Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 27.–29. apríl 2012 Helgarblað
takk eða takk. Það er afar sjaldgæft
að jarðarfarir séu það erfiðar að ég
verði örmagna, en það hefur nokkr
um sinnum gerst, en í flestum til
vikum fyllist ég gríðarlegu þakklæti.
Þakklæti fyrir það að fólk skuli treysta
mér fyrir því að vera með á þessari
stundu og líka þakklæti fyrir það að
geta mildað. Ég sagði við umboðs
manninn minn einhvern tímann að
ég vildi aldrei rukka fyrir jarðarför en
ef það er brúðkaup eða afmæli, prís
aðu mig eins hátt og þú getur. Vegna
þess að ef fólk vill mig í brúðkaup þá
er eins gott að þú eigir fyrir því og af
mæli en jarðarfarir aldrei. Og þannig
hefur það verið.“
Þeir þurfa að borga
Fyrir jól spilaði hann í mörgum jarð
arförum. Flestar þeirra voru erfiðar
jarðarfarir hjá ungu fólki sem hafði
yfirgefið þennan heim of snemma.
„Því miður var ég spila í mörgum
þar sem ungt fólk hafði dáið og það
tengdist allt sjálfsvígum eða undir
heimunum. Ég spilaði í jarðarför um
daginn þar sem ungur maður hafði
tekið líf sitt. Hreinlega vegna þess að
hann var drepinn. Það voru hand
rukkarar sem tóku hann og gengu
þannig frá hlutum að hann átti eng
an annan möguleika en að skjóta sig.
Þá þarf ég að passa mig á reiðinni,
að stíga ekki inn í reiðina, því svona
tekur auðvitað á. Ég fyllist sorg og
maður verður dálítið máttvana og
máttlaus. En þeir sem ráku hann út í
þennan dauða, þeir eru að búa til sitt
karma, þeir þurfa að borga. Hvern
ig það verður, ég veit það ekki, en ég
veit þeir verða að borga. Þetta snýst
allt á endanum um það. Þú segir eitt
hvað, þú þarft að bera ábyrgð á orð
um þínum, þú þarft að bera ábyrgð
á gjörðum þínum og þú býrð til þitt
karma. Það er bara staðreynd og ég
trúi þessu.“
Vildi ekki deyja fyrr en Bubbi
kæmi
Þó að jarðarfarirnar séu erfiðar
segir Bubbi að það allra erfiðasta sé
að spila fyrir fólk sem er dauðvona.
Fólk sem bíður þess að mæta örlög
um sínum, oft langt fyrir aldur fram.
„Það tekur á mig að spila fyrir dauð
vona fólk. Að syngja fyrir manneskju
sem er á dánarbeði og hennar ósk er
að ég komi. Það getur verið töff en
að sama skapi er ég mjög þakklát
ur fyrir það og að geta glatt á þenn
an hátt. Eitt svona er mér sérstak
lega minnisstætt. Þá hringdi læknir í
mig frá Akureyri og sagði við mig að
það væri kona sem neitaði að deyja
fyrr en ég kæmi til hennar. Þannig að
ég hringdi í Palla vin minn og sagði:
Palli, ertu til í að skutlast á Akureyri,
einn, tveir og þrír? Hann sagði bara:
Ertu ekki í lagi? Ég sagði: Það er kona
sem liggur fyrir dauðanum en hún
vill ekki deyja fyrr en ég er búinn að
syngja fyrir hana. Við keyrðum í loft
köstum norður og komum og læknir
inn tók á móti okkur úti á lóðinni og
varaði okkur við. Lyfin voru búin að
fara illa með hana. Svo komum við
upp og þegar ég kom þá ljómaði hún.
Hún hafði fengið vinkonu sína til að
koma og taka ljósmyndir af okkur og
hún var framkölluð bara niðri og var
komin í ramma áður en ég byrjaði að
spila, mynd af okkur við rúmgaflinn
saman. Ég spilaði í 40 mínútur og
það var mjög erfitt, læknirinn grét
og allir voru grátandi og ég reyndi að
halda haus. Eftir tónleikana kvödd
um við og fórum í bæinn. Þegar við
vorum að keyra í bæinn þá hringdi
læknirinn og sagði okkur að hún
væri farin. Þessi bílferð heim var í
senn mjög erfið en líka gleðileg,“ seg
ir hann auðmjúkur.
Móðurástin í æðra veldi
Önnur slík stund er minnisstæð í
huga hans. „Það var dauðvona móð
irin. Þá fékk ég Pétur Hallgríms og
Gumma P. og strákana og sagði: Nú
bara komum við og höldum tón
leika. Við fórum upp á líknardeild og
mér er alltaf svo minnistætt, þarna
lá hún dauðvona og litlu guttarnir
voru að sniglast í kringum hana og
hún renndi upp buxnaklaufinni hjá
þeim yngsta. Vildi hafa hann fínan.
Hún lá og var að deyja en hún renndi
upp buxnaklaufinni svo hann liti vel
út. Og fyrir mér í dag er þessi mynd
einhvern veginn móðurástin í æðra
veldi. Þetta er mynd sem mun aldrei
yfirgefa mig,“ segir hann af djúpri
einlægni.
Hann viðurkennir að á svona
stundum geti þetta verið erfitt.
„Svona hlutir „taka ekki úr manni“
en maður finnur að það hefur þyngst
í pokanum. Að sama skapi er það
mjög erfitt að syngja fyrir dauðvona
börn. Það er hlutur sem er rosa töff.
En enn og aftur, þá ertu að segja sögu
og tónlistin er svo öflugur miðill. Það
er svo mikill heilunarmáttur í tónlist,
þannig að þú segir sögu með tónlist
inni þinni og þú hefur engan grun
um hvar og hvernig. Svo gerist þetta
allt og þá fer maður að fatta: Hún bað
um mig því ég gat ekki sungið í brúð
kaupinu hennar. Þá fer maður að
hugsa: Vá, hvað ég er ríkur, hvað ég
er heppinn. Hvað mikil blessun hef
ur fylgt mér í lífinu að ég skuli vera
í þessari stöðu að geta glatt svona.
Þetta hefur ekkert með væmni að
gera eða neitt, þetta eru bara mjög
erfiðar ískaldar staðreyndir en um
leið gefandi og gleðilegar. Þannig að
þá komum við aftur að þessu, þú ert
alltaf að segja sögur, þú ert endalaust
að segja sögur og þær hafa áhrif á alla
vængi.“
Samviskubit yfir eldri
börnunum
Eftir nokkra daga eiga Bubbi og Hrafn
hildur von á barni. Bubbi verður 56
ára á þessu ári en Hrafnhildur er 36
ára. Er munur á því að vera faðir í dag
og þegar eldri börnin fæddust, fyrir
um 20 árum? „Já, rosalegur munur.
Meiri þolinmæði, meiri tími og meira
að njóta. Ég fæ stundum samviskubit
yfir eldri börnunum mínum,“ segir
hann djúpt hugsi og bætir við eftir ör
lítið hik: „Ég held ég hafi verið tilbú
inn svona 40–45 ára sem pabbi. Ég var
nú ekki ungur, 33 ára. En þá er maður
bara í „ career“, bara upptekinn við að
gera eitthvað allt annað. Heldur að þú
sért góður pabbi sem hefur tíma en
það er enginn tími. Núna hefur mað
ur tíma. Fimm mínútur, tíu mínútur –
allt skiptir máli. Borða saman og tala
saman. Hvernig var dagurinn hjá þér,
Ísabella? Hvernig var dagurinn hjá
þér, Dögun? Hvern varstu að leika við
í leikskólanum? Var Bjartur með þér í
leikskólanum? Hvernig var dagurinn
hjá þér, mamma? „Quality, quality,
quality.“ Eyða tíma saman. Fjallganga
með börnunum. Þó það sé ekki nema
hálftími. Ef ég fæ eftirmælin: Bubbi
Morthens var góður pabbi, þá er ég
sáttur og veit að ég var einhvers nýt
ur. Já, ég held að það sé aðal. Góður
pabbi. Ég held að það sé málið.“
Ástin spyr ekki um aldur
Eins og áður sagði er 20 ára aldurs
munur á Bubba og Hrafnhildi. Bubbi
segist þó ekki finna fyrir aldursmun
inum þó að eflaust velti honum ein
hverjir fyrir sér. „Eflaust eru ein
hverjir með aldursfordóma. Ég var
fimmtugur þegar ég kynntist Hrafn
hildi og hún þrítug. Hefði ég verið
fertugur og hún tvítug þá hefði ég
alveg keypt aldursfordómana. Tví
tug kona og þrítug kona. Þú berð það
ekki saman. Kona sem er orðin þrí
tug, það er orðin kona með reynslu
sem þú getur talað við. En engu að
síður var ég á breiðgötu lífsins þegar
hún var í sandkassa. En eflaust hefur
einhver skoðun á því, hvort sem það
er Bubbi Morthens eða Jakob Frí
mann eða einhver annar. En ég held
hins vegar að í gamla daga hafi þetta
verið æði algengt, allsherjargoðinn
var fertugur þegar hann fór að búa
með 15 ára stelpu, Sveinbjörn Bein
teinsson. Þetta var miklu algengara
þá. Ég held að það sé staðreynd, ást
in spyr ekki um aldur og allt þetta, en
þú þarft að hafa eitthvað til brunns
að bera sem gerir það að verkum að
þú ert ekki gamall gagnvart þeirri
manneskju sem þú kynnist. Ég upp
lifi mig ekki sem gamlan mann. Ég
upplifi mig mjög sterkt líkamlega og
andlega, mjög frískan og allt það, en
ég finn samt fyrir aldrinum, að hann
kemur. Ég finn hann í svona hænu
skrefum. Kannski meðal annars
þetta að ég er sveigjanlegri og ég er
meira tilbúinn að vera ekki að æsa
mig yfir hlutunum.“
Afneitar ekki útrásarvíkingum
Bubbi hefur alveg frá því hann kom
fyrst fram í sviðsljósið verið um
deildur. Fólk vill hafa skoðun á þér?
„Þannig hefur það alltaf verið. Alveg
frá því ég byrjaði hef ég verið mjög
umdeildur. Kannski vegna þess að ég
þori að vera það sem ég er og þori að
segja hlutina. Ég er óhræddur. Oft
ar en ekki hef ég verið dálítið á móti
straumnum. Ef fólk hefur skoðun á
því þá er það guðvelkomið. Þér er
sama? Já, í flestum tilvikum. Það get
ur verið erfitt. Það er mjög algengt að
fólk segi við mig að mér fari best að
syngja, ég eigi ekki að vera að tjá mig.
Þetta segir dálítið mikið um það fólk
sem segir þetta.“
Hann hefur líka verið orðaður
við útrásarvíkingana. Sagður starfa
í þeirra þágu. „Mér finnst það alveg
ótrúlegt vegna þess að ég tók þá af
stöðu á sínum tíma að Jón Ásgeir væri
ekki dæmdur sekur fyrir eitt eða neitt.
Það eru allir að fjárfesta í reiðinni.
Fjölmiðlar og aðrir. Jóhannes í Bónus
er búinn að vera vinur minn í fjölda
ára og allt í einu var það orðið tor
tryggilegt og orðið frétt í blöðunum að
hann væri vinur minn. Hugsaðu þér!
Þetta er bara eins og Pétur í garðin
um. Nei, nei, ég þekki ekki Jesús, ekki
spyrða mig og hann saman. Það er
náttúrulega mjög óhugnanlegt þegar
heilt þjóðfélag með fjölmiðlum leggst
á þessa braut. Fólk afneitar bara. Þetta
stjórnmálafólk hefur flest allt setið til
borðs með Jóni Ásgeiri. Bjarni Ár
manns er kunningi minn, Jón Ásgeir
líka og Pálmi Haraldsson og ég þekki
líka menn sem stjórna undirheimum
Reykjavíkur. Ég afneita þeim ekkert
heldur. Ég hef þekkt þetta fólk í gegn
um tíðina. Dommi, einn besti vin
ur Jóns Ásgeirs, var bróðir eins besta
vinar míns og umboðsmanns þannig
að ég tengist þessu liði. Ég hef stað
ið á bakkanum og veitt með þessu
fólki og ég skammast mín ekkert fyrir
það. Þetta er fólk eins og við. Kannski
verða þeir dæmdir sekir og þá spila ég
bara fyrir þá á LitlaHrauni eða Kvía
bryggju, ég hef engar forsendur til
þess að tjá mig um sekt þeirra,“ segir
Bubbi og tekur fram að það sé margt
að í samfélaginu. „En það versta er að
við erum föst í sömu hjólförunum og
það gerist ekki neitt. Hér þarf að koma
sannleiksnefnd svo það sé hægt að
halda áfram.“
Hjó tré til að fá útrás
Bubbi þekkir sjálfur reiðina yfir
hruninu því hann tapaði persónu
lega miklum fjármunum í því. Hann
segist þó hafa tekið þá ákvörðun að
tjá sig ekki um fjármál sín. „Ég tap
aði miklu en var fljótur að jafna mig
á því. Ég keypti mér exi og hjó tré í
þrjár vikur. Þar með var mín hruna
sótt búin. Þetta var aðallega rosaleg
reiði,“ segir hann hreinskilinn. „Ég
var með ýmislegt í gangi. En ég tók þá
ákvörðun af því ég vildi vera heiðar
legur og vildi bara segja hlutina á sín
um tíma en þá var þessu öllu snúið á
versta veg. Þá tók ég þá ákvörðun að
tjá mig ekki um fjármál, kynlíf eða
málefni konunnar minnar. En það er
staðreynd; ég tapaði og ég græddi. Ég
tapaði á hruninu og græddi á tapinu.
Það sem ég græddi var að það komu
aðrir hlutir í staðinn,“ segir Bubbi og
viðurkennir að hann vinni mikið og
sé alltaf að. „Ég vinn eins og „mot
herfucker“. En það er bara þannig. Ég
kann líka betur að meta að vera með
börnunum mínum, eyða tíma heima,
rækta rósirnar og baka brauð,“ segir
hann og rósirnar og brauðbaksturinn
vekja svo sannarlega upp meiri for
vitni. „Mér finnst rósarækt vera með
því karlmannlegasta sem þú getur
gert. Sumir segja við mig að þetta sé
„gay“ en það finnst mér ekki og sama
má segja um brauðið sem ég baka. Ég
get fullyrt það að brauðin mín stand
ast samanburð við hvaða bakarí sem
er. Ég legg mikla vinnu í þau og það
tók mig tvö ár að fullkomna þau.
Þannig að það er aldrei að vita nema
ég geri bara brauðbók eða skrifi um
rósaræktina,“ segir Bubbi hlæjandi og
það er augljóst að hann er maður sem
aldrei stoppar. n
Nennir ekki að hlusta á Bubba Hann segist ekki nenna að hlusta á sjálfan sig og það komi honum stundum á óvart, þegar hann heyri lögin sín fyrir tilviljun, hversu frjór hann hafi verið. „Ég hef engan
áhuga á sjálfum
mér sem slíkum þótt ég
sé mjög sjálfhverfur.