Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 12
Pólitísk afskiPti sjálfstæðismanna 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Afskipti Sjálfstæðisflokksins af ákærunum 17.–20. nóvember 2011 Landsfundur Sjálfstæðisflokks „Við stöndum öll með þér“ n Sjálfstæðisflokkurinn boðar til landsfundar. Landsdómsákæran gegn Geir er meðal fyrirferðarmestu málum fundarins. Greina má að margir líti svo á að landsdómsmálið sé gegn Sjálfstæðisflokknum. „Við stöndum öll með þér,“ sagði formaður flokksins meðal annars í ávarpi á fundinum og beindi orðum sínum að Geir H. Haarde. 16. desember 2011 Formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til afturköllun á ákærunni n Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktunartillögu um afturköllun á ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, á síðasta degi þingsins fyrir fundarhléið. 20. janúar 2012 Afturköllun rædd í þinginu n Bjarni Benediktsson, frummælandi tillögunnar, fer yfir röksemdir fyrir því að falla frá ákæru, til að mynda áhrif ákærunnar á málflutning íslenska ríkisins í Icesave- deilunni. Í ræðunni segir Bjarni meðal annars: „Þegar menn taka afstöðu til þessa ákæruliðar þurfa þeir að gera það upp við sig hvort þeir eru þeirrar skoðunar að Icesave-reikningarnir og það hvort þeir voru vistaðir í Landsbankanum á Íslandi eða í dótturfélagi á Bretlandi séu það atriði sem ráði úrslitum um stöðu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda.“ Með ummælunum tínir samflokksmaður Geirs því til pólitísk rök fyrir því að falla eigi frá ákæru í dómsmáli sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrir að vera pólitísks eðlis. 3. apríl 2012 Ungir sjálfstæðismenn álykta – ekki verði unnið með þeim sem ákærðu n „Ungir sjálfstæðismenn telja framgöngu þeirra þingmanna sem stóðu að ákærunni, og frávísun aftur- köllunarinnar, svo alvarlega atlögu að mannréttindum og réttarríkinu að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þeim þingmönnum,“ segir í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna hálfum mánuði fyrir dómsuppsögu landsdóms. n Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa nokkrum sinnum haft aðkomu að ákærunum gegn Geir H. Haarde með hætti sem telja má nokkuð á skjön við hefðbundna aðkomu ákæruvalds að dómsmáli. Hér eru rakin nokkur dæmi: 2011 2012 H ver á fætur öðrum hafa þing- menn Sjálfstæðisflokksins tekið undir gagnrýni Geirs H. Haarde, fyrrverandi ráðherra, um pólitíska rót málarekstursins gegn honum fyrir landsdómi. Það er þó óhætt að full- yrða að enginn flokkur hefur haft jafn mikil afskipti af málarekstrinum og einmitt Sjálfstæðisflokkurinn. Af- skipti flokksins af málinu eru raunar svo mikil að Geir H. Haarde þakkaði þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir aðkomu þeirra að landsdóms- málinu en fordæmdi aðkomu þeirra þingmanna sem kusu á annan máta en eftir flokkslínu Sjálfstæðisflokks- ins í yfirlýsingu sinni eftir að dómur í málinu féll gegn honum. Þakklæti sem ekki virðist óverð- skuldað í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru einhuga í atkvæðagreiðslum á Alþingi í and- stöðu sinni gegn ákærum. Þingmenn flokksins hafa ítrekað tekið málið upp í sal Alþingis. Séu atkvæða- greiðslur þingsins skoðaðar má sjá að flokkslína sjálfstæðismanna hefur haldið óbrotin í öllum atkvæða- greiðslum er varða málefni málsókn- arinnar. Aðeins Hreyfingin státar af viðlíka árangri, en aðrir flokkar hafa margklofnað í afstöðu í málinu. Ákæran gegn Sjálfstæðisflokknum „Við stöndum öll með þér,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í ávarpi á landsfundi flokksins. Orðunum var beint til Geirs H. Haarde sem sat ekki einung- is fundinn heldur hélt sérstakt ávarp. Þá fullyrti formaðurinn að hann tal- aði fyrir hönd allra viðstaddra en einungis landsfundarfulltrúar sjálf- stæðisfélaga hafa seturétt á fundin- um. „Hverju reiddust þá goðin úti í Evrópu. Hverjum er kreppan þar að kenna? Á kannski líka að kenna Sjálf- stæðisflokknum um hana og bæta þá nýjum lið í landsdómsákæruna gegn mér,“ sagði Geir H. Haarde í ávarpi undir klappi fulltrúa. Klökkur lauk formaður Sjálfstæðisflokksins ræðu sinni með því að lýsa yfir stuðningi við fyrrverandi formann, Geir H. Ha- arde, í landsdómsmálinu og fullyrti að hver einasti sjálfstæðismaður stæði með Geir. Bjarni sagði öllum ljóst að réttarhaldið yfir Geir væri af pólitískum toga og að sú aðför væri í meira lagi ógeðfelld og öllum sem að henni stæðu til ævarandi skamm- ar. Erfitt er að líta á ræðu formanns- ins öðrum augum en sem pólitíska yfirlýsingu fyrir hönd flokksins. Landsfundir eru miðja stjórnmála- starfs íslenskra flokka, þeir fara með stefnuvald flokkanna og eru æðsta vald þeirra. Þess utan er ræðan hald- in í skjóli formannsslags, þar sem Bjarni sóttist eftir endurkjöri með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar- fulltrúa sem mótframbjóðanda. Geir í framboðsræðu Hönnu Birnu „Ríkisstjórnin hefur misboðið sið- ferðisvitund okkar,“ sagði Hanna Birna í framboðsræðu sinni til for- manns Sjálfstæðisflokksins. „Sárasta dæmið eru þær pólitísku ofsóknir sem góður félagi okkar, minn gamli og náni samstarfsmaður Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur mátt þola. Hver hefði trúað því – nokkurn tím- ann – að í okkar góða lýðræðisþjóð- félagi á 21. öld, myndu stjórnmála- menn láta hatrið og heiftina fara þannig með sig að það sé fyrrver- andi pólitískur andstæðingur sem er dreginn fyrir dóm.“ Að jafnvel mótframbjóðandi sitj- andi formanns vitni í ákæruna gegn Geir í framboðsræðu til formanns er gríðarsterk vísbending um að innan flokksins séu pólitísk afskipti flokks- ins talin eðlileg og í takti við grund- vallarstefnu flokksins. Litið pólitískum augum Af fyrirferð ákæranna gegn Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins er ljóst að trúnaðarmenn flokksins hafa lengi litið málið pólitískum aug- um. Í því skjóli hefur flokkurinn beitt sér í málinu bæði með formlegum og óformlegum hætti. Ungir sjálfstæðis- menn í Eyjum ályktuðu til að mynda um málið þar sem ákæran var hörm- uð. Þá hafa ungir sjálfstæðismenn á landsvísu ályktað sérstaklega að ekki verði starfað í ríkisstjórn sem inni- haldi þingmenn sem stóðu að ákæru gegn Geir. Tekið skal fram að aðrir flokkar hafa ályktað um málið við nokkur tækifæri. Þannig ályktuðu Ung vinstri græn um þingsályktunartillögu Bjarna sem og Ungir jafnaðarmenn og Samfylkingarfélagið í Reykjavík. Það hefur hins vegar einkennt málflutning fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að sérstök áhersla er lögð á nauðsyn þess að ekki blandist saman stjórnmál og ákæran gegn Geir H. Haarde. Gagnrýni á að- komu þingmanna flokksins að mál- inu hefur verið svarað á þá leið að hún sé óhjákvæmileg enda Alþingi ákær- andi í málinu. Landsfundir stjórn- málaflokka eru það hins vegar ekki og skoðast því ummæli um málið á þeim vettvangi sér. Það á sérstaklega við um framboðsræður til formanns stjórn- málaflokks. Höfðu í hótunum á þingi Það vekur einnig athygli að á sama tíma og þingmenn og fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa ítrekað talað gegn pólitískri aðkomu fulltrúa ann- arra flokka að landsdómsmálinu virðist sem þeir hafi virkt beitt sér pólitískt gegn ákæru innan þingsins. Þannig lýsir Björgvin G. Sigurðsson hótunum sjálfstæðismanna í garð þingmanna Samfylkingarinnar fyr- ir atkvæðagreiðsluna. „Áður en að síðustu atkvæðagreiðslu kom kvaddi sér hljóðs Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins. Það kom mér ekki á óvart. Ég hafði haft spurnir af ítrekuðum skilaboðum sjálfstæð- ismanna til okkar jafnaðarmanna í þá veru að ef við greiddum atkvæði með því Geir Haarde yrði ákærður, þá myndu þeir sitja hjá þegar kæmi að okkur Ingibjörgu Sólrúnu.“ Sjálfur hefur Björgvin gerst sekur um að vera margsaga um sinn þátt í falli bank- anna en sérstaka athygli vakti að vitn- isburður hans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var töluvert annar en vitnis- burður hans fyrir landsdómi. Nokkr- ir þingmenn Samfylkingar staðfestu þó þessa lýsingu á andrúmsloftinu innan Alþingis á þeim tíma sem taka átti fyrir ákærur gegn fyrrverandi ráð- herrum. Tveir þingmenn sem rætt var við könnuðust þó ekki við þessa lýsingu. Í gögnum Alþingis kemur fram að Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs og hvatti þingmenn flokks- ins til að greiða atkvæði gegn ákæru á hendur Björgvin G. Sigurðssyni þrátt fyrir að atkvæði hefðu fallið Geir H. Haarde í óhag. n Ákæran gegn Geir til umfjöllunar á landsfundi Sjálfstæðisflokks og í framboðsræðum Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is 12 Fréttir „Við stöndum öll með þér. - Bjarni Benediktsson á landsfundi„Á kannski líka að kenna Sjálfstæðis- flokknum um [kreppuna í Evrópu] og bæta þá nýj- um lið í landsdómsákær- una gegn mér. - Geir H. Haarde á landsfundi„Ríkisstjórnin hefur misboðið siðferð- isvitund okkar - Hanna Birna Kristjánsdóttir á landsfundi Standa með Geir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir stuðningi við Geir fyrir hönd allra landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.