Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 34
Varð forríkur
á sama tíma og
bankarnir féllu
34 Viðtal 27.–29. apríl 2012 Helgarblað
M
ánudaginn 6. október
2008 ávarpaði þáverandi
forsætisráðherra, Geir H.
Haarde, þjóðina. Skjaldar-
merkið var í bakgrunni og
Geir horfði alvarlegur í myndavélina.
Bankarnir voru fallnir og honum var
það ljóst að fréttirnar væru áfall sem
gæti valdið ótta og angist, ef einhvern
tímann væri þörf á að þjóðin stæði
saman og sýndi æðruleysi gagnvart
erfiðleikum – þá væri sú stund runn-
in upp.
Hvatti hann fjölskyldur til að ræða
saman og láta ekki örvæntingu ná
yfirhöndinni þótt útlitið væri svart.
Það þyrfti að útskýra fyrir börnum
að heimurinn væri ekki á heljarþröm
og hvert og eitt okkar yrði að finna
kjark til að horfa fram á veginn. Verk-
efni stjórnvalda væri aftur á móti að
koma í veg fyrir að upplausnarástand
skapaðist.
Ávarpinu lauk á orðunum: „Guð
blessi Ísland,“ enda alls óvíst hvað
framtíðin bæri í skauti sér. Dagana
þar á undan höfðu ráðamenn og
fjárfestar fundað í örvæntingarfullri
tilraun til að bjarga bönkunum. Það
hafði ekki tekist. Íslenska efnahags-
undrið var hrunið.
Varð ríkur þegar Ísland féll
Á sama tíma sat íslenskur maður í
Kanada og skálaði við viðskiptafé-
lagana. Skúli Mogensen var forstjóri
Oz þegar fyrirtækið féll. Í kjölfarið
hélt hann til Montreal í von um að
bjarga því sem bjargað varð. Og nú
hafði hann ástæðu til að fagna, fimm
árum eftir að hann fór út var hann
búinn að selja fyrirtækið til Nokia.
Sömu helgi og spilaborgin hrundi
hér heima varð Skúli Mogensen
milljarðamæringur.
Hann situr á Hótel Borg og seg-
ir sögu sína. „Við seldum Oz á ná-
kvæmlega sama tímapunkti, sömu
helgi, og allt hrundi hér heima. Við
stóðum þarna í Montreal og vorum
í skýjunum með þessa sölu,“ segir
Skúli. Með honum voru þeir Hilmar
Gunnarsson, hans hægri hönd, og
Haraldur Þorkelsson, aðaltæknigúrú
Oz. „Við vorum í skýjunum því það
var í raun ótrúlegt hvernig salan tókst
til. Hrunið var að skella á, ekki bara á
Íslandi, heldur var ólgan í heiminum
orðin mjög slæm. Við vorum búnir
að vinna að þessari sölu í níu mán-
uði og þetta hefði getað farið á hvaða
veg sem er, þetta hefði alveg eins get-
að brostið, það eru svo fínar línur –
svo hárfínar.
Oft sér fólk aðra ná árangri og tel-
ur að það sé einhver „overnight suc-
cess“ en þetta var 20 ára ferli og það
gerðist svo margt í millitíðinni. Það
var líka eitt af því sem dreif mig aftur
heim. Mig langaði að koma með eitt-
hvað til baka.“
Netbólan sprakk
Sjálfur gekk hann í gegnum mikla
erfiðleika með fyrirtækið Oz þegar
netbólan sprakk vorið 2000 en hann
var forstjóri fyrirtækisins. „Ég myndi
segja að það þegar Oz lenti í hremm-
ingum sé það erfiðasta sem ég hef
gengið í gegnum og það sem hefur
verið mest fjallað um.
Við vorum búnir að vera mjög
áberandi á Íslandi, það var mikill
uppgangur í fyrirtækinu og rosalega
gaman. Þarna var frábær hópur fólks
sem hafði skapað skemmtilegan
kúltúr og gert frábæra hluti, tækni-
lega og viðskiptalega séð. Örfá fyrir-
tæki höfðu farið út fyrir landsteinana
og byggt upp fyrirtæki en við gerð-
um það. Við vorum hins vegar mjög
háðir einum samstarfsaðila, Ericson,
sem var jafnframt stærsti fjárfesting-
araðilinn.
Þegar netbólan sprakk var Eric-
son 120 þúsund manna fyrirtæki,
gríðarlega öflugt og traust félag og
nánast óhugsandi að það gæti fall-
ið. Engu að síður féllu hlutabréfin í
verði um 97 prósent og þeir ráku 70
þúsund starfsmenn. Um leið komu
þeir til okkar og sögðu að þeir þyrftu
að loka á öll samstarfsverkefni sem
væru svo smá í sniðum. Á einni nóttu
var rekstrargrundvellinum kippt
undan okkur. Við sem vorum komin
með 250 starfsmenn, stóra skrifstofu
á Íslandi, í Svíþjóð, San Francisco,
Boston og smá starfsemi í Bretlandi
fórum niður í það að vera með 19
starfsmenn.“
Margir töpuðu fé þegar Oz hrundi
auk þess sem 230 starfsmenn misstu
vinnuna. „Það var skelfilegt, það erf-
iðasta sem ég hef gert. En ég held að
við höfum gert þetta á eins mann-
úðlegan máta og hægt var og komið
hreint fram. Þetta var skelfilegt en
óumflýjanlegt.“
Missti allt
Sjálfur var Skúli gagnrýndur fyrir að
vera í margvíslegum fjárfestingum á
þessum tíma. Hann tapaði líka öllu
sem hann átti. Árið 2011 kom fram
að Skúli hefði á sínum tíma skuldað
Landsbankanum milljarð en feng-
ið 400 milljónir afskrifaðar. „Sam-
kvæmt mínum skilningi eru afskriftir
þannig að ég skulda í húsi og skuld-
in er felld niður en ég held húsinu.
Í mínu tilfelli þá afhenti ég bankan-
um allar mínar eignir, öll félög sem
ég átti eitthvað í en ég hafði fjárfest
í tugum félaga, seldi bílinn minn og
húsið á Fjölnisvegi. Allt fór þetta í
skuldauppgjör mitt við Landsbank-
ann.
Mér finnst líka mikilvægt að það
sem ég átti í þessum félögum varð
seinna að miklum verðmætum. Ég
átti til dæmis stóran hlut í Íslands-
síma sem varð að Vodafone. Þannig
að ef bankinn hefur selt allar þessar
eignir á sínum tíma þá getur vel ver-
ið að hann hafi þurft að afskrifa eitt-
hvað. Það getur líka verið að bankinn
hafi í varúðarskyni fært 400 milljón-
ir á afskriftareikning en haldið eign-
unum eftir. Síðan lagaðist umhverfið,
við sjáum það best á því að Fjölnis-
vegur 11 var seldur á 200 milljónir
nokkrum árum seinna.
Hliðstætt dæmi er að stóru bank-
arnir tóku yfir eignir á mjög lágu
verði í efnahagshruninu og hagn-
aður þeirra er að miklu leyti tilkom-
inn vegna þess að þeir hafa fært upp
eignir sem þeir tóku yfir á þessum
tíma.“
Fjölnisvegur 11 er eitt fallegasta
hús borgarinnar og fyrsta húsið sem
hann og eiginkona hans, Margrét Ás-
geirsdóttir, festu kaup á. „Þegar ég
seldi það þá sveik ég loforð sem ég
gaf konunni minni. Þetta hús átti
aldrei að selja. Við höfðum aldrei átt
fasteign áður, þetta var fyrsta húsið
okkar og þarna ætluðum við að verða
gömul saman. Þetta átti að standa til
æviloka en það gekk ekki eftir. Það
var mjög vont.
En hún er sterk kona og sterkari
en ég að mörgu leyti. Hún á mikinn
heiður skilinn því hún hefur stað-
ið með mér í einu og öllu. Ég held
að hún sé líka að verða komin með
fimm háskólagráður,“ segir hann
og hlær stríðnislega. „Nei, ég stríði
henni stundum á þessu en þú mátt
ekki kvóta mig á því.
Hún er læknir og er líka búin með
MBA-námið og er mjög klár kona.
Þegar hún byrjaði í meistaranáminu
fór hún að spyrja mig út í mínar fjár-
festingar og undir lokin hélt hún því
fram að ég hefði brotið allar reglur
samkvæmt hefðbundnum fjárfest-
ingarfræðum,“ segir hann og hlær.
Neitaði að gefast upp
Starfsemi Oz var lögð niður á Íslandi
árið 2002 og Skúli flutti út með fjöl-
skylduna. „Það er talað um að það
taki sex ár fyrir fjárfesta og umhverfið
að jafna sig eftir hrun. Þegar við kom-
um út var allt helfrosið og það varð
engin hreyfing á markaðnum næstu
þrjú árin. Við vorum búnir að missa
samstarfsaðila okkar, tekjurnar voru
nánast engar og flestir voru búnir
að afskrifa okkur algjörlega. Ég kvót-
aði stundum í Mark Twain á þess-
um árum og sagði „the reports of my
death have been greatly exaggera-
ted“ en það bjóst enginn við því að
við myndum ná okkur á strik aftur.“
Landsbankinn var stærsti kröfu-
hafinn í fyrirtækinu og tók það yfir.
„Í raun þurrkaðist reksturinn út. En
við ákváðum samt að láta reyna á
það hvort það væri hægt að gera eitt-
hvað úr þessu. Við fengum ár til þess
að láta reyna á það en að þeim tíma
liðnum lá ljóst fyrir að þetta væri ekki
að ganga sem skyldi.“
Á endanum tók Landsbankinn þá
ákvörðun að loka á starfsemina úti.
„Enn vorum við nokkrir sem sátum
eftir og neituðum að gefast upp. Að
hluta til vegna þrjósku, við vorum
búnir að vinna að þessu félagi í fjór-
tán ár og svo var ég kominn út með
konuna mína og börnin sem voru
farin að aðlagast umhverfinu. Þannig
að við ákváðum að láta slag standa og
kaupa félagið aftur frá Landsbankan-
um, gefa þessu lokaséns. Reksturinn
var í járnum þannig að það var bara
spurning um að taka yfir ábyrgðirn-
ar og svo unnum við launalaust í ár
og lifðum á nánast engu. Ég átti samt
smá sparifé svo við komumst af.“
Kynntust á Tunglinu
Þegar Skúli fékk Oz aftur var gam-
all vinur hans og viðskiptafélagi,
Björgólfur Thor Björgólfsson, orð-
inn aðaleigandi Landsbankans. Þeir
hófu viðskiptaferilinn saman sem
skemmtanastjórar og rekstraraðilar
á skemmtistöðum, meðal annars hér
á Borginni þar sem þeir ráku Skug-
gabarinn. Það voru villtari tímar en
nú þegar Skúli situr og drekkur pip-
armyntute og sódavatn, orðinn full-
orðinn, sólbrúnn og forríkur, á með-
an þjónninn dekkar upp fyrir dinner
og lifir sig inn í hugljúfa tónlistina,
„... sail away with me honey...“ syng-
ur David Gray og þjónninn verður
dreyminn á svip.
Það var á Skuggabarnum sem
Björgólfur Thor kynntist eiginkonu
sinni, Kristínu Ólafsdóttur, en á
næsta bar, Tunglinu – sem þeir fé-
lagar ráku einnig saman, kynntist
Skúli eiginkonu sinni.
Skúli þvertekur fyrir það að Björg-
ólfur hafi haft nokkuð með það að
gera að hann hafi fengið Oz aftur.
„Þó að þeim viðræðum hafi ekki
verið fulllokið þegar Björgólfur tók
bankann yfir þá var ég í raun búinn
að semja um þessar tilfærslur. Enda
var ég búinn að vinna með bankan-
um í tvö ár áður en hann kom þar
að. Þannig að við kláruðum bara það
uppgjör.“
Fengu sjö milljarða
Eftir þessa dýfu hefði verið auðvelt að
gefast upp en Skúli sætti sig ekki við
það. „Eftir að Oz féll gat ég ekki ver-
ið rólegur. Ég vissi að ég yrði að gera
allt sem í mínu valdi stæði til að rétta
fyrirtækið við. Það var aldrei annað
í boði. Auðvitað efaðist ég stundum
um að það væri hægt en ég þrífst á
mótlæti og þarf stundum að fá svona
spark í rassinn til að gera mitt besta.
Ég vil klára hlutina, ef ég fer af stað á
annað borð þá ætla ég mér að klára.
Og það var magnað hvað við
náðum okkur hratt upp aftur þegar
markaðurinn tók loks við sér. Sumar-
ið 2003 vorum við enn nítján manna
teymi og með veltu upp á 500 þús-
und dollara á ári, sem er nánast ekki
neitt, en þegar við seldum til Nokia
haustið 2008 þá vorum við orðin 220
og með veltu upp á 35 milljónir doll-
ara.
Þetta hefði aldrei tekist nema af
því að við fengum rúma sjö milljarða
í áhættufjármögnun. Það er lítið tal-
að um það hér á Íslandi en mikið tal-
að um að efla nýsköpun, það gerist
ekki nema umhverfið laði að áhættu-
fjárfesta. Oz hefði dáið ef við hefðum
ekki fengið fjárfesta á sínum tíma.
Þrátt fyrir allt sem á undan
var gengið, þrátt fyrir að við vær-
um pínulítið fyrirtæki, Íslendingar
staddir í Kanada með stóra drauma,
voru ákveðnir aðilar tilbúnir til að
Skúli Mogensen hóf ferilinn á skemmtistöðum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og efnaðist sem ungur maður. Kynntist konunni á
Tunglinu og varð forstjóri Oz en netbólan sprakk og hann missti allt. Hann þurfti meira að segja að selja húsið sem hann hafði lofað
konu sinni að þau myndu eiga til æviloka, Fjölnisveg 11. Slyppur og snauður fór hann með fjölskylduna til Kanada og neitaði að gefast
upp. Nokkrum árum síðar seldi hann fyrirtækið fyrir milljarða, í sömu viku og íslensku bankarnir féllu, og sneri aftur heim, keypti banka
og stofnaði flugfélag. Hann segir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur frá falli sínu og upprisu, erfiðleikum, ást og lönguninni til að þurfa
aldrei að sjá eftir neinu. „Þetta var fyrsta
húsið okkar og
þarna ætluðum við að
verða gömul saman.
Þetta átti að standa til
æviloka en það gekk ekki
eftir. Það var mjög vont.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðral