ spyr hann og heldur áfram: „Að fá að spila fyrir fólk þegar ég gæti verið með liðagigt að vinna í frystihúsi einhvers staðar. Ég verð að vera þakklátur fyrir það. Ég hætti í skóla 14 ára og ól sjálfan mig upp, þannig séð. Þannig að þessi gjöf að geta skapað, búið til og lifað á því. Ef þú lastar það þá ertu ekki bara van­ þakklátur heldur líka ömurlegur. Ég er mjög þakklátur og hef tamið mér það á hverjum einasta degi að fara með þakkarbæn. Þetta er ekki sjálf­ gefið. Þannig að stundum þegar ég er að væla áður en ég fer á svið, þá segi ég líka oftar en ekki: þetta gæti nú verið blautur sjóstakkur. Þannig er það bara afgreitt.“ Bubbi er þakklátur fyrir aðdáend­ ur sína og segist hafa gert sér grein fyrir því hversu mikils virði það er að hafa áhrif á fólk í gegnum tónlistina. „Að spila með fullt hús af fólki er al­ veg óendanlega gaman. Það eru eng­ in orð sem ná utan um það. Þegar þú ert að spila þín eigin lög sem hafa fylgt fólki í gegnum lífið, gegnum sorg og gleði. Það er ólýsanlegt.“ Rukkar aldrei fyrir jarðarfarir Og það eru margir þakklátir fyrir tón­ listina hans Bubba. „Ég fæ svo mik­ ið af alls konar skeytum frá fólki sem segir þetta var lagið sem var spil­ að þegar ég gifti mig, þetta var lagið sem ég hlustaði mikið á þegar börnin mín fæddust – þetta var lagið sem ég hlustaði mikið á sem unglingur. Það eru endalaus svona skilaboð sem koma til mín og þegar maður fattar þetta, að þú ert búinn að vera með fólki í gegnum allt þess líf án þess að vita af því. Þá bara kvikna sólir og þá lýsist maður upp.“ Sorgin spilar líka stóran þátt. Margir leita í tónlistina í sorginni, sumir í tónlistina hans Bubba. „Ég spila gríðarlega mikið í jarðarförum. Það var þannig að ég hugsaði með mér að einhvers staðar verður maður að gefa til baka. Ég ákvað fyrir mjög löngu síðan að rukka aldrei fyrir jarð­ arfarir af því ég trúi á karma. Það er oft erfitt, sérstaklega þegar ég er að spila í þessum jarðarförum þar sem ungt fólk hefur tekið líf sitt. Það er engu að síður alveg gríðarlega gef­ andi og ég er óendanlega þakklátur þegar fólk hringir og spyr hvort ég vilji spila í jarðarför sonar síns eða dóttur sinnar og það er alltaf já, Viðtal 31Helgarblað 27.–29. apríl 2012 Bubbi og Hrafnhildur Bubbi kallar Hrafnhildi dásemdina sína og er þakklátur fyrir það að hún kynni stelpunum þeirra tónlist hans. „Ég ákvað fyrir mjög löngu síð- an að rukka aldrei fyrir jarðarfarir af því ég trúi á karma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.