Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 40
Lisa og Jerry Voru gripin glóðvolg með lík vinkonu sinnar í skottinu. 40 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Sakamál Þrjú spælegg tvær beikonsneiðar og hálfpottur af bjór var síðasta máltíð Bretans Percy Clifford og var borin á borð fyrir hann skömmu áður en hann fór til fundar við skapara sinn 11. ágúst 1914. Percy Clifford var sakfelldur fyrir morð á eiginkonu sinni, Maud Wilton, en það ku hafa farið fyrir brjóstið á honum að hún hélt áfram sínum fyrri starfa eftir að þau giftust – hún var vændiskona. Percy Clifford var síðasta viðfang böðulsins í Lewes-fangelsinu.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s Á rla morguns í desember­ byrjun 2004 bankaði sjö ára gutti upp á hjá nágrönnum sínum í Buford í Georgíuríki í Bandaríkjunum. „Pabbi skaut mömmu,“ sagði hann við þann sem kom til dyra. Drengur­ inn, Dalton Corbin, var sonur Barts og Jennifer Corbin. Bart var vel met­ inn tannlæknir og Jennifer var leik­ skólakennari, þau höfðu gifst 1996 og áttu tvo syni. Í flestra augum var hjónaband þeirra til fyrirmyndar en 2004 fór Jennifer að finna til einsemdar og leitaði huggunar hjá „Christopher“, sem hún hafði kynnst í gegnum netleik. Þegar netkynni þeirra urðu nánari upplýsti Christopher að „hann“ væri í reynd Anita – hús­ móðir í Missouri. Eftir smá hik ákváðu þær að viðhalda vinskap sínum. Jennifer trúði móður sinni fyrir því að hún bæri ekki sama hug til Barts og áður fyrr og sjálfur skynjaði Bart að gjá hafði myndast á milli þeirra. En það sem Jennifer vissi ekki var að Bart hafði komist að vinskap hennar og Christophers á netinu og reiðin kraumaði í honum. Kvöld eitt þegar þau voru á leið heim úr þakk­ argjörðarveislu vakti hann máls á vinskap hennar og þessa Christo­ phers. Jennifer bað hann lengstra orða að bíða þangað til þau væru komin heim. Bart brást hinn versti við og rak henni hnefahögg allöfl­ ugt í andlitið. Jennifer fór með syni þeirra til systur sinnar sem hvatti hana til að segja skilið við Bart, of­ beldissegginn þann. Undir lok nóvember sótti Bart um skilnað og fór fram á forræði yfir strákunum og hús hjónanna. Jennifer snéri heim sama dag með það fyrir augum að létta tilveru drengjanna og til að undirstrika rétt sinn til hússins. Daginn eftir fékk Bart lánaða skammbyssu hjá vini sínum og bar því við að hann óttaðist um líf sitt því Jennifer væri honum ótrú. Mikil spenna ríkti á heimili Corbin­ hjónanna sem lyktaði með því að Dalton Burton bankaði upp á hjá nágrannanum, eins og áður sagði. Í fyrstu hélt lögreglan að Jenni­ fer hefði framið sjálfsmorð en hegðun Barts fékk hana til að skipta um skoðun. Síðar kom í ljós kom að Bart hafði fjórtán árum áður verið í sambandi við konu að nafni Dolly Hearn og dauða hennar bar að með grunsamlegum hætti 6. júní 1990. Bart var handtekinn 22. desem­ ber og ákærður fyrir aðild að dauða Dolly og hálfum mánuði síðar var hann ákærður fyrir morðið á eigin­ konu sinni. Um tveggja ára skeið neitaði hann sekt en í september 2006 játaði hann sig sekan um bæði morðin. Hann fékk tvöfaldan lífs­ tíðardóm. Tvöfaldi Tannlæknirinn Tvö morð – ekki eitt Banvæn BJÓrdEila n Lisu og Jerry fannst sopinn ekki alslæmur n Jerry lenti í rifrildi vegna bjórs Þ að var hægt að segja ýmis­ legt um Lisu og Jerry Dam­ ron, en að þau væru fyrir­ myndarforeldrar og ábyrgir borgarar var ekki þar á með­ al. Árla morguns í júlí 2009 dottaði lögreglumaðurinn Chris Coleman þar sem hann sat í kyrrstæðri lög­ reglubifreið við þjóðveg 77 í Wythe­ sýslu í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Skyndilega rann af Coleman all­ ur svefndrungi, Ford Ministar­bif­ reið var ekið langt yfir hraðamörkum fram hjá honum í norðurátt. Cole­ man beið ekki boðanna, kveikti á sír­ enum og ljósum og hóf eftirför. Inn­ an skamms tókst honum að stöðva bílstjóra bifreiðarinnar, sem reyndist vera Lisa Damron. Um leið og Lisa skrúfaði niður hliðarrúðuna lagði fyrir vit Coleman stækan áfengisfnyk og drafandi vís­ aði hún öllum spurningum Cole man áfram til eiginmanns síns, Jerrys, sem sat við hlið hennar og var ekki í skömminni skárra ásigkomulagi en spúsa hans. Blóðblettur á baksætinu Coleman sá í hendi sér að hvorugt væri í ástandi til að aka bifreið og hafði samband við lögreglustöðina og bað um liðsauka og dráttarbíl. Meðan hann skrifaði skýrslu sína spurði hann skötuhjúin hvort eitt­ hvað væri í bílnum sem þau teldu ástæðu til að láta vita af, en þau ypptu bara öxlum. Ekki var allt sem sýndist og innan skamms rak Coleman augun í blóð­ blett á aftursætinu og í framhaldi af því fann hann tómt skothylki, kú­ bein með hártægjum á, hníf og þrjár byssur, þar af eina í fórum Jerrys. Í skotti bifreiðarinnar fann Coleman kvenmannslík vafið inn í sængur­ fatnað. Konan hafði verið skotin sex sinnum. Jerry Damron var enginn engill. Þau hjónin bjuggu í smábæ í Norður­ Karólínu og Jerry beið þegar þarna var komið sögu réttarhalda þar vegna umferðarslyss árið 2008 sem hafði kostað níu ára son hjónanna lífið. Jerry hafði ekki verið allsgáð­ ur þegar slysið átti sér stað og auk dauða drengsins höfðu fjögur af sex börnum Lisu og Jerry slasast alvar­ lega í bílslysinu. Úlfaldi gerður úr mýflugu Á heimili Damron­hjónanna fann lögreglan blóðbletti á gólfteppinu, veggjum, lofti og húsgögnum auk þess sem ummerki bentu til þess að átök hefðu átt sér stað. Líkið í skott­ inu var af Kelly Culley, 42 ára vin­ konu Lisu og Jerry og tveggja barna móður. Kelly ku hafa verið tíður gest­ ur á heimili Damron­hjónanna og krufning leiddi í ljós mikið áfengis­ magn í blóði hennar. Lisa og Jerry voru kærð fyrir morð, fyrir að flytja lík með það fyrir augum að leyna glæp og hugsanlegt mann­ rán ef í ljós kæmi að Kelly hafi verið á lífi í skottinu þegar þau óku yfir ríkis­ mörkin. Jerry var einnig ákærður fyr­ ir að hafa skotvopn í fórum sínum. Það var Lisa sem leysti að lok­ um frá skjóðunni og upplýsti um at­ burðarásina nóttina sem Kelly var myrt; hvernig fáránlegt rifrildi Jerrys og Kelly um ómerkilegt atriði endaði með morði. Banvæn bjórdeila Lögreglumennirnir trúðu vart eigin eyrum þegar þeim var sagt að Jerry og Kelly hefðu rifist um bjór. Það hafði farið fyrir brjóstið á Jerry að Kelly seild­ ist í Icehouse­bjór hans í stað þess að drekka sinn eigin Bud Light­bjór. Lisa sagði að þau hefðu öll verið gjörsamlega út úr heiminum; hefðu drukkið mikið, tekið töflur og guð má vita hvað og hvað. „Ég fór út í garð þegar Jerry og Kelly fóru að rífast og stympast. Ég nennti ekki að taka þátt í því. Þá heyrði ég byssuskot og fór aftur inn. Jerry sagði mér að Kelly væri dauð og þau þyrftu að fara til Vestur­Virg­ iníu og losa sig við líkið.“ Jerry og Lisa voru rétt komin yfir ríkjamörkin þegar Coleman stöðvaði för þeirra. Aldrei, meðan á frásögn Lisu stóð, örlaði á reiði eða gagnrýni af hennar hálfu í garð eiginmanns síns. Þrátt fyrir að Jerry hefði vald­ ið dauða sonar hennar og skotið til bana með köldu blóði vinkonu hennar – vegna bjórs – endurtók hún í sífellu: „Ég elska Jerry enn af öllu hjarta. Hann er vænn mað­ ur sem hefur tekið nokkrar slæmar ákvarðanir.“ Ó, já! Sýndu engar tilfinningar Lisa og Jerry höfðu ekki verið í miklu uppáhaldi hjá nágrönnum sínum sem flestir sögðu að farið hefði fé betra eftir að þau voru handtekin. „Ég fékk hroll út af honum. Hann er bilaður,“ sagði einn nágranna þeirra hjónanna og annar sagði sér hafa staðið stuggur af honum. Þegar Lisa og Jerry Damron voru leidd inn inn í réttarsalinn, hvort í sínu lagi, í febrúar 2011 sýndu þau engar tilfinningar. Þau virtust utan við sig þegar lesnar voru upp ákær­ urnar á hendur þeim. Lisa og Jerry lýstu sig bæði sek og Jerry var sakfelldur fyrir morð og fékk lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Lisa fékk vægari dóm en eiginmaðurinn – 12–15 ár á bak við lás og slá. „Ég elska Jerry enn af öllu hjarta. Hann er vænn maður sem hefur tekið nokkrar slæmar ákvarðanir. Í járnum Lisa Damron í fylgd lögreglunnar í Taylorsville. Barton Corbin tannlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.